Vísir - 09.02.1968, Page 7

Vísir - 09.02.1968, Page 7
V í SIR . Föstudagur 9. febrúar 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun lítlönd í morgun útlönd STJÓRNARKREPPA í BELGÍU ,Belg'ia er ekki miklb stærri en vasaklútur, en samt eru til menn, sem vilja rifa hana i tætlur Ríkisstjómin hafði nefnilega samþykkt, að bæði málin — flæmska og franska — skyldu áfram notuð í háskólanum í Louva in, og við þessa ákvörðun vildu hinir frönsku ráðherrar ekki sætta sig. í tvö dægur reyndi Boyenantz forsætisráðherra að miðla málum, en varð að gefast upp við þaö, en í fyrradag neyddist hann til þess aö lýsa yfir á þjóðþinginu, að hann yrði að fara til Baudoins konungs og biðjast lausnar fyrir sig og stjóm sína. Poul van den Boyenantz mynd aði stjórn sína 19. Tnarz 1966. í Belgíu njóta Flæmingjar og Vall- onar sömu réttinda og flæmskan .og franskan eru jafnrétthá mál, ,,flæmskar“ skólastofnanir til dæm is jafnréttháar og „franskar" — en Louvain háskóli er þar undan- tekning, og má segja að það hafi í upphafi verið hefðar vegna, að ekki var hróflað við því, að hluti háskólans er í raun og veru ,,franskur“, eins og sjá má af því, að 10.000 af 21.000 stúdentum, sem nú era við háskólann, stunda nám í franska hlutanum. 1 hinum flæmsku héruðum lands ins hafa menn margsinnis krafizt þess, að hin franska deild háskól- ans yrði flutt suður á Iand, svo '«ð háJgtt' yæri að reka Louvain- háskóla sem al-flæmskan háskóla, en þessi hugmynd mætti sterkri andspyrnu, og einnig frá kaþólsk- um biskup, sem í fyrra birti yfir- lýsingu þess efnis, að báðar há- skóladeildirnar yrðu að vera við lýði. En einn biskupanna, sem fara með æðstu stjóm háskólans, kvaðst nýlega hafa skrifað undir yfirlýsinguna „á fölskum forsend- um“, og þá krafðist einn flæmsku ráðherranna flútnings á henni til Vallóníu, eða landshluta hinna frönskumælandi. Van den Boyenantz sagði í fyrra dag viö fréttamenn, að hann myndi ekki neita, ef konungur bæði hann að gera tilraun til þess að mynda stjóm að nýju. „Það sem við höf- um nú mesta þörf fyrir, er aö hugleiða málin af rósemi — vanda málið er svo erfitt viðfangs vegna þess, að það er tilfinningamál. Menn hafa tekið afstöðu í mál- inu og vilja ekki hvika frá henni, svo að málamiðlun hefur reynzt ó- hæg og jafnvel þeir sem reyna mála miðlun stimplaðir sem svikarar eöa gungur. Fyrrverandi forsætisráöherra Achille van Acker sagði: Belgía er ekki mikið stærri en vasaklútur, en samt eru til menn, sem vilja rífa hana í tætlur. Tungumáladeilan milli Flæm- ingja og Vallóna, hinna frönsku- mælandi íbúa Belgíu, hefur bloss- aö upp á ný og afleiðingin orðiö, aö nokkrir ráðherrar báðust lausn- ar, og \baðst þá Paul Boyenantz forsætisráðherra Iausnar fyrir sig og stjórn sina, og pr taliö að þetta kunni að revnast ':ein álvarlegasta stjórnarkreppa í landinu um langt skeið. Ekki er það ný bóla, að tungu- máladeilan leiði til stjórnarkreppu í Belgíu. En þótt þessar deilur hafi aldrei legið niðri, hafa þær ekki teflt stjóm Boyenantz í hættu, fyrr en fór ag krauma í pottunum í háskólabænum Louvain, en þar er mikill háskóli og merkur, og er flæmskur eins og bærinn, sem er í flæmska hlutanum, en fyrirlestr- ar hafa jafnan verið haldnir þar aö nokkru á frönsku, og því voru flæmskir stúdentar aö mótmæla enn einu sinni. Og þegar að því var komið, að upp úr syði, var sýnt hversu fara mundi, — þ, e. að tveggja ára samstarf í stjórn Boyenantz myndi ekki haidast leng- ur. Stjórnarflokkarnir eru Frjáls- lyndi flokkurinn og Kristilegi sósíalski flokkurinn. Hinn síðar- nefndi er stærsti flokkur landsins og innan hans kom upp ágreining- ur um tungumálin samtímis og deilan í LÖuvain harðnaöi og fór, svo, að átta ráðherrar flokksins, sem eru í hinum flæmska armi hans sögðu af sér. Kennedy gagnrýnir harðlega Vietnamstefnu Johnsons Véfengir tölur um manntjón Vietcong Robert Kennedy fyrrver- andi dómsmálaráðherra flutti ræðu í Chicago og gagnrýndi hvasslegar en nökkurn tíma áður Víet- namstefnu Johnsons for- seta og stjórnar hans og valdhafa Suður-Víetnam. Hann kvað tíma til kominn að líta á þessi mál öðrum augum en gert hefði verið. Hann