Vísir - 04.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 04.05.1968, Blaðsíða 8
s V í SIR . Laugardagur 4. maí 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í iausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Þegar harðnar í ári Ekki verður sagt að vorið hafi heilsað hlýlega. Hafís- inn liggur skammt unaan fyrir öllu Norðurlandi og suður fyrir Langanes. Veðurfræðingarnir eru varkárir mjög í spádómum, en ýmsár líkur benda óneitanlega til, að búast megi við kuldatíð a. m. k. næstu vikurnar. Sem betur fer munu bændur víðast vera sæmilega birgir af heyjum, og því ekki hætta á stórum áföllum hjá þeim, þótt illa vori, nema svo hörmulega takist til, að árferðið verði ennþá verra en nokkur vill ímynda sér. En að sjálfsögðu myndu langvinnar vorhörkur nú vera mikið áfall ofan á allt annað, sem á móti hefur blásið undanfarin misseri. Allt minnir þetta okkur á að við búum í landi þa'r sem Ijós og skuggar skiptast á, bæði í bókstaflegri og óeiginlegri merkingu. En þótt þessi þjóð hafi búið hér tæp 1100 ár og kynnzt landi sínu í blíðu og stríðu, er eins og sú reynsla kynslóðanna komi okkur ekki að því gagni, sem ætla mætti. Okkur hættir mjög til að gleyma því þegar vel gengur, að góðærið varir ekki nema skamma hríð. „Mögru árin“ koma alltaf líka. Okkur er ekki sýnt um að safna til þeirra. Þegar vel gengur lifum við í vellystingum og praktuglega, svo að við liggur að segja megi, að við látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Við þessu væri kannski minna að segja, ef við kynnum að taka afleiðingunum þegar að syrtir aftur. En það er nú öðru nær. Stór hluti þjóðarinnar virðist t. d. ekki hafa áttað sig nægilega á því enn, að nú þurfi um skeið að breyta nokkuð um lífsvenjur, gæta meiri hagsýni og komast af með minna en áður. Ýmsir óhlutvandir stjórnmálamenn, sem alltaf eru á atkvæðaveiðum, hafa eftir mætti reynt að blekkja almenning með því að halda fram þeirri fjarstæðu, að þetta sé allt ríkisstjórninni að kenna og hér þyrftu engir erfiðleikar að vera, ef rétt hefði verið stjórnað. En eigi að síður ætti allt skyni borið fólk, sem nokkuð vill hugsa um þessi mál, að sjá hve þungum búsifjum þjóðin hefur orðið fyrir vegna utanaðkomandi áhrifa, sem engin ríkisstjórn hefði getað ráðið við. Eitt af því sem íslenzku þjóðinni er hvað mest nauð- syn að gera sér grein fyrir, er að stór hluti hennar hefur síðustu áratugina tamið sér lífsvenjur, sem jafn- vel ríkustu þjóðir heims leyfa sér ekki almennt enn þann dag í dag. Þetta er óþörf eyðslusemi, sem á ekk- ert skylt við það, að lifa góðu og mannsæmandi lífi. Það er sóun á fjármunum, sem í fæstum tilvikum eyk- ur nokkuð lífshamingju fólksins, nema síður sé. En svo er þetta fólk stundum að hneykslast á því, hvernig æskan fari með peninga. Hver á sökina? Hverjir hafa alið þetta unga fólk upp og kennt því virðingarleysið fyrir peningunum? Væri ekki rétt að líta fyrst í eigin barm? Lagaráð Evrópuráðsins Á morgun, 5 maí, eru liöin ** 19 ár frá því aö fulltrúar 10 Evrópuríkja undirrituöu stofn- skrá fyrir Evrópuráöiö, og verð ur þessa minnzt f öllum aöild- arríkjum EvrópuráÖsins, en þau eru nú 18 talsins, þ.e. Austur- ríki, Belgfa, Danmörk, Frakk- land, Grikkland, Holland, írland