Vísir - 27.08.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 27.08.1968, Blaðsíða 4
 ÍIMII wæmaj. Maðurinn í fréttunum — Dubcek / stingur sér til sunds Hver er maðurinn á myndinni, sem stingur sér svo meistara- lega vel af háum palli niður í sundlaugina? Fólkiö á bakkanum fylgist vel með. Myndin var tek- in fyrir nokkru í Tékkóslóvakíu þar sem hinn myndarlegi flokks- foringi kommúnistaflokksins, maðurinn í fréttunum að undan- förnu, Alexander Dubcek, stund- aði íþróttir. Dubcek er nú 46 ára, en hefur mikiö álit á íþróttum fyrir stjörn málamenn og iðkar íþróttir enn sjálfur, sér til mestu heilsubótar. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Dubcek stakk sér svona myndar- lega til sunds þarna i Santov lauginni. Á árum áður var hann frasgur fyrir að stinga sér ,af handriðum brúa niöur i ólgandi strauminn eða af þverhniptum klettum i sjóinn. Var hann fræg ur fyrir dirfsku sína á þeim ár- um. Sennilega hefur þetta ekki elzt af manninum, enda er hann í dag álitinn einstaklega djarfur í stjórnmálum. ..: ... llllll • •••••••••••••»•••••••••••••••••••••••••••#•••••• Grænlendingar lítt hrifnir af bílnúmerum ' Það virðist lítil ánægja ríkjandi meðal bíleigenda á Grænlandi vegna ákvörðunar dómsmálaráðu- neytis Dana um að frá 20. ágúst skyldu allir bílar í Grænlandi hafa bílnúmer eins og víðast tíðkast. 1 Gootháb átti skráningu að Ijúka 20. ágúst, en þá hafði að- eins helmingur bílanna komið til skráningar. Taldi lögreglan líklegt að eigendurnir væru smeykir um að bílarnir færu ekki f gegnum skoðunina og mættu þess vegna ekki. Eftir 1. október verður ólöglegt að aka án númers í Grænlandi. Númersplötumar eru líkar því sem notað er í suðurhéruðum Danmerkur, en bókstafurinn fyrir allt landið er G. ••••••••••••••••••■••••••■■•■•••••••• •••••••••< Lægstlaunaði krónprins í heimi Haraldur krónprins er lægst- launaði ríkisarfi f veröldinni. Hann fær ekki nema eitthvað um rúma rnilljón ísl., kr. 1 árslaun. En nú mun launahækkun standa fyrir dyrum hjá honum. Norska stjórnin hefur séð fram á, að prinsin.i getur ekki gift sig, stofn að heimili, og haldið sig eins og búizt er við af konunglegri per- sónu fyrir þessi laun. Han. mun þó varia fá eins mikið og frænka hans, Margrét prinsessa í Danmörku, sem fær um sjö og fiálfa milljón á ári, þvi þá f'eri Haraldur að náigast launa flokk fööur síns, sem er lægst launaði konungur í heimi með um fimmtán milljónir í árstekjur, Danakóngur fær um fjörutíu millj- ónir á ári. Norska stjómin hefur ákveðið að bera launahækkunina upp fyr ir þingið ásamt fjárlagafrumvarp- 1 'ífifiVMl.í) inu. Ekki er gert ráð fyrir, að hækkunin nemi stórupphæð. Haraldur og Sonja munu eins og kunnugt er ganga í hjónaband 29. þessa mánaðar. B' . Velgengni og hagræðing. í blööunum var sagt frá því, að 25. ágúst væru 20 ár frá fyrsta farþegaflugi Loftleiða tll Bandaríkjanna. Gleðilegur á- fangi að minnast, þegar um er að ræða glæsilega athafnasögu. En þróun flugsins á íslandi er óneitanlega með því glæsileg- asta í þróun atvinnumála hinna siðustu áratuga. Þrátt fyrir tilkomu stórkost- legra tækniiegra nýjunga til dæmis i sjávarútvegi og fisk- iðnaði, þá eru aðstandendur þeirra atvinnugreina ólikt aumk unarverðar á sig komnir, heldur en aðstandendur utanlandsflugs- ins. Flugið hefur vaxið risaskref um á farsælan hátt, svo að stundum hefur það sætt undrun hversu mikið hefur fengizt áork- að í harðri keppni við risavaxna og óvæga keppinauta. Velgengnin í flugmálun(i sýnir að bar er haldið á málum af í þjóöarbúið. Þessar tvær grein- ar eru þó náskyldar, flugið og sigllngamar. Hvers vegna drag- ast siglingamar svona afturúr sem atvinnugrein á sama tima efalaust meiri hagræðingu og að- lögun vegna nýrri tima, svo að okkar skipafélög standast ekki snúning hörðum keppinautum. Fýrir stuttu kom hingað til Göút festu og framsýni. En hvers vegna hafa málin ekki þróazt á sama hátt í ýmsum öðrum at- vinnugreinum, eins og til dæmis í farmennsku og siglingum, en i þeirri grein eru Norðmenn frændur vorir stórveldi, sem fær ir þeim oft á tiðum drjúgan auð og flugið blómstrar. Öllum er kunnugt, að farskipunum hefur fækkað, þvf þau hafa veriö seid úr landi en ný skip hafa ekki fyllt í skörðin. Kannski eru orsaklrnar marg ar, sem kenna má ófarimar í þessari atvinnugrein. Það vantar landsins 1000 tonna flutninga- skip danskt, sen. sagt var að aðeins hefði fjögurra manna á- höfn. Slfk var sjálfvirknln um borð, að slíkt átti að vera ó- möpulegt, án þess að slakað væri að nokkru á kröfunum um öryggi. Svo fámenn áhöfn á Is- ienzku farskipi hefði ekki verið leyfileg samkvæmt okkar lögum og samningum við sjómannafé- lög. Þetta er gott dæmi um hvernig stettarfélög geta tekiö þátt í að „drepa“ atvinnugrein- ar með taumlausum kröfum, — en kröfur um mikið manna- hald á islenzkum skipum eru taldar vera ein af mörg- um orsökum fyrir deyfð i fslenzkum siglingum, sem gerir það að verkum að íslendingar eru ekki samkeppnisfærir á hin um sv" kaliaða heimsmarkaði. Atvinnugreinin hreinlega dregst saman, en því er ekki mótmælt af stéttafélögunum! Það væri æskileíjt að hægt væri að minnast ánægjulegra á- fanga í fleiri greinum en í utan- landsflugi jL.oftleiða. Þrándur f Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.