Vísir - 02.02.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 02.02.1968, Blaðsíða 12
V í S IR . Föstudagur 2. febrúar 1968. Eldhusið, sem allar húsmœdur drcymir um Hagkvœmni, stílfeguri og vönduð vinna á öllu Skipuleggjum og gerum yður fast verðfiltoð. Leitið upplýsinga BACK/ BeTH.'...rr'5'i 5 A PREHISTOKIC / SEA MOKSTER.'...y / VOU WERE T'O be i HIS SACRlFICWU LAMB/ J®nC jJF'arðu frá, Beth. Þetta ,er fornaldar- . sjóeðla.“ „Þér átti að fórna fyrir hana." „En áður en hún nær okkur.. ... ætla ég að ná henni.“ KVIKKYNDASASA EFTIR A B QOTHKIE 3r. andlitinu' og glóöaraugun búin aö jafna sig. En Evans haföi ekki átt annarra kosta völ, hann hafði tekið sxna ákvöröun, framfylgt hénni hvað sem það hefði í för méð sér qg sýht að hann var maður til þess. Fyrir það kom hann heilli úr átökunum, þrátt fyrir 'allt. Það var glettnisglampi í aiigum Dicks Summer, þegar hann leit inn í tjaldið um kvöldið. „Mér' er ságt að þú; hafir staðið í ströngu, Ev- aps“, mælti hann. Lije Evans skildi viðurkennihg- qna. En hann fann úm leiö, að. hún var óþörf að því leyti til, að hann vissi það fullvel sjálfur, að hann hafði gert rétt. ‘ TUTTUGASTT OG ANNAR KAFLI. Krakkahópurinn mændi á Mercy MacBée, þegar hún deif bollanum ofan f freyðandi vatnið, sehi vall og- -kraumaöi á milli steinanna. Þegar hún hafði fyllt bollann, setti hön sykurmola í og hrærði með skeið, bar hann síðan að munni Toms litla Byrd, sem sötraði í sig vatnið af mikilli ákefð. „Ég næst!“ kallaði' Dolly Brew- er, þegar Mercy deif .bollanum aft ur í uppsprettulindina. „Nei, ekki þú .. ég er næstur." „Nei, ég ./.. nei, ég ... „Veriö þið róleg“, sagði Mercy og setti sykurmola í bollann. ,,Ég gef ykkur að drekka eftir stærð, þá kemur það rétt niður. Þeim minnstu fyrst.. .“ Sjálf vissi hún ekki hvernig öl- kelduvatnið var á bragöið, en það hlaut aö bragðast vel, þegar syk- ur var settur í það, ef dæma mátti eftir því hvemig krakkarnir svolgr uðu þaö í sig. Hún þorði ekkí' öinU sinni að braaða það af ótta við aö sér kynni aö verða illt ag því, eins og matnum, sem hún boröaði, sama hvaða matur það var, henni varð óglatt af öllu, sem hún lét inn fyrir sínar varir. Krakkarnir þögnuðu, í bili aö minnsta kosti, og hún hevrðí kraun ið í stóru ölkeldunni f árbakkan- um, spölkorn fjær. Frá henni heyrð ist stanzlaust, suöandi hvæs, eins og f gufuskipum, sem sigldu um Ohiofljótið. Mercy hafði heyrt það inn f tjaldið.um nóttina, þegar allt var brðið hljótt og hún lá and- vaka og hlustaöi. „Gerðu svo vel, Dolly." Leiðangurinn hafði tjaldað við ána, skammt frá ölkeldunum. Þær voru þama hver viö aðra, og alls- staðar vall þetta hvæsandi og freyðandi vatn unp úr jörðinni, „Allt í lagi. Billy .. „Nú er þó röðin komin að mér.“ „Og ég er næstur á eftir þér.“ Konumar voru önnum kafnar við matreiðsluna heima við tjöldin. Flestir af karlmönnunum höfðu labbað sig upn með ánni með veið arfæri sín. Hún sá ekki nema Brownie Evans hiá vagnaréttinni, þar sem hann stóð og starði fram undan sér. Hefði mátt halda að hann væri að bíöa einhvers. ,.Nú ég, Mercy ... nú ég ...“ Hún hafði gaman af krökkun- um, gaman að hrópum þeirra og köllum Það dreifði huganum og fékk henni nóg að starfa. Loks höfðu þau öjl fengið sitt og svkur inn var uppurinn. Hún horfði á eftir þeim, þegar þau hlupu heim að tiöldunum með ópum og ærsl- um. Þegar þau fjarlægðust, hugs- aði hún sem svo, að kannski væri öllu íókið. Kannski væri bað hérna, sem iörðin endaði, kannski flæddi áin út í tómið ... kannski munði' sólin setiast á bak við. fjöjlin fyrir fulft óg állt’ f kv’öl<J._ Hénrii stóð á sama. Þegar öllu væri lókið, þyrfti gkki aðjtvíðajrieinu _ Hún iaut höfði. Nei, það gat ekki átt sér stað, að kvíöi hennar hefði viö rök að styöjast. - Það mátti ekki eiga sér stað. Það var að minnsta kosti alls ekki víst þessi einkenni gátu stafað af allt öðru. Ef þau voru þá ekki eingöngu ímyndun hennar, vegna þess hve hrædd hún var og kvíðandi, Seinna þegar þaö hefði sanast að ótti hennar var ástæðulaus, mundi hún hlæja aö þessum barnaskap sín- um. Hún reyndi að ímynda sér sjálfa sig þá, eftir nokkra mánuði, lífsglaða og ærslafulla, algera andstæðu stúlkunnar, sem sat á bakka ölkeldunriar, miður sín af hryggð og blygðun. Hún hafði grandskoöað sjálfa sig hvað eftir annaö, þegar hún gat skotizt inn í runna, þukláð. sig og þrýst og ekk ert fundið áthugavert. Hún var eins grönn og mjúk á kvið og hún hafði áður verið. Þaö gat því ekki átt sér stað. Sem snöggvast end- urheimti hún glaðlvndi sitt og hug- rekki. 