Vísir - 27.01.1968, Page 9

Vísir - 27.01.1968, Page 9
V í S IR . Laugardagur 27. janúar 1968. 9 Einhver glæsilegustu skip, sem um höfin sigldu------— Það, sem var í þessu skipi, þegar það strandaði, er í því enn------- Það hefur fylgt sögusögnum, að í því væru gull og gersemar---------- Raunverulega ætti ríkið að standa fyrir leitinni------ * Ekki„ eiga sér allir vonir í milljónum gulls — einhvers staðar djúpt i veglausum sandi. Ekki einungis í gulli, heldur og í gömlum gersemum, sem yrðu fornleifafræðinni efni í langar ritgerðir. Mætti þar og finna gimsteina og perlur ... í þessari von hafa nokkrir áhugamenn leitað á sumrum austur á Skeiðarársandi. Auðæf in eru fólgin þar í „gullskipi", sem strandaði á sandinum á sautjándu öld. Forsprakki þessa gullleitar- hóps er Bergur Lárusson og hitti ég hann að máii í bílaverzl un hans í Ármúla á dögunum, af forvitni um þessa sérstæðu „gullleit." — Þessi leit hefur verið okk ar „hobby“, segir hann, þegar við erum setztir sinn hvorum megin við skrifborð inni á kont- sandinn. Þar hrundu skipbrots- menn niður af Vosbúö og sand- hríð, grófust í sandinn með auö æfum sínum frá Jövu. Örlögin léku þetta fólk grátt. Það vissi ekki að stríðinu við Breta var lokið þrem mánuð- um áður. „Het Wapen“ hefði þess vegna getað siglt með ströndu inn Ermarsund. Aðeins 50—60 manns kom- ust af úr þessum mannskæð- asta og dýrasta skipreka, sem nokkum tíma hefur komið á hérlendar fjörur. — Þeir hirð- ust í fátækt bæjanna þar i kring þann vetur og lifðu hann sumir ekki af. Sagnir fara af ýmsu smáveg- is sem úr skipinu rak. Þar á meðal dýrindis silki, sem tjald- að var síðan á bæjunum í grenndinni. — En Indíafariö grófst í sandinn, enda em slík örlög búin hverri fleytu sem festir þar á sandinum. Lengi stóðu möstrin upp úr — Við byrjuðum sumariö 1960 og höfum farið síðan á hverju vori, nema í fyrra. Við byrjuðum leitina fljót- lega með íslenzku tæki, sem byggt var á rafagnatækni. Það átti að finna málma í jöröu. Það er nefnilega talið víst að skipið hafi verið með taisvert magn af klukkukopar innan- borðs og jafnvel blý — í bal- lest. Auk þess munu hafa verið um borð í því 30—50 fallbyss- ur. Þess vegna höfum viö jafna byggt leitina á málmum þess- um og notaö málmleitartæki við þetta. íslenzka tækið var dregið fram og aftur um sandinn, þar sem okkur þótti líklegast að leita, en það kom brátt á dag- inn, að þetta tæki var ónothæft til þess arna. j^jæsta sumar fengum viö svo leigt hingað sænskt málm leitartæki, frá ABEM. Þetta Leitin nð gullskipinu Bergur Lárusson: Við stundum þetta eins og aðrir ganga á fjöll... á Skeiðurúrsandi s ÞAÐ YRÐI EKKI MINNI ÁHUGI FYRIR FUNDI ÞESS EN „VASA" — segir Bergur Lúrusson, forystumuður fyrir skipsleitinni — Þeir eru uð uthugu kuup á nýju sænsku múlmleifurtæki til leiturinnur ornum. — Við höfum gengið að þessu líkt og aðrir stunda jökla göngur og fjallaferðir. Við erum átta saman í þessum áhugahópi, flestir ættaöir þaðan að austan, eða í einhverjum tengslum við héraðið. W. Sjálfur er hann alinn upp í næsta nágrenni við sandinn, á Kirkjubæjarklaustri. Ekki er Bergur tiltakanlega ævintýra- legur útlits. — En enginn láir honum, þótt honum leiki nokk- ur