Vísir - 13.08.1968, Blaðsíða 16
Bílddælingar vilja taka við
rekstri rafveitunnar á ný
— Telja, að um 5 millj. kr. hafi flutzt úr
byggðarlaginu frá þvi að Rafmagnsveiturnar
tóku við rekstri hennar
Félag sjónvarpsáhugamanna
opnar skrifstofu á Akureyri
Á fundi rafveitustióra sveitar-
félaga, sem haldinn var nýlega á
Akureyri kom m. a. fram, aö Bild-
dælingar haf fariö fram á það
við raforkumálaráðherra, aö fá aö
taka viö rekstri rafveitunnar á
staðnum á ný af Rafmagnsveitum
ríkisins. Kom m. a fram á fundin-
um, að frá því aö Rafmagnsveit-
ur ríkisins tóku viö rekstri raf-
Haukur Angantýsson
sigraði með yfirburðum
— á unglingameistaramóti i Danmörku
Ef áætlanir standast munu Ak-
ureyringar væntaniega geta fylgzt
meö jóladagskrá sjónvarpsins í vet
ur. Áhugi er mikill meðal fóiks á
Akureyri á sjónvarpinu og þegar
hefur veriö stofnaö félag sjónvarps
áhugamanna, sem í dag opnar skrif
stofu á Akureyri.
Um 700—800 manns eru í fé-
laginu, sem veitir félagsmönnum
sínum allar þær upplýsingar sem að
gagni geta komið. Vitað er um
a.m.k. 3—4 verkstæði .sem eru að
undirbúa tig fyrir væntaniega við
gerðaþjónustu á sjónvarpstækjum,
Segja Akureyringar að það sé
þeirra stærsta ósk að áætlunin
standist og bráðlega vcrúi hægt
að fá stillimynd til áð gera viðtæk
in tilbúin.
■ Haukur Angantýsson sigraöi
glæsilega á meistaramóti unglinga
í Danmörku, sem nýlega er lokið. i
Keppendur frá þrettán þjóöum tóku
þátt í þessu móti, sem er annaö
opna meistaramót unglinga í Dan-
mörku. Tefldar voru sjö umferöir
eftir Monradkerfi og fékk Haukur |
6 vinninga, vann fimm skáklr og
geröi tvö jafntefli og var heilum ,
vinningi fyrir ofan næsta keppanda, \
sem var Norömaður, meö fimm '
vinninga og síðan komu í 3—5 sæti
Englendingur og tveir Danir.
Skáksamband Islaiids valdi Hauk
til fararinnar og kostaði ferð hans
til Danmerkur, en mótið var haldið
í Skanderborg. Haukur kom þang
að sem kunnugt er af stúdentaskák-
mótinu í Austurríki og fer nú til
Tallin til þess að keppa meH sam-
eiginlegu unglingaliði frá öllum
Norðurlöndunum gegn rússneskri
unglingasveit og verður hann þar
einn l'slendinga,
veitunnar á Bíldudal fyrir um 10
árum síðan, heföu um 5 milljónir
króna flutzt úr byggöarlaginu, og
hefði það haft mjög skaðleg áhrif
á atvinnulíf staöarins.
Þá kom og fram á fundinum, að
rafveitustjórar telja, að ósamræmi
sé á söluverði rafmagns til stærri
notenda, og til héraðsrafveitna,
þar sem selt væri á sama verði.
Var talið á fundinum, að með
þessu móti væru Rafmagnsvedtur
ríkisins að undirbjóða rafveitur,
sem keyptu af þeim raforku í heild-
sölu og sem greiöa Rafmagnsveit-
um rfkisins styrki með svoköfluðu
verðjöfnunargjaldi.
Þá var rætt um tolla á hitunar
tækjum. Kom fram á fundinum,
að nauðsynlegt væri, að tollar á
tækjum til rafhitunar yrðu lækk-
aðir en þeir nema nú 80%. Hins
vegar nema tollar á olíuhijunar-
tækjum aðeins 35%. Væri óeðli-
legt, að tolla hærra þann búnað,
sem notaður er við nýtingu inn-
lends orkugjafa, raforkunnar, en
þann, sem notaður er við nýtingu
i innfluttrar oliu. Var síðan sam-
þykkt tillaga á fundinum, einróma.
þar sem farið var fram á endur-
skoðun tollskrárinnar, sem að þessu
lýtur, til samræmis á hitatækj-
um, sem fá orku meö aðstoð olíu.
Hlýjasti júlí í Reykja-
vík og á Akureyri
síðan 1960 og 1955
• Mánuöurlnn sem leiö, júlí,
er einn sá hlýjasti, sem komiö
hefur árum saman. Hefur ekki
mælzt meiri meðalhiti í Reykja-
■ vík frá því áriö 1960 og á Akur
*rí fra árinu 1955. Á báðum
stöðum var meöalhiti mánaöar-
ins 1/2 stigi meiri en,í meöal
júlí eöa 11,7 í Reykjavík í staö
11,2 (meðalúrtak áranna 1931—
1960) og á Akureyri 11.4 í staö
10,9.
