Vísir - 22.03.1968, Side 9

Vísir - 22.03.1968, Side 9
V1SIR . Föstudagur 22. marz 1968. s* T þessari grein ætla ég að rekja lítillega atburðina í Tékkó slóvakíu að undanförnu. Þeir hafa kannski framhjá mönnum vegna takmörkunar blaðaútgáfu í verkföllunum að undanförnu, og vegna þess að óvenju miklir stórviðburðir 'hafa verið að ger ast á sama tíma á alþjóðavett vangi, sem hafa þótt meira spennandi, svo sem gull-upp- þotið og sjálfbyrgingslegt fram boð Roberts Kennedys. Al- mennt finnst okkur líka, að við burðir í einu þessara mörgu smáríkja í Austur Evrópu séu torráðanlegir, þekkjum lítt þau daglegu viðfangsefni, sem þar er við að stríða, né persónu- urnar, sem þar koma við sögu finnst flest þar með þeim kota- brag, að þaö komi okkur lítið við og það þó við íslendingar eigum talsverð viðskipti við Tékka, seljum þeim freðfisk og síld og fáum í staðinn Skoda- bifreiðirnar frá þeim. Sú var þó tíðin, aö alþýða manna í Vestur-Evrópu stóð svo að segja á öndinni af óhugnaði algerlega um leið. En á hinn þóginn skildu þeir út úr hina sem vildu ekki missa hugsjón- ina þó að hún reyndist blekk- ing, og gripu einfaldlega til'þess ráðs að loka augunum fyrir þessum skelfingum. Þeir menn áttu fyrir höndum ömurlega leið þar sem samvizka þeirra varð með tímanum samábyrg æ meiri glæpaverkum. En því dýpra sem þeir sukku í kviksyndið, því fastara lokuöu þeir augun- um . Tjað er ekki fyrr en löngu síð ar, sem við vitum, hvað var að gerast í Tékkóslóvakíu á þessum myrku vetrardögum. Nú vitum við það með vissu, að þessir atburðir voru upp- hafið að ofsóknarbrjálæði Stal- ins einræöisherra. Það var ein mitt einn myrkan marzdag, sem þær fréttir bárust austan frá Tékkóslóvakíu, að utanríkisráð herra landsins, Jan Masaryk heifði framið sjálfsmorð meö því að kasta sér í náttfötunum út um glugga á íbúð sinni. — byltingar brutust út gegn Stal- inismanum strax 1956 en þó að þær sýndu vilja þjóöarinnar, andúðina á þessu kúgunarskipu lagi, þá voru þær að miklu leyti bældar niður. Þó að ljóst sé, hvað menn hafa viljað, hafa þeir lært aö fara varlega, því að hnefi stór- veldisins í austri hefur vofað yfir þeim. Þannig hafa þessar smáþjóðir á undanförnum árum færzt smámsaman til aukins og mismunandi mikils sjálfræðis, en aldrei getað losnað við ótt- an við það hver viðbrögð Rússa yrðu. Tj,n svo undarlega hefur skip- azt, að af öllum Austur Evrópu-ríkjunum hefur framþró unin í þessum efnum orðið minnst í Tékkóslóvakíu. Þeir voru þó áður sú þjóð Austur Evrópu, ssm komizt hafði lengst á braut frjálsræðisins, en þaö var engu líkara, en hinir hræöi legu atburðir fyrir 20 árum hefðu lamað viljaþrek þeirra, — Þeir notuöu að vísu tækifæriö Jan Sejna hershöfðingi. þeirra eigin valdagræögi, alveg eins og geröist í valdastreit- unni í Rússlandi á dögum „samvirku forustunnar“, þeir hafa séð sér leik á borði til að notfæra sér óánægjuna og ó- vinsældir Novotnys til að beita þessu almenningsáliti gegn honum. Foringi þessara ungu manna heitir Dubcek, hávaxinn og grannur 46 ára gamall, og hverjar sem hvatir hans hafa verið, þá má heita að hann sé nú orðinn almenn þjóðhetja í landinu, þó það sé ekki fyrir annaö en aö steypa Novotny frá völdum. Tjað hefur nú verið upplýst, að aðfaranótt 3. janúar, daginn sem kosning fram- kvæmda stjórans átti að fara fram hafi verið gefin skipun frá æðstu stöðum um að hervæða verkamannasveitir í landinu og að skriödrekaherfylki frá þrem- ur bæðistöðum í vestanverðu landinu skyldu stefna að Prag. Það er ekki vitað með vissu, hvort fyrirski-un þessi kom frá Novotny sjálfum, en svo mikið er víst að hún kom frá tveimur helztu gæðingum hans, Mam- ula, sem hefur verið nokkurs konar yfirmaður kúgunarlög- reglunnar í landinu og pólitísk- um yfirmanni hersins Jan Sejna hershöfðingja. En ótrú- legt er talið, að þeir hafi tekið þessa ákvörðun upp á eigin spýtur, að Novotny sjálfur hafi ekki