forvitni á þessum sandi, sem sannlega gleypti heilt Indíafar með dýrum farmi fyrir réttum þrjú hundruð árum. Aðalstarf hans er hins vegar í þessari bíla verzlun, sem selur meðal ann- ars japönsk ævintýri í bílaiðn aðinum. Ýmsar sögur hafa jafna verið á kreiki um Skaftafellssýsl ur varðandi „gullskipið" svo sem það jafna kallast. Annálar segja aö það hafi strandað á sandinum 19. september 1667. „Het Wapen“ lét úr höfn i Amsterdam 21. maí 1664 á leið til Austur-Indía. Indíaförin voru i þann tíð einhver stærstu og glæsilegustu skip, sem um höfin sigldu. Ekki segir af þessari Indía- för, fyrr en siglt er út frá Bata- víu á Jövu, einni auðugustu eyju veraldar, þann 26. janúar 1667. Þá var stríð með Bretum og Hollendingum. Skipið sigldi, sem leið lá, fyrir Góðrarvonar- höfða, en þegar noröar dró fór skipiö vestur fyrir venjulega siglingaleið til þess að forðast strendur óvinanna Breta. Og í stað þess að sigla inn Ermarsund skemmstu leið til Hollands, hélt það vestur fyrir írland og stefndi í átt til Færeyja. Þaðan ætluðu fleiri hollenzk skip aö hafa samflot heim. - Veður gerðust váleg undir haustið og „Het Wapen“ villt- ist af leið og vestur undir ís- landsstrendur, hafnaði þar loks á veglausum sandinum. Á skipinu er talið hafa verið á þriðja hundrað manns. Flestir eru taldir hafa komizt upp á sandinum og voru eini leiðar- vísirinn að legstað þess. Þau voru söguö af hundraö árum eftir strandið, að þvi er sagt er. Vafalaust hafa þau þótt gott smíðaefni. Sandurinn huldi þaö sem eftir var. Lengi höfðu menn þó hugmynd um, hvar skipið væri niðurkomið. Eftir öilum sólarmerkjum að dæma, á skipið að hafa strandað austan til á sandinum, segir Bergur. þegar við höfðum spjallaö fram og aftur um til- drög þessa strands. — En hug- myndirnar um staðinn eru nú orðið dálítiö á reiki. Sennilega er seinasti maður- inn, sem vitað hefur nokkurn veginn, hvar skipið liggur, Odd ur heitinn í Skaftafelli, segir Bergur. — Stefán bróðir hans er sagður hafa fullyrt, að skip- ið lægi í hásuður frá Skaftafelli. Þessir menn eru nú báðir gengn ir. Og staðarákvöröunin, sem höfð er eftir þeim segir ekki allt sem vita þarf. — Frá Skafta- felli, niður aö sjó eru 30 km. og hin mesta misvísun á „há- suðri" getur leikið á nokkrum kílómetrum af strandlengjunni. Hún styður samt ýmsar get- gátur, sem flestar segja að skip ið sé niður komið þarna aust- an til á sandinum. Við höfum hingað til miðað leitina við þær getgátur. Sumir Skaftfellingar álita hins vegar, að skipsins sé að Jeita nokkru vestar. — Hafið þið leitað lengi þarna á sandinum? tæki starfar' ekki ósvipað og fisksjá. Það sendir rafgeisla frá sér niður i sandinn og sýnir hvort málmar -verða þar fyrir eða ekki. Með því höfum við leitað undanfarin sumur og er- um nú búnir að leita % af því svæði, sem við töldum upphaf- lega líklegast. Þaö svæði er þó ekki nema lítill hluti af allri strandlengju Skeiðarársands. Hins végar er talið fullvist að ekki þurfi að leita aö skipinu utan Skaftafellsfjöru, sem er nánast eystri hlutinn af sand- inum, um 20. km löng. Sveinbjörn Björnsson, eðlis- fræðingur hiá Jarðhitadeild Raf orkumálaskrifstofunnar hefur verið okkar tæknilegi ráðunaut- ur