ísland, ítalfa, Kýpur, Luxem- burg, Malta, Noregur, Stóra- Bretlandi, Svíþjóö, Sviss, Tyrk- land og Þýzkaland. Samkvæmt stofnskrá Evrópu ráðsins er markmið þess aö koma á nánari einingu meðal þátttökurfkja þess, f þvf skyni aö vemda og koma í fram- kvæmd þeim hugsjónum og meginreglum, sem eru sameigin leg arfleifð þeirra, svo og til þess að stuðla að framförum á sviði efnahags- og félagsmála. Að þessu markmiöi skal unnið innan ráðsins með umræöum um mál, sem sameiginlega h<ið- ingu hafa, og meö samningum og sameiginlegum aögeröum á sviöi efnahags- og félagsmála, menningarmála og vísinda, laga- og stjómarfarsmála og meö varðveizlu og frekari fram kvæmd mannréttinda og grund vallarfrelsishugsjóna. Að markmiði því, sem stofn- skráin setur, hefur veriö unn- ið á margvíslegan hátt undir stjórn aðalstofnanda ráösins, ráðherranefndar og ráðgjafar- þings, en það eru þær stofnanir ráðsins sem almenningi eru kunnastar. En jafnframt er unn ið að þessu af starfsliði ráðsins og einnig af fjöimörgum sér- frgeðinganefndum sem komið hefur verið á fót. Hvemig víkur þessu þá við á sviði lögfræðinnar? Frá upphafi hefur á margvís- legan hátt verið unniö að þvi innan Evrópuráðsins að stuöla aö samræmdri löggjöf á ýmsum sviðum. Árangur af slíkri við- leitni lýsir sér í ýmsum samn- ingum. sem geröir hafa verið og fjalla m. a. um mannréttindi, einkaleyfi, framsal sakamanna, gagnkvæma aöstoð í refsimál- um, skyldutryggingu ökutækja, ábyrgð hóteleigenda, samræm- ingu löggjafar um gerðardóma. fjárskuldbindingar í erlendum gjaldeyri, refsingu fyrir um- umferðarbrot, störf ræðismanna o. fl. Til að vinna aö þessu starfi hefur Evrópuráðið komið á fót nokkrum fastanefndum, sem hver um sig hefur afmarkað verksvið. Starfar þannig ein nefnd að málefnum á sviöi refsi- réttar og afbrotafræði og önnur að rannréttindamálum. Ein nefnd fjallar um einkaleyfis- mál og ein um mál á sviði út- varps og sjónvarps. Árið 1963 ákvað ráðherra- nefnd Evrópuráðsins aö skipa sérstaka fastanefnd, sem hefur það hlutverk að skipuleggja og hafa umsjón með starfsemi Evrópuráðsins á sviði lögfræð- innar. Er nefnd þessi á ensku nefnd European Committee on Legal Co — operation, en hef- ur hér veriö nefnd lagaráð Evrópuráðsins. Lagaráðið getur falið sér- stökum sérfræðinganefndum meðferð einstakra málaflokka, sem það telur ástæðu til að taka til meðferðar. Sérfræöinganefnd in starfar þá undir umsjón laga- ráösins og skilar tillögum sínum til þess. Lagaráðið metur síðan störf nefndarinnar, og lætur ráðherranefndinni í té álit sitt. Lagaráðinu er einnig ætlað að fylgjast með starfi annarra al- þjóðastofnana, og stuðla þannig að samhæfingu í störfum þeirra og samvinnu um sameiginleg áhugamál. Á þeim tíma, sem lagaráðið hefur starfað, hefur það gengið frá nokkrum Evrópusamningum. Er þeirra getið hér aö framan, og fjalla um samræmingu lög- gjafar um gerðardóma, um fjár- skuldbindingar í erlendum gjald- eyri og um störf ræðismanna. Einnig var samningur um ætt- leiðingu, sem undirbúinn var af félagsmálanefnd Evrópuráðsins, til meðferðar hjá lagaráðinu. Á vegum lagaráðsins eru nú starfandi fjölmargar sérfræö- inganefndir, og vinna þær að gildir