Vísir - 11.06.1968, Page 4
Kvikmyndaleikári nokkur í
Bandaríkjunum heitir Leif Eric-
son í höfuðiö á allfrægum manni.
Hann hefur lengi léikið smærri
hlutverk í kvikmyndum, en eins
og svo margir óánægðir kvik-
myndaleikarar leitaði hann é náð
ir sjónvarpsins og hefur nú slegið
í gegn f sjónvarpsþáttunum
,,High Chaparral." Frægðinni fylg
ir nokkurt oflæti, því að nú hefur
Leifur kært nágrannakonu sína
fvrir atvinnuróg og fer ekki fram
á minna en litlar 100 milljónir fyr
ir æruna. Kona nokkur sem býr
í nágrenni hans er ákærð fyrir að
hafa dreift óhróðri um Leif og
dóttur hans 16 ára gamla. (Leifur
vill fá fimm milljónir fyrir æru
dótturinnar). Konan heldur því
fram, að Leifur sé „sffullur" og
dóttirin, 16 ára, í meira lagi laus
Iát.
Rolling Stonesi gerast kvikmyndaleikarar *
Þaö er nú meira hvað dægurlagahljómsveitir eru orönar listelskar. «
Nú hefur þaö spurzt út, aö pop-hijómsveitin „The Rolling Stones“j •
hafi í hyggju aö gera kvikmynd — auövitað stórmynd í litum — og J
leikstjórinn er ekki valinn af verra. taginu. Það er enginn annar en, J
franski leikstjórinn Jean-Luc Godard, sem á aö stjórna myndinni. •
Hann er mjög umdeildur meöal listunnenda fyrir skoðanir sínar á •
ýmsum málum og framlag sitt til kvikmyndalistarinnar, sem er gífur-a
legt aö vöxtum, en misjafnt af gæöum. Ein mynda Godards hefurj
sézt hér í sjónvarpinu „Á öndinni", en í henni léku Jean Paui Belm- J
ondo og Jean Seberg. Önnur mynd hans „Alphaville" með EddieJ
Lemmy Constantine var sýnd í Nýja Bíói. Sem sé: Roilingarnir virð-j
ast ekki síður listrænir en t. d. Bítlarnir.
Oheppinn unglingspiltur i Danmörku
Vard bezta vini sinum ab bana
o
»■•-
vim
Það atvik gerðist í Danmörku
fyrir skömmu, að 18 ára gamall
unglingur Bjarne Hansen varð
bezta vini sínum að bana í um-
ferðarslysi. Bjarne var á hvíta-
sunnumorgun á leiö til dansleiks
, með sex kunningjum sínum, í bif-
reið föður síns. Þeim hafði öll-
um verið boðið til mikillar hátfð-
ar og skyldi þar dans upphafinn,
er þeir kæmu. Ekki tókst betur
Sammy Davis fullur öryæntingar
eftir skilnaðinn við May Britt
smum
til, er þeir óku eftir þjóðveginum,
að hann ók á tvo „skellinööru“
ökumenn, þá Ebbe Jensen og Al-
ex Petersen, 15 og 16 ára gamla.
Þeir höfðu verið á hátíðinni og
drukkið um 30 bjóra og hálfa
flösku hvor af sterku víni. Á-
kváðu þeir að reyna „skellinöðr-
ur‘‘ sínar í því ástandi og lentu
þeir fyrir bifreið Bjarne Hansen.
Hentust unglingarnir verulega
langan spöl frá þjóðveginum og
lágu þar hreyfingarlausir. Stukku
þá drengimir sem í bílnum voru
þeim til aðstoðar, en þá var Ebbe
Jensen látinn. Alex stórslasaðist,
en Ebbe var bezti vinur öku-
mannsins eins og fyrr greinir.
„Ég mun aldrei framar verða
ástfanginn", sagði Sammy Davis
jr. í Lundúnum nýléga, en þar
vérður hann næstu þrjá mánuði
og léikur í söngleiknum Goldén
Boy, sem sló i gegn á Broadway,
20. júní kémur barn hans til hans
til að vera hjá honum í átta vik-
ur, en Sammy Davis kvéðst vera
niðurbrotinn maður éftir skilnað-
inn við Mav-Britt, hina sænsku
eiginkonu sína.
„Tvisvar hef ég verið reglu-
lega ástfanginn", feegir hann, „en
í bæði skiptin fór þaö út um þúf-
ur. Kærleikurinn hvarf út f veður
og vind. í hinum undarlega leik-
húsheimi, sem ég lifi og hrærist í,
segir önnur hver stúlka við mig
„T love you“ án þess að meina
nokkurn skapaðan hlut með þvf.
í staðinn vildi ég heldur að þeim
þætti vænt um mig. Það væri
mér miklu mkilivægara."
Um hið misheppnaða hjóna-
band þeirra May-Britt segif
hann:
„Það er mannlegt að skjátlast.
Það er mjög erfitt að segja: „Ég
vil vera hjá þér til æviloka" —
og standa síöan við það. En það
erfiðasta af öllu er að vera hrein-
skilinn.
Síðustu tvö árin hef ég verið
þreyttur, dauðþreyttur. Ég vann
alltof mikið. En ég veit aö þrátt
fyrir allt verð ég að halda áfram.
Það er hugsunin gm það, sem
knýr mig áfram.“
Marama, má ekki skjóta
mann?
