Vísir - 04.09.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 04.09.1968, Blaðsíða 10
m imsb Austur-þýzka liðið kvatt heim frá Tékkó- slóvakíu eftir 3 daga? Ng-.v York: Blaðið New York Times birtir frétt um það í gær, að allar austur-þýzku hersveltimar sem tóku þátt í hemáminu I Tékkóslóvakiu, hafi verið kvaddar heim. Blaðið segir, aö það hafi verið gert, vegna þess, að litið kynni að verða á þátttöku þeirra í her- náminu sem brot á Potsdam-sam- komulaginu. 1 Prag er því haldið fram, aö þær hafi verið kvaddar heim þremur dögum eftir aö þær fóru inn í Tékkóslóvakiu, vegna þess að Rússar hafi þá’þegar verið farn- ir að ifta á það sem. tvísýna ráð- stöfun, að þær voru sendar þangað. Fréttaritari New York Times telur, að enn ein ástæöa geti veriö, að það hafi verið gert með tilliti til afstöðu Bandaríkjanna, eri i Moskvu hafi fr* upphafi verið lögð áherzla á, aö forðast það, sem gæti leitt til þess að Bandaríkin og Noröur-Atlantsh’afsbandalagið teldu sér ógnað. Reykjavík írigning- unni Rigningin hefur komið heldur betur við Reykvíkinga síöari hluta sumarsins. Og nú virðast ?íösumarrigningarnar renna 1 I saman. við haustrigningar. Það | rignir án afláts og einhver bezta 1 eign sem menn getað hugSað I sér þessa dagana er góö regn-1 hlff. Myndin var tekin í morgun og , er dæmigerð um miðborg Reykjavíkur í rigningunni.1 Flestir eru ,,vopnaðir“ regnhlíf- um, þó eru þeir furðumargir, sem kæra sig kollótta og ganga ' berhöföaðir í regninu. Ara iésefssonar Stjórn Minningarsjóðs Ara Jós-! efssonar skálds úthlutaði í fyrsta I skipti úr sjóðnum á þrítugasta af- mælisdegi Ara, 28. ágúst síöastliö- inn. í skipulagsskrá sjóðsins er til þess ætlazt að úr honum sé út- hlutað verölaunum til ungra skálda og listamanna. í samræmi við það ákvaö stjórn sjóðsins einróma að úthluta Þorsteini frá Hamri 30.000 krónum sem viðurkenningu fyrir unnin verk og uppörvun til frek- ari afreka. Þorstein frá Hamri þarf ekki að kynna. Hann. hefur Ímeð verkum sínum skipað sér framarlega á meðal íslenzkra £ skálda og sýnt að hann er þrosk- | aður, þróttmikill rithöfundur sem !: mikils má af vænta. k Nýtt vöruverð —; &•'-> 1 <!ðu Líklega mun verð á innfluttum vörurn hækka þetta um 5—10%, en það kemur í ljós í vikulokin hvert nýja veröið verður. — Kaupmenn eru að sjálfsögðu skyldpgir til þess að selja þá vöru, sem þeir eiga á lager eöa hafa leyst út úr tolli fyrir lagasetninguna á gamla Iveröinu og það er verðlagsbrot og heyrir undir dómstóla, ef þeir .selja n gömlu vöruna á nýja verðinu. , Árnað heilla Þorsteinn fró H antri fær 30 þús. úr minningarsjóði Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Valgerður B. Guömundsdóttir og Roger Artur Meiling. Heimili þeirra er að Ásvallagötu 44, Reykjavík. (Ljósm.: Stjörnuljósmyndir). • V1SIR . Miðvikudagur 4. september 1968. Eldsupptök enn ókunn Rannsókn hefur enn ekki leitt í ljós, hver hafi verið eldsupptök brunans í trésmíðaverkstæði Krist- ins Ragnarssonar í Kópavogi. Hef ur lögreglan fátt til þess að fara eftir, því að verkstæöið var mjög brunnið, áður en tókst aö