Vísir - 09.02.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 09.02.1968, Blaðsíða 16
? Föstudagur 9. febrúao 1968. Gjöf til Listasafns ASI Nýlega var stjórn Listasafns Al- þýöusambands Íslands afhent að gjöf málverkið „Tröllin á Kili“ eft- ir Ágúst F. Petersen, listmálara, sem var siálfur gefandinn. Mynd þessa málaði Ágúst í Kjalhrauni sumarið 1966, og hefur hann haft hana til sýnis á tveim málverka- sýningum sínum, í Bogasal Þjóð- minjasafnsins haustið 1986 og I Vestmannaeyjum ári síðar. Trésmiðir löguðu þakið / sjálf- boðavinnu eftir snjóflóðið ** Blaðið hefur áður skýrt frá snjóflóðinu, sem féll á húsið nr. 76 við Suðurgötu á Siglufirði í ofviðrinu um síðustu helgi, en þar býr Þór- ir Björnsson rafvirki ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum þeirra. Snjóflóðið skall á húsinu og kom vestanmegin á þaö og fyllti stofur. Snjóflóðið féll úr Strengs gili. Á þriggja dálka myndinni sést, að vesturhliö hússins er á kafi eftir snjóflóöið, en gluggar í henni brotnuðu allir og húsið hálffylltist af snjó. Stór hluti þaksins rifnaði upp af krafti snjóflóðsins og lá því mikill snjór á loftinu. Margir trésmiðir söfnuðust saman og geröu við þakið í sjálfboðavinnu strax og fært var. Eindálka myndin sýnir um- merkin eftir snjóflóðið en það braut milliveggi í húsinu og eyðilagði öll húsgögn, sem flest voru ný. Sökum þess að mikill snjór komst á loftið var tals- verður leki, eftir að snjónum hafði verið mokað burt úr stof- unum. (Ljósm. Hafl: Guðm.). .... B Loönuverð Á fundi yfirnefndar Verðlags ráðs sjávarútvegsins í dag var á- kveðið. að lágmarksverð á loðnu i bræðslu á loðnuvertíö 1968 skuli vera 42 aurar hvert kg. i auk 5 aura pr. kg í flutnings- giald frá skinshlið í verksmiöju þró. Verðið er byggt á þeirri for- sendu að fellt verði niður útflutn ingsgjald af loðnuafurðum á komandi vertíð. Vérðákvöröun þessi var gerð með atkvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn atkyæð um fulltrúa seljenda í nefndinni. í nefndinni átti sæti Bjarni Bragi Jónsson, sem var odda- ijiaður nefndarinnar, Guðmund- ur Kr. Jónsson og Ólafur Jóns on tilnefndir af fulltrúum kaup énda í Verölagsráði og Guð- mundur Jörundsson og Jón Sigurðsson, tilnefndir af full- trúum seljenda í Verðlagsráði. Fjörugar umræður um írestun H-dags á Alþingi Fjörugar rmræður hafa orðið á Alþingi um frumvarp Stein- gríms Pálssonar og fleiri þingm. um eins árs frestun á hægri hand- ar umferð. Annarri umræðu málsins lauk í gær, en umræðan hef- ur teygít yfir þrjá fundi neðri deildar og varð að framlengja fund deildarinnar í gær, til þess að unnt yrði að ljúka umræðunni. Allsherjarneind deildarinnar hafði j iagði meirihluti til, aö frumvarpið klofnað í áliti sínu um málið og yrði fellt, en minnihluti lagði til, ÉG BJÓST ALDREI VIÐ NEINU LÍKINGU VIÐ ÞETTA" — sagði UBfur Gunnarsson sjúkrahússiæknir ú Isufirði Ég bjóst við blaðamönn- , en ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta yröi ne tt í líkingu við það sem varð. Við höfum orðið fyrir svo miklum óþægindum vegna ágangs blaðamanna, að við höfum m. a. þurft að fresta nokkrum uppskurðum vegna þess, sagði Úlfur Gunn- arsson, yfirlæknir á sjúkra- húsinu á Isafirði, þegar