Vísir - 11.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 11.06.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriðjudagur 11. júní 1968. 9 TTver sem um veginn fer og lítur heim að Borg í Mikla- holtshreppi gefur því gaum að þar hefur hönd og hugur, þeirra er býlið hafa setið, skapað höf- uðból til nytja framtímafólki kunni það með að fara og vel að virða. Mörgum mun koma í hug, að þama standi að baki átak margra kynslóða, og þannig hafi býlið þróazt til bættra hátta. Ekki er þó lengra eftir að leita en svo, að flest mun hafa til frama vaxið I ljósi nýrrar aldar. \ sgrímur Þorgrímsson er Borg firðingur og Mýramaður að kyni, ekki þó þann veg að hann væri til mikils auðs borinn fremur hitt að kynfylgja hafi verið kjarkur og athafnalöng- un. Foreldrar hans, Þorgrlmur Ólafsson og Soffía Jóhannes- dóttir voru lengi vinuhjú hjá Asgrími Jóhannessyni og Guð- „Eina sögu gæti ég sagt um ferð mína yfir skarðið, sem kann að Ííta út sem kynjasaga“. ar eða kannski fleiri ferðir um Kerlingarskarð við flestar þær aðstæður ,sem mislynd veðrátta lands okkar lætur ferðamönn- um í té. Eina sögu gæti ég sagt um ferð mína yfir skarðið ,sem kann að líta út sem kynjasaga, því að á þeim atburði get ég enga skýringu gefið og einskis varð ég var, hvorki heyrði né sá. Haustið 1920 fór ég lausríð- andi til Stykkishólms og hafði tvo hesta. Þar dvaldist mér fram til kl. 10 að kvöldi. Þetta var rétt fyrir veturnætur, rign- ingatíð, drungi í lofti og dimmt yfir. Um kvöldið gekk á vestan krapaveður og festi aðeins í tinda. Ég held sem leið liggur suö- ur og fer af baki við svonefnt Grettistak. Það er rétt neðan við innri sneiðina norðan við rætur Kerlingarfjallsins. Þarna hef ég hestaskipti og hugsa á þá leið að ekki muni ég verða meira en klukkutíma yfir fjallið að Hjarðarfelli, þvl ég hugðist fara greitt. „ÉG STÓÐ VIÐ ÞAÐ AÐ VINNA AF MÉR UPPELDIÐ rúnu Eyleifsdóttur. Þau bjuggu á Staðarbakka í Helgafellssveit' og víðar. — Þú vildir ef til vill vera svo vingjamlegur að bregða upp fyrir mig svipmyndum úr lífi þínu Ásgrímur? — Þar er nú ekkert stórbrot ið að sjá — Móður mína missti ég tíu ára gamall og faðir minn drukknaði árið eftir. Þau höfðu þá um skeið verið búsett í Ögri Sumarið sem ég var á 9. ári, var ég sendur að Staðarbakka og skyldi sitja kvíaær, en mér leidd ist svo mikið að senda varð mig heim. Móðir mín tók vel á móti mér, en lét mig lofa þvi að standa mig betur næst, enda fór það svo, að til hennar átti ég ekki afturkvæmt síðara sumar ið. Þá bað ég þess að fá að vera áfram á Staöarbakka og hét því að vinna af mér uppeldið. Viö þetta stóð ég og var þar til 18 ára aldurs. Ásgrímur og Guðrún voru þá orðin gömul. Gestur Guðmundsson fórstursonur þeirra, var þá aðalmaðurinn, en gerði laust við að sinna því sem með þurfti og var oft í ferðalög um. Ég var þama í nokkuö góðum skóla. Náttúran kenndi fékk ég snemma að vera sjálf- ráður og þótti takast furöanlega Séra Sigurður Gunnarsson fermdi mig og gaf hann mér á hálfa pappfrsörk þá einu for- skrift sem ég hef fengið um dag ana, enda aldrei verið vel skrift lærður. Eftir að ég fór frá Staðar- bakka átti ég tvö ár lögheimili hjá Ólafi Guðmundssyni, sem þá bjó í Drápuhlíö og átti fyrir konu Kristínu dóttur Stefáns á Borg í Miklaholtshreppi. Þessa tvo vetur var ég fjárgæzlumaöur hjá Stefáni á Borg, kom þar sunnudaginn fyrstan f jólaföstu 1913. Anna dóttir hans varð svo kona mín og hér hef ég átt heima síðan 1915. Búskap byrj uðum við 1916 eftir að hafa gift okkur 17. júní það ár. rT,únið gaf þá af sér nær þrjú kýrfóður að öðm leyti var