Vísir - 09.02.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 09.02.1968, Blaðsíða 1
 ■■■ VISIR Góður línuafli vestur við Jökul Dágott hjá trollbátum við Reykjanesið "58. árg. — Föstudagur 9. fabrúar 1968. — 34. tbþ ' Gott fiskirí er hjá línubátum iseni sækja vestur í Jökuldjúp og Vestur undir Jökultungur, en þang aö er langsótt hjá sunnanbátum og fer meira en sólarhringur í róö- urinn, ef haldið er á þær slóöir. Einn Keflavíkurbáta, Manni var meö 13 tonn eftir róðurinn í gær og fleiri höfðu sæmilegan afla, en þeir sem sóttu á grunnmiðin höfðu sáralítið upp úr krafsinu. Nokkrir Akranesbáta voru einn Óðinsmenn am borðíNotts County Varðskipsmenn af Óðni fóru í gær um borð í Notts County, togarann, sem strandaði við Snæfjallaströnd. Tveir um- boðsmenn tryggingafélagsins, sem tryggir skipið, fóru um borð, en þeir fóru þangað til að kanna hvaða aðstæður væru til að bjarga togaranum. Að því er Pétur Sigurðsson, órstjóri Landhelgisgæzlunnar, ;agði í morgun, hefur Landhelg- sgæzlan gamlan samning við /átryggingafélög f fiskibæjum í 3retlandi um að bjarga því sem íjargað verður í fljótu bragði úr Drezkum togurum og til þess aö <anna aðstæður til björgunar á ikipunum. Varðskipsmennirnir tóku þau :æki úr togaranum í gær, sem águ undir skemmdum. — Sjór •ennur víða inn í skipið, en Pétur sagðist ekki vita hvort torgaði sig að reyna að bjarga ikipinu. ig með reytingsafla í gær, ,en aðrir með minna. Einn línubátur landaði í Reykja vík, Krisfcbjörg, 3 tonnum. — Hins vegar kom trollbáturinn Magnús IV. með 9 tonn til Reykjavíkur í gær. Var það mestmegnis þorsk- ur, sem hann hafði fengið á stutt- um tíma við suðurströndina. — Hefur frétzt af mjög góðri veiði trollbáta úti af Hafnarleirunum undanfarna daga og hafa þeir fengið þar allt upp í 15 tonn af fallegum fiski eftir daginn. Einn netabátur frá Keflavík dró net sfn f fyrsta skipti á vertíðinni í gær og fékk 2 tonn. — Nokkrir bátar eru að byrja netaveiðar. Vitað er um tvo báta, sem fengu síld úti f Jökuldjúpi f nótt, Haf- rúnu, sem fékk 70 tonn og Helga Flóventsson, sem fékk 30, fleiri bát ar voru úti í djúpinu og áttu sum- ir f nokkrum brösum. Nokkri Austfjarðabátar eru komnir á útilegu við suð-austur- ströndina. meðal annarra Snæfugl og Hóimanes og voru þeir við Hrollaugseyjar í gær. en ekki er vitað um aflabrögð þar. Nokkrir stærri bátanna bíða nú eftir að loðnan láti sjá sig og em sumir komnir austiir á bóginn, en línu- bátarnir eystra hafa ekkert orðið varir við hana ennþá — hún var kominn um þetta levti í fyrra og var þá raunar óvenju snemma á ferðinni. Maí seldi fyrir rúmar 2 milljónir Óðinsmenn um borð í Notts County. - Togarinn er enn í klakaböndum. Hraðari meðferð einfaldra dómsmála □ Ríkisstjómin Iagði fram á Alþingi f gær frumvarp til laga, sem skuli stuðla að hrað- ari afgreiðslu nokkurra ein- faldra dómsmála — einkamála, sem fjalla um fjárkröfur sam- kvæmt víxlum, tékkum, skulda- bréfum og siík skuldamál. Mál af þessu tagi eru nú yfir- gnæfandi meirihluti þeirra mála sem stefnt er fyrir bæjarþing Reykjavíkur. Fjórir fulltrúar yfir- borgadómara eru nú nær eingöngu bundnir við I afgreiðslu þessara máta. I greinargerð með frumvarpinu Spellvirki enn framin á sumarbúsföðum Enn hafa verið framin spell- virki í sumarbústöðum, en í fyrradag bárust lögreglunni í Kópavogi tilkynningar um skemmdir á tveim sumarbústöð um í Vatnsendahverfi. Þegar komið var að litlum, hvítmáluðum sumarbústað með grænu þaki, sem stendur í kvos utan í Vatnsendahæð, biasti viö brotin hurð, sem í höfðu verið