'Þetta mundi allt fara vel. Þess gerðist ekki nein þörf að fara yrfir brúna fyrr en að henni kom. Fjölmargar brýr fór maður aldrei yfir, vegna þess að ímvndunin ein hafi smíðað þær yfir ímynduð fJiót. Þá varð hún enn gripin þessum annarlega flökurleika og vanlíðan neðan þirtdar. Hún reyndi að hemja hræöslu sína, reyndi að íklæða hana veru leika, ímynd smábams I kviði sín- um. Móöir hennar mundi fórna upp höndunum og æpa upp yfir sig í reiöi: „Hvað sagöi ég þér ekki? Sagði ég. þér' ekki að var- ast karlmenn eins og sjálfan fjand- ann ... en þú ... þú þóttist vita betur! Nú hefnist þér fyrir, og það er þér ekki nema mátulegt. En guð má vita hvað maður á að gera viö slíka drós.“ Hún gat ekki gert sér viðbrögð föður síns f hug- arlund, ekki ljóst, en það væri eft- ir honum að ganga á fund Macks og bjóöa honum samninga, gera sig ánægðan með hross eða naut- grip sem eins konar skaðábáet- ur.:. - :■ JJO imififung Hún minntist þess, að það var Bess gamla frænka hennar, sem haföi kennt henni að sjá hlutina í réttu ljósi. Hún hafði sýnt henrii fram á að faöir hennar væri ekki annað en skrumari og ónytjungur, enda þótt hún veldi honum ekki þau nöfn. Til hennar, gömlu koft- unnar, hafði hún flúið, þegar allt gekk á afturfótunum heima, og hún hafði opnað augu hennar, svo hún sá allan óþrifnaðinn og sóða- skapinn, sem blasti við henni þeg- ar hún kom heim aftur, skildi argið og, þrasið í móður sinni, sem aldrei kom þó neinu f verk. Ef hún gæti flúiö til Macks, lagt varigann að barmi hans og grátið sér til hugarhægðar, þó ekki væri annaö. En hann hafði ekki leitað fundar við hana nema aö- eins einu sinni, eftir nóttina við virkið, og þá skömmu síöar, og nú var svo langt um lðið, að þeir fundir lágu á takmörkum draums Og verúleika, og þaö var einungis þessj vanlíðan, sem sannfærði hana um áð þau hefðu átt ástarfundi í vökunni. Og þó vissi hún hann stöðugt í návist við sig, hann gekk meö henni til rekkju á h’verju kvöldi, hún vaknaði viö nálægö hans á hverjum morgni og hann gekk við hlið hennar allan lið- langan daginn. Og þegar myrkt varð af kvöldi, strauk hún mjúk- um fingrum svarta lokkana frá enni hans, strauk áhyggjusvipinn af andliti hans. Samt þráði hún fiann ekki fyrst líkamlega og haföi aldrei gert það, helSur að finna þrek hans og góðleika. Hún fylgd- ist meö hverri hreyfingu hans á daginn, hverri svipbreytingu hans þótt enginn veitti því athygli. Það átti sér stað að augu þeirra mætt- ust, og þá kom það fyrir aö hann brosti til hennar, og þá spurði hún sjálfa sig hvort honum væri minn- ingin um ástarfundi þeirrá eins heilög bg kær, og þeir voru henni, hvort verið gæti að hanri þráði hana eins heitt öllum stundum og hún þráði harin. Vanlíðanin gerði enn vart við sig, sameinaöi þau og hún bað hljóðum vörum. Ó, guð, gefðu að þetta sé ekki, fyrirgefðu mér, góð- ur guð, misgerðir mínar og gefðu að ég geti rætt við Mack. Ég bið þig, góður almáttugur guð ... Hún heyrði rödd Brownie rétt hjá sér. Hvernig líður þér, Mercy? Af hverju eru að gráta? Hún þerraði hvarmana í skyndi, reyndi að rísa á fætur, en var svo máttvana, einhverra hluta vegna, að henni var þaö um megn. „Nei, ég er ekki að gráta“, svaraði hún vandræðalega. „Það er bara gufan upp af ölkelduyatninu, sem ég var að drekka, sem fer svona f aug- un á mér“. „Já,-einrpitt"; sagði hann óg var ekki síður vandræðalegur en hún. „Má ég setjast héma hjá þér?“ „Ég er að fara“. „Það vildi ég að þú geröir ekki“. „Þú getur fengiö þér sæti eins fýrir það“. Mððurínn sem annars aldrei les auglýsingar auglýsingar VfSIS ] lesa allir ”i*l3EíSS tv Edgar Rice BúftROUGHS BIIT BEFOKE POES us SPAHið TiMA FYRIRHBFN 'BHAUIEAM RAUOARARSTI'C 31 SiMI 22022 JLJLULH LAUGAVEQI 133 slnr)! 11705 l il! l ll ll l !l ;l li I ! l l !i l l l il l l l l lll|!|| IU l'Jiillilillii íS allett LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti •fc Margir litir Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikir, hvítir Táskór Ballet-töskur ^H^allettlrúJ in

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.