Vísir - 20.05.1968, Síða 7

Vísir - 20.05.1968, Síða 7
V1 SIR . Mánudagur 20. maí 1968. Sigurlinni Pétursson: Fyrír 23 árum jjað var um 1945, að ég var bú-: hluta og varð því lítið um fram- inn að koma föstu formi á hug kvæmdir í þeirri nýsmíði, enda and myndir mínar um gerð vegghluta einingar, viöráðanlegar miðað við framkvæmanlega tækni þá. Að sjálfsögðu hugsaöi ég mér að breyta ýmsum atriðum, eftir þvf sem reynslan sýndi, að hentaði bet ur. Ég hafði gert ýmsar teikn- ingar þessari húsagerð viðvíkjandi og fór með þær til hins ágæta manns, prófessors Guðjóns Samú- elssonar. Hann var glöggskygn og samvinnuþýöur maður, enda há- lærður f faginu. Fjármunir fengust þó ekki til slíkra úð og tortryggni á alla vegu og mest þaöan, sem sízt skyldi. Viö unnum þó nokkuð saman i þessum málum og byggöi ég nokkum hluta af húsi á þennan hátt. Nokkrum árum síðar andaðist Guðjón. Varð ég því að róa einn á báti og hef byggt mörg hús, þótt ég hafi orðið aö lækka mikið mín segl, frá því sem ég hugsaði í fyrstu fullbúna veggi utan og innan. Nú í vetur 1968 koma svo nýir, ungir menn fram á sjónarsviðið eft Framhaldsdeild kennaraskóians tekur til starfa í haust í samráði við Kennaraskóla íslands hefur „Fondet for dansk- islandsk samarbejde“ ákveðið að styrkja íslenzka dönskukennara eða kennaranema til námsdval- ar í Danmörku. Styrkirnir verða tveir á ári hverju næstu 3 árin, 2.500.00 danskar krónur hver. Danski sendikennarinn við Há- skóla íslands Meulengracht-Sören- sen mun leiðbeina umsækjendum um það, hversu námstfmanum verö- ur bezt varið. Heimilisfang hans er Flókagata 39, Reykjavík, sfmi 16384. Umsóknir skal senda til Kennara skóla íslands fyrir 5. júnf n. k. Framhaldsdeildin tekur til starfa í haust. Svo sem fyrr hefur verið frá skýrt, mun framhaldsdeild Kennara skóla Islands taka til starfa í byrj- un september n. k. Viðfangsefni deildarinnar á þessu fyrsta starfsári er kennsla afbrigðilegra barna, eink um treglæsra og tomæmra. Náms- tíminn verður 36 vikur, samfellt nám. Umsóknarfrestur rann út 1. maf s.I. Nemendur verða milli 10 og 20. Lausar stöður. Vegna geysilegrar fjölgunar nem enda f skólanum undanfarin ár verður bætt við mörgum nýjum kennurum á næsta hausti, eru laus- ar kennarastööur í eftirtöldum greinum. 1. f íslenzku. 2. í sögu og félagsfr. 3. f eðlisfræöi. 4. í stærðfræði. 5. í landafræði og jarðfræöi, æskil. aukagr. líffr. eða eðlisfr 6. í heil§ufræði og lífeðlisfræði, aukagr. leikfimi eða erlend mál. 7. f teikningu. 8. í handavinnu kvenna, æskil. aukagr. föndur og mynztur- teikn. 9. í föndri. Skólaslit. Kennaraskólanum verður slitiö mánudaginn 10. júní n. k. Að þessu sinni þreyta 153 nemendur kenn- arapróf, þar af 11 handavinnukenn- arar. 26 nemendur þreyta stúdents- próf frá menntadeild skólans. Er það f fyrsta sinn, sem Kennara- skólinn brautskráir stúdenta. ir 23 ár og tel ég engan vafa á, að þama em dugandi menn á ferð. Aðalatriöið er, að þessum ágætu mönnum takist betur en mér og að þeir fái ekki spark í bakhlutann, heldur stuðning, enda hafa þeir fengið smáglaðning