kvað banda- rfsku þjóðina hafa vprið blekkta með villandi tölum og^sakaði Suð- ur-Víetnama um að hafa stolið hundruðum milljóna dollara. Kennedy nefndi mörg dæmi um það, að spár og fullyrðingar her- stjómarinnar og utanríkisráðherr- ans hefðu reynzt rangar eöa vill- andi og væri tími til kominn að þjóðin áttaði sig á hve hættulegt; væri að treysta á gyllivonir. Hann kvað manntjón Víetcong vera talið um 20.000 fallna, og ef særðir menn eða teknir höndum væri í hlutfalli við það, hvað væri þá eftir af mönnum til að berjast, og auk þess væri talað um þðssafn- að í grennd við Saígon. í kjölfar ræðu Kennedys komu fréttir um nýtt mótlæti. Þurrkuð hefði verið út bílalest á leiöinni niður á bóginn, á leið til Hue, og voru í henni 40 bílar. — Við Khe Sahn hafa Norður-Víetnamar á sínu vaTdi aðalflutningáleiðina yfir La- os-lándamærin. Skotiö er af fall- býssum á stöðvar Bandaríkja- manna við Khe Sahn — tiltölulega kyrrt — sennilega þó aðeins „logn áður en stormur brýzt út“. Seinustu fréttir herma, að ekki beri að líta á gagnrýni Kennedys sem fráhvarf frá þeirri afstööu, aö vinna ekki gegn Johnson sem for- setaefni. Robert Kennedy. ■fc Tveir menn biðu bana og 14 meiddust í óvanalegu slysi í Van- couver, BC í Kanada. Kanadísk flugvel af gerðinni Boeing 707 lenti í lendingu í þoku á flugvélahóp á vellinum og á bíl og svo stakkst framhluti vélarinnar gegnum vegg á skrifstofubyggingu og kviknaöi i henni. Áhöfnin slapp ómeidd og farþegar að mestu. ★ Holland mun bráðum taka upp að nýju venjulegt stjórnmálasam- band viö grísku stjórnina, að þvi er Joseph Luns utanríkisráðherra skýrði frá í gærkvöldi. Belgía mun gera slíkt hið sama. •k Tala atvinnuleysingja í iðnaðar löndum óx mjög árið 1967, aö þvi er segir í nýbirtum skýrslum (frá ILO-International Labor Organi- sation). Mörg lönd stöðvuðu inn- flutning verkafólks frá öðrum lönd- um. - ★ Suður-Afríka er eina þróunar- landið í heiminum sem ekki hefur sjónvarp. og hefur það strandað á póst- og símamálaráðherranum Herzog, sem er rammur andstæðing ur sjónvarpsins, en nú hefir tekið við embætti hans Matthys van Rensburg, sem litur sjónvarpið allt öðrum augum. Þó getur það dregizt enn um eitt ár, að stjórnin veiti leyfi sitt. Viðtækja-verksmiðjur eru reiðubúnir að hefia framleiðslu sjónvurpstækja tafarlaust eftir að það verður leyft. •Ar Stórsk'otalið Israelsmanna og Jórdana tóku til aö skiptast á skot um í gær yfir Jordan, enn einu sinni, og stóð skothríðin í nokkrar klukkustundir A mars bvriaði leik urinn í þeta skipti með því að nokkrir hermenn skutu af rifflum yfir ána sk .n.mt frá Damia-brúnm ísraelskur talsmaður sagði að Jord anir hefðu byrjaö og hafið skot- hríð af sprengjuvörpum og fall- byssum. Þrír rnenn létu lífið og tveir særðust, er dráttarvél var sprengd í loft upp er jarðsprengja sprakk sunnan megin Galileuvatns I fyrrinótt voru 4 Arabar drepnii og tveir særðir í bardaga við ísra- elskan varðflokk norðan Dauða- hafs. / DAL DAUÐANS Uppdráttur af fjallavirkinu Khe Sahn, sem er í norðvestur-horni Suður-Víetnam, í grennd við landamæri Laos og Norður-Víetnam. Norður-Víetnamar hafa komið sér fyrir í hæðunum allt í kringum Khe Sahn. Willy Brandt svarar fyrir- þingi — faung- gard DPA .V spurnum orður a i Willy Brandt utanríkisráöherra Vestur-Þýzkalands sagöi í gær á þingi, er hann svaraði fyrirspurn- um þingmanna út af fréttum þess efnis að hann hefði borið de Gaulle forseta valdagræðgi á brýn, — að hann færi ekki til Parísar síðar í mánuðinum til þess að gera yfirbót, því að hann hefði ekki móðgað íorsetann. Hann kvaðst ekki geta gert sér í hugarlund, að áfram yrði ókyrrð út af þessu máli í fransk-vestur- þýzkri sambúð, þar sem búið væri að birta réttan. fullan útdrátt úr ræðunni. Brandt minnti á, að DPA (vest ur-þýzka fréttastofan) hefði dregió að birta leiðréttingu á. ræðunni ti' mánudags, jafnvel eftir aö hanr sjálfur hafði neitað, að fregn henn ar um ræðuna .væri rétr. rlann kveðst verða að líta á það sem hneyksli, að fréttastofan skyldi hafa dregið á langinn, að birta Ieið- réttingu á rangri fregn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.