Vísir - 02.02.1968, Blaðsíða 8
8
V1S I R . Föstudagur 2. febrúar 1968.
Útgcfandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sítni 11660 (5 línur)
Áskriftargjald lcr. 115.00 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakiö
Prentsmiöja Vísis — Edda hf.
Hvað er sterkasta aflið? ~
þórarinn ÞórarinsSon, ritstjóri Tímans, skrifar mikið
þessa dagana um, aö ríkisstjómin eigi að Jara frá, og
þá væntanlega til að hleypa honum og öðmm Fram-
sóknarhöfðingjum í ráðherrastóla. í sjálfu sér er Þór-
arinn ekki verri en hver annar til að stjórna landinu
sem ráðherra. En vafasamt er, að hann sé nokkuð
hæfari til þess en t. d. Bjarni Benediktsson eða Jó-
hann Hafstein.
Raunar er ekki aðalatriðið að deila um þessa hluti.
Mikilvægara er, að bæði Bjarni og Jóhann eru þekktir
að því að framfylgja í stjórnarstörfum sínum viásum
grundvallarskoðunum frelsis og einkaframtaks, sem
Þórarinn hefur lítinn áhuga á. Það er og vitað, að
þessir tveir menn eru á engan hátt tengdir neirium
hagsmunasamtökum, persónulega eða á annan hátt.
Það gefur þeim aðstöðu til að vera með öllu óháðir í
mati gagnvart öðrum t.d. vinnuveitendum eða S.Í.S.
í stjórnmálunum er veigamest, hvað sem einstök-
um mönnum líður, að stefnt sé í grundvallaratriðum
í rétta átt. Kenna má ráðherra ríkisstjórnarinnar við
þrásetu eða hvað sem vera vill, eins og blað Fram-
sóknar hefur gert undanfarið. En fram hjá þeirri stað-
reynd verður ekki komizt, að núverandi ríkisstjórn
hefur gengið undir dóm þjóðarinnar í tvennum al-
mennum þingkosningum og sigrað í báðum.
Ríkisstjórnin þarf nú að glíma við önnur verkefni
en áður lágu fyrir. En til úrlausnar þeirra er ekki vit-
að, að stjórnaranflstæðingar hafi meira traust. Þeir
eru heldur ekki samhentir um, hvað gera skuli. Vissu-
lega er Framsóknarflokkurinn ekki klofinn. Og hann
hefur nokkuð ákveðna stefnu, þótt almenningur skilji
ekki „hina leiðina“. En hvað um hinn stjómarand-
stöðuflokkinn á Alþingi? Er Alþýðubandalagið banda-
lag eða stjórnmálaflokkur. Hvað er þetta einkennilega
fyrirbæri í raun og veru? Ey Magnús Kjartansson á t
sömu línu og Hannibal Valdimarsson eða Hannibal á
sömu línu og Magnús?' 1 t. j s:? áM&v*
Vissulega má deila á S jálf stæðisf lökkinn ógfdrústu.
hans eins og á aðra hluti. Samt er það ljóst, að eng-
inn annar flokkur hefur mótað grundvallarstefnu sína
skýrar né fylgt henni betur fram. Þessi fjölmenni
flokkur allra stétta, flokkur einstaklingshyggjunnar,
er, þegar á allt er litið, dýrmætasta aflið í íslenzkum
stjórnmálum. Svo mun vonandi verða lengi.
Tollar lækkaðir
J>egar það kom í ljós fyrir skömmu, að ríkissjóður
þyrfti að veita sjávarútveginum þrjú hundruð milljón
króna aðstoð á þessu ári, héldu flestir, að þar með
værl úti um fyrlrhugaða tollalækkun. Svo virðist þó
ekki verða og hlýtur það að vera öllum almenningi
ánægjuefni. Tollalækkunip, mun lækka verð á fjöldá
innfluttra nauðsynjavara og vega þannig að nokkru
leyti á móti verðhækkunum gengislækkunarinnar.
Togarinn Maí aflaði tvisvar sinnum meira,
en aflahæsti brezki togarinn 1967
l>retar hafa þann sið sem lítt
þekkist hér á landi að veita
verölaun fyrir metafla. Ein
þekktustu verðlaun af þessum
vettvangi í Bretlandi er „Silfur
þorskurinn“, sem árlega er veitt
ur aflahæsta togaranum. Það er
brezka togarasambandig (British
Trawelers Federation), sem veit
ir þessi verðlaun, en þau voru
fyrst veitt 1954. Togarinn Somer
set Maugham frá Hufl hlaut
þessi verðlaun í fjórða sinn. Skip
ið aflað 39.247 kits, (sem er
um 2.450 tonn).
Veiðidagamir voru 339 á ár-
inu. Verðmæti þessa afla er 139.
824 pund, eðo yfir 19 milljónir
íslenzkra króna.
Þessi togari hefur mest aflað á
einu ári 46.557 kits — það var
1962 og hreppti hann þá einnig
„Silfurþorskinn", skipstjórinn
var sá sami og nú, Bill Brettel.
Til samanburðar má geta þess
að aflahæsti íslenzki togarinn,
Maí frá Hafnarfirði landaði sam-
tals 5.289 tonnum á árinu aö
verðmæti um 28,6 milljónir. Ber
þess þó að gæta að fyrsta löndun
ársins er þar með talin en hún
var snemma í janúar og er sá
afli frá árinu á undan, en ekki
breytir það samt ýkjamiklu. Af
þessum afla Iandaði Maí 4.308
tonnum hér heima, en restina
seldi hann í erlendum höfnum —
Nýfundnalandsveiðar togarans
gera að sjálfsögðu stórt strik í
þessa aflasölu.
