Vísir - 13.05.1968, Page 12

Vísir - 13.05.1968, Page 12
72 V í SIR • Mánudagur 13. maí 196». — Það var leiöinlegt, sagði ég. Æ, það líður hjá, sagði Marcia. — Hann verður góður þegar hann hefur sofið. Hún hló lágt. — Ég var svo hrædd um að þú fengir . ekki boðin frá mér, en hefði ég vitað að Peter var í flugvélinni, mundi ég ekki hafa þurft að hafa áhyggjur af þessu. — Ég er hissa á að hann skyldi ekki iáta ykkur Carlos vita að von væri á sér, sagði ég til að leita fyrir mér. Marcia yppti öxlum. — Við er- um góðir kunningjar, en heldur ekki meira, sagði hún. — Hann skrifar aldrei bréf nema hann megi til. Hann mundi eflaust hafa símað til mín í fyrramáiið ... — Hún horfði á mig. — Það ei verulega gaman að þið skulið vera hérna bæði. Skyldi hún meina þetta, hugs- aði ég með mér. Svo skammaðist ég mín fyrir að ég skyldi efast um hreinskilni hennar. Marcia hafði sína galla, en hún var tvímælalaust heiðarleg. Ég hafði aldrei heyrt hana segja þáð, sem hún meinti ekki. Gamli nætur-dyravöröurinn, sem hafði tekið dótiö mitt úr bílnum, kom aftur og sagði eitthvað viö Marciu á spönsku. Verum mínum hjá Marciu og því, aö ég hafði lesið talsvert spönsku, gat ég þakk- að það, aö ég var sæmilega að mér i málinu. Marcia hlaut aö hafa gleymt GÍSLI JÓNSSON Akurgerð' 31 Sfmi 3519ii Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóðastandsetningar greí hús grunna holræsi o. fl. Tökum að okkur övers iconai múrbrc;' og sprengivinnu 1 húsgrunnuru og ræs um. Leigjum út ioftptessur og vfbra sleða Vélaletga Steindórs Sighvats íOnat Alfabrekku við Suðurlands braut, sfmi 30435 RAFVELAVERKSTÆOI S. MELSTEÐS SKEIFAN 5 SÍMl 82IÍ0 TOKUM AÐ OKKUR' H MÓTORMÆLINGAR. H MÓTORSTILLINGAR. H VID6ERÐIR X RAF- KERFI, DÝNAMÓUM, OG STÖRTURUM. H RAKAÞÉTTUM RAF- KERFIÐ Lvarahlutir Á STADNUM GAENSASVE6UR /nnTTTTTTTrrrrm'rnTTi rui'ini.i.tnr ' ;'b ..ir.L^S.f'-óGívðSí'i^J'b. yirn>A 'ÓR'VAL'ÁFl/Í'KtáÉpLTM . LAUGAVEG 62 1.5»MI 10825 , HEIMASlMI 83634 'BOLSTBOi þessu, því að hún . sagði: — Gon- zales segist hafa borið farangur- ínn þinn upp, Joyce. Hann er aö spyrja hvort hann geti gert nokkuð fleira fyrir þig? — Nei, þökk fyrir. Nú vil ég helzt komast í rúmið í snatri og sofna. — Ég skal fylgja þér í herbergið þitt. Það er á annarri hæð, með útsýni yfir sjóinn. Ég elti hana inn í rúmgóðan for- sal með hvítum veggjum og tíglagólfi. Ég var þreytt núna, en á morgun skyldi ég líta betur kring um mig. Og á morgun ætlaöi ég að skrifa John langt bréf og segja honum ferðasöguna, hugsaði ég með mér, dauðsyfjuð. Marcia nam staöar viö breiðar dyr viö endann á ganginum, opn- aði þær, kveikti ijósið og vék svo til hliðar, svo að ég færi inn á und- an henni. Ég stóð mállaus af undrun. Fyr- ir háum gluggunum voru skemmti- leg bláröndótt tjöld. Sófarúmin voru meö ábreiðum úr tafti, með sama bláa iitnum. Þykkar, hvítar ábreiður voru á gólfinu. Veggirnir voru hvitmálaðir og bogamyndaðar dyr voru út í ofurlítinn gang, og við hann var baöklefinn. Þetta var svo fallegt og smekklegt, að mér fannst ég vera komin í lúxus-gistihús í stórborg. Ég sneri mér að Marciu: — Eru ! öll gestaherbergin þín eins íburðar- | mikil og þetta? — Já. Við viljum