slökkva eldinn. Tjón eigandans var all verulegt, því að milljóna verömæti fórust í eldinum. Aö vísu var mikið af því tryggt, en ævinlega verður eitthvað út undan, sem eigandinn verður að bera skaðann af. Meðal þess, sem slökkviliöinu tókst að bjarga úr brunanum, voru nokkur skjöl fvrirtækisins, sem geymd höfðu verið í peningaskáp á verkstæðinu. Var fariö aö loga í innihaldi skápsins, þegar slökkvi- liðiö kom að honum f eldinum, og var hann þá brotinn up á staðnum, til þess að bjarga einhverju úr honum, áður en allt innihaldið brynni. Ók út af — 1 b siðu og voldugri, áður en nokkuð gekk. Ökumaður bifreiðarinnar hafði ekið niöur Klifveginn og ein- hverra hluta vegna hafnaö í skurðinum. Lék einhver grunur á því, að hann hefði ekiö bíln um of hratt og lent f lausamöl og misst vald á honum með þess um afleiðingum. ökumaöurinn slapp ómeiddur. Brádabirgddög — £»- > lb siöu Að því er stefnt, að minnka innflutning og þar með greiöslu- hallann. Það verður ekki gert nema með kjaraskerðingu. Há- tollavörur munu hækka ejnna minnst í verði, en hins vegar má búast við, að fólk minnlji kaup á dýrari vörum, þegar kjörin rýma við verðhækkanir al- mennt. Sú minnkun yrði vænt- anlega minni hvað varðar ýms- ar brýnni nauðsynjavörur. Engu er unnt aö spá um við- brögð verkalýðshreyfingarinn- ar, og munu þau væntanlega fara mest eftir því, hvaðaaðgerð ir verða gerðar endanlega upp úr viðræöum stjórnmálaflokk- anna. Bændur munu krefjast hækkunar sinnar framleiðslu- vara, eins og- fram kom á þingi Stéttarsambands bænda fyrir nokkrum dögum. I bráðabirgðalögunum segir, að innflutningsgjaldið skuli greiða af öllum vörum, sem teknar eru til tollmeðferðar frá og meö 3. september 1968. Hafi fyrir þann tíma verið Iögð fram skilríki til tollafgreiöslu, verður ekki lagt á vöruna gjald, sé toll- afgreiðslu lokið fyrir 10 sept- ember. Heimilt er aö greiöa bætur úr ríkissjóði á eftirfarandi vörur: brennsluolíu og umbúðir sjávarútvegsins, veiðarfæri, sem ekki eru framleidd innan- lands, og fóðurvörur landbúnað- arins. Óheimilt er að hækka verð innfluttrar vöru, sem ekki hefur verið greitt innflutnings- gjald af, og sama gildir um birgöir iðnaðarvöru. Klædaskápur óskast simi 30673. BORGIN BELLA Ég mundi ekki númeriö á á- vísanareikningnum mínum, svo ég setti simanúmerið mitt f staðinn. Er þaö ekki allt f lagi? VEÐRIÐ I DAG Suðaustan og sunnan gola eða kaldi. Rigning eða súld. Hiti 10- 12 stig. ÍILKYNNINGAR Þjóðminjasafnið er opið 1. sept. til 31. maí, þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga. frá kl. 1.30 til 4. ÁRNAÐ HEILLA Þann 24. ágúst opinberuðu trú lofun sína, ungfrú Margrét O. Magnúsdóttir, menntaskólanemi, Hagamel 25 og Stefán Hreiðars- son, læknanemi, Aratúni 17. llHISMET Stærsti vindill sem gerður hef ur verið var settur á Biinde Tobacuo and Cigar safnið í Berlín árið 1936. Hann er 170 cm á lengd og það tæki 600 klukku- stundir að reykja hann. Sterling ætti nú að vera á för- um, en mun bíða eftir þingmönn- um. Vfsir 4. sept. 191& T-----

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.