verið í ráðum með þeim. Að morgni 3. janúar Ieit þvi heldur ófriölega út í landinu. Þannig kom flokksþingið sam- an meðan skriðdrekasveitir stefndu að borginni og virtist sem Novotny ætlaði að kúga þingfulltrúa til hlýðni með vopnavaldi. En þessi atburður hafði þveröfug áhrif. í stað þess að lyppast niður undir ógninni, reis Dubcek upp og hélt ræðu, þar sem hann afhjúpaði of- beldisverk Novotnys, fordæmdi hann fyrir það að ætla sér að gera byltingu upp á eigin spýt- og hræðslu yfir örlagaríkum við buröum þar. Þeir voru vissu- lega dimmir og kaldir febrúar og marz-dagamir árið 1948, er fregnirnaB • bárust frá Prag um valdatöku kommúnista. Þetta voru svo furðulegir viðburðir, hvernig lítill minnihlutaflokkur á þjóðþingi landsins setti stjórn landsins úrslitakosti og þröngv aði vilja sínum fram með vopn- uöum stormsveitum á strætum borgarinnar, með lögregluof- sóknum, þar sem kommúnisti hafði um skeið verið innanrík- isráöherra landsins og hann gert lögreglu landsins að nokk- urs konar flokkssellum, og loks- ins með stuðningi rússneska her námsliðsins í landinu. Tjessi hörmulega valdataka ein ræðisins kom á óvart, vegna þess að menn voru farnir að líta á Rússa sem hetjuþjóð eftir styrjöldina gegn þýzku nasistunum, menn trúðu því að þeir myndu að stríðslokum slá skjaldborg um réttlæti og frelsi með á'framhaldandi samstarfi og friðarstarfi á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Menn skildu ekki þetta framferði, og sumir þeirra sem höfðu fengið mestan átrúnað og aðdáun á Rússum, gátu alls ekki trúað þessu. Atburöirnir urðu þvílíkt til- finningamál jafnvel hér úti á íslandi, að margir fundir voru haldnir fyrir fullum húsum, fundir stúdenta í Háskólanum með troðfullum sal og æsingum, annar í Tjarnarbíó og sá þriðji í Sjálfstæðishúsinu, sem þá var vinsælasti • samkomustaðurinn, Þá komu þeir fram Þórbergur og Tómas og voru á öndveröum meiði. Þessir atburðir áttu sinn þátt í því aö móta um langa framtíð skoðanaleið þúsunda manna meö okkar þjóð. Sjálfur gleymi ég því aldrei, hvaða á- hrif þeir höfðu á mig. Þeir ollu bvL að margir menn sem vegna umhverfis og eðlis áttu heima í hópi róttækra manna fengu sllkan óhugnað og hrylling á kommúnistum, að þeir breyttu Dauði hans var túlkaður, sem neyðaróp frá smáþjóðinni, sem hafði verið svipt frelsi sínu, hann hefði ekki getað lifaö eft ir að réttlætishugsjónir hans voru fótum troðnar. Nú vitum við hins vegar betur, og stað- Dubcek framkvæmdastjóri. reyndin veröur ennþá hrylli- legri, því aö dauði Masaryks var hreint glæpaverk. Og það sem gerir það enn ömurlegra var, að það voru þó ekki landar hans, sem frömdu morðið á honum heldur útsendarar Beria í Rússlandi. Með morði Masa- ryks hugðust hinir rússnesku valdhafar lama með öllu mót- spyrnuþrek smáþjóðarinnar, sVo að hún yrði þæg leppþjóð. Síðan hafa árin liðið og það eru þegar fimmtán ár frá dauða Stalins. Með þvi var létt þungu fargi af íbúum járntjáldsland- anna, en þær breytingar urðu þó hægfara og lengi hélzt það ömurlega skipulag lögregluof- sókna og fangabúöa, sem hann hafði komið á. í sumum þessara landa hefur þó nýr gustur blás- ið þeim leifum á burt og ber þar fyrst og fremst að nefna Pól- land óg Ungverjaland, þar sem meðan Rússar sjálfir voru að rífa niður Stalinmyndir hvar- vetna í sínu landi, til að mölva niður heljarmikið risalíkneski af Stalin, sem vofði eins og martröð eöa nátttröll yfir Prag borg. Aö öðru leyti hefur fátt breytzt til batnaðar í landinu, ömurlegri lögreglukúgun hefur verið viðhaldið þar, ritskoöun á öllu prentuðu máli og viö völdin hefur setið stöðugt mað- ur nokkur, Anton Novotny, sem er alþekktur og illa ræmdur stalinisti og Rússaleppur. Þessi maöur hélt völdum 1 landinu fram yfir síðustu áramót, bæði sem forseti Tékkóslóvakíu og framkvæmdastjóri kommúnista flokksins í landinu. Novotny hefur verið ákaflega óvinsæll maöur, jafnvel