láta gestunum okkar líða vel. — Já, það leynir sér ekki. Það er engin furða þó að þetta gisti- hús sé vinsælt. Hún opnaði franska gluggann og sýndi mér svalirnar. Garðurinn fyr- ir neðan náöi niður að sjó. í tungls- Ijósinu sá ég ölduna brotna hvít- fyssandi við fjörusandinn. — Mér þykir svo gaman að þú skyldir bjóða mér hingað, sagði 4g j fagnandi. — Ég hlakka til að sjá þetta allt f dagsbirtu í fyrramálið. — Það er gaman að þér lízt vél á það . Marcia leit á armbands- úrið sitt. — Klukkan er nærri því þrjú. Ef þú ert viss um að þig vanhagi ekki um neitt, er líklega bezt að ég bjóði góða nótt. — Nei, mig vantar ekkert, Mar- cia. Ég beygði mig og kyssti hana. — Góða nótt! Hún gekk fram að dyrunum. Svo stanzaði hún og leit við og hnykl- aði brúnirnar, og kvíöi skein úr stórum, dökkum augunum. — Þegar þú hittir Carlos á morgun, máttu ekki minnast á að ég hafi ekki tek- iö á móti þér á flugvellinum, sagði hún. Ég starði á hana, en var svo þreytt og syfjuð að ég gerði mér varla grein fyrir hvað hún sagði. — Ég vil að hann haldi að ég hafi tekið á móti þér á flugveilin- um í Gibraltar, eins og við höfðum talað um. Röddin var lág og biðj- andi, og mér fannst að henni mundi standa þaö á miklu, að ég skildi hvað hún átti við. — Já, vitanlega, góöa, sagði ég. — Það er óvlst að minnzt veröi á þaö, en ef það skyldi berast í tal ... Hún horfði lengi á mig. — Ég tók þá á móti þér I Gibraltar, þegar þú komst út úr flugvélinni. — Þú tókst á móti mér í Gibralt- ar, endurtók ég eins og barn, sem er aö læra utan að. — Ég skal ekki gleyma því. En, Marcia, hvers vegna . ..? Annaðhvort heyrði hún. ekki til mín eða vildi ekki svara, því að hún fór án þess að segja meira. Var hjónaband hennar og Carios ekki gott? Hafði hún verið með ein- hverjum öðrum manni? Ég háttaði og iagðist fyrir. Tjöid- in höfðu verið dregin frá gluggun- um, og ég sá tunglsljósið speglast I sjónum. Ég óskaði að Marcia hefði ekki beðiö mig um að leyna því, að hún tók ekki á móti mér á flugvellinum. En svo datt mér í hug, að ég væri ekki ein um þetta leyndarmál henn- ar. Hafði hún gleymt því, að Peter vissi lika að hún hafði ekki komiö, og gat minnzt á þaö einhvern tíma, að Carlos nærstöddum? Kannski mundi hún hafa sam- band við Peter og aðvara hann. En j þá hlaut hún aö vita hvar hann bjó ! í Malaga. Og út úr þessu fór ég að i hugsa um hvort hún hefði sagt satt, þegar hún lét sem hún vissi j ekki að Peter væri væntanlegur til j Spánar. I Ég vaknaði morguninn eftir í glaða sólskini og varð litið út á blátt hafið. Ég hpppaöi fram úr rúm inu, smeygðí mér i morgunkjólinn og gekk út á svalirnar. Ég féll 1 stafi þegar ég sá útsýnið. Blátt hafið, hvít hús með flötum þökum, plámar og evkalyptustré, og blóm alls staðar blóm . . Hér hlaut að vc-a dásamiegt að lifa. Ég laut framyfjr grindverkið er ág heyröi umgang niðri, og sá að Carlos var á gangi þar. — Halló kallaði ég. Hann leit upp og fallega andlit ið hans varö; eitt bros. — Halló! Það var gaman að sjá yður aftur. — Þaö er svo yndislegt hérna. — Nú kom Marcia og tók undir handlegginn á honum. Hún var sól- bökuð og yndisleg, i röndóttum sumarkjól. — Svafstu ve), spurði hún. — Eins