franskir gluggar, og brotnar voru rúður I öðrum gluggum. Snjör þar inni á gólfum. Hinn var minna skemmdur, en hins vegar harfði verið stol- ið úr honum veiðistöng og kós- angaslampa. Innbrotsþjófurinn hafði gengið fremur snyrtiiega um, eftir þvi sem gengur og gerist með innbrotsþjófa. Lögreglunni hefur ekki tekizt að ná til eiganda annars bústaö- arins ti! þess að gera honum við vart, en bústaður hans liggur nú undir enn frekari skemmd- um vegna veðra, ef ekki verður gert við hann sem fyrst. er komizt sv. að orði, að brýn nauðsyn sé orðin á þvi aö setja nýjar reglur um meðferð hinna j einföldu skuldamála til þess, hvort I tveggja, að hraða meöferð þeirra, ; og létta óþarfri byrði af embættinu. Frumvarpio er samið af Magn- j úsi Thoroddsen, borgardómara og | Stefáni M. Stefánssyni, fulltrúa yfirborgardómara, að tilhlutan nefndar, sem dómsmálaráöherra skipaði haustið 1966 til að fjalla um endurskoðun á dómaskipan í landinu. Ný sökn stofnuð í Árbæjnrhverfi Um áramótin gekk kirkjumála- ■áðuneytið frá stofnun nýrrar sókn- ir innan Mosfellsprestakalls, en hún tekur yfir Smálönd, Árbæjar- hverfi. Selás, Rauðavatn og víðar og sl. sunnudag kaus sóknarfólk sína sóknarncfnd. Prestur Mosfelisprestakalis sr. Bjami Sigurðsson á Mosfeili, sagði biaðinu i morgun, að hann hefði undanfarin ár gegnt prestsstörfum fyrir hverfin ofan Elliöaárnar, en upp á siðkastiö hefðu hlutföllin raskazt svo að bar væru nú marg- falt fleiri ibúar en í Lágafcllssókn, og hefði bví verið ákveðið að stofna pýja sókn fyrir þessi hverfi. Togararnir hafa aflað vel á heimamiðum seinustu vikumar. Hafa þeir siglt með afla sinn til Bretlands og Þýzkalands, enda eru sölumöguleikar góðir. Togarinn Maí seldi afla sinn í Grimsby i fyrradag 177 tonn fyrir 15.932 pund, eða yfir tvær millj- ónir islenzkra króna, sem er mjög góð sala. Kaldbakur seldi einnig i Grimsby í gær, 197 tonn fyrir 9.328 sterlingspund. — Vikingur seldi í Bremerhaven í gærmorgun, 178 tonn fyrir 154 þúsund mörk og Sigurður seidi i Cuxhaven á mánudag, 205 tonn fyrir 192.437 mörk. Suslov fór bón- leiður til búður í NTB-frétt frá Tókyó seg’r að sovézki flokksleiðtoginn Mic- hal Suslov hafi haldið heimleið- ið, er fimm dagar voru liðnir af heimsókn, sem átti að standa hálfan mánuð. Orsökin mun sú, aö hann fór bónleiður til búðar,' — ætlaði að fá kommúnistaflokk Japans til bess að s:tja alþjóðafund komm- únista í Búdaoest síðar í þess- um mánuði, en fékk því ekki "ramgengt. Talsmaður japanska kommún- 'staflokksins sagði, að ákveðið befði verið að taka ekki þátt í ráðstefnunni. Bretar senda veðurathugana- og gæzluskip á Islandsmið Togurum þeirra bannað að veiða i bili á miðunum norðanlands og norðvestan í gær síðdegis var birt á Bretlandi tilkynning þess efnis, að brezkum togurum hefði verið fyrirskipað að hverfa af miðunum norð- vestan og norðan fslands um stundarsakir, eða þar til gæzluskip hefði verið sent á þessar slóðir, og er gert ráð fyrir, að það verði komið þangað eftir rúma viku eða 10 daga. Skipunin mun ná allt frá Isafirði til Langaness. Að þvf standa hrezka rfkisstjórnin og Samband brezkra togaraeigenda. GæzluskipiÖ verðúr búið sér- stökum veðurathugunartækjum og á skipherra þess að hafa heimild til að vfsa skipum burt af veiði- svæðinu, ef hann te’.ur brýna þörf kref.ja. Skipunin um að halda burt af mið- mum mun ná til 40-50 togara. Boðuð hefur verið löggjöf um fiskveiðar Breta á fjariægum mið- um oc mun lagafrumvarpið veroa iagt fyrir þingið fvrir vorið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.