við þessa leit. Nú hefur I sam ráði við hann verið leitað til- boða í leigu á mun fljótvirkara leitartæki. Þetta er amerískt tæki, sem hengt yrði í þyrlu og yröi svæðið þannig leitað á örfáum dögum. — En það er mjög dýrt í leigu og við sjáum okkur ekki fært að fá það til leitarinnar að svo komnu máli. Næsta skrefið hjá okkur er að athuga kaup á sænsku tæki, sem er af sömu gerð og við höf- um notað, nema hvað það hef- ur verið endurbætt. Er það nú méð tveimur rásum, en gamla gerðin var aöeins með einni rás. Þetta tæki kostaði seint á árinu 1967, 9650 sænskar krónur. Ég býst við að nokkuð fari eftir tollum, hvort við legsjum út í þessi tækjakaup. Það undar- lega er hins vegar, að við höf- um orðið aö borga heilmikla tolla af leigunni á gamla sænska tækinu. Ég vona aftur á móti að þetta verði tollað eins og vísindatæki, enda yröi hægt að nota það til hvers konar málmleitar, — ekki einungis við þessa skipsleit austur á sönd- um. Eruð þið vissir um að skipiö sé nokkurn veginn heillegt þarna í sandinum, getur farm- urinn ekki hafa tvístrazt? — Það sem var í þessu skipi, þegar það rak upp S sandinn, er í því enn, nema það sem rekið hefur úr því fyrstu dagana eft- ir strandið. Þaö strandaði þarna í vitlausu veðri og vindáttin var suölæg. Skipið hefur fljót- lega fyllt af sjó og síðan af sandi. Eftir það hefur ekki nokk ur máttur getaö haggað því. Sandurinn hefur færzt talsvert fram síðan og skipið er nú nokk um spöl uppi í landi. Það er hins vegar ágizkun hversu langt frá sjó það er. — Og skipið er ófúið þarna í sandinum? — Já, á því er efcki nokkur vafi. Það er að öllum líkindum betur varðveitt en Vasa, sem grafið var upp í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og menn muna. í sandinum eru engin lífræn efni og hann varðveitir skips- skrokkinn mun betur en leir, eins og Vasa sökk í. — Vitið þið nokkuð hve stórt skip „Het Wapen“ var? — Það eru taldar líkur á því að það hafi verið sviþað að stærð og Vasa. Einn Kvlskerja- bræðra hefur skrifað grein um þetta skipsstrand í tímaritið „Heima er bezt“, og hann held ur þvl fram aö skipið hafi verið 220 feta langt. Samkvæmt því skilst mér að það hafi átt að vera svipað Esjunni að stærð. Ég held samt að það hafi varla verið svo stórt. Alla vega getur þaö ekki hafa verið miklu stærra. — Annars virðist sáralitlar upp- lýsingar hægt að fá um þetta skip, stærð þess og útbúnað. Indíaförin, hollenzku, voru ekki smíðuð eftir neinum teikning- um og enginn veit nákvæmlega um stærð þeirra, hvers um sig. Vitið þið þá eitthvað um farm þess? — Það hefur fylgt sögusögn- um um þetta „gullskip“, eins og það er kallað, aö f því væru gull og gersemar, hvað svo sem satt er i því. — Það gæti svo, sem allt eins veriö. Fyrir nokkru fannst á Shet- landseyjum Indíafar. sem munn mælasögurnar kölluðu „silfur- skipið “ Það kom á daginn, þeg ar skipið var grafið upp að nafngiftin hafði viö rök að styðjast. í því voru mikil auð- æfi I silfri. — Hafið þið eignarétt á skipinu og þessum dýra farmi, ef bið finnið það? — Við Sömdum viö iarðeig- endur og rfki. áð.ur en við byrj- uðum leitina um skipti, ef ettt- Framh. ð bls. 5

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.