tíð- indamaður Vfsis ræddi við hann, eftir að til slagsmála kom við sjúkrahúsið í gær. Strax fyrsta daginn, sem Harrv Eddom lá hérna, tók ég eftir því að erlendir og í ein- hverjum mæli innléndir blaða- menn tóku að flykkjast til ísa- fjarðar. Þá bauð ég Harry að fá einkaflugvél og smygla hon- um til Bretlands, til þess að ■ý Starfsfólk sjúkrahússins á ísafirði hefur staðið í ströngu að undanförnu. vegna ágengni erlendra blaðamanna. — Há- marki náði atganuurinn í gær, en mvndin hér sýnir hvar hjúkr unarkona iendir í ryskinaum við brezkan blaðamann. — Hún var blá o» marin eftir átökin. koma honum þannig undan blaðamönnum. Hann vildi frek- ar vera hér, meðan hann væri að jafna sig. Hann átti þess sízt von, _ð björgun hans myndi vekja þá eftirtekt. sem síðar hefur komið á daginn. Það hefur verið erfitt að veita sjúklingum venjulega aðstoð og þjönustu, skaut dóttir Úlfars, Katarína að nafni, hér inn í, en hún er aðstoðarstúlka föðurs síns. — Sjúklingar hafa varla fengið að borða á réttum tím- um og allur hvíldartími þeirra er farinn úr skorðum. Yfirleitt voru blaðamenn sem einstaklingar samvinnuþýð ir, en þegar þeir voru saman- komnir var eins og þeir misstu stjórn á sér sagði Úlfur. Ein- stakir aenn svívirtu friðhelgi sjúkrahússins. Þeir ættu þó að vita að sjúkrahús eru ekki vett- vannir slagsmála. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að kynnast sltku aftur. — Þess má að lok- um geta, að Úlfur hefur varla haft svefnfrið í þrjá sólar- hringa, vegna þessa gauragangs Á 2. síðu blaðsins eru myndir og frásöen af átökunum við sjúkrahúsið. Barizí á spítala - bls. 2 að frumvarpið yrði samþykkt. Eftir að framsögumenn nefndarinnar höfðu lesið upp nefndarálitin og skýrt sjónarmið sinna skoðana- bræðra, kvöddu aðrir þingmenn sér hljóðs og skipzt var á athuga- semdum. Matthías Bjamason (S), fram- sögumaður meiri hluta, tók fyrstur til máls á fundinum í gær og fór ómjúkum orðum um röksemdir og málflutning þeirra þingmanna, sem mæltu með samþykkt fmmvarps- ins. Gísli Guðmundsson (F) hafði í alllangri ræðu vikið að þvi á ein- um stað, að frumvarpið um hægri handar akstur hefði á sínum tíma verið hespaö af í skyndi, en um það sagði Matthías: „Ég veit ekki hvaða hraða á að hafa á setningu löggjafar á Alþingi fslendinga, ef þaö er talið, að því frumvarpi hafi verið hespað af i skyndi. Þaö var lagt fyrir Alþingi í nóv 1965 og afgreitt frá efri deild Al- þingis 3. maí 1966. Mál þetta var þá ekki nýtt. Það haföi verið rætt á tveimur þingum á undan, 1962—1963, 1963—1964, og þá allýtarlega. Svo má einnig minna hæstvirtan þingmann á það, að með setningu umferðarlaganna 1940 var ákveðið að taka upp hægri handar akstur í þessu landi, þannig að segja má, að þetta mál hafi rramhald á bls. 10 Engar hafís- fregnir siðan 21. janúar Ekkert hefur frétzt af hafísnum undanfarið, eftir því sem Jónas Jakobsson veðurfræðingur sagði blaðinu i morgun, en síðasta Is- fregnin kom þann 21. janúar frá Hornb.iargsvita, en þá var tilkvnnt að þar sæist íshrafl. Sagði Jónas að vitað væri að ísinn væri ekki langt undan landi þó að hann hefði ekki komið mjög nærri landinu und- anfarnar 2—3 vikur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.