Vísir - 27.08.1968, Side 7
ríSIR. Þrrðjudagur 27. ágúst 1968.
morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í raorgun
útlönd
LEIÐTOGAR TÉKKÓSLÓVAKA KOMNIR HEIM
— Fáni Tékkóslóvakiu dreginn að hún á forsetah’óllinni við komu Svoboda rikisforseta — Dubcek,
flokksleiðfoginn, og Czernik, forsætisráðherra voru með forsetanum — Þjóðbingið kemur saman i
dag til jbess að hlýða á skýrslu leiðtoganna — Engin opinber tilkynning hafði verið birt, er frétt-
in barst um heimkomu beirra
Útvarp Frjálsrar Tékkóslóvakíu tilkynnti í morgun,
að Svoboda rfldsforseti og Dubcek, flokksleiðtoginn,
væru komnir tfl Prag. Frá þessu sagði Lundúnaútvarp-
i ð M. 7.
Laust fyrir khikkan háifátta barst eftirfarandi frétt
frá NTB:
Svoboda ríkisforseti kom heim til Prag frá Moskvu
í morgun að því er útvarp frjálsrar Tékkóslóvakíu hef-
ir birt frétt ran. Með Svoboda ríkisforseta voru þeir
Aíexander Dubeek, flokksieiðtoginn og Oldrich Czern-
ik forsætisráðherra meðal annarra.
Þjóðþingið kemur saman þegar í stað til þess að
hiýða á skýrslu leiðtoganna.
Fáni Tékkósióvakíu var dreginn að hún á forseta-
höllinni við konra þeirra.
1 fréttaútsendingu brezka út-
varpsins klukkan 6 í morgun var
sagt, að sendinefndin frá Tékkó-
slóvakíu væri lögö af stað heim-
leiðis.
Ekki var brottfarartíminn til-
greindur og tekið var fram, að ekki
væri vitað hvort allir sem farið
höföu til þátttöku í viðræðunum,
væru á heimleið. Engin opinber
tilkynning hefir enn verið birt um
samkomulagið, sem talið er, að gert
hafi verið, en fréttir hafa verið birt
ar um samkvæmt heimildum frá
tékkneskum sendimönnum í
Moskvu, að sendinefndin hafi orð-
ið að fallast á, að taka upp að nýju
strangara eftirlit með blööum og
útvarpi og sjónvarpi. Þá var sagt,
að í samkomulaginu væru ákvæði
um, að sovézkir hermenn gættu
með tékkneskum vesturlandamæra
landsins.
Á götum Prag.
í Prag hafa menn sem sæti eiga
í miðstjórninni sagt, að strangara
eftirlit veröi aöeins tekið upp í sam
ræmi við gildandi lög.
Frétt hefir borizt um, að lancjs-
fundur kommúnistaflokksins komi
saman í dag, á ótilgreindum stað.
Hernámsliðið hefir yfirgefiö bygg
inguna, þar sem flokksstjórnin hef-
ir skrifstofur sínar.
Mótmæli hafa verið lögö fram í
Prag út af því, að skotiö hafi veriö
á 3 ráöherra, sem voru að koma
af stjórnarfundi.
Kínverska stjórnin hefir borið
fram mótmæli út af því, aö sov-
ézkir hermenn hafi farið inn í
byggingu sendiráðsins, og áður
hafði ambassador Bandaríkjanna
boriö fram mótmæli vegna þess, að
sovézkir hermenn heföu farið inn á
lóð sendiráðs þeirra.
í fréttum í gærkvöldi var sagt
frá mjög vaxandi áhýggjum leið-
toga í Prag yfir hinni löngu fjar-
veru Svoboda ríkisforseta og á-
skorunum til hans og sendinefndar-
innar aö hætta samkomulagsumleit
unum og koma heim.
Þá var sagt að sovézkar hersveit
ir hefðu einangrað Prag gersam-
lega með því aö Ioka samgöngu-
leiðum þangað m.a. 4 þjóðvegum,
og miðstjórnarmenn á leið til borg
10. siða.