hataður vegna þátttöku í glæpaverkum á Stal ins-tímunum og þó svo langur tími sé nú liðinn frá því að Stalins-öld lauk, þá hefur hann viðhaldið hinu gamla kúgunar kerfi lögreglunnar í kringum sig til að tryggja völd sín. óvinsældir hans voru orðnar svo miklar, aö varla gat nokkur vafi leikiö á því, að allur þorri þjóöarinnar vildi fjarlægja hann frá völdum. En það er hægara sagt en gert í einræðislegri þjóðfélagsskipun kommúnista- ríkis, þar sem almenningsvilji ,er útilokaður frá því að hafa á- hrif á stjórnmálaefni. Novotny sat þannig ár eftir ár að völdum eins og eitruð kónguló í neti sfnu. Allar valdastöður, stjórn og þing og flokksstjórn voru auövitað skipaðar gæöingum hans og klíkumönnum. Þrátt fyrir það brauzt út uppreisn gegn honum á þeim eina stað, sem hún gat orðið, innan sjálfrar klíku hans, í sjálfum kommúnistaflokki lands ins. Þar risu nú upp ungir menn, þótt þeir ættu Novotny sjálfum frama sinn að þakka, og gerðu valdasamsæri gegn honum. Maður veit varla, hvort þeim gekk gott til, — sennilega er hreyfiafl þessara ungu manna sjálfra að einhverju leyti það var í janúar-mánuöi s.l. sem þetta samsæri yngri manna í kommúnistaflokknum kom til framkvæmda og var Novotny þá steypt við atkvæða- greiöslu úr - framkvæmdastjórn flokksins og Dubcek kjörinn I Novotny forseti. hans staö. Þeir ætluöu að fram- kvæma róttækari breytingu, sem var að víkja Novotny úr stöðu forseta landsins, en þá birtist skyndilega hinn voldugi Breshnev framkvæmda- stjóri rússneska kommúnista- flokksins og hafði í frammi slíkar hótanir, að hann fékk haldið Novotny áfram í forsetá- embættinu. Einfaldar smáfréttir birtust á þessum tíma í blööum víða um heim, að Dubcek hefði tek- ið við framkvæmdastjórn tékkneska kommúnistaflokksins og fylgdu því að vísu þær skýr- ingar, að hér væri um að ræða uppreisn frjálslyndari manna gegn Novotny. En ekkert var þá vitaö um aðra ógnvænlega atburði, sem voru að gerast í Tékkóslóvakíu. Það er ekki fyrr en nú á síðustu dögum, þegar frjálsræði tékkneskra blaða hefur verið aukið, sem fyrstu upplýsingarnar um hin alvar- legu átök í landinu eru byrjuð að siast út. ur gegn sjálfum flokknum og beita vopnavaldi gegn honum. En taka verður fram í þessu sambandi, að Dubcek var þaö nú þegar Ijóst, að hermennimir, sem stefnt var gegn flokks- þinginu, voru ekki trúir Novotny. Óvinsældir hans náðu langt inn í raðir hersins. Kom það m. a. fram í því, að strax og skriðdrekasveitirnar fengu fyrirmæli um aö fara af stað, settu foringjar þeirra sig í símasamband við Dubcek og ein sveitin hlýddi ekki fyrir- mælunum, heldur sat kyrr í bækistöðvum sínum. Jjegar flokksþingið fékk að vita um þessar ofbeldisað- gerðir manna Novotnys, hafði það mikil áhrif á þingfulltrú- ana. Áöur hafði verið talið mjótt á mununum, hvort Dub- cek næði nægilegu atkvæða- magni, en nú snerist taflið svo, að hann var kjörinn fram- kvæmdastjóri flokksins með miklum atkvæðamun og stuðn- ingsmenn hans náðu öruggum meirihluta f flokksstjórninni. Var mikill hugur og reiði 1 mönnum og vildu þeir víkja Novotny þegar f stað úr for- setaembættinu, en Breshnev hinum rússneska tókst að bjarga honum á síðustu stundu með skyndilegri heimsókn til Prag. Nú hafði Dubcek og menn hans fengið allsterka aðstöðu, þar sem þeir réðu yfir flokks- stjórninni og gat nú ekki hjá þvf farið. að flokkurinn tæki til rækilegrar athugunar, æsi- lega atburði næturinnar og .léti fram fara rannsókn á því, hver heföi gefið fyrirmælin um beit- ingu vopnavalds. Ekki tókst að sanna þær aðgeröir á Novotny, eða kannski var honum þar hlíft vegna hótana Breshnevs. En þá var skuldinni skellt á Mamula. Var hann sviptur vfir- stjórn sinni yfir lögreglunni og hefur nú einungis stjórn yfir lífvarðarliðinu í Hradshin, for- setahöllinni, embættisbústað B>—> 13. sfða. FLÓRINN MOKAÐUR í TÉKKÓSLÓVAKÍU

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.