nú þegar. Nokkm eftir, að húsnæðisstofn- un ríkisins tók til starfa sendi ég þeirri ágætu stofnun uppdrætti að húsagerð minni. Ég veit ekki, hvort þeir hafa haft nokkurn tíma af- lögu til að kíkja á þau blöð. Lftið hef ég orðið var við, að svo hafi verið. TIannski hafa þau lent f skarnaverksmiöju höfuðborgarinn- ar. Þó skal þess getiö, sem gert er, I tíð Eggerts Þorsteinssonar, nú- verandi ráðherra, en þáverandi for manns húsnæöisstofnunarinnar, fékk ég aö byggja tvö hús úr einföldum einingum í tilraunaskyni eftir aö ég hafði lækkað mfn segl, — með því þó, að ég þurfti að út- vega lóðir undir þau. Var sú fram kvæmd hugsuð sem upphaf að öðm meiru, en var sungin í hel af sér- fræðingum. Hygg ég, að Eggert hafi ekki átt þar hlut að máli. Það þarf oftast margvísleg átök til að koma hugsjónum sínum fram í raunverulegt dagsins ljós, svo að gagni komi. Því hef ég 6- neitanlega reynslu af eftir hálfrar aldar starf. En enginn skyldu hlffa sér, ef orkan er næg, þótt ekki náist sett takmark. Húsnæöismál þjóöarinnar eiga ekki að vera háð neinni pólitfk. Um lausn þessara mála er það að segja að nýir vendir sópa bezt. En þó keyrir um þverbak á dróginni I axaskaftaverksmiöjunni f Breið- holtinu, — það er ljótur draumur. Óskandi væri, að það væri ekki annað en draumur. Væri ekki þörf á að stokka upp öll spil og endur- skoða framkvæmdirnar? Margir hafa eflaust veitt at- hygli stórhýsi því, sem er að rfsa við Hlemmtorg. Eigandi þessarar byggingar er Búnaðar- banki íslands og hyggst hann nota húsnæöið undir starfsemi sína. Framkvæmdum er hraöað eftir mætti, þar sem bankinn á við mikla húsnæðisöröugleika aö etja. Húsið verður fjórlyft, en nokkur styrr hefur staðiö um að fá Ieyfi fyrir að hafa mötu- neyti „á þakinu“ að sögn Stef- áns Hilmarssonar bankastjóra. Á þessum staö mun Austur- bæjarútibú bankans fá aösetur en það hefur haft bækistöð f húsi Tryggingastofnunar ríkis- ins. Einnig munu nokkrar deild- ir verða fluttar úr aðalhúsa- kynnum bankans í Austurstrætl, en þar ríkir hálfgert ófremdar- ástand vegna aðstöðuleysis. Lán vegnn framkvæmdnáætlunnr 1968: 75 MILLJÓNIR FENGNAR AÐ LÁNI í F0RMI SPARISKÍRTEINA ■ 1 aprílmánuði s.l. voru samþykkt Iög frá Alþingi um heimild fyrir ríkisstjórnina til aí taka lán vegna fram- kvæmdaáætlunar fyrir árið 1968. Er þar gert ráð fyrir inn- lendu láni í formi spariskírteina að fjárhæð samtals 75 millj- ónir króna. ■ Fjármálaráðherra hefur nú ákveðið að nota hluta þess- arar heimildar með útgáfu og sölu spariskírteina að fjár- hæð 50 milljónir króna. Hefst sala skírteinanna n. k. mánu- dag 20. þ. m. Þetta er í áttunda skiptið, sem rfkissjóður býður út spari- skírteinalán. Var hið fyrra boð- ið út f nóvember 1964. Verður hér á eftir gerð grein fyrir kjörum og efni þeirra spariskírteina, sem nú eru til sölu. Það sem gerir skfrteinin sér- staklega eftirsóknarverð, er aðal lega þetta: — þau eru verðtryggð. — þau eru innleysanleg hvenær sem er eftir rúmlega þrjú og hálft ár. — vextir eru hagstæðir og höf- uðstóll tvöfaldast með vöxtum á um 12j4 ári og eru þá