Þétta var spuming f jögurra ára
ganials snáða, sem varð áheyr-
andi að samtali fullorðins fólks,
sém harmaði morðiö á Robert
Kennedy. Mamman sussaöi
harkalega niöur í snáðanum, en
spurningin varö Sfðar hinum
fullorönu æriö umhugsunar- og
umræðuefni, þvf margur hefur
einmitt haidið þvf fram, aö jarð
vegurinn, sem börn og ungling-
ar vaxa upp í, fordæmi ekki nóg
misþyrmingar og morö. í nálega
öllum löndum hefur fariö ört
vaxandi dýrkun á Dýrlingum og
Haröjöxlum, sem eru eins konar
ofurmenni f barsmfðum og mis-
þyrmingum í nafni réttlætisins.
Þó þeir séu ekki látnir myröa
eigin hendi, þá leikur dauöinn
sér allt í kringum þá og hittir
fyrir þá, sem málefninu eru ekki
þóknanlegir. Sú saga er aldrei
sögð, þegar málefnin, sem bar-
izt er fyrir, eru á báða bóga
talin réttlætanleg, því Dýrlingur
inn berst nefnilega aldrei viö
Haröjaxlinn. Skoðanirnar eru
svo skiptar, að1 allir telja sig
berjast fyrir hinum rétta mál-
staö, sem réttlætir dauöa hins,
sem stendur f vegi. Þegar svo
skoöanimar eru skiptar, þá er
stutt f hiö óréttlætaniega of-
beldi.
Allt f einu virðast auga fólks
vera aö opnast , fyrir einmitt
þessu, að meðan fariö sé með
ofbeldi sem gamanmál á kvik-
myndatjaldinu, og eftirlíkingar
vopna eru helztu leikföngin og
þau vinsælustu, þá er vafalaust
hægt aö búast viö að ýmislegt
geti hlotizt af því uppeldi ef upp
eldið er taliö hafa hin minnstu
áhrif.
Oft er talað um að skólarnir
þurfi aö kenna betta og kenna
hitt. En er ekki sama, þó kennd
ur sé aukinn kristindómur og ná
ungakærleikur f skólunum, ef
bömin mega svo leika sér að
skammbyssum, þegar þau koma
heim úr skóla? Það eru nefni-
lega svo miklar andstæöur i
okkur öllum og einnig verkum
okkar og það hlýtur Iika að
koma fram í uppeldisaðferðun-
um.
En hvað sem uppeldinu viðvík
ur, þá hlýtur alltaf aö vera
hætta á ofbeldi, á meðan órétt-
læti og hatur geta gróið meðal
fólksins, en hitt getur oltiö á
siöferðisþroskanum, hvemig ein
staklingurinn læknar hatrið eöa
heldur þvf i skefjum. Siðfræðin
og uppeldið kann meöal við því,
hvernig menn eiga að taka of-
beldi eöa óréttlæti, sem þeir
telja sig verða beittir. En meö-
an þaö eru talin vera til slik
réttlætanleg atvik, þar sem hinn
„vondi“ fær makleg málalok, þá
veröur aldrei til nægjanleg
lækning.
En samfara þessum uppeldis
lcga þætti fólks, sem svo oft
er talað um, þá verður aö taka
það einnig með í reikninginn,
að nútímanum fylgja auknir and
legir sjúkdómar, en moröum og
misþyrmingum er einmitt oft
fullnægt á valdi geðveiki eða of
drykkju. Hvort andlegir sjúk-
dómar verða læknaöir eingöngu
með þvi aö taka þá einstakl.,
sem þegar hafa sýnt sjúkdóms-
einkennin meö afglönum sínum,
þaö hef ég ekki þekkingu á, en
eru ekki líkur fyrir því, að ein-
staklingarnir séu uppsprottnir
eins og jarðvegurinn og and-
rúmsloftið gefur tilefni til.
Einhvers staðar las ég það, að
þar eö holdsveiki og berkla-
veiki hefði veriö að mestu brot-
in á bak aftur, og krabbamein
og hjartasjúkdómar mundu
veröa sigraðir innan fárra ára,
þá mundi bráðlega veröa hægt
aö snúa sér aö andlegum sjúk-
dómum, það ei að segja geö-
veikl, og alls konar taugasjúk-
dómum, sem hafa farið hlut-
fallslcga ört vaxandi og munu
gera það á næstunni.
En annars ætla ég ekki aö
fara aö gefa ný uppeldisheilræði
ég leyfi mér aðeins aö velta
vöngum í tilefni hörmulegra at-
burða, þvi slíkt er mjög á dag-
skrá manna á meðal um þessar
mundir.
En eitt langar mig til aö minn
ast á, í tilefni þess, aö lögregl-
an gerir mikla herferð og kallar
inn ólögleg skotvopn. Því ekki
að banna sölu á leikfangavopn-
um fyrir böm? Er ekki hægt
aö gefa bömum eitthvað holl-
ara en skammbyssu í afmælis-
gjöf eöa skriðdreká í jólagjöf?
Það þarf ekki aö taka slík leik-
föng úr umferö þannig að kaup
menn fái skaða af, þegar slíkt
yröi gert, -'n baö mætti banna
innflutning á slíkum leikföng-
um, og ennfremur banna fram-
leiðslu á sliku í landinu. Slfkar
reglur ætti aö vera auðvelt að
halda því sem betur fer hafa leik
fangaframleiöendur verið svo
hugmyndar'-ir, aö af nægu er
að taka, þó eftirlíkingum morð-
vopna sleppi.
Ennfremur ætti að vera auð-
velt að draga skýrari línur um
hvaða kvikmyr-Hr hæfa böm-
um og hverjar ekki. Til dæmis
ætti að vera auðvelt að vanda
betur val kvik -iynda á bama-
sýningum kvikmyndahúsa. Til
dæmis ætti ekki að sýna sem
bamamyndir kúrekamyndir þar
sem byssur eru látnar þjóna
réttlætinu, enda hlýtur að vera
af nógu að taka, sem betur
hentar.
Þrándur í Götu.
UmimGöm