Vísir - 22.03.1968, Qupperneq 3
vfs IR . Föstudagur 22. marz 1968.
Jjað væri synd að segja að
það sé ekki gróska í leik-
listarlífi borgarinnar í vetur,
enda leikhúsferðir ein helzta
dægrastytting - borgarbúa í
skammdeginu. Nýir leikflokkar
hafa risið upp og hleypt fersku
blóöi í leiklistarstarfsemina, vís-
ir að óperu var stofnaöur í
Reykjavík í haust og nú um helg
ina verður frumsýnt fyrsta verk
efni nýstofnaðs leikfélags,
Barnaleikhússins.
Leikrit þetta nefnist „Pési
prakkari" og er eftir formann
Bamaleikhússins, Einar Loga
Einarsson, en leikstjóri er Inga
Laxness, leikkona.
Þegar Myndsjármenn komu i
Tjarnarbæ, sem er orðið eitt
helzta leikhús yngri leikflokka
borgarinnar, var mikið um að
vera, eins og alltaf þegar verið
er að æfa leikrit. Búningar hér
og leiktjöld þar, hlaupandi fólk
með blöð og blýanta, einn er að
klæöa sig einhversstaöar úti í
sal og annar að vandræðast
meö andlitsförðunina uppi á
sviði. Það er raunar skiljanlegt
Hér sjáum við leikarana, höfundinn og leikstjórann í „Pésa prakkara“. I efstu röðinni er Lögregla I (Hannes Ragnars) Þvotta-
kona (Lilja Úlfsdóttir) Lögregla II (Grétar Hjaltason) og Þorgeir Þöngulhaus (Guðjón Bjamason). I miðjunni er Einar Logi
Einarsson, höfundurinn og undirleikari og leikstjórinn, Inga Laxness. Fremst eru svo börnin þrjú Frissi (Gunnar Birgisson)
Pési prakkari (Guðmundur Þorbjörnsson) og Solla (Ragnheiður G. Jónsdóttir.)
Barnaleikhúsið sýnir
að það sé dátítiil handagangur
£ öskjunni hjá leikendum í „Pésa
prakkara", því að þetta er eigin
lega í fyrsta skipti sem þeir
koma fram opinberiega. Að vísu
hafa bömin þrjú, sem leika stór
hhitverk í leikritinu, öll komiö
fram í bamatímanum, undir
stjóm Einars Loga. Eitt barn-
anna er raunar dóttir Jóns
Múia, sem öllum landslýð er
kunnur, og þarf því engan að
undra þó hún geti tekiö lagið
og skemmt áhorfendum og á-
heyrendum.
Við fengum að horfa á æfingu
á „Pésa prakkara", en sá ná-
ungi er ieikinn af Guðmundi Þor
bjömssyni, Frissi er leikinn af
Gunnari Birgissyni, Solla leik-
in af dóttur Jóns Múla, Ragn-
heiði G. Jónsdóttur, Þorgeir
Þöngulhaus af Guöjóni Bjarna-
syni, þvottakonan af Lilju Úlfs-
dóttur og lögregluþjónarnir
tveir af þeim Hannesi Ragnars
og Grétari Hjaltasyni. Einar
Logi upplýsti okkur um það að
þetta fólk væri ekki útskrifað
sem leikarar, enda ekki um at-
vinnuleikhús að ræða heldur
amatörleikhús, sem sýnir ein-
göngu barnaleikrit með börn £
fjestum hlutverkum. Fullorðna
fólkið f „Pésa prakkara" er allt
núverandi eða fyrrverandi nem-
endur úr leiklistarskóla Ævars
Kvaran.
„Hugmyndin að stofnun
Bamaleikhúss er orðin 17 ára
gömul og eftir aö ég fór að
stjóma barnatímum hjá Útvarp-
inu hefur áhugi minn fyrir
barnaleikritum vaxið. Við von-
umst til að geta sýnt i framtíð-
inni a. m. k. eitt barnaleikrit á
ári, ef vel gengur", sagði Einar
Logi.
Tónlist og söngur er £ leikrit-
inu og stjórnar Einar því og
leikur undir á Píanó, en flest
lögin hefur hann sjálfur samið.
Leiktjöld hefur Þórdís Elin Jó-
elsdóttir gert, en bróðir hennar,
Jón er leiksviðsstjóri á sýning-
unni.
f