Vísir - 28.03.1968, Side 2
2
V1SIR fimmtudagur 28. marz 1968.
Pressaliðii vann upp átta
marka forskot
- og tókst oð ná jafntefli 23:23
□ Enn einu sinni sýndi
landsliðið í handknattleik
áhorfendum hinn sérstaka
síðari hálfleik, sem það
hefur jnú kynnt fyrir þeim
í flestum leikjum sínum við
erlend og innlend lið um
nokkurra ára skeið, eða síð
an íþróttahöllin í Laugar-
Árshátíð
Vals
Árshátíö knattspyrnufélagsins
VALS verður haldln 1 Tjarnarbíó
laugardaglnn 30. marz n. k. og hefst
með borðhaldl kl. 19.00.
Fjölbreytt skemmtiatriði veröa
þar og m. a. munu þelr Hermann
Gunnarsson, Sigfús Halldórsson og
Hjálmar Gíslason skemmta en þeir
eru öllum Valsmönnum góökunnir.
Einnig mun RÍÓ-tríóið skemmta.
Miðar á hátíðina eru afhentir í
félagsheimilinu að Hlíðarenda og
í Kjötbúðinni, Hverfisgötu 50.
dal var tekin í notkun, með
tveim undantekningum þó,
— jafnteflisleiknum við
Svíþjóð og sigrinum yfir
Póllandi hér heima í for-
keppni HM.
Öllum er enn í fersku minni, þeg-
ar liðiö tapaði niður 6 marka for-
skoti, sem það hafði í landsleikn-
um við Dani hér heima, og gerði
betur því að liðið tapaði leiknum
með þriggja marka mun, 23:20.
í gærkvöldi lék þetta fræga
„taugahrúgu" lið, við lið, sem í-
þróttafréttamenn völdu, lið, sem
enga samæfingu hafði fengiö.
Þegar síðari hálfleikur lfefði stað-
ið i 10 mínútur hafði landsliðið ekki
minna en átta marka forskot, og
sýndi, að þeir hafa engu gleymt
í að láta taugarnar fara með sig.
„Skrapið", eins og kalla má pressu-
liðið, þar sem samankomnir eru
menn úr öllum liðum fyrstu deild-
ar, fyrir utím það aö nokkrir þeirra
höfðu aldrei leikiö saman áður,
léku nú á móti „vel samæfðu" lands
liði, sem þar að auki er nýkomið
úr mikilli keppnisför frá Þýzkalandi
og Rúmeníu. Og enn fengu íslenzk-
ir áhorfendur að horfa á þetta
stolta lið sitt tapa niður forskot-
inu, og mátti það þakka fyrir að
því tókst að halda jafntefli, 23—23,
en Pressan hafði boltann á síðustu
sekúndum leiksins en skot Gísla
Blöndals, er 5 sekúndur voru til
leiksloka, fór í vamarvegg lands-
liösins, en ekki í markið eins og
flest hans skot í þessum leik.
Gunnlaugur sýndi í leiknum I
gær, nýja hlið á sér, sem enginn
hefur séð áður. 1 þremum tilvikum
var hann einn með boltann og f
dauðafæri á línu, en þá sendi hann
boltann til samherja, sem var verr
staðsettur en hann. Er Gunnlaug-
ur búinn að missa frumkvæðið ti’l
aö skora mörk og það í „dauða-
færi“, eða var þetta bara til að
sýna áhorfendum, að hann sé ekki
eigingjam? Ef fyrri hugmyndin
^’æri rétt, sem við þó skulum ekki
vona, hefur hann ekkert að gera
í þessu liði, á meðan hægt er að
fá menn eins og t. d. Gísla Blöndal
í staðinn. Guðjón átti f gær fjöld-
ann allan af skotum, sem eru Guð-
jóns „spesfal", hnitmiðuð fram hjá,
línusendingar hans í leiknum vom
sárafáar, og í þetta sinn var enginn
Siguröur Einarsson á línunni, til að
taka við þeim. Ef Guðjón á að vera
f liðinu, verða að vera lfnumenn,
sem hann þekkir, og getur notað,
og er þar sérstaklega átt við Sig-
urð Einarsson.
Hermann Gunnarsson var lítið
inn á í þessum leik, en þann tíma
sem hann var með, var hann engan
veginn sannfærandi sem landsliðs-
maður.
»-»- 10. síða
Hefur hún úthlutað FRÍ styrk
til þjálfunar. Stjórn FRl hef-
ur nýlega á fundi sínum á-
kveðið eftirfarandi lágmörk
vegna þátttökunnar:
Afrek unnið Afrek unnið
einu slnni: tvisvar:
10.3
21.0
47.3
1:48.8
3:44.0
14:15.0
30:00.0
8:50.0
14.2
53.0
2.09
7.60
16.00
4.75
18.10
57.00
75.00
60.00
7.200
11.9
24.8
57.5
2:16.0
11.6
1.61
5.80
13.95
46.00
47.00
4.000
10,4
21.3
47.8
1:49.5
3:47.0
14:30.0
31:00.0
9:00.0
14.4
53.8
2.06
7.50
15.50
4.60
17.80
55.00
70.00
58.00
7.000
12,0
25.0
58.0
2.20.0
11.7
1.58
5.65
13.50
44.00
45.00
3.900
VALBJÖRN
Afrekin hlíti sömu kröfu og
gerðar eru til afreka f afreka-
Það skal skýrt tekið fram, að
sambandið er ekki með þessu
skuldbundið til að velja sem §
keppendur á Olympíuleikana §
alla þá, sem kunna að ná til-
skyldum lágmarksafrekum, ef
þeir verða fleiri en Ólympíu-
nefnd Islands telur unnt að
senda úr hópi frjálsíþrótta-:
manna.
Þá hefur stjórnin valið eftir-
talda 5 frjálsíþróttamenn til
sérstakra æfinga og keppni til
undirbúnings fyrir leikana:
Guðmundur Hermannsson,
KR, Þorsteinn Þorsteinsson, KR,
Valbjöm Þorláksson, KR, Jón
Ólafsson, ÍR, og Erlendur Valdi-
marsson, IR. Mun þeim m. a.
gefast kostur á keppnisferð er-
lendis í surnar, sem lið í undir-
búningnum.
UUt»lVlUI\UUK
ERLENDUR
□ Eins og getið hefur ver-
ið í fréttum, hefur Olympíu-
nefnd íslands ákveðlð þátt-
töku í frjálsum fþróttum á
Olympíuleikunum, en ekki á-
kveðið fjölda þátttakenda.
KARLAR:
100 m hlaup
200 m hlaup
400 m hlaup
800 m hlaup
1500 m hlaup
5000 m hlaup
10.000 m hlaup
3000 m hindrunarhlaup
110 m grindahlaup
400 m grindahlaup
Hástökk
Langstökk
Þrístökk
Stangarstökk
Kúluvarp
Kringlukast
Spjótkast
Sleggjukast
Tugþraut
Þórarinn Ragnarsson varnar Geir Hallsteinssyni aögangs í pressuleikn-
um í gærkvöldi. /
KONUR:
100 m hlaup
200 m hlaup
400 m hlaup
800 m hlaup
80 m grindahlaup
Hástökk
Langstökk
Kúluvarp
Kringlukast
Spjótkast
Fimmtarþraut
Yerða þeir með á OL?