Urkoma var einnig miklu
minni á Akureyri 20 mm, en í
meðalári er hún 35 mm í þessum
mánuði, 36 mm úrkoma mældist
í Reykjavík en venjulega mæl-
ist hún 18 mm í meöalári. Þótt
minna úrkomumagri hafi mælzt
í Reykjavík var úrkoma nokkuö
þétt, sérstaklega í síðara hluta
mánaðarins þannig að þurrir
dagar voru ekki svo margir.
I.jóstnyndari blaösins rakst á þetta myndamótív fyrir nokkru. Er hér um óvenjulega sjón að ræða,
a m. k. fyrir okkur íslendinga, sem erum óvanir stíkuni bifreiðaflutningum, þó að þeir séu algeng-
. . f iu-lonr'it; rí.iócm -lóhannes R Hiroissnnl.
VISIR
Þriðjudagur 13. ágúst 1968.
Krmglumýrarbraut
Þó að margir séu í þeirri trú aö
búið sé að opna Kringlumýrarbraut
milli Sigtúns og Laugavegar til um-
ferðar er þó ekki búið aö þvf.
Ólafur Guðmundsson, yfirverkfræö
ingur hjá gatnamálastjóranum í
Reykjavík sagði Vísi í morgun,
að á morgun yrði líklega lokið við
að ganga frá malbikinu til umferð-
ar, og þá sett yfirborðslag á göt-
una. Siöan yröi hún fljótlega opn-
uö.
io. sfðu.
Skemmdar kartöflur mei Dettifossi
— skemmdu kartóflurnar komust á markaðinn áður en skemmdin var uppgótvuð
■ Skemmd leyndist í 380 tonnum af kartöáum, sem Detti-
foss kom með um s.l. mánaðamót frá Belgíu. Komust
þessar skemmdu kartöflur á markaðinn áður en skemmdin
uppgötvaðist. Voru 400 tunnur teknar þá frá til athugunar.
■ Blaðið talaði í morgun við Jóhann Jónsson, forstjóra
Grænmetisverzlunar landbúnaðarins, sem sagði að talið
væri að hiti hefði komizt í kartöflurnar í einu lestarrými og
að auki hefði Ieynzt mygla i kartöflunum. „Ekki er komið
fram ennþá, hvernig slíkt hefur getað gerzt í kæliskipi".
Jóhann sagði ennfreinur að þar
sem væri óttazt um kartöflurnar á
þessum árstíma, að þær gætu lent í
hitabylgju og skemmzt við það,
hefði í þessu tilefni verði gerðar
sérstakar ráöstafanir með flutning-
ana, það er að flytja þær með kæli
skipi. Sagði Jóhann að ekki hefði
borið á neinni skemmd við útskip-
un á kartöflunum enda ekki tekn-
ar neinar bragðprufur og hefðu
kartöflurna. verið settar á mark-
aöinn í grandaleysi. Þegar upp
komst um skemmdina var farmur
inn rannsakaður og þessar 400 tunn
ur teknar frá. Reyndist mjög erfitt
verk að flokka kartöflurnar.
Eðvald B. Malmquist yfirmats-
maður tjáði blaðinu, að farmurinn
hefði farið gegnum „Skandinavisk
kontrol", eða alþjóölegt mat og
hefði ekkert verið við kartöflurnar
að athuga. Sagði Eðvald að mvglu
vottur gæti hafa leynzt í kartöfl-
unum og sveppurinn síðan borizt
út, þegar búið hafi verið að pakka
þeim inn í oappírspokana. Sagði
Eðvald að lokum matvörukaup-
menn vera of hirðulausa með
geymslu á kartöflunum þar sem
bær væru oft geymdar við mið-
stöðvarofna eða við glugga, sem
sól skini inn um.
Neytendur þessara kartaflna haf,a
lýst þeim sem óætum. Þurft hefur
að skera úr þt i að meira eðs
minna leyti mygluna og tfna úr
hráblautar ónýtar kartöflur.
Eitthvað virðist vera eftir af þe -
ur kartöflum á markaönum því að
síöast í gær lýsti sti’ka í matvöru
verzlun þeim, kartöflum sem vorr<
til þar óætar. Ættu matvörukaup-
menn, sem fyrst að endursenda
slfka vöru áður en hún kemst út til
neytanda.is.
Nýr kartöflufarmur er nú kom-
inn til landsins og eru kartöflurn
ar frá Hollandi. Er nú verið að
skipa þeim upp úr, Helgafelli.