Dubcek.
ekki forsetaefni
— Fylgismenn hans opnuðu skrifstofu i Chicago
i gær, en hann bað jbó hætta baráttunni og
urðu jbe/> við jbv/
Leiðtogar þeirra, sem vilja Ed-
ward Kennedy fyrir forseta, opn-
uðu skrifstofur í gær í Chicago,
en síðar fréttist að þeir hefðu fall-
ist á óskir hans, að hætta barátt-
unni fyrir, að hann yrði fyrir vali
sem forsetaefni, og vísaði til fyrri
ákvörðunar sinnar, og urðu fylgis-
mennimir við tilmælum hans.
Rændu Rússar Nödu Bilak, 17 ára dótt-
ur stjórnmálaleiðtogans Vasils Biiaks?
— Hún hvarf miðvikudag i fyrri viku og var gerð mikil leit að henni
— Siðar fréttist að hún hefði farið til Moskvu á f'óstudag
Á miðvikudag hvarf á Englandi
17 ára tékknesk stúlka, Nada Bilak,
og var gerð að henni mikil leit, en
i gær fréttist, að hún hefði farið
flugleiðis til Moskvu s.l. föstudag
til þess að heimsækja fööur sinn,
sem er einn af kunnustu stjóm-
málamönnum Tékkóslóvakíu, og
hefur hann títt verið nefndur í frétt-
um að undapfömu og er litið á
hann af frjálslyndum mönnum í
Tékkóslóvakíu sem föðurlandssvik
ara. - ■
Vasil Bilak var á Iista Rússa yfir
ráðherraefni í leppstjórn þá, sem
þeir hugðust mynda.
Brezk blöð hafa látið liggja að
því, að henni kunni að hafa ver-
iö rænt af Rússum. Hún starfaði í
albjóðlegri hjálpárstöð á eynni
Wight sem sjálfboðaliði.
Vasil Bilak var einn þeirra
manna, sem flaug með Svoboda
forseta til Moskvu á föstudaginn
var.
Bilak er aðalritari slóvakska
kommúnistaflokksins og gegndi ráð
herrastööu í stjórn Novotnys for-
seta.
Seinast sást til Nödu í grennd
viö London í fylgd meö karlmanni
og konu, sem talaði rússnesku.
Áður en hún fór úr stöðinni sagði
hún öðrum sjálfboðaliöum, að hún
byggist við að koma þangað afaur
á sunnudag.
Starf^maður í tékkneska sendi-
ráðinu sagöi við blað í London:
„Karlmaðurinn og konan sögðu
hénni, á ensku og rússnesku, að
móðir hennar væri veik, og faðir
hennar mundi hringia til hennar í
sendiráðiö og óskaði eftir að tala
við hana. Hún tíndi saman dót sitt
og fór með þeim. Henni var þá
mikið niðri fyrir. Síðan höfum viö
ekki frétt til hennar. Það er mjög
dularfullt".
Og sendiráðsmaðurinn sagöi einn
ig:
„Það lítur út fyrir aö henni hafi
verið rænt. Viö vissum ekkert um
þetta fyrr en stúlka í stöðinni
hringdi og spurði um Nödu".
Póstkort barst frá Nödu til stöðv-
arinnar á laugardag og stóð í því:
Þaö er allt 1 lagi meö mig. —-
Það var sett 1 póst í London og
þess vegna lagði lögreglan megin
áherzlu á aö leita hennar í London
og grennd. Tékkneskir og slóvaksk-
ir útlagar leituöu með lögreglunni.
Atkvæðagreiðslur á flokksþinginu
byrja á morgun.
BONN: Dr. Kiesinger kanslari Vest-
ur-Þýzkalands talaði 'í sjónvarp og
stakk upp á fundi forsætisráðherra
Norður- Atlantshafsbandálagsland-
anna til þess að ræða hernámiö I
Tékkóslóvakíu og til þess að koma
nýju lífi í bandalagið, en yfir því
væri blær þreytu og slappleika. —
Hann kvað þörf aö ræða frelsi og
öryggi vestrænna þjóða og reyna að
treysta grundvöll friöar í álfunni,
með viöræðum viö Sovétríkin, á
jafnræðisgrundvelli, en slík mál
hafa aðeins veriö rædd á jafnræðis
grundvelli „innan ramma sterks
bandalags.