og steinn. — Ég bað um að láta ekki vekja þig, úr því að þú komst svona seint. Flýttu þár nú að klæða þig og komdu svo niður og fáðu þér eiííhvað I svanginn. Ég baðaði mig og klæddi mig í snatri. Marcia og Carlos höfðu borðað morgunverð fyrir löngu, en þau sátu hjá mér á svðlunum niðri meðan ég borðaði. Við töluöum um alla heima og geima og ég fór að halda að mér hefði skeikað, begar mér datt f hug að hjóna- band Marciu og Carlos væri ekki gott. Þau virtust vera mjög ham ingjusöm, bæði tvö. — Hvernig gekk ferðin? spuröi hann meðal annarra orða. — Ágætlega. Ég var svolítið hrædd fyrst í staö, því að ég hafði aldrei flogið áöur. En það leið fljótt hjá. — Konan mín mun ekki hafa komið of seint á flugvöllinn? Carl os leit ertnislega til Marciu um leið og hann spurði. — Nei, sagði ég. — Hún beið þegar ég kom. Carlos hló. — Þá er það líklega í fyrsta skiptið sem hún hefur verið stundvís þegar hún átti að taka á móti fólki. Marcia roðnaði. — Þetta var illa mælt. Þú ert sjálfur sá okkar sem er óstundvis. — Hafa hinir gestirnir fengið morgunverðinn? spurði ég til að tala um eitthvað annað. Ég leit á borðin kringum mig, en þar sat enginn. — Já, það held ég, sagði Marcia. — Sumir þeirra fá morgunverðinn í rúmið. — Eru margir hérna núna? — Kringum tuttugu. En hér verð ur orðið fullt hús í vikulokin. — Væri ekki réttara að þú lét- ir mig fá herbergi bakatil f hús- inu? spurði ég. Ég hafði lítið á auglýsingapésann frá „Loretta" og séð að herbergiö mitt var eitt af beim dýrustu. — Nei, alls ekki flýtti Carlos sér að svar3. — Þetta er fyrsta skiptið sem þér heimsækið okkur, og við viljum láta fara vel um yð- ur. Ég brosti til hans: — Ég vona að Marcia hafi sagt yður að ég hef hugsað mér að gera eitthvað til gagns hérna? Carlos hló og sagði að ég yrði að minnsta kosti að eiga náðuga daga fyrsta hálfa mánuöinn. Hann leit á Marciu. — Hér verður mikið að gera eftir nokkra daga, svo að mér fir.nst að við ættum að nota tækifærið og fara með Joyce eitt hvað hérna í kring meðan við höf um tfma til þess. Eigum við að skrenna t'! Malaga í dag? — Langar þig til þess, Joyce? spurði Marcia. — Það er yndisleg ur bær. — Ég fer algerlega eftir ykkar ráðum, sagði ég ánægð og datt í hug að kannski mundum við rek ast á Peter f Malaga. Ég fór að velta fyrir mér hvort Marcia hefði sagt Carlos að Peter hefði komið með sömu flugvélinni og ég, og að hann væri í Malaga. En hvorugt þeirra minntist á þetta, svo að ég bagði. BELTIo g BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR THE BEA5TA1EN HAVE TFtAILED US WITH APESf GET BEHIND ME. JANE! TARZAN WILL NOT BE ABLE TO 5AVE PALEHAIR FRO.W THESE APE5-S00NI A/O OVE WILLSTAND 8ETV.'EEN LA AND TARZANÍ „Villimennirnir Iei'ta ykkar, en þeir vita ekki um þessi göng.“ — Tarzan, sjáðu.“ „Villimennirnir hafa látið apa leita „Tarzan getur ekki bjargað þeirri Ijós- '1 okkur uppi — vertu bak við mig, Jane.“ hærðu frá öpunum, — og þá stendur ekkert lengur á milli La og Tarzans BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Boinrúllur Topprúlíur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 — SÍMI 101991

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.