heyfengur tekinn af óræktuðu landi frekar grasgefnum bithaga hér og þar. Áveitur voru nokkr ar, en öll hús að falli komin. Það var þvf fyrsta verkið að reyna að hressa við kofana. — Hve stórt var búið þá? — Fimm til sex nautgripir og eitthundrað og fimmtfu til tvö- hundmð fjár. — Hvað ber svo jörðin nú? —Hún mun bera 16—18 naut gripi 12—15 hross og 600—700 fjár, miðað við þann heyfeng, sem fá má af ræktuðu landi í sæmilegu árferði. — Var ekki eriftt með að- drætti? — Jú á fyrstu árunum var það. Akvegasamband var hvorki við Stykkishólm né Borgames. Tangsverzlun f Borgamesi hafði útibú f Skógarnesi, flutti þang- að vöm og tók afurðir vor ög haust. Einnig verzluðum við tals vert við Sláturfélag Suðurlands og rákum þá fé á haustin f Borg ames. Þau viðskipti hafa reynzt mér einna heilbrigðust og hag- kvæmastir verzlimarhættir f minni búskapartíð. — Þú byrjarir búskap á hálfri jörðinni? — Já, ég gekk f kaup á hálf- lendunni fyrir 4000 krónur, og fékk þá góðan greiðsluskilmála en þegar Stefán féll frá varð ég að svara út til erfingjanna og annaö hvort að kaupa hinn helm inginn eða gefa alveg frá mér. Fjármunir mínir vom af skom um skammti, svo að til kaup- anna sá ég litil ráð. Þá var það, að tveir gamlir menn, sem ég aldrei vissi til að hefðu gerzt ábyrgir buðu mér aö ganga í ábyrgð fyrir því fé sem til þyrfti Þessir menn voru HalldórBjama son f Gröf og Þorgils Sigurðsson á Kleifárvöllum. Halldór bauðst ennfremur til að útvega mér peninga, fékk hann þá í spari- sjóðnum í Ólafsvík og kom með þá til mín. Við þetta mikla drengskapar bragð manna fannst mér ég ' vaxa nokkuð, ekki einasta að möguleikum til sjálfsbjargar og athafna heldur einnig á öðm sviði, því að þetta voru ná- /✓ grannar mfnir, sem gjörla þekktu mig, og þótt nú sýnist sem um smáupphæð hafi verið að ræða og gildi ekki mikið vom þetta talsverðir fjármunir þá. Árið 1929, reisti ég fyrsta í- búðarhúsið sem byggt var úr steini hér f hreppnum. Efni f það var mest hestflutt. • VIÐTAL DAGSINS er v/ð Ásgrím Þorgrímsson, bónda á Borg i Mikla- holtshreppi — Kreppuárin eftir 1930 urðu mörgum erfið? — Já, verðið var þá lágt fyrir allar afurðir. Það hindraði fram kvæmdir. Að öðm leyti bjarg- aðist allt. Fyrsta boðorð mitt i búskapnum var að hafa nægar heybirgðir. Annað: nógan eldi- við. Við bjuggum upp á gamla mátann og tókum upp mó þang að til rafmagnið kom, sfðan hefur það verið notað til alls. 1 þriðja Iagi: nógan mat. — Þú hefur matinn f þriðja sæti? — Já, mér hefur virzt hann koma, ef hitt hvort tveggja væri fyrir hendi. Tjú ert kunnugur Kerlingar- skarði, þar kvað vera reimt. — Ekki veit ég það, varð þess aldrei var og kann því fátt um að segja. En margar ferðir fór ég um skarðið. Ég átti oftast ferðafæra hesta og sótti því oft lækni til Stykkishólms að vetr inum. Býst ég við að aðeins einn núlifandi manna eigi jafnmarg Þegar í efri sneiðina kemur tregðast hestarnir við að halda áfram. Ég kunni lítt að óttast, því eiigu þess háttar hafði ég kynnzt og hvet því klárana, þaö gengur, en þó með tregðu, þar til ég kem móts við innri dys. Þá finnst mér sem bægja eigi hestunum til hægri handar, en ekki verð ég var við neitt. Ég kunni þessu illa, og þótt það ekki væri vani minn, sló ég f hestinn, við það tekur hann viðbragð út af veg- inum til hægri handar. Þetta mun hafa verið klukkan hálf tólf til tólf um kvöldið, en svo dimmt var að ekki sá á klukku. Hér tapa ég allri meðvitund og ranka fyrst við aftur um sjöleytið næsta morgun og er þá í Hjarðarfellssneiðarbrún, kominn yfir fjallið. Ég er á hestinum, hef engU tapað en er