Vísir - 01.02.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 01.02.1968, Blaðsíða 1
 ‘ »■ — r=»' - VISIR 58. árg. - Fimmtudagur 1. febrúar 1968. - 27. tbl. VestfírBingar byrjaðir á netum RÓÐRAR eru nú víðast hafnir af fullum krafti. Vestfirðingar hafa aflað mjög vel það sem af ef vertíðinni, þá sjaldan gefið hefur á sjó. Linubátar hafa kom- izt þar upp í 14-15 tonn í rððr- inum. Nokkrir Vestfjarðabátar eru nú byrjaðir netaveiðar og er það fyrr en venjulega. Hafa þeir aflað allvel. Helga Guðmunds- dóttir frá Patreksfirði fékk 200 tonn í einni lögn í fyrradag. — Tveir bátar eru byrjaðir netaveið ar frá Patreksfirði og að minnsta kosti einn frá Þingeyri. / Frá Ólafsvik róa sex línubátar og hafa aflað þetta 5—8 tonn í róðri, þessa seinustu gæftadaga. NIu bátar eru þar á togveiðum og hefur afli þeirra verið tregari. Hellissandsbátar hafa mest kom izt tiu róðra í janúarmánuði og bvrjuöu þó sumir þegar eftir ára- mótin. Afli hefur verið þolanlegur seinustu dagana, 5 til níu lestir í róðri. Tólf bátar lönduðu 60 tonnum í Keflavik í gær, 2]/2 og upp í 7-8 lestum hvei bátur. Þykja þaö sæmi leg aflabrögð miðað við það sem venjulega er um þennan tíma. Atvinnu- og kjuramálin rædd á Alþingi: 2000 manns atvinnulausir Atvinnu- og kjaramálin voru tekin fyrir utan dagskrár á framhaldsþingi ASÍ í gær, en tveir aöilar lögðu fram drög að ályktun um þessi mál. Eftir nokkrar umræður var málinu vísað til nefndar, sem kjörin var til að fjalla um málin. Þeir sem tóku til máls lögöu allir á það áherzlu, að atvinnuleysið yröi ekki þolað, krefjast yrði 'áfram verðtryggingar launa og að heildartekjur yrðu óskertar miö- að við dagvinnu eina. 1 ræðu Hermanns Guðmundssonar, for- manns verkamannafélagsins Hlífar, Hafnarfirði, kom frr-n það álit, að um 2000 manns væru nú atvinnulausir í landinu. Hannibal Valdimarsson, for- seti ASÍ, tók fyrstur til máls um atvinnu- og kjaramálin. Lagði hann áherzlu á nokkur atriði, sem gætu orðið til að bæta úr núverandi erfiðleikum i atvinnu málum, þegar hann fylgdi úr hlaði drögum að ályktun ASl um atvinnu- og kjaramál. Guömundur J. Guðmundsson lagði fram d:5g að ályktún, sem hann og tveir aörir f miö- stjóm ASÍ, Benedikt Davíðsson og Öm Scheving, stóðu aö. Gagnrýndi hann nokkuð þá að- ferð Hannibals að leggja sjálfur fram drög að ályktun, í stað þess að miðstjórn ASÍ sem slík h.-'Ji átt að gera það. Meginat- riðin í drögum þeirra Guðm. J. Guðmundssonar, voru þó nokk- uö samhljóða drögum Hanni- bals. Óskar Garibaldason frá Siglu firði gagnrýndi miðstjórn ASÍ fyrir að hafa aflýst verkföllum 1. des. sl. og sagðist tala fyrir munn félaga sinna fyrir norðan, þegar hann gagnrýndi vinnu- brögð forystu ASÍ, en hún yröi V breyta um vinnubrögð ef htln ætti aö ávinna sér traust a«ur. Sverrir Hermannsson tók und ir gagnrýni á miðstjórn ASÍ fyr ir að hafa ekki gefið sér tíma til að semja drög að ályktun um atvinnu- og kjaramálin og spurði hvort ýmsir forystumenn ASÍ hefðu verið svo önnum kafnir /ið að skipuleggja andstöðu gegn aðalverkefni þingsins, sem er skipulagsmál þeirra. — Hann lagði á það áherzlu, að verðtrygging launa yrði að kom- ast á aftur. Fleiri tóku til máls, m. a. Jón Sigurðsson og Hermann Guðmundsson, en að loknum umræðunum, var drögum að á- lyktunum um atvinnu- og kjara málin vísað til nefndar. Brezkir togarar heyrðu neyð- arsón norðan úr höfum í gær Alls óv'ist hvað þar er um oð ræða — Enn er leitað að togaranum Kingston Peridot úr loiti og á sjó Togarinn Kingston Alamandine, sem staddur var út af Langanesi í gærkvöldi, tilkynnti Wick-radíói á Skotlandi, ag hann hefði heyrt á neyðarbylgjunni veikan són, svo kallaðan auto alarm-són um klukk- an 23 GMT í gærkvöldi og aftur 11 mínútum síðar, en þá stóð sónninn yfir lengri tíma en áður. Tveir brezkir togarar aðrir voru á þess- um slóðum og heyrðu einnig þenn- an són, sem virtist koma norðan úr höfum, en úr miklum fjarska og gátu skipin ekki miðað hann út. Togarinn Kaldbakur og einn brezk- ur togari enij, sem voru á þessum slóðum, heyrðu ekki sónlnn. Slíkur sónn er oft sendur út á undan neyðarkalli til þess að fá skipin til þess að hlusta, ef mikið þvarg er í talstöðvum skipanna og eru margar