Vísir - 09.02.1968, Page 3

Vísir - 09.02.1968, Page 3
vl: Föstudagur 9. febrúar 1968. Opið mót / badminton □ Badmintondeild KR heldur opið mót í badminton í KR-hús- inu laugardaginn 10. þ. m. kl. 2. Keppt verður í tvíliðaleik karla í Meistara- og 1. flokki og eru keppendur 40 alls, 20 í meistara- flokki og 20 í 1. flokki og eru þeir frá Akranesi, Val, TBR og KR. Meðal keppenda eru flestir beztu badmintonm'. landsins svo sem þeir Jón Árnason og Viöar Guðjónsson frá T.B.R. og Óskar Guðmundsson og Reynir Þor- steinsson frá KR og í 1. flokki þeir Haraldur Komelíusson og Finnbjöm Finnbjörnsson frá TBR, Hörður Árnason og Jó- hannes Guðjónsson frá IA, og Björn Árnason og Ásgeir Þor- valdsson frá KR. Ekki er að efa að margir leikir verði bæði jafn ir og skemmtilegir og úrslit ó- viss. Badmintonunnendur eru hvattir til aðv koma og sjá skemmtilega keppni. Jenkins, forvígismaður „Sun“-m anna með Ritu Eddom. komust inn með herkium. Ann ar þessara manna var Ijósmynd arinn, sem átti að taka mynd- ina af því þegar Eddoms-hjón- in hittust. — Hjúkrunarkona, sem var sett til að gæta hurð- arinnar, reyndi að aftra honum inngöngu, en varð að sleppa honum eftir nokkur átök, enda var hún þá orðin blá og marin. Ljósmyndarinn hljóp siðan inn og tók sína mynd, en aftur kom til átaka miili hans og starfsfólks sjúkrahússins og varð að lumbra rækilega á hon- um, þar til hann lét segjast. Þegar „Sun“-menn höfðu at- hafnað sig meö sínu sniði. héldu þeir aftur til Reykjavíkur og tóku Ritu Eddom með sér. Hún fer aftur til ísafjarðar í dag, en ekki er búizt við öðrum eins átökum aftur og urðu í dag. >ó er vitað að samningur sá, sem hún gerði við „The Sún“, rann út á miðnætti í nótt, en aðrir brezkir blaðamenn voru að reyna að fá við hana samn- inga i gær til þess að fara með hana að Kleifum í Seyðisfirði til að taka mynd af henni þar, þegar hún þakkaði piltinum og foreldrum hans fyrir björgunina og hve vel var að manni hennar hlúð hjá þeim. Harry Eddon sagði í viðtali við fréttamann Vísis, eftir að hann hafði hitt konu sína, að hann harmaði hversu þetta mál hefði þróazt á slæman veg. — Hann var mjög ánægður með að hafa hitt konu sína, foreldra og bróður. — Við konu sína sagöi hann þegar hún kom: Gam an að sjá þig Rita. Ég bjóst/ við að sjá þig aldrei aftur. Harry sagðist vera ákveðinn f því, að fara ekki aftur til sjós, þó honum væri sárt um það, því sjórinn hefði alltaf verið yndi hans. Konan hefði tekið af honum loforð og við þaö ætlaði hann að standa. Æfa svig svo að segja milli húsanna Skíðaiðkun er hvergi auöveld ari en á Siglufirði. Þar er snjór allan veturinn og skíðabrekkur ar eru ekki iangt undan, — rétt fyrir ofan byggðina. Þessa . -**• ; • ' ✓ I . mynd tók Hafliði Guðmunds- son fyrir okkur þar nyrðra og sýnir hún æfingabraut fyrir svig og eins og sjá má hafa þeir Siglfirðingar fengiö trakt or til að koma sér upp tog- braut, en á kvöidin er brekkan upplýst og ekki síður notuð þá én á daginn. Siglfirðingar notfæra sér snjó inn vel, þó að hann plági þá í aðra röndina. Og frá Siglfirö- ingum hafa komið og koma okk ar beztu skíðamenn og konur eihs og kunnugt er. Fyrir ofan efstu húsin á Siglufirði er æfingabraut fyrir svig. Nú er nægur snjór fyrir skíðamennina, bæði unga og gamla, og þegar veður leyfir er svigbrautin mikið notuð jafnt á kvöldin sem á daginn. Þegar dimmt er orðið er brautin upplýst. Alllöng togbraut hefur verið sett upp og er traktor notaöur fyrir lyftuna. Trésmiðjan Viðir h.f. auglýsir Nýjar gerðir af hjónarúmum Bjóðum yður nú fjölbreyttara úrval svefnherbergissetta en við höfum nokkru sinni áður haft á boðstólum. 10 gerðir fallegra rúma og verðið sérstaklega hagstætt. Rúm í fyrsta gæðaflokki með áföstum náttborðum og vönduðum íslenzkum springdýnum á aðeins kr. 12.900.00. Já, takið eftir, aðeins kr. 12.900.00 Nú er tækifærið til að eignast svefn- herbergissett með góðum kjörum: Út- borgun aðeins kr. 1.500.00 og síðan kr. 1000.00 á mánuði. Það hefur ávallt verið markmið Trésmiðjunnar Víðis h.f. að selja framleiðslu sína á sem beztu verði til neytenda og með sem hagstæðustum kjörum. Vegna breyttra framleiðsluhátta og nýtízku vélakosts hefur okk- ur tekizt að lækka verð á öllum gerðum svefnherbergissetta, en um leið að auka gæði þeirra. Látið yður verða mikið úr peningúnum, verzlið þar sem úrvalið er mest, verð og kjör bezt — verzlið í VÍÐI. Vörur okkar sendum vér gegn póstkröfu hvert á land sem er. Þið, sem búið úti á landsbyggöinni: skrifið eða hringið og vér sendum yður mynda- og verðlista um hæl. Trésmiðjan Víðir h.f. Laugavegi 166 ■ Simaf 22222 og 22229

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.