Vísir - 01.02.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 01.02.1968, Blaðsíða 9
V f SIR . Fimmtudagur i, febrúar 1968. 9 ,Það er ekki hægt að lýsa hörmungum LSD í orðum.. LORRAINE GLEMBY er af rússneskum gyðingaætt- um, en fædd og uppalin í New York. Hún hefur feng- izt við ýmislegt eftir að hún lauk háskólanámi, ort og skrifað, ritstýrt vikublaði, lær' nautaat í Mexico, dvál- izt í Lapplandi, kynnt sér indversk crúarbrögð og síð- ast en ekki sízt heimsótt ísland. Lorraine hefur komið fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og m. a. rætt þar um „hippíana“ svonefndu, ei). hún hefur kynnt sér málefni þeirra mjög vel. Jjað mun ekki algengt að 26 ára gamlar stúlkur séu rit- stjórar, jafnvel þó aö um viku- blaö sé að ræða. Það mun líka fremur sjaldgæft að ungar bandarískar háskólastúlkur taki sig upp og fari til íslands, — dveljist þar á afskekktri eyju á Breiðafirði í heiian mánuö, fari síðan til Lapplands og búi með Lappafjölskyldu lengst uppi í óbyggöum og að lokum til Ind- lands til að kynna sér Vedastrú hjá gömlum munki. Allt þetta og miklu meira hefur Lorraine Glemby reynt. Hún er fædd í New York, en 80% af bandarísk hippíum'" neyta eituriyfja // — SEGIR LORRAINE GLEMBY foreldrar hennar eru af rúss- neskum Gyðingaættum. Faðir hennar er efnaöur verzlunar- maður og móðir hennar, sem hún segir að hafi alltaf skilið sig allra manna bezt, er málari. Lorraine fór í Colombiaháskóla að loknu stúdentsprófi og tók þar B. A. próf í samanburðar- bókmenntum og tungumálum. í sumarleyfum sínum var hún í Mexico og lærði nautaat. „Ég byrjaði snemma að yrkja og skrifa smásögur“, segir Lorraine, þar sem hún situr meö sígarettuna í annarri hendinni. Hún virðist mjög dæmigerð bandarísk stúlka, en þó ef til vill laglegri en gengur eg gerist, og það leynir sér ekki að hún er af Gyðingaættum. „Að loknu skólanámi byrjaöi ég að vinna hjá „The east willage other", sem er svonefnt „underground" blað, eða blað, sem ekki flytur venjulegar frétt- ir, heldur fyrst og fremst efni sem við álítum menningarlegt. Margir hafa horn í síðu þessara blaða, en blaðið sem ég starfa við er gefið út í yfir 42 þúsund eintökum og selt bæði til Kan- ada og Englands." „Eru þessi blöö á einhvern hátt málgögn fyrir hina svo- nefndu hippía?" „Nei, en hins vegar viljum við reyna að hjálpa öllu því unga fólki sem hefur sagt skilið við samfélagið, ef svo mætti að orði komast, til að starfa við þaö sem það hefur áhuga á, Þeir sem skrifa í blaðið sem ég vinn fyrir, og var ritstjóri viö áöur en ég kom hingað, eru ein- göngu listamenn: Málarar, sem mála myndir og skrifa um mynd- list í blaðið, ljóðskáld, smá- sagnaskáld, kvikmyndastjórar, leikhúsfólk, tónskáld og aörir, sem hafa áhuga á listum. Viö erum yfirleitt eldri en „híppíarnir", en það sem skilur okkur þó kannski fyrst og fremst frá þeim er þaö, að við neytum ekki eiturlyfja." „Hvaða framtíð bíður nú alls þessa unga fólks, sem hefur flúið frá heimilum sínum og gerzt stjórnleysingjar?" „Ég álít að þeir, sem hafa leitað á náöir eiturlyfja eigi yfirleitt enga von um að geta orðið hamingjusamar manneskj- ur, einkanlega ekki þeir sem neyta LSD, sem er margfalt hættulegra en nokkurt annað eiturlyf". „Hvað telur þú aö mikill hluti „hippía" í Bandaríkjunum neyti eiturlyfja?