neyöartalstöðvar með þennan són. Hins vegar fylgdi þess- um són ekkert neyðarkall og er ekki vitað um hvaö þetta getur ver- ið. Talið er þó ósennilegt að þetta geti verið frá togaranum Kingston Reyndu — en vasaþjófnað mistókst ♦ I fyrradag var maður einn á i verknaöinn. leiö í verzlun í austurhverfi j Veskið hafði reyndar ekki Inni Starfsmenn bæjarsímans unnu að því í gærkvöldi og nótt, að leggja niður bráðabirgðasímstöö í Árbæjarhverfi og tengja símana við Grensásstöðina. Á neðri myndinni eru lögreglu- mennirnir, sem voru til taks á staðnum, svo að hægt var að snúa sér til þeirra, þrátt fyrir símaleysið. Símar í Árbæjarhverfi ir við Grensásstöðina borgarinnar. Rétt áður en hann kom í fiskbúöina, þar sem hann ætlaði að fá sér fisk í soðiö, varð hann var við að kona nokkur kall- aði til uans. Sagði konan að dreng- ir nokkrir hefðu náð í veski manns- ins, sem hann geymdi í bakvasa á buxu: sínum. Náði maðurinn veskinu aftur úr höndum skelkaðra smádrengja, sem virtust byrjend- ur í þessari nýstárlegu atvinnu- grein, en mun ekki hafa kært að halda peninga en aðeins óútfyllt ávísanablöð. Peningana geyqidi maðurinn í öðru veski í sama vasa, sem drengirnir höfðu ekki náð í. Vasaþjófar hafa ekki verið at- hafnasamir hér á landi og furðu- legt að það fyrirbæri skuli fyrir- finnast hér. Sumir töldu jafnvel að drengimir hefðu séð mynd í sjónvarpinu um vasaþjófa, en þar var nokkuð vísindalega sýnt hvem- ig erlendir þjófar haga sér í faginu. tengdi □ í gærkvöldi og í nótt var skipt um símanúmer hjá um 250 símnotendum í Ár- bæjarhverfi, tveir fyrstu tölu- stafirnir í hverju númeri breyttust - 60 í 84. Lögð var niður bráðabirgða- stöð í Árbæjarhverfi og símarn- ir frá henni tengdir við Grens- ásstöðina. Byriað var að vinna að þessu kl. 9 í gærkvöldi og í morgun var verkjnu lokið. Áður voru i sambandi um 500 símar í hverfinu, svo að Árbæjar- hverfi varð engan veginn síma sambandslaust, því að fólk sem skipta þurfti um símanúmer gat auðveldlega komizt i síma í ein hverju af næstu húsum. En til þess að tryggja sem mest öryggi ef eitthvert ólán bæri að höndum var lögreglu- bíll á vakt í hverfinu reiðu- búinn til að hafa samband við slökkviliö eða slíka aðila, ef þörf gerðist. Auk þess voru í sambandi þrír símasjálfsalar í hverfinú, serú menn gátu notað ef í nauðir ræki. Peridot, sem talinn er hafa farizt út af Arnarfirðj með 20 mönnum, né heldur sé þetta úr neyöarsendi i gúmbát frá togaranum, þar eð veð- ur hefur verið þannig undanfama daga, að gúmbátur hlyti að vera kominn á land upp, ef hann hefði losnað frá skipinu, samanber þann, sem rak tóman frá því á fjöm við Kópasker um daginn. Skip og flugvélar leita enn norð- ur af landinu að togaranum og em það flugvélar frá varnarliðinu á Keflavíkurvelli, en búizt er við, að Tryggvi Helgason, flugmaður á Ak- ureyri, verði fenginn til þess að senda litla vél yfir svæðið í dag. Fjömr hafa verið leitaðar vand- lega á þessu svæði og sagði Aðal- steinn Eiriksson á Mánárbakka við Vísi í morgun ag allt Tjömesið hefði nú verið Ieitað roeð sjó og verður ekki leitað á fjömm í dag. í gær fundust á fjörum bobbingur og bjö.rgunarhringur, sá fjórði, sem finnst úr skipinu. Ennfremur sást lestarhleri á floti út af svonefndri Selvík. Aðalsteinn sagði að minna væri nú um fugladauða, vegna olíunnar. Hún virðist hafa dreifzt og er hverf- andi. SAS opnar skrifstofu hér Eins og áður hefur komið fram í fréttum mun SAS taka upp áætlunarflugferðir til Is- lands í vor og verður flogið einu sinni í viku til Keflavíkur með DC-8 flugvélum. Fulltrúi SAS-samsteypunnar hér á landi er Birgir Þórhalls- son, sem um árabil var for- stjóri millilandaflugs Flugfélags Islands, en stýrir nú fyrirtækinu Sólarfilma hf. Birgir tjáði blað inu í morgun að verið væri að undirbúa þessa nýju flugleið, en ísland er eina landið á Norð urlöndum, sem SAS flýgur enn ekki til. Meðal þess sem gera þarf hér á landi er að opna söluskrif- stofu í Reykjavík. Verður þetta lítil skrifstofa, en ekki ákveðið hvort starfslið verður eingöngu íslenzkt eða' blandað, eins og víðast er hjá flugfélögum, þ.e. íslenzkt og skandinavískt starfs lið. JWWWWWWWNAAAA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.