Vísir


Vísir - 04.05.1968, Qupperneq 2

Vísir - 04.05.1968, Qupperneq 2
V1SIR . Laugardagur 4. maí 1968. UNGLINGAR Á FERÐALAGI Fyrir skömmu gat Táninga- sfðan þess, að íslenzka þjóðkirkj an og ferðaskrifstofan Sunna hygðust efna til skemmtiferð- ar fyrir æskufólk til Mallorca undir fararstjóm séra Ólafs Skúlasonar. Síðunni hafa bor- izt nokkur bréf með fyrirspurn- um um umrædda ferð, og af þeim sökum leituðum við til séra Ólafs með spurningar við- víkjandi þessari ferð og öðrum þeim, sem á dagskrá eru. „Er þetta fyrsta æskulýös- feröin til Mailorca, séra Ólaf- ur?“ ,,Já, við höfum ekki farið sér- stakar æskulýðsferðir fyrr þang- að. Við Guðni Þórðarson, for- stjóri Sunnu, höfðum rætt það nokkrum sinnum, hvort ekki væri möguleiki á því að hafa æskulýðsferð til Mállotca. Hafðí töluvert verið spurt um slikt í sambandi við hinar aimennu ferðir s. 1. sumar, og vildum við því gjarnan koma til móts við áhuga fólksins, þar sem það er ekki heppilegt, að unglingar séu að fara í þessar venjulegu ferðir. Þess vegna dvaldi ég á Mallorca í hálfan mánuð í fyrra, kynnti mér aðstæður og mögu- leika fyrir ungt fólk til þess að eyða sumarleyfi sínu á þess- um eftirsótta ferðamannastað. Og ég er sannfæröur um það, að vinsældir Mallorca munu ekki verða síðri meðal unga fólksins, heldur en hinna eldri. Við förum utan 3. júlí og dvelj- um á stúdentagarði, sem upphaf lega hafði verið reistur af spænskum auðkýfingi til þess að auka áhuga og þekkingu á spænskri þjóðsagnaerfð. Ekki varð mikill árangur af þessari viðleitni, svo að nú er þarna rekinn almennur stúdentagarð- ur. Þarna boröum við allar mál- tíðir, reynum að hafa okkar eig- in kvöldvökur og í sameiningu við aðra æskulýðshópa, sem þarna verða. Farið verður í ým- is feröalög um eyjuna, sem er nú reyndar hreint ekki svo lítil, miklir og fagrir hellar eru skoð- aðir, auðmannanýlendan heim- sótt, perlubær og skinnaverk- smiðjur eru á dagskrá, siglt verð ur á snekkju á Bahia flóanum og farið upp í fjöllin og skoð- aður klausturbærinn Valdimosa, þar sem Chopin bjó fyrrum. Ekki má gleyma herragarðinum Son Amar, þar sem ekta veizlu- matur er framreiddur og spönsk tónlist hljómar. Og þá má nú náttúrlega ekki gleyma bað- ströndum og sundlaugum, sem sannarlega heilla alla, unga sem gamla. Þá er það höfuðborgin, Palma, með sínum þröngu stræt- um, útimörkuðum og alls konar verzlunum. Að lokum eru það tveir dagar í London, áður en haldið er heim aftur“. „Já, þetta hljómar vel. En hver voru tildrög þessara æsku- lýðsferöa?" „Þetta oyrjaði meðan ég var æskulýðsfulltrúi kirkjunnar. Þá sendum við flokka út, bæði til Skotlands og Svíþjóðar og tók- um á móti hópum frá þessum löndum og einnig frá Þýzka- landi, en það er mjög algengt bæði í Evrópu og Ameríku, að kirkjan og prestar hennar efni til slíkra kynnis- og skemmti- ferða. Ég vildi heldur alls ekki að þessi starfsemi félli niður, svo að við Guðni hófum sam- starf um áframhaldandi æsku- lýðsferðir. Ég fór með fyrsta hópinn til Skotlands sumarið 1965. Árið eftir fórum við um England og Skotland auk Norð- urlandanna. í fyrra fór ég um Danmörk, Holland og Þýzkaland með hóp, en kollegar mínir, þeir ur Unnar Halldórsdóttur, frá Kaupmannahöfn með járnbraut- arlest til Stokkhólms og þaðan með annarri lest upp í hina fögru sænsku dali. Systir Unnur er nýr fararstjóri í þessum ferð- um, en hún hefur stundað nám í Svíþjóð og er þar vel kunnug, og hefur einnig mikla reynslu af því að vera með ungu fólki, hefur stjórnað sumarbúðum á vegum kirkjunnar og starfað í Hallgrímssókn hér í borg. Ef- um við ekki, að þeir eru margir, við matartíma. Þess vegna höf- um við morgunverð og kvöild- verð, meðan á lengri ferðum stendur, en hver sér um sinn hádegismat, hvort heldur það verður pylsa eða epli eða eitt- hvað annað. En skoðanaferöirn- ar, bæði á Mallorca og í Noregi og Sviþjóð eru innifaldar, en þó ekki aðgangseyrir að söfnum og þess háttar. En sem sagt, svo til allt er innifalið í upphæðinni". „Eruð þið strangir fararstjór- neinu. Og fram aö þessu hefur þetta allt gengið prýðilega og aldrei orðið vart við misskilning. En sem betur fer verðum við ekki alltaf að vera í hnapp. Þeg- ar farið er að gæta kunnugleika á staðnum og öruggt er, að allir rata heim, er taumurinn gefinn laus — nema vitanlega seint á kvöldin og næturnar!! En núm- er eitt er alltaf öryggið, og ég efast ekki um, að skemmtan og öryggi fara saman“. „Segðu mér að lokum, séra Ólafur, hver er afstaöa þín til æskufólks nútímans?" ‘ „Ég hef alltaf haft gaman af þvi að umgangast unglinga, allt frá því ég var unglingur sjálfur. Sr. Ölafur Skúlason með hópinn. séra Björn Jónsson í Keflavik og séra Sigurður Haukur Guðjóns- son í Langholtssókn, fóru með sinn hvorn hópinn um Bretland og Norðurlönd". „Það eru fleiri ferðir nú en Mallorcaferðin er ekki svo, og þá hversu margar?" „Ég er nú aldeilis hræddur um það, aldrei fleiri ferðir. Þá er fyrst að nefna Norðurlandaferð, sem séra Sigurður stjórnar. Far- ið er 11. júlí, flogið til Kaup- mannahafnar, en síðan er ekið til Osló um Svíþjóð. Hin fallega Osló er skoðuð, fariö upp á Holmenkollen, Kon Tiki flekinn og Fram heimskautsfariö skoö- að. Farið í styttri og lengri ferö- ir í nágrenni Osló, en síðan hald- ið til Kaupmannahafnar, sem ekki þarf að kynna íslendingum, svo ofarlega er hún á blaði allra þeirra staða, sem okkur langar að fara til, meö sína Tívoli- garða, sirkusa og margt fleira. Séra Björn fer nú um Danmörk, Holland og Þýzkaland þriggja vikna ferð, en hinar eru allar tveggja vikna ferðir. Flogið er frá Keflavík 27. júni. í Hollandi og Þýzkalandi er aldeilis margt að skoða, auk þess er siglt eft- ir því fræga fljóti RÍN, fram hjá Lorelei klettinum, komiö við í Köln og Hamborg, en dvalið í Arnheim í Hollandi og í Wupp- ertal í Rínardalnum. í báðum þesum ferðum er langferðabíll með allan tímann, nema meðan dvalið er í Kaupmannahöfn. Þá er það þriðja ferðin, sem er meö nokkuð nýju sniði. Ég hef sem sé oftsinnis rekiö mig á það, að unga fólkið langar býsn til þess að feröast með járnbrautarlest. Þess vegna verður farið í eina ferð 24. júlí undir leiðsögn syst- sem vilja kynnast Svíþjóð og njóta aðstoöar Unnar við það“. „En hvemig er svo varið með kostnaðinn, sem er frá kr. 9.800.00 til 11.800.00. Ekki er allt innifalið í þeirri upphæö, er þaö?