verð- bætair ekki meötaldar. — skírteinin eru skatt- og fram- talsfrjáls. — bréfastærðir eru hentugar. Verður nú gerð grein fyrir ofangreindum atriðum: 1. Verðtrygging. Þegar skírteinin eru innleyst, endurgreiðist höfuðstóll, vextir og vaxtavextir með fullri vfsi- töluuppbót, sem miðast við hækkun byggingarvísitölu frá út gáfudegi til hlutaðeigandi inn- lausnargjalddaga. Þetta gefur skírteinunum sama öryggi gegn hugsanlegum verðhækkunum og um fasteign væri að ræða. Hins vegar hljóta spariskírteinin f mörgum tilfellum að vera miklu heppilegri fjárfesting, þar sem þeim fylgir engin fyrirhöfn, og þau eru skatt- og framtals- frjáls eins og sparifé. 2. Innleysanleg eftir þrjú og hálft ár. Eigandi skírteina getur hvenær sem er, frá og með 25. janúar 1972 fengiö skírteini sfn innleyst að fullu. Það fé, sem í skfrteinin er lagt, verður þvi aðeins bundið til skamms tfma ef eigandi skyldi þurfa á and- virði þeirra aö halda. Skírteini eru ekki innleyst að hluta. Hins vegar skiptir Seðlabankinn stærri bréfastærðum í minni bréf,' sem getur verið hentugt, þegar þörf er innlausnar að hluta bréfaeignar. Eigandi getur hins vegar haldið bréfunum all an lánstímann, og notið þar með fullra vaxta og verðtrygg- ing allt tfmabilið til 25. janúar 1981. 3. Vaxtakjör. Vextir og vaxtavextir leggj- ast við höfuðstól skírteina, þar til innlausn fer fram. Tvöfald- ast höfuðstóll þeirra á rúmlega 12Í4 ári, en það þýðir 6% með alvexti á ári allt lánstímabil- ið. Ofan á innlausnarfjárhæð skfrtefnis, sem er höfuðstóll, vextir og vaxtavextir, bætast fullar verðbætur skv. vísitölu byggingarkostnaðar. 4. Skattfrelsl. Spariskírteini njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við banka og sparisjóði og eru á sama hátt undanþegin öllum tekju- og eignasköttum og tekju og eignaútsvari, svo og fram- talsskyldu. 5. Bréfastæröir. Eru hentugar, 1000 og 10.000 krónur. Sérstök gjafaumslög er hægt að fá með skírteinunum í Seðlabankanum. Ástæða er til að benda stjórn endum sjóða og félagssamtaka sérstaklega á það, aö spariskfr- teini rfkissjóðs henta mjög vel til ávöxtunar á sjóðum. Sala spariskírteina fer fram við banka, sparisjóöi, hjá nokkr um verðbréfasölum og í Seðla- bankanum, Hafnarstræti 10. Inn laus þeirra á sfnum tíma verður hjá Seðlabankanum og hjá bönkum og sparisjóðum. Spariskírteini eru gefin út til handhafa. 1 þvf sambandi ber þess að geta aö eigandi, gegn framlagningu kaupnótu og skír teinis, getur fengið það skráð á nafn sitt hjá 'Seðlabankanum. Einnig er vert að geta þess, að bankar og sparisjóöir taka að sér geymslu og innheimtu hvers konar verðbréfa, þ.m.t. spariskfr teina, gegn vægu gjaldi. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum. Otboðsskilmálar verða einnig póstlagðir til þeirra sem þess óska. Sérstök upplýsingaþjónusta um spariskfrteinin verður lát- in f té í Seðlabankanum fyrst um sinn. Verður lögfræðingur til viðtals f bankahúsinu Austur stræti 11, 3. hæð, á afgreiðslu- tímum, eða < síma 20500, innan hússímar 52 og 53.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.