um kostnað viö sérfræð- inganefndir, sem starfa á vegum lagarátísins. Störf þau sem unnið er að á vegum lagaráðsins eru mörg, hver hin þýöingarmestu. Kunna þau að valda miklu um þróun réttarfars og löggjafar í ríkjum Evrópuráösins og víð- ar. Það er því þýðingarmikið að fylgzt sé rækilega meö þessum störfum, og á undanförnum ár- um hafa fulltrúar héðan tekið þátt í störfum lagaráðsins, svo og nokkurra sérfræðinganefnda þess. Á þátttöku þessari er þó sá annmarki, að hún fer fram Myndin er af þingfundi í Evrópuráðinu. Per Federspiel, fyrr- verandi forseti ráðsins, er í ræðustól. athugunum á verkefnum eins og friðhelgi ríkja, skilgreiningu á grundvallarhugtökum f lög- fræði svo sem lögheimili og að- setur og frestir, greiðslustað fjárskuldbindinga, reglum um handhafaverðbréf, sem glatast eöa er stolið, samræmingu lög- gjafar um fébótaábyrgö öku- manna og vátryggingu ökutækja o. fl. Á vegum lagaráðsins er einnig unniö að ýmiss konar annarri samvinnu á sviði lögfræðinnar. Þannig er árlega safnaö saman upplýsingum um löggjafarstarf- semi Evrópuráösríkjanna og löggjafarundirbúning. Undir- búiö hefur veriö samkomulag um það hvernig afla skuli upp- lýsinga um löggjöf í einstökum ríkjum. Þá hefur einnig veriö unnið að því að auka kynni og samstarf lögfræðinga og lög- fræöistofnana innbyrðis. Má sem dæmi nefna, að á þessu ári mun verða haldinn fundur forseta lagadeilda viö háskóla Evrópuráðsríkjanna, þar sem rædd verður þróun löggjafar í Evrópu. Þá er unnið að bví að koma á ýmiss konar samstarfi lagabókasafna, og stefnt er að þvf að koma á fundum starfandi lögfræðinga. Lagaráðið er skipað embætt- ismönnum frá aðildarríkjum Evrópuráðsins, auk nokkurra á- heyrnarfulltrúa, m. a. frá Finn- landi og Spáni. Kostnaður allur af fundum bess, sem að jafnaði eru tvéir á ári, er greiddur af Evrópuráðinu, og hiö sama af embættismönnum, sem jafn- framt eru önnum kafnir við fjölbreytileg önnur störf. Ööru máli gegnir um velflesta full- trúa annarra ríkja, sem þátt taka f störfum lagaráðsins. Þannig er þaö t.d. með hin Noröurlöndin, þar sem starfandi eru sérstakar lagadeildir við dómsmálaráöuneytin. Þátttaka t störfum lagaráðsins verður þar eðlilegur þáttur f starfsemi ráðu- neytanna. Milli dómsmálaráðu- neyta Norðurlandanna er hins vegar náið samstarf, m. a. um störf lagaráðs Evrópuráösins, og njóta fulltrúar íslands þar margháttaðrar aðstoðar starfs- bræðra sinna. Að þvf hlýtur hins vegar að koma að störf að löggjafarundirbúningi fái hér á landi fastmótaðra form en verið hefir til þessa, svo sem með stofnun lagadeildar við dóms- málaráöuneytið. Starfsemi Evrópuráðsins á sviði lögfræðinnar hefur að sjálfsögðu jafnan verið áhuga- má! dómsmálaráðherra aðildar- ríkjanna. Koma dómsmálaráð- herrarnir nú reglulega saman til fundar annað hvert ár, og hafa þeir þegar komið saman fjórum sinnum. en næsti fundur þeirra verður haldinn í London í júni- mánuöi næstko/nandi. Á fundum þeirra er gerð grein fyrir störf- um lagaráðsins og annarra fasta- nefnda sem starfa að lögfræði. en jafnframt eru þar ræddar huemyndir um frarotíðarverk- efni á þessu sviði. Ólafur W. Stefánsson. KBHZn5.”TS3!SBSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.