Vísir - 04.09.1968, Blaðsíða 8
J
8
V í SIR . Miðvikudagur 4. september 1968.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent hi.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjóifsson
Ritstjóri: Jónas Kristjðnsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Tborsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pðtursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóbannesson
Augiysingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Stmar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660
Ritstjóm: t íugavegj 178. Sfmi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mðnuði innanlands
1 lausasölj kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda hS.___________________________
„Eins og laxar i neti"
Menn skilja betur viöbrögð íslenzkra kommúnista við
hernámi Tékkóslóvakíu og sjá betur gegnum blekk-
ingar þeirra, ef menn skyggnast aftur í tímann og
draga lærdóm af reynslunni. Hvemig hafa kommún-
istar hér áður brugðizt við frelsisskerðingu og glæpa-
verkum, sem unnin hafa verið í nafni kommúnismans?
Árin 1937 og 1938 áttu sér stað hinar illræmdu
hreinsanir í Moskvu, þegar hver af öðrum af fyrri
forustumönnum kommúnista var handtekinn og sak-
aður um svik og landráð. Mikil réttarhöld voru sett
á svið og síðan voru allir sakbomingamir dæmdir og
drepnir. Yfir allar þessar aðfarir lögðu íslenzkir komm
únistar blessun sína. Þeir töldu þá, að það væri ein-
föld sál, sem gerði sér það ónæði að ræða við auð-
valdssinna hið kæra umræðuefni þeirra, aftökurnar í
Rússlandi.
Þeir gáfu út sögu Kommúnistaflokks Ráðstjórnar-
ríkjanna. Þar segir svo um þessar aftökur: „Ráðstjórn-
arþjóðirnar lögðu samþykkt sína á það, að þessum
óaldarflokki væri útrýmt, og tóku fyrir næsta mál á
dagskrá.“ Ein höfuðkempa kommúnista hér skrifaði
bókina „Bóndinn í Kreml“. Þar vegsamar hann að-
farir lærimeistaranna á þennan hátt: „Hérna komu
fyrir réttinn heimsfrægir borgarar Ráðstjórnarríkj-
anna, þrættu fyrir öll afbrot, voru látnir horfa framan
í staðreyndir athafna sinna, urðu tvísaga, sprikluðu
eins og laxar í neti, flæktust í möskvum slyngrar
málfærslu og nákvæmra rannsókna og viðurkenndu
loks með eigin munni þess háttar gjörðir, að þeir lög-
um samkvæmt gátu engu minna fyrir týnt en lífinu
sjálfu.“
Svo var það um tuttugu árum síðar, að Krústjoff
lyfti hulunni á þingi flokksins og sagði m. a.: „Sektar-
játningar margra þeirra, sem teknir höfðu verið fastir,
sakaðir um fjandsamlegt athæfi, voru fengnar með
grimmilegum og villimannlegum pyndingum.“ Þá
fyrst fannst íslenzkum kommúnistum, að eitthvað
yrðu þeir að segja, þrátt fyrir fyrri dýrkun. Þá stundi
Þjóðviljinn þessu upp í forustugrein:
„Ráðamenn í Sovétríkjunum og nokkrum alþýðu-
lýðveldanna hafa lýst því yfir, að þar í löndum hafi
um skeið viðgengist mjög alvarlegt ástand í réttarfars-
málum. Saklausir menn hafi verið teknir höndum,
þeir hafi verið ákærðir gegn betri vitund með upp-
iognum gögnum, sumir þeirra hafi á einhvem óskilj-
anlegan hátt verið knúðir til að játa á sig afbrot, sem
þeir höfðu aldrei framið, aðrir settir í fangelsi. Ráða-
menn í þessum löndum játa þannig, að þar hafi verið
framin hin herfilegustu glæpaverk, sem hljótr að
vekja viðbjóð og :eiði heiðarlegs fólks um allan heim.“
En kommúnistar hér hafa síður en svo séð að sér.
Og fólkið, sem hefur af misskilningi látið blekkjast
til fylgdar við þá, þarf nú að fara að sjá að sér. Það
má ekki lengur „sprikla eins og laxar í neti“ kommún-
ismans.
Ijegar flokksþing demokrata
var haldiS í Chicago voru
blikur á lofti. Þeim brá fyrir á
lofti æ tíöar, eins og þegar
,Jægðimar koma hver af ann-
arri", er hausta tekur á norð-
urslóöum.
Flokksþing demokrata í
Chicago var háö viö hin erf-
iöustu skilyröi, andrúmsloftiö
var óvissunnar og kvíðans —
um framtíð marg-klofins
flokks og jafnvel þjóöarinnar.
Og enn syrti að, vegna innrásar-
innar í Tékkóslóvakfu. Um
persónulega hæfileika Hump-
hreys efast enginn, en trúin á
sigur hans er ekki fyrir hendi,
vegna skuggans aðallega af
Vietnamstefnu Johnsons, en
þaö var Vietnamstyrjöldin
(klofningurinn um hana), kyn-
þáttaóeirðimar og ef til vill
Humphrey.
biði ósigur, svo að þeir gæti
endumýjað hann í anda
Kennedy-anna, en áhangendur
Wallace væru sannfærðir um, að
þeir hefðu gert það, sem rétt
var, er þeir sviku flokkinn til
þess að styöja eina manninn,
sem gæti „haldiö uppi lögum
og reