Vísir - 13.08.1968, Side 8

Vísir - 13.08.1968, Side 8
8 VISIR Utgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingastjóri: Bergþór Ulfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Slmi 11660 Ritstjóm: L augavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðia Visis — Edda h.f. Brostinn hlekkur J>að var strax ljóst af fregnum frá Tékkóslóvakíu, að rússneskum ráðamönnum var mjög á móti skapi að nokkuð yrði slakað á harðstjórninni. Og þótt sagt væri að lokum að allar viðræður hefðu farið fram I fullri vinsemd og fulltrúamir faðmazt að skilnaði, var augljóst að Rússar höfðu neyðzt til að láta undan af ótta við almenningsálitið í heiminum. Nú hafa borizt um það fregnir, sem telja verður áreiðanlegar, að litlu hafi munað að innrás yrði gerð í Tékkóslóvakíu, eins og Ungverjaland 1956, en hinir gætnari menn í stjóm Sovétríkjanna hafi fengið því afstýrt á síðustu stundu. Heræfingarnar miklu við landamærin voru vitdskuld fyrst og fremst til þess að hræða Tékka og geta tekið af þeim öll ráð í einni svip- an, ef nauðsynlegt teldist. Forustumenn Tékka töldu sér hins vegar óhætt að tefla djarft og reyndust þar sannspáir a. m. k. í bili, hver sem framvindan verður. Eftir fregnum frá Rússlandi að dæma er litið þar mjög alvarlegum augum á málalokin í Tékkóslóvakíu og virðist ekki útséð um að látiö verði með öllu við svo búið standa af Rússa hálfu. Það væri eflaust afar auðvelt að finna einhverja átyllu til þess að kúga Tékka aftur, t. d. segja einn góðan veðurdag að þeir hafi ekki staðið við samkomulagið og stjórn landsins sé farin að sýna Rússum fjandskap, sem ekki sé hægt ^ð þola. Slík „endurskoðun“ á samningum er kunn úr sögunni fyrr og síðar. Hitler og Stalin kunnu vel að beita henni þegar þeim þótti það henta. Fyrir nokkrum dögum var í fréttum haft eftir rúss- nesku blaði að varhugavert væri að auka frelsi ein- staklingsins, enda vestræn villukenning, stórhættuleg fyrir þróun kommúnismáns og í algerri andstöðu við hugmyndakerfi Marx og Lenins. Með þessu hefur blaðið eflaust verið að minna rússnesku þjóðina sjálfa á að allt frelsisbrölt þar innanlands yrði ekki tekið neinum vettlingatökum, en það er jafnframt ábending til nágrannanna um að fara sér hægt og fara ekki að fordæmi Tékka. Leiðtogar Tékka urðu að lýsa því yfir, að framtíð- arheill þjóðarinnar væri komin undir góðu samstarfi við kommúnistaríkin í nágrenninu, ekki sízt Rússa, og þjóðskipulaginu yrði ekki breytt í meginatriðum. Þetta má til sanns vegar færa, því að vegna legu lands- ins eru Tékkar neyddir til að hafa samstöðu með Rúss- um og leppríkjum þeirra í utanríkismálum. En við- brögð tékknesku þjóðarinnar nú síðustu vikurnar sýna þó glögglega, að hún á enga ósk heitari en þá, að losa sig að fullu undan oki kommúnismans, taka upp lýðræðislegt stjórnskipulag og beina sam- starfi sínu og menningarsamskiptum í vesturátt, þar sem frelsi og lýðræði ríkir. Hvort sú ósk rætist í bráð skal ósagt látið, ep hitt er víst, að með þeim árangri, sem Tékkar náðu í frelsisbaráttu sinni nú, hefur brost- ið mikilvægur hlekkur í harðstjórnarkerfi kommún- ismans, sem erfitt getur reynzt að treysta aftur. V í S I R . Þriðjudagur 13. ágúst 1968. Vináttu- og samstarfsbanda- lag Rúmeníu og Tékkóslóvakíu Sáttmáli væntanlega undirritaður í heim- sókn Ceauscescu — Júgóslavia sennilega aðili — beint eða óbeínt Walter Ulbricht, flokksleið- toginn austur-þýzki, kom i gær til Tékkóslóvakíu til viðræðna við Dubcek, leiðtoga tékkneskra kommúnista. Þessar viðræður eiga að verða upphaf fram- kvæmda á fyrra áformi Dubceks um að ræða ágreinlngs- og vandamál, sem varða innbyrðis samstarf við kommúnistaríkin, hvert fyrir sig. Það er ljóst, að mikið er undir því komið, að hér takist vel, er Walter Ulbricht, langharðasti gagnrýnandi frjálsræðis- og um- bótastefnunnar, kemur nú í heim sókn til slíkra viðræðna — og undir eins og Tito forseti er farinn heim. Tito var vel fagnað, sem getið var í fréttum, enda að- stoö hans verið þjóöinni efst í huga. Heimsókn Ulbrichts mun hins vegar hafa þau áhrif, að hún verði áfram minnug þess, að allur vandi sé ekki enn leyst- ur. Það kom fram í frétt rétt fyr- ir komu Ulbrichts, hve tékkn- eskir leiðtogar hafa mikinn á- huga á að allt fari vel — og það er vitanlega meö ráði gert, aö láta viðræðurnar fara fram í Karlsbad, — því að allur er var- inn góður. íbúum Prag kynni sem sagt að hitna í hamsi, við aö sjá framan í þennan hatramma gagnrýnanda, og komið gæti til óspekta, sem hefðu miður góö áhrif, að ekki sé meira sagt. Þessar viðræður Ulbrichts og Dubceks fara fram um leið og nýhafnar eru nýjar heræfingar við landamæri Tékkóslóvakiu, norðan- og austanverð, hvort sem það er nú tilviljun eða ekki, að þær fara fram nú, en marga grunar, að það eigi að hafa sín áhrif á viðræðufundum, að her undir sovétstjórn er nálægur. Ekki virðist þetta þó hafa gert leiðtoga Téldcóslóvakíu skelkaða en taka kann það á taugar þjóð- arinnar, ef „eilíft áframhald" verður á þessum heræfingum við iandamærin. Eitt þeirra vandamála, sem þeir munu ræða, Ulbricht og Dubcek er Berlinar-vandamálið og um leið staða Austur-Þýzka- lands. Það heyröist fyrir ráð- stefnuna, að Ulbricht myndi reyna að fá Dubcek til stuðnings við kröfur Austur-Þýzkalands, m.a. um viöurkenningu vest- rænna þjóða, og skal engu spáð um afstöðu Dubceks til þeirra mála, en hitt er vist, að hann og hans menn vilja treysta efna- hagslegt samstarf innan vébanda Comecon, og það er vitanlega eitt af þeirra sterkustu vopnum til aö girða fyrir íhlutun, að lýsa jafnan yfir, að þeir vilji áfram samstarf kommúnista um vam- ir og efnahagsmál. Samtímis vilja Tékkar svo efla viðskipti við löndin vestantjalds. Það er athyglisvert, að Tito ætlar að koma aftur til Prag fljótlega, og þá í „fulla opin- bera heimsókn I Prag“. Áður varð kunnugt, að Ceau- scescu, rúmanski kommúnista- leiðtoginn, myndi koma í heim- sókn á fimmtudag í þessari vikú. Hann ávarpaöi um helgina fund námumanna og fordæmdi alla i- hlutun í innanríkismál einstakra kommúnistaríkja, en hann var ánægöur með samkomulagið í Bratislava. Með það láta allir sem þeir séu ánægðir, en túlk- unin er dálítið mismunandi, og í blaðinu Pravda er nú stöðugt Ulbricht hamrað á því, að ekki megi vera um nein frávik að ræða frá Marx isma og Leninisma, og megi ekki þolast, og vitað er að aukið skoP anafrelsi i Tékkóslóvakiu og öðrum Varsjárbandalagsrikjum er eitur i beinum sovétleiðtoga. En nú virðist ekki annaö sýnna en að í uppsiglingu sé nýtt „litla bandalag", þvi aö Tan jug fréttastofan I Belgrad til- . kynnti í gær, að Tékkóslóvakía . og Rúmenia myndu imdirrita , sáttmála um gagnkvæma vin- ■ áttu, samstarf og hjálp, í heim- ; sókn Ceauscescu — og má full- víst telja, að Júgóslavia verði að- í ili að þessu%„litla bandalagi". — • eða styðji það að minnsta kosti. ’ Til viðbótar ofanskráðu má ' geta þess, að þótt Tékkar og Slóvakar eigi að þola heræfingar • við landamæri sín vilja Rússar , með engu móti þola að Norður- Atlantshafsbandalagið efni til heræfinga í Norðaustur-Grikk- landi! Þeim er lýst sem tilraun heimsvaldasinna til hugsjóna- kúgunar og gegn hinum sósíal- ísku löndum, skipulagðri i „ýms- um vestrænum höfuðborgum". Innsbruck: 1 gær varð það slys nálægt Innsbruck, að lang- ferðabifreiö var ekið út af f jalls- V vegi og biðu 4 brezkir skemmti- ferðamenn bana og vagnstjórinn, hollenzkur maður. Alls voru 25 skemmtiferöamenn í bifreiðinni, allir bre2íkir. Saigon: 1 skothríð bandarísks fallbyssubáts, sem gerð var af misgáningi, biðu 8 bandarískir hermenn bana en um 50 særð- ust. | Pretoria: Mörg þúsund Suður- Afríkuhermenn halda nú norður til landamæra Ródesfu til her- æfinga (til vamar gegn skæru- hemaði).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.