Vísir - 28.03.1968, Page 5
5
V1SIR . Fimmtudagur 28. marz 1968.
námas
t
Nokkrir gamlir hlutir sem fást í „Hrafninum". Ensk herragarðs-
klukka, og kouarketill fremst á myndinni, en gamlir tinkatlar fyrir
kaffi og te í hillunni.
sig feitina. Járnið hitað aftur og
það sama endurtekið.
Síðan segir um ömmuhring-
ina: Hringir þessir eru boröaðir
á margvíslegan hátL Venjuleg-
ast raðað á fat, flórsykri stráð
yfir þá og aldinmauki og rjóma
má bera með. Einnig má 'hafa
hringi þcssa með ís í staðinn
fyrir eggjahvítur og ískökur.
Þá má raða hringjunum ofán á
tertubotn, sem áður er smuröur
með aldinmauki og sprauta
rjóma ofan á. Hringina má einn
ig nota með grænmetis- og fisk
réttum eins og brauðkollur.
Og um leið og við yfirgáfum
Vörumarkaðinn á Grettisgöt-
unni voru þar tvær húsmæður
að kaupa sér „kökujárn“ eins
og þær kölluöu það, og við
heyrðum að önnur þeirra sagði:
,,Ég fékk ömmuhringi í sauma
klúbb um daginn, og nú ætla
allar í saumaklúbbnum að fá
sér svona járn“. , ,
TJTin vérzluriin sem viö heim-
sóttum er talsvert ólík
Vörumarkaðinurii, því að þar er
verzlað með gamlar vörur, sem
eru mjog verðmætar, enda flest
a'r frá því fyrir aldamót. Þessi
verzlun heitir „Hrafninn" og er
á horni Baldursgötu og Þórs-i
götu og er í rauninni fyrsta
„antik“ verzlunin í Reykjavík.
„yið opnuðum verzlunina
fyrir jóliri", sagði Helga Hjörvar
sem er eigandi „Hrafnsins" á-
samt Nínu Björk Árnadóttur.
„Þaö er vandi aö kaupa inn
forngripi og við höfum reynt
að kaupa ekki annað en það er
við teljum góða gripi. Að sjálf-
sögðu er aöalvandinn að hafa
vörumar ekki of dýrar, því að
þó aö forngripir séu alltaf tals
vert dýrari en nýjar vörur þá
er „forngripamenningin" ekki
komin á svo hátt stig’hér á
landi ennþá að fólk vilji yfir-
leitt gefa tugi þúsunda fyrir
gamla gripi“. sagöi Helga.
afgreiðslumaðurinn „og ungu
stúlkumar eru mjög hrifnar af
því“, bætti hann viö. „Við átt-
um líka dálítið af gömlum, síö
um pilsum um daginn, á 50
krónur stykkið en þau seldust
nú alveg eins og skot“.
Og í fatabing í einu hom-
inu voru ennþá nokkrar ullar
dragtir, hreint ekki ólíkar þeim
sem nú eru birtar myndir af í
erlendum tízkublöðum.
„Jakkamir kosta 50 krónur
og pilsin 50“, upplýsti af-
greiðslumaðurinn ennfremur.
Þarna sáum við líka leikföng
eins og mæöur okkar hafa lík
lega leikið sér að, gamlar regn-
kápur úr mislitu plasti, sem
raunar eru mjög mikið í tízku
eins og stendur. Gömul leður-
veski voru þarna einnig, og kost
uöu þau hvorki meira né minna
en 5 krónur. í dag mun það
þykja lítið verð fyrir leðurtösk
ur, sem nýjar kosta ekki undir
500 krónum og allt upp í 2000
krónur. Þarna voru líka nælon
sokkar á 15 krónur parið, ljós
ir að sjálfsögðu.jeins og tízkan
i dag býður.
Uppi á hillu rákum við aug-
un í stafla af þunnum gráum
kössum, og utan á þeim stóð:
„ömmuhringir" kr. 20. Hvað
i þetta nú vera í ósköpun
hugsuðum við og gsegð-
ofan í einn þeirra. Jú,
þetta var þá bara járn sem ætl
að er til baksturs. Með í kass-
anum var lítill bæklingur, sem
áreiðanlega var kominn til ára
sinna og þar var uppskrift af
„ömmuhringjum", og til gam
ans ætlum við að birta hér
uppskrift af þeim ásamt mynd
af járninu, sem notað er til
bakstursins:
Ömmuhringir (30-40 hringir)
1 bolli hveiti (ca. 125 gr.)
1 bolli mjólk (ca 2 dl.)
1 egg
1 msk sykur
1/2 tsk salt
2 msk. öl
vanilludropar og kardimomm-
uf
feiti.
Hveiti sykri og salti er bland
að saman. Eggið þeytt sarnan í
skál og mjólkinni hrært út í það
Blandað í hveitið og hrært eins
Iítið og hægt er. ölið sett út f
en því má sleppa og nota þá 2
msk. meiri vökva. Vanilludrop
ar látnir í um leið, en kardi-
mommum er blandað í hveitið
Bíði um stund.
