Vísir - 27.01.1968, Side 8

Vísir - 27.01.1968, Side 8
8 82iH VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. ) Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson \ Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson \ Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson fl Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson ) Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 l Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 / Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) \ Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands f í lausasölu kr. 7.00 eintakiö ) Prentsmiðja Vísis — Edda hf. \ Annarlegar hvatir §vo var að skilja á Þjóðviljanum s.l. miðvikudag, að ) ráðamenn blaðsins telji það afsökun fyrir rangsleitni ) og mannúðarleysi rússneskra dómstóla, að menn séu \ stundum dæmdir fyrir pólitísk afbrot á Vesturlönd- l um. Segir Austri í pistli sínum „Frá degi til dags“, að f á síðastliðnum sjö árum hafi um 2500 manns verið j. dæmdir fyrir óheimil stjórnmálaafskipti í Vestur- \ Þýzkalandi. Hann hefði átt að nefna um leið tölur \ frá Austur-Þýzkalandi og öðrum ríkjum austan jám- ( tjalds, þar á meðal sjálfu sæluríkinu, Sovét-Rússlandi. f Er hætt við að hlutfallið hefði ekki orðið hagstætt / fyrir ríki kommúnismans í augum þeirra, sem for- ) dæma svona réttarfar. Einnig væri fróðlegt, ef hann \ yrði sér úti um tölur frá Kína og birti þær fyrir okkur ( í Þjóðviljanum við tækifæri. ( Magnús Kjartansson telur, að þeir menn láti stjórn- \ ast af annarlegum hvötum, sem fordæma rússnesk y réttarmorð fyrr og síðar, af þvi að þeir lýsi ekki jafn- ( framt vanþóknun sinni á pólitískum dómum í Vestur- / Þýzkalandi. Þetta eru nú kyndug rök, en auk þess ) segir hann að það megi heita undantekning að nokkr- \ ar fréttir séu birtar um þessa dóma í blöðum þar í \ landi, og erlend blöð telji það ekki ómaksins vert að ( afla sér frétta um „ofsóknir af þessu tagi“. í Það mætti merkilegt heita, ef dómar á borð við þá, l1 sem kveðnir hafa verið upp yfir rússneskum rithöf- ( undum, væru hversdagslegir atburðir í Vestur-Þýzka- / landi, að engin erlend blöð teldu „ómaksins vert“ að ) birta um það fréttir. (l Þetta er vægast sagt klaufaleg viðleitni til þess að ^ afsaka ódæðisverk hinna rússnesku valdhafa. Og i Magnús Kjartansson er þar hjáróma rödd. Dómar / þessir hafa verið fordæmdir um allan hinn frjálsa ) heim og meira að segja í blöðum róttækra flokka. Þau ) hafa ekki séð ástæðu til að afsaka þetta framferði \ með samanburði á réttarfari í Vestur-Þýzkalandi eða y nokkru öðru ríki vestan jámtjalds. í Ráðamenn Þjóðviljans eyddu litlu rúmi í blaði sínu ) til þess að víta meðferðina á skáldinu Pasternak á ) sínum tíma. Þeir töldu ekki annað fært, vegna almenn- \ ingsálitsins, en að láta í ljós einhverja málamynda- \ vanþóknun á dómunum yfir rithöfuhdum tveimur, ( þeim Daniel og Sinevsky, en flestir, sem lásu þau / skrif, munu hafa séð að þar fylgdi lítill hugur máli. ) Ekki hefur Þjóðviljinn séð ástæðu til að fara hörðum orðum um síðustu dómana af þessu tagi. Magnús \ Kjartansson ætti því að sleppa öllum glósum um \ „hvatir“ annarra. Hann ætti fremur að líta í eigin l barm og rannsaka þær hvatir, sem bæði þessi og ýmis / önnur skrif hans stjórnast af. / VISIR. Laugardagur 27. janúar 1968. Mótmæli