“ „Ekki alveg allt, en mest allt samt. Flugferðir til útlanda og heim aftur, ferðir milli landa og staða, gistingar alls staðar, all- ar máltíðir, meðan dvalið er um kyrrt nema í Kaupmannahöfn og London, þar sem reynsla okkar er sú, að ekki sé hægt að vera að binda sig af einum stað í slíkum borgum og ekki held- ur æskilegt, meðan verið er á ferðalagi að miða alla áfanga ar? Verða allir alltaf að halda hópinn?" „Ja, það er nú það. Hvað er að vera strangur? Agi verður vit anlega að rfkja, því ekki væri gott að vera alltaf að biða hver eftir öðrum og láta þannig dag- inn verða að engu. Ef við ætlum að Ieggja af stað kl. 9 að morgni, meinum við 9 en ekki 10. Við erum mikið lýðræðisfólk og virö um atkvæöisréttinn, en vissum atriðum verður ekki breytt, þó öll atkvæði væru móti atkvæði fararstjórans. Hann ber ábyrgð fyrir foreldrum og aðstandend- um unga fólksins, sem treysta umsjá hans og eftirliti, hann vill ekki tefla á tvær hættur í Ætli það haldist ekki héðan af? Það vona ég aö minnsta kosti. Ég hef verið sérstaklega lánsam- ur með það, að unga fólkið hef- ur verið skemmtilegt í þessum hópum, áhugasapit yfirleitt, reiðubúið til að fræðast auk þess, sem það nýtur lifsins, hef- ur gert sér grein fyrir þvi, hvað felst í því að taka þátt í kristi- legri æskulýðsferð og metur nauðsyn heildarinnar og sam- heldninnar. Og ég segi satt, að ég hlakka til þess aö kynnast því nú í sumar, hvernig verður að fara með ungt fólk til Mafl- orca. Ég vona að ég þurfi ekki að endurskoða þetta svar mitt, að þeirri ferð lokinni. Hvað er það, sem angrar hinn villta Bob Dylan? jþað tök Bob Dylan rúmt ár að klippa sínar klær. Nýj- asta LP-plata hans, sú fyrsta á eftir „Blonde On Blonde“ hinni tvöföldu, hefur nú verið gefin út og það undir nafninu „John Westey Harding". En hvar er að finna ódæli hans, hinn svæsna söng hans, hina hrifandi texta hans og hinn vandasama skáldskap hans? Aðeins í gleymskunni heyrum við til hins gamla Dylan. Nú gellur hann eins og bráðþroska piltur, sem lætur langa lífs- SIÐAN revnslu sína seytla til þeirra, sem gefa sér tíma til þess að hlusta á hann. Hann er ennþá hinn hrífandi sögumaður, og sögur hans eru nú skýrari en áður. Hin nefkveðna rödd hans er háns séreinkenni, og hún er nú einnig skýrari en áður. Dylan leikur á píanó, gítar og munnhörpu. Á hljómplötum sínum nýtur hann ætið hjálpar bassa og tromma, sem eru eins konar stoð og stytta bak við hina skerandi rödd hans. Tví- vegis hefur hann notið aðstoð- ar rafmagnsgftars, sem kallar fram hin vestrænu geðhrif. Textar Dylans eru yfirleitt já- kvæðir með „vertu góður við þína nánustu" sem grundvallar hugsun. Hér og þar siáum vér fingur fyrir oss, sem benda á trúna sem lífsveig mannverunn- ar. Á hinn bóginn er hverium og einum ætlað að skilja text- ana á sinn hátt Áreiðanlegt er að hægt mun að finna næstum iafn margar tilgátur um skýring ar textanna eins og áheyrend- ur eru margir. Lögin eru falleg og létt og falla forkunnarvel við textana. Já, ég segi, að lög- in falli vel við textana, því að Dylan semur textana fyrst, en siðan lögin við þá. í þeim tólf lögum, sem prýða umrædda hljómplötu Dylans, heyrum við hinar ýmsu hliðar hans. Sérhvert lag kemur þrótt- mikið og sjálfstætt fram og Iæt- ur tvíendurtekningar vart við- gangast. Eftirtektarverðasta lag plötunnar er án efa „The Ballad of Frankie Lee and Judas Pri- est“, sem er fremur frásögn en söngur, og er það hið eina lag á plötunni, þar sem Dylan kem- ur fram með s^amat. Hljómplata sú, sem hér um ræðir, er vitaskuld lostæti og myndi áreiðanlega vekja eftir- tekt væri Dylan öþekktur. Hún hefur nú um fimm vikna skeið skipað fimmta sæti vinsælda- listans í Bandaríkjunum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.