Vísir - 27.01.1968, Page 3

Vísir - 27.01.1968, Page 3
 ' gJífeí* » 4urfh. •<‘r ■ “ lip!2P! fc *''' i'‘|1*'|! • f Laugardagur 27. janúar 1968. gtöðugt er unnið að stærsta mannvirki Islendinga, fyrr og síðar, þ. e. a. s. hinni risavöxnu Búrfellsvirkjun. Þeir, sem ekki hafa komið austur að Búrfelli og séð framkvæmdirnar með eigin augum, eiga að vonum erfitt með að gera sér grein fyrir því, hve gífurlega umfangsmiklar þær eru. Myndsjáin í dag birtir þrjár myndir, sem ættu að geta gefið lesendum blaðsins dálitla hugmynd um framkvæmdirnar, en myndirnar tók Leifur Þorsteinsson, ljósmyndari hjá Myndiðn, en Leifur hefur annazt myndatöku fyrir Landsvirkjun allt frá upphafi framkvæmdanna. Þess má og geta, að kvikmyndatökumað- urinn Ásgeir Long hefur tekið litkvikmyndir af framkvæmd- unum frá upphafi. I frétt Vísis fyrir skömmu var þess getið, að framkvæmdir við virkjunina væru lítillega á eftir áætlun, eins og sakir standa, en rysjðtt veðurfar hefur að sjálfsögðu tafið nokkuð fyrir þeim. Um tíma var einnig erfitt að fá menn til vinnu austur að Búrfelli, en upp á síðkastið hefur atvinnuleysi gert það að verkum, að nægilegt vinnuafl hefúr verið fyrlr hendi austur þar. Myndin hér að ofan er af brúarframkvæmdum í Þjórsá, en á þessum stað er áin jafndjúp og 3 til 400 metra breið. Verið er að steypa undirstöðustöplana. Þrídálka myndin hér til liliðar er af þeim helmingi stöðvar- hússins, sem búið er að steypa í svo til fulla hæð. Verið er að vinna að því að koma fyrstu túrbínunni, af þremur, fyrir, áður en þakið verður sett á bygginguna. Tvídálka myndin er tekin innan úr jarðgöngum. Þetta eru þó ekki r.ðalgöngin gegnum Sámsstaðamúlann, heldur dreifi- göng, sem liggja næst stöðvarhúsinu sjálfu. Göngin eru fóðr- uð innan með stálrörum og má sjá þau á þrídálkamyndinni fremst.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.