Stóru frystitogararnir eru hins
vegar ekki meö í þessari sam-
keppni, en ef svo væri híefði
togarinn Marbella frá Hull hlot-
ið verðlaunin. Marbella fékk á
síðasta ári 3.784 tonn (60.544
kits). Þessir stóru frystitogarar
sem Bretar og raunar fleiri þjóð-
ir hafa sent á veiðar seinustu ár
in veita íslenzka hraðfrystiiön-
aðinum einmitt mikla sam-
keppni. —Raunar hefur orðið
halli á rekstri sumra brezku
frystitogaranna. Ekki fyrgir þaö
samt fréttum af metafla Mar-
bellu, hvort rekstur skipsins hef
ur skilað ágóða eða tapi, en það
hefur frá upphafi verið mjög afla
sælt skip. Marbella er 1786 lest-
*ir að stærö og var tekin I notk-
un á árinu 1966. Afli skipsins
þetta fyrsta ár var sennilega til-
tölul. mesti afli brezkra frysti
togara til þessa og þessi góði
árangur hélzt eins. og fyrr getur
seinasta ár. — Bezta veiðiferð
skipsins skilaði 600 tonnum af
frosttum fiski.
Togarinn Somerset Maugham, sem vann „Silfurþorskinn“ brezka. Aflahæsti togarinn þar f
landi árið 1967. Hann er af svipaðri stærð og togarinn Maí.
Láta síldarnótina
fá loðnunót / staðinn
Tvö síldvciðiskip hafa nú lát-
ið síldarnótina í Iand og tekið
loðnunót f staðinn. Þetta eru
Reykjavíkurbátamir Örfirisey
og Amar. Foru þeir austur með
suðurströndinni í fyrri nótt og
hyggjast leita loðnu austur við
Homafj. en þar varð hennar vart
um þetta leytl f fyrra og þótti
hún þá koma nokkuð snemma.
Mörg skip hafa leitað síldar
viö Suðurland undanfarna daga,
'allt frá Grindavíkursjó og aust-
ur fyrir Vestnannaeýjar. Enn-
fremur hefur síldar verið leitað
í Jökuldjúpi, en hvarvetna er
sömu sögu að segja. Síld finnst
ekki utan einhverrar óveru sem
heldur sig mjög djúpt, svo að
ekki næst til hennar með nót.
Fáein skip eru við Færeyjar
og urðu vör við smápeðring f
gærkvöldi. Köstuðu allmörg
skip á þetta og höfðu 10—50
tonn upp úr krafsinu. Veöur er
nú hvarvetna gott til veiða. En
Tillögur um styrjöldina
í Vietnam
Átta þingmenn Framsóknar og
Alþýðubandalagsins hafa lagt
fram þingsáiyktunartillögur i
hvorri deild Alþingls, báðar sam
hljóða, um styrjöldina í Viet-
nam.
„Deildin ályktar að lýsa yfir
þeirri skoðun sinni, aö deiluefni
styrjaldaraðila f Vietnam verði
einungis leyst með friðsamleg-
um hætti.
Stór hætta er á því, að styrj-
öld þessi geti hvenær sem er
breiðzt út og orðið upphaf nýrr-
ar heimsstyrjaldar, auk þess
sem áframhaldandi styrjaldar
rekstur eykur sffellt á langvar-
andi hörmungar víetnömsku
þjóðarinnar.
Deildin telur, að vopnahlésvið
ræður og síðar friðarsamningum
verði helzt fram komið með þvl:
1. aö ríkisstjórn Bandaríkjanna
stöövi þegar loftárásir á Norður
Víetnam.
2. að Þjóðfrelsishreyfingin í S-
Víetnam verði viðurkennd sjálf
stæður aðili við samningagerðir.
3. að stjórn Norður-Víetnam og
Þjóðfrelsishreyfingin í Suöur-
Víetnam sýni ótvíræöan vilja af
sinni hálfu, þegar loftárásum
linnir, að ganga til samninga og
draga úr hernaöaraðgerðum, að
leiða megi til vopnahlés".
Felur deildin ríkisstjóminni aö
framfylgja þessari ályktun á
alþjóðavettvangi.
í land
þaö virðist einu gilda hvaö síld-
veiöamar snertir.
Vatnslaust í
Kópavogi
1 fyrradag var vatnslaust í
Kópavogi og hluta Bústaða-
hverfis. Um tólf leytið á há-
degi varð vart við bilun í 17
tommu leiðslu, sem liggur i
mýrinni fyrir neðan Bústaði.
Leiddi þetta til þess að Ioka
varð fyrir vatnsrennsli til
Kópavogs og Bústaðahverfis.
Þessi Ieiðsla er gömul, frá
árunum 1933, og hefur orðið
bilun á henni fyrr í vetur og
sjaldan líður svo ár, að ekki
þurfi eitthvað við hana að
eiga.
Vatnsveitustjóri, Þóroddur Th.
Sigurðss. skýrði blaðinu frá þvi
að viðgerð hefði verið lokið um
kl. 5.30 en þá varð vart
við aðra bilun í 12 tommu röri
fyrir neöan Nýbýlaveg, og þurfti
þess vegna að loka aftur fyrir
vatnsrennslið, meðan á viðgerð
stóð, en henni var lokið um 7
Ieyti í fyrradag.
Vatnsveitustjóri sagði að
fjöldi manns hefði hringt í vatns
veituna út af þessu, og var álag
á símum hjá verkstjóra og vakt
stjóra í Reykiavík svo mikið. að
eldci hefði verið unnt að hafa
samband við þá, þótt einhver
stó. bilun hefði orðið í Reykja-
vík, sem hefði getað komið sér
mjög illa.