Járnið er hitað með kleinu-
feiti sem þarf að vera góð. Það
verður að hitna vel. Þegar jám
ið er vel heitt er feitin látin síga
vel af því, dýft þvínæst í deigið
augnablik. Gæta skal þess, að
deigið renni ekki yfir járnið.
Sett strax ofan f feitina og
þá á hringurinn að losna af.
Steikt, þar til að það er gul-
brúnt. Sett á bréf sem dregur f
Viö skoöuðum nú j nokkra
gamla gripi sem þarna fengust
og rákum fyrst augun í gamalt
„buffet‘, sem mun hafa i veriö
í eigu Jóns Péturssonar háyfir
dómara. Tvær gamlar enskar
herragarösklukkur héngu uppi
á vegg, báðar frá fyrri hluta
19. aldar, len ofan á buffetinu
stóð fransktvjpvottasett úr postu
líni með ámáluðum rósum. Inn
réttingin á verzluninni er sér-
lega skemmtileg, en hana gerði
Steinþór Sigurðsson Ieiktjalda-
málari Leikfélagsins. Nýlega
höföu komið í verzlunina all-
margir enskir tin og kopar-
katlar og/ kosta þeir frá 650
krónum upp í 2500 úr kopar, en
tinkatlarriir 1150 (kaffikatlar)
og 1375 (tekatlar)). Mexikönsk
„ullarteppi“ sem fengust líka
geta víst ekki talizt neiriir forn
gripir en þau eru notuð sem
rúmteppi, veggteppi og jafnvel
gólfteppi, og fást þarna í ó-.
teljandi litum .á 1300 krónur,
en þau eru ca 1.50x2.40 á stærð
íslenzkar vörur eru líka seld-
ar í „F-afninum“, og vakti sér
staka athygli okkar keramik
sem ung íslenzk listakona, son
ardóttir Kjarvals hafði gert. —
Heitir hún Kolbrún Kjarval og
eru vörur hennar mjög
skemmtilegar og sér?tæðar. Inn
an skamms er svo væntanleg
sending af gömlum spönskum
húsgögnum f verzlunina og meö
það kvöddum við þær Helgu
og Nínu og alla gömlu gripina
þeirra.
p amalt og nýtt. Þessi tvö orð
hafa einkennt tízkufrétt-
imar undanfarna mánuði, og
svo viröist að slagorðin: „Þetta
var aö koma beint frá tízkuhús
inu“, eða „þessar vörur voru
að koma úr verksmiðjunni",
hafi ekki lengur sama áhrifa-
máttinri og áður. Nú segir af-
greiðslufólkið: „Þetta er fjTá þvi
fyrir aldamót", eða „þessir
Þetta er raunar Vörumarkað-
urinn á Grettisgötu 2, sem um
er að ræða, en þangað hafa
margar stúlkur og konur lagt
leiö sína undanfarnar vikur og
einn daginn l^rá Kvennasíöan
sér þangað með ljósmyndarann
til að skoða það sem þar var
á boðstólum.
Fyrst af öllu rákum við aug
breiður af skóm,
Hér eru nokkrir viðskiptavinir að skoða karlmannaskóna í Vöru-
markaðinum, en uppi á vegg hangir spjald þar sem stendur: —
„Frjálst val, kr. 70 parið.“.
eru frá því fyrir strið“, og varan
selst eins og heitar lummur.
Tízkukóngarnir leita nú
flestra sinna fyrirmynda aftur
til 1920 og 1930, og ungar stúlk
ur í dag gera sér far um að
líkjast sem allra mest formæðr
um sínum frá þeim tíma. Að
sjálfsögðu er fatnaður frá þess-
um tíma í flestum tilfellum
löngu útslitinn, en á einum stað
hér í borginni hefur þó veriö
hægt að fá eitt og annað upp
á síðkastið, aö vísu kannski
ekki frá 1920, en áreiöanlega
frá 1930 og 1940.
kvenskóm, karlmannaskóm og
barnaskóm og fór ekki á milli
mála, að þeir voru yfirleitt ekki
aiveg nýir af nálinni. „Þetta er
sumt frá því fyrir strfð“ sagði
Kvennasíðan heimsækir í dag tvær sérkenni-
legar verzlanir í Reykjavík, sem eiga það sam-
eiginlegt, að verzla fyrst og fremst með gamla
hluti. Þessar verzlanir eru Hrafninn á horni
Þórsgötu og Baldursgötu, sem er nýstofniið
„antik“ verzlur). Þar er meðal annars til solu
„buffet“ frá 1870, sem var í eigu Jóns Péturs-
sonar háyfirdómara, og enskir kopar- og tin-
katlar frá 1800—1840. Hin verzlunin er hins veg-
ar Vörumarkaðurinn á Grettisgötu 2, sem verzl-
ar með skótau frá því fyrir stríð og ýmsar
gamlar og sérkennilegar vörur, og kostar all-
flest þar innan dyra frá 5—50 krónur.
því betra“
„Því elclra,