Vísir


Vísir - 09.02.1968, Qupperneq 2

Vísir - 09.02.1968, Qupperneq 2
2 V í SIR . Föstudagur 9. febrúar 1968. i., » •* : : : ' í-\ , 4 . BARIZT Á SPÍTALANUM Á ÍSAFIRÐI Ég varö þeirri stundu fegn- astur, þegar flugvélin sleppti jörðinni á ísafirði, sagði einn íslenzki blaðaljósmyndarinn, eftir að hann kom til Reykjavík ur í gærkvöldi og hafði orðið vitni að aðgangi brezku blaða- mannanna, þegar Rita Eddom kom til að hitta eiginmann sinn á sjúkrahúsinu á ísafiröi í gær. — Þetta er ekki oröið líkt neinni blaöamennsku, heldur hreinn skrípaleikur og skepnu- skapur. Það má segja að ummæli blaðaljósmyndarans hafi ekki veriö orðum aukin. — ísafjörð- ur hreinlega logaði í ófriði, þeg ar Rita Eddom kom þangaö, en við siúkrahúsið kom til meiri háttar handalögmála, þegar yf- irlæknir sjúkrahússins og starfs fólk annað barðist með hnef- um og hnúum við aðgangsharða brezka fréttamenn. Fréttamenn brezka blaðsins „Xhe Sun“ komu með Ritu til ísafjarðar, en þeir höfðu gert sérstakan samning við hana um að ræða aðeins Við þá eina og láta þá sitja að öllu efni í sambandi við endurfundi þeirra hjóna á ísaflrði. Úlfur Giinnarsson, yfirlæknir, hafði hlns vegar skýrt þeim blaðamönnum sem fyrir voru á ísafirði svo frá, að hann mundi Mtá eitt yfir alla ganga. Ann- að hvort fengju allir blaða- mennirnir að koma inn, þegar Rita kæmi, eða enginn. Enginn fengi að koma, ef til stimpinga kæmi. i Þegar kl. 6 í gærmorgun byrjuöu blaðamenn að safnast fyrir framan sjúkrahúsið til þess að vera viö öllu búnir. — Loft gerðist lævi blandið og allir reyndu að múta öllum. „Þegar „Sun“-menn komu með frúna til isafjarðar um kl. 2 e. h. óku þeir fyrst um bæ- inn til að villa öðrum blaða- mönnum sýn, en þeir Mtu ekki blekkjast. Var þá halmð með hana að sjúkrahúsinu. — Þeir voru ákveðnir þegar þangað kom að vera einir um hituna og kom þegar til slagsmála milli þeirra og annarra blaðamanna. Yfirlæknirinn ákvað þá að loka húsinu fyrir öllum blaðamönn- um, en i átökum. eem urðu slapp einn „Sun“-manna inn- fyrir. Tveir aðrir „Sun“-menn hlupu aftur fyrir húsið, þar sem þeir —, ... ■ •./■" -ié.ú I íf ív t ■■'■:".i / f i' «v *. 'o, ...-Æ „Sun“-maður fylgist með að- gerðum annarra blaðamanna úr glugga sjúkrahússins. Aðrar myndir. — Efst: Harry Eddom með móður sinni. — í miðið: Úlfur Gunnarsson ytir- læknir í stimpingum við brezife blaðamenn. — Neðst: „Sun“- menn koma með frú Eddom.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.