Vísir - 11.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 11.06.1968, Blaðsíða 3
 Skákin virðist eiga ófáa unnendur þessa dagana. — Áhorfendasalurinn er oft þéttskipaður, þegar lfð ffÍSIR . Þriðjudagur 11. júní 1968. LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar yður t'ima og óþægindi INNHEIMTUSKRÍFSTOFAN Tjarnargótu 10 — III hæð —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur) móti. Hins vegar eru þar fleiri um hituna og skal hér engu spáð. Þessari skák þeirra Taimanovs og Friðriks lyktaði með jafntefli. Jjað er mikið hugsað í Tjarnar búð þessa dagana. Þar iúta sextán skákmeistarar þenkjandi höfðum yfir tafli. Hundruð á- horfenda standa álengdar, fhuga hverja hreyfingu á skákborðun- um og reyna að geta í þanka- gang meistarana. Hver leikur er yfirvegaður, hver staða ,,stúderuð“ af mis- jafnlega miklu innsæi. Þaö er lágvær kliður í salnum menn bera saman bækur sínar og oft á tfðum þykjast menn vera bún ir að leysa þrautina áður en keppandanum þóknast að opin- bera yfirvegun sína. • Þeim skákum, sem mesta at- hygli hljóta hvert kvöld er varp að á sjónvarpsskerm upp á aðra hæð hússins. Framan við skerm inn eru jafnan þéttskipaðar stólaraðir áhugasamra skák- manna, sem hjálpast að við að finna liklegustu leikina, spá fram f tímann. — Þessum spá- dómum stjórna kunnir skák- menn. Þannig leita tugir og hurídruð manna þess sama og meist- arinn við taflborðið. Hann fer sínar eigin leiðir, — eygir kannski þann möguleika, sem öllum áhorfendaskaranum hafði vfirsézt. • Fiske — mótið er liklega sterk- asta taflmótið sem stofnáð hef- ur verið til hér á landi. Ekki einungis vegna þess að þar tefla sex þekktir erlendir skákmenn og þar af fjórir stórmeistarar, heldur einnig vegna styrk- leika okkar manna. Yngstu kepp endumir úr hópi Islendinganna hafa staðið sig vonum framar í mótinu til þessa og virðast þeir engum stórmeistara auðveld bráð. Þetta er sjálfsagt árangur fjörugs skáklífs undanfarin miss eri.-----Auk þess eigum við allt eins von um efsta sætið á þessu móti, þar sem Friðrik Ól- afsson er annars vegar. • Fiske-mótiö er haldiö til minningar um íslandsvininn Willard Fiske. En þessi banda- ríski prófessor tók miklu ást- fóstri við íslenzka skákiist og skrifaði um hana snjallt vís- indarit. — Hann stuðlaði mjög að framgangi skáklistarinnar hér á landi fyrir aldamótin og gaf meðal annars út skákbækur á íslenzku og gaf útgáfurnar Taflfélagi Reykjavíkur. • Skákmótið siendur til 20. júní og er teflt frá klukkan sjö til tólf hvert kvöld. Aðsókn að mót inu er jafna mikil og þó einkum þau kvöldin, þegar sterkustu skákmenn okkar tefla við er- lendu meistarana. Oft er þá loft ið þrungið hljóðlátri spennu: menn tvístíga, klóra sér í höfð inu og hugsa stíft. — Myndsjáin er frá einu slíku kvöldi mótsins en í þeirri umferð gerðu þeir Ingi R. og Friðrik jafntefli við Rússana Taimanov og Wasjúkov og Guðmundur Sigurjónsson vann Ungverjalandsmeistarann Szabo ,en Bragi Kristjánsson gerði jafntefli við Júgóslavann Ostojic. skáklistina. Og það er kannski ekki svo lítils virði að fá að vera' inni i stúku skákmannanna í slíku stórmóti og hafa það starf að hreyfa mennina á vegg'pjaldinu, sem snýr að áhorfendum, jafnóð- um og keppendur leika. OGREIDDIR l REIKNIHGAR * Þar hugsa hundruð manna í kapp við meistarana Ð9SKI -i,.,,Æs.aaaiaiar>Hgs8^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.