Vísir - 27.01.1968, Side 13

Vísir - 27.01.1968, Side 13
V í SIR . Laugardagur 27. janúar 1968. 13 MVAVAV.W.VAVV.W.V.V.'.V.V.'.W.V.V.V.W.W/ ÍSKM0WB 'p'yrir skömmu fór fram all- sterkt skákmót í Skopje í Júgóslavíu. Helztu keppinaut- amir þar voru Fischer og Geller. Fischer hefur ekki sótt neitt gull í greipar Gellers og hér bætti Fischer við fimmtu tap- skák sinni gegn Geller. Fischer hafði hvítt í viðureigninni, tefldi stíft til vinnings og fórnaði manni fyrir sókn. Sóknin reynd- ist þó ekki nægilega undirbúin og Fischer varö að gefast upp. Eftir tapið var Fischer hinn versti, kenndi um lélegri lýs- ingu, háværum áhorfendum og þreytandi blaðamönnum. Annars gekk Fischer vel í mótinu, hlaut 1. sætið með 13 y2 vinn- ing, hálfum vinning meira en Geller. Það vakti athygli hversu léttilega Fischer sigraði ýmsa minni spámennina, t. d. tók það hann aöeins fimm mínútur og sautján leiki að sigra ungverska stórmeistarann Dely. En gegn erkióvininum Geller fór allt í handaskolum eins og skákin hér á eftir sýnir. Hvítt: R. Fischer. Svart: E. Geller. Sikileyjarvöm. 1. e4 c5. 2. Rf 3 d6. 3. d4 cxd. 4. Rxd Rf6. 5. Rc3 Rc6. 6. Bc4 e6. 7. Be3 Be7. 8. Bb3 0-0. 9. De2. Þessi leikur hefur verið mjög v.v.v.v.v.v/.v.v.v í tízku undanfarið. Hvítur getur fengið .mjög hættulega sókn og svartur verður að vera vel á verði. 9. .. . Da5. 10. 0-0-0 RxR. 11. BxR Bd7. 12. Kbl í skákinni Fischer:Sofrevsky í sama móti kom þessi staða einnig upp. Sofrevsky lék í 12. leik . . . Had8. 13. De3 b6? 14. BxR! gzB. 15. Rd5! og hvítur vann auðveldlega. Geller breyt- ir hér út af þessari leið: 12. ... Bc6! 13. f4 Had8. 14. Hhfl? Hvítur hefur hér í huga fórn, sem stenzt ekki gegn nákvæmri vöm sv rts. 14. ... b5. 15. f5 b4. 16. fxe bxR. 17. exf+ Kh8. 18. Hf5? Hér átti hvítur að leika 18. Bxc og hefur þá allgott spil. Þessi afleikur gerir út um skák- ina. 18. ... Db4. Ef hvítur léki nú 19. Bxc Dxe og ef 19. bxc Db7 og bisk- upinn á b3 er óþægilega leppað- ur. 19. Dfl Rxe. 20. a3 Db7. 21. Df4 Ba4! 22. Dg4 Bf6. 23. HxB BxB og hér gafst Fischer upp. Eftir 24. cxB c2 + ! 25. Kxc Dc8 + . 26. DxD HxD + . 27. Kd3 RxH hefur svartur heilan hrók yfir. Jóhann Sigurjónsson. I ■ ■ ■ ■ ■ ■ BYGGINGAVÖRUR Nýkomið brennt og sandblásið greni — T.B. veggklæðning. — Teak og eik. — Trysii-þilj- ur, þykkt 12 mm. — Viropan-þiljur, óvenju lágt verð. — Húsgagnaspónn í glæsilegu úr- vali, svo sem teak, eik, oregon pain, mahogny, padook, palisander og bibolo. — Trétex, hvít áferð.,— Gaboon-plötur. — Hampplötur, 8-30 mm þykkar, væntanlegar mjög fljótlega. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON H/F VÖRUAFGREIÐSLA . SKEIFUNNI 8 H-umferð Framhald af bls. 1. að ekki er heimilt að hafa nema tvö ljósker fyrir lágljós á hverri bifreið, og ef ljósker eru fleiri, er ekki þörf á að skipta um nema ljós ker fyrir lágljós. Aldrei er ofbrýnt fvrir öku- mönnum, að hafa ljós bifreiða sinna rétt stillt, og er það góð regla að láta stilla eða athuga ljós in tvisvar á ári. Bifreiðaljósker hafa takmarkaða endingu, eins og allur annar Ijósabúnaður, og dofna bifreiðaljós smátt og smátt með aldrinum. Getur þess vegna oft ver ið nauðsynlegt að skipta um ljós- ker, þött þau séu ekki á nokkurn annan hátt sködduð. Ökum. sem þurfa af einhverjum ástæðum að skipta um ljósker bifreiða sinna héðan I frá, skal að lokum bent á að fá sér ljósabúnað fyrir hægri umferð, sem er þannig útbúinn að ekki brjóti f bága við reglur um ljósabúnað í vinstri umferð. Ef annað ljóskerið skaddast, skal á- vallt skipta um bæði liósker, svo þau séu eins og samstæð. Helztu gerðir af bifreiðaliósum. Það er auðvelt fyrir bifreiðaeig endur að ganga úr skugga um hvaða gerð Ijósa er á bifreiðum. Ef ljós eru tendruð og lági geislinn látinn loga, má bregða hvítu blaði fyrir Ijóskerið, og kemur gerð þess þá vel f ljós. Sé hvíta blaðinu brugðiö fyrir ljósker af ensk-ameriskri gerð sést að lióskerið er allt jafn bjart. Vegna umferðarbreytingarinnar verður að skipta um allar samlok ur með tveim glóþráðum og sömu leiðis öll liósker af þessari gerð, sem eru með stakri peru. Ef Ijósker eru af hinni svoköll- uðu samhverfu gerð aðalliósa, sést að liósið er aðeins i efri hluta Ijós kersins, ef hvítu blaði er brugðið fyrir það. Þessi liós þarf ekki að skinta um vegna hægri umferðar. Sé blaði brugðið fyrir hina svo nefndu mishverfu gerð aðalliósa. sést að liósið er aðeins í efra helm ingi ljóskersins, og kemur geiri niður til vinstri handar þegar stað ið er fvrir framan bifreiðina. ef lióskerið er fyrir vinstri umferð Geirinn kemur hægra megin þeg ar horft er framan á bifreiðina. ef ljóskerið er fvrir hæmi Timferð. F.f geirarnir eru bæði vinstra og hægra megin dugir að snúa per- unni. vegna umferðarbreytingarinn ar, en annars verður að skipta um ljósker eða gler. EINVÍGIÐ (Invltation to a Gunfighter). Stjómandi: Richard Wilson. Framleiðandi: Stanley Kramer. Aðalhlutverk: Yul Brynner, Janice Rule, George Segal, Pat Hingle, Bert Freed o. fl. Eins og svo margar myndir úr „villta vestrinu" byrjar þessi á því, að maður nokkur snýr heim eftir langa fjarvist. Árið er 1865, þrælastríðinu nýlokið og Matt Weaver ætlar að taka til við að yrkja jörðina. En þá er kominn köttur í ból bjamar og óþverrinn í þorpinu Sam Brewster er búinn að selja und- an honum ættleifðina. Hinn nýi eigandi jaröarinnar verður fyrir voðaskoti, og Matt Weaver tekur við á nýjan leik. Þetta líkar mönnum illa og feng- inn er „vígskytta” sem dvelst þarna í grenndinni til að vinna á honum. „Vígskyttan“ ber hið göfuga nafn, Jules Gaspard D’Estaing, og þar er kominn Yul Brynner. Mikil málaflækja verður og virðast flestar persónur mynd- arinnar þjást af slæmum kom- plexum, nema þá helzt ómenn- in, sem einskis svífast. Eins og venjulega í kvik- myndum rigrar réttlætið aö lokum, og samkvæmt tízkunni er endirinn 50% sorglegur og 59% giftusamlegur. Yul Brynner er að vanda skemmtilegur og George Segal svona sæmilegur, en hann er þekktur hér fyrir leik sinn í „Hver er hræddur við Virginíu Úlf?“. Aðrir leikendur koma flestir kunnuglega fyrir sjónir og hafa leikið svipuð hlutverk í tugatali. - Handrit myndarinnar er ein- staklega lélegt, en að öðru leyti er hún sæmilega gerð, og í heild ein af þessum „það-má • sossum-sjá-ana“ myndum. Þráinn. 36 STUNDIR Aðalhlutverk: James Garner, Eva Marle Saint, Rod Taylor, Wemer Peters. A-’-rísk, íslenzkur texti, Gamla bíó. Myndin fjallar um tilraunir Þjóðverja til að komast að því, hvar herir Bandamanna hygðust ganga á land, þegar innrásin á meginlandið hæfist. Þjóðverjar ræna bandarískum liðsforingja í Lissabon, og þegar hann raknar úr rotinu er hon- um tjáð, að hann sé staddur á bandarísku hersjúkrahúsi í her- numdu Þýzkalandi og styrjöld- inni sé lokið fyrir mörgum ár- um. Þýzkum lækni hefur veriö falið að annast þessa blekk- ingu, og vittur 36 stunda frest- ur til þess að veiða upp úr Bandaríkjamanninum, hvert innrásin í Frakkland muni bein- ast. Fyrir tilviljun eina sér liðs- foringinn í gegnum blekkinga- vefinn, en engu að síður hefur Þjóðverjum tekizt að ná í þær upplýsingar, sem hann býr yfir — en þær koma að litlu gagni, því að Þjóðverjar trúa þvi einu, sem þeir telja líklegt og hinum mikilvægu upplýsingum er varpað fyrir róða. Ekki er ástæða til aö rekja efnisþráðinn frekar, en grund- vallarhugm., .idin að þessari kvikmynd er mjög snjöll, þótt í meðförum bandarísks fram- leiðanda verði myndin meira en f meðallagi væmin. Um leik í myndinni er varla hægt að tala nema hjá Þjóðverj- anum Werner Peters, sem er frábær í' hlutverki þýzks SS- foringja, sem hugsar aðeins um eigin frama, og reynir jafnan að haga seglum eftir vindi. Þráinn. ÆÆÆiVX&k. miBin ■■■■■■■■ FJÖLHÆFASTA FARARTÆKIÐ A LANDI BENZÍN EÐA DIESEL HEIIDVFRZLUMIH HEKLA hf Laugóvegi 170-17 2

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.