gegn flugi Bandaríkjaflugvéla með kjarnorkusprengjur innanborðs Myndin var tekin fyrir utan sendiráðsbyggingu Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn, er fréttin hafði borizt um bandarísku sprengjuflugvélina af B-52 gerð, sem hrapaði með 4 vetnissprengj- ur innanborðs, niður á ísinn á Norðurstjömu-flóa skammt frá Thule. Víða heyrast raddir um að hætta beri öllu flugi með kjarnorkusprengjur innanborðs og slíkar raddir heyrast einnig í Bandaríkjunum. Danska stjórnin gerði i gær flokksleiðtogum grein fyrir mál- um varðandi flugslysið við Thule Báðabirgðastjómin danska hélt fund með flokksleiðtogunum í gær og gerði þeim grein fyrir málum varðandi flugslysið skammt frá Thuie, eins og þau nú horfa við. Á fundinum var tilkynnt, að danska sendiráðiö í Washington hefði fengiö fyrirmæli um aö fara fram á frekari skýringar, og m. a. að fá vitneskju um, hvort oftar en í þetta skipti hafi verið flogið með kjamorku- sprengjur yfir Grænland. Jens Otto Krag skýröi frá þessu og skipun dönsku rannsóknamefnd- arinnar, en nefnd danskra vís- indamanna hefur verið falið að rannsaka hvaða hættur kunni að stafa af vetnissprengjum þeim, sem flugvélin hafði innanborðs, er hún hrapaði. Hans Tabor utanríkisráðherra sagði á fundinum, að hann vissi ekki til, að flogið hefði verið yfir Grænland með kjarnorku- sprengjur, og „f þessu tilfelli hefði verið um neyðarlendingu að ræða“. Ráðherra Græniandsmáia, Cari P. Jensen, kvað þá gagnrýni ekki á rökum reista, að íbúum Græn- lands hefði ekki verið tjáð hvað gerðist jafnfljótt og íbúum Dan- merkur. Flokksleiðtogunum var tjáð, að samkvæmt þeim rannsóknum sem þegar væru gerðar, væri engin veruleg hætta á ferðum. ÞORSK-OG SELVEIÐUM NORÐMANNA EKKI HÆTTA BÚIN Norskir fiskifræðingar telja þorskveiðum Norðmanna við Grænland ekki hættu búna, vegna þess aö straumar úti fyr- ir Thule beri ekki geislavirk efni tll veiðisvæðanna, sem eru úti fyrir suðurhluta Vestur- Grænlands (um 100 sjómílur frá Thule), heldur í áttina til Baff- ins-Iands og áfram suður á bóg- inn með Labradorsstraumnum. Selveiðum Norðmanna í norð- urhöfum er heldur ekki hætta búin þar sem þær eiga sér stað vig Jan Mayen eða í 2500 sjó- mílna fjarlægð frá llhule í aust- læga átt. HEIMSHORNA MILLI ♦ Frétt. frá Moskvu hermir, aö sovétstjómin ætli ekki að taka að sér neina málamiðlun út af Pueblotökunni. ♦ Hemaðarstjórnin gríska hef- ur birt tilskipun þess efnis, að vikið skuli frá öllum embættis- mönnum rfkisins, sem studdu byltingu Konstantins konungs. Tveir yfirmenn herfylkja voru settir á eftirlaun og 10 ofurstar. ♦ Brezkir hermenn hafa kom- ið á lögum og reglu í Port Louis f Mauritius og vemda þar blökku menn fyrir Mohammeðstrúar- mönnum. ♦ I Kalkútta hafa 50 manns látið lífið af því aö þeir drukku heimabruggað vín. Tugir manna eru veikir. ♦ Tassfréttastofan og Pravda, sem flytja allar opinberar til- kynningar og eru málpípur stjómarinnar, sökuðu f gær Bandaríkjastjóm um ögranir í garð Norður-Kóreu. Sovézku blöðin segja það „einberan áróð- ur“ að Pueblo hafi vertð hertek- ið á alþjóða siglingaleið. Myndin er frá fundi dönsku rannsóknarnefndarinnar: Per Grande maglster, O. Koefoed-Hansen prófessor, Gjörup verk- fræðingur og Paul Fischer, danska utanríkisráðuneytinu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.