“ „Við gerðum skoöanakönnun um þetta á blaðinu og þaö kom í ljós að um 80%“ þeirra neyta einhvers konar eiturlyfja, Hacsh, Marihjuana eöa LSD eða jafnvel allra tegundanna. Hacsh og Marihjuana eru til- ' tölulega hættulítil miöað við LSD, sem er miklu hættiilegra en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Ég hefi séö mörg dæmi þess, aö fólk bókstaflega breyt- ir um persónuleika eftir að hafa neytt LSD um tíma. Það verkar miklu meira á sálarlífið en beinlínis . á líkamann. Eftir mjög skamman tíma hættir fólk að geta einbeltt sér og tilveran verður óraunveruleg draumatil- vera, sem hvergi á sér rætur í raunveruleikanurh. Það er ekki hægt að lýsa hörmungum LSD í orðum, og ég veit að það fólk sem einu sinni ánetjast því, er í flestum tilfellum algerlega vonlaust það sem eftir er æv- innar. o h fí! ■ Qgftm Mér til mikillar ánægju virð- ast eiturlyf alls ekki þekkjast hér á landi, jafnvel þótt mik- ið sé um unglinga sem reyna að líkjast „hippíum". Það er greinilegt að þetta eru gðeins börn. sem eru að reyna aö herma eitthvað eftir. Hippíarnir eru ekki tízkufyrirbrigði, eins og sumir virðast halda. Þeir eru óumflýjanlegt þjóöfélags- fyrirbrigði, bein afleiöing af þvi þjóðfélagi sem þeir búa við. En sú stefna sem þeir hafa því mið- ur tekið upp, að bókstaflega gefast upp og leita á náöir ein- hvers, sem leiðir þá frá allri ábyrgð er vitaskuld mjög nei- kvæö.“ „Svo að við vikjum aftur aö blaðamennskunni. Þú sagðir að margir hefðú horn í síöu blaðs- ins. Út af hverju var það fyrst og fremst?" „Við mættum aö vísu ekki beinni mótspyrnu neins staðar, en auðvitaö takmarkast les- endafjöldi blaösins mjög við ákveðinn hluta fólks. Blaöið er algjörk j,a ópólitiskt og þess vegna var ekki um mótspyrnu að ræða vegna þjóöfélagsskoð- ár.a. Hins vegar lentum viö í dálitlum útistöðum vegna ým- _ issa annarra mála. Til dæmis í sambandi viö myndbirtingar af nöktum karlmönnum. en við höfðum vitanlega oft birt mynd- ir af málverkum, teikningum og styttum af nöktu kvenfólki, eins og önnur bandarísk blöð. Svo þegar einn ljósmyndarinn leyfði sér að birta mynd af styttu af nöktum karlmanni ætlaði allt af göflunum að ganga. Við birtum einnig mikið af lesendabréfum, m. a. frá bandarískum hermönnum sem höfðu barizt í Víetnam. Þessi bréf túlkuðu mjög ólíkar skoð- anir á ýmsum málum og voru mikið lesin þrátt fyrir að inni- hald þeirra kæmi kannski ekki mjög vel við alla lesendur blaðsins. En þau voru öll sönn, og þess vegna ekkert hægt við þeim að segja.“ ■ „Þú hefur feröazt mjög mik- ið. Hvernig stóð á því upphaf- lega að þú komst til Islands?" „Mér skilst nú að allflestir feröamenn sem koma til íslands hafi svipaða sögu að segja og ég. Það er að segja, hafi heillazt af landinu og þjóöinni við að lesa fornsögurnar. Ég er eink- anlega hrifin af Völsunga- sögu, sem ég hef marglesið spjaldanna á milli. Ég ætlaði mér aðe5”' að dveljast hér mjög skammt í haust, en ílengdist í tvo mánuði. Ég var úti í Flatey Breiðafirði tals- verðan tíma, og kunni einstak- lega vel viö mig þar, Héðan fór ég svo til Lajáplands og dvaldist þar hjá Lappafjölskyldu. en er nú hingaö koi.iin aftur, en hef því miður mjög stutta viödvöl þar sem ég er á leið til Indlands. Þar mun ég búa mjög afskekkt og ætla ég að kynna mér Vedas Framhald á bls 10 „Ég vjídi gera kvikmynd á Islandi...“ „Völsungasaga er í uppáhaldi hjá mér...‘ miklu „Hippíamir“ eru þjóðfélags- fyrirbrigði, ekki tízkufyrir- brigði.“ „Nú fer ég til Indiands að kynna mér Vedas-trú...“ „Hef lesið mikið af islenzk- um Ijóðum, sem mig langar til að þýða.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.