hrollkalt. Klæðnaður minn var þannig, að ég var I nýjum oliufötum og leðurstígvélum vel heldum, en þegar ég fer af baki og stfg í fætuma, vellur vatnið upp úr stfgvélunum, og þegar ég athuga betur sjálfan mlg er ég votur upp undir hendur. Eins og í óljósum draumi get ég rifj- að upp hvemig ferð minni um nóttina hafi verið háttað. Ég mun hafa farið suður milli vatna, Baulárvallavatns og Hraunfjarðarvatns að Baul- árvöllum. Þar tel ég mig hafa stanzaö, en óljóst er mér hve lengi eða hvað ég þar hef aðhafzt. Svo mun ég hafa sundriðið ósinn á Baulárvalla- vatni á leiðinni til baka, enda sú eina skýring á því hve blaut- ur é" var. Þess má geta, að þegar ég fór af stað, var ég mjög vel fyrirkallaður, hafði sofið vel nóttina áður. Vín bragðaði ég aldrei og hafði einskis þess neytt er áhrif gæti haft á mig. Mörgum árum síðar fór ég í veiðiferð inn í vötn og kom þá að rústunum á Baulárvöllum. Þar hafði ég aldrei komið fyrr nema ef verið hefur þessa dimmviðris haustnótt, en fannst þó ég þekkja hvern stein f rúst- unum og aðstæður allar sem þaulkunnugur væri. . Á þessu hef ég enga skýr- 13. sfða 11ESENMR |HAFIOIIia Lesendur blaðsins snúa sér mjög mikið til blaösins meö bréf sín, og hefur þátturinn Þrándur í Götu tekið talsveröan hluta þessara bréfa til sín. Hér eftir munum við birta eftir því sem ástæða er til bréf lesend- anna og bendum viö fólki á þennan opna vettvang fyrir hvaöeina, sem fólk telur að rétt sé að komi fram. Við undir- strikum þá staðreynd, að bréf þarf ekki að vera langloka, — segið f örstuttu máli það sem yður llggur á hjarta, þannig getið þér helzt fengiö mál yðar fram. Flest bréfanna hér í dálk- inum í d^g eru stytt, — sum mjög mikið, án þess þó að melningin raskist neitt. Ókurteisi? .... öll þjónusta hér er satt að segja í megnasta ólestri, mjólkursölumál, strætisvagna- þjónusta, vínsala, veitingahúsa- þjónusta, það er engin kurteisi í verzlunum, bönkum, skrif- stofum, læknabiðstofum o. s. frv. Mér finnst það einna líkast þvf að mottóin séu: „Ef þú ert ekki ánægður, þá skaltu snauta eitthvað annað“, eða „Oní’ þig skal það, helvízkur". Hvað eig- um við að gera í þessu úfremd- arástandi? — J. L. Hiímorluusir gugnrýnendur? Hvernig er með þessa leik- húsgagnrýnendur, spyr „Frum- sýningargestur** og segir sfðan: Ég var viðstödd frumsýningu Leikfélagsins fyrir skömmu á Leynimel 13. Aldrei hafa menn hlegið jafn - dátt og innilega á frumsýningu, - allir utan þess- ir útvöldu gagnrýnendur, sem eiga víst að hafa vit fyrir þjóð- ina. Þola þeir ekki hlátur? Verður allt að vera „ákaflega gáfað“ fyrir þessa herra? Einn þeirra gat að því er virtist ekki skilið að L.R. verður að eignast peninga til að geta rekið leikhús og talaði um það að „þéna pen- inga“ með lítilsvirðingu. Rit- stjóri góður, það veitti ekki af að athuga nánar skrif þessara páfagauka. Fólk ætti líka að varast að fara of mikið eftir skrifum þeirra og leyfa sér aö hlæja kvöldstund í Iðnó. H-bros í strætó .... Það er útaf fyrir sig að löggan skuli vera farin að brosa, — en væri ekki hægt að fá strætisvagnstjóra til þess sama. Það ætti ekki að vera erfiðara að hafa svolítið léttan svip viö stýrið, þessi fýludrungi er, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, ekkert annaö en ávani. — Bjami. Skrílmennsku .... Mér fannst heldur ljótt um að litast niðri við höfn á H-daginn og á þar við mót- mælalýð þann, er safnaðist a<5 Nato-skipunum. Ég held að hver heilvita maður fái ógeð á athöfnum þessa fólks og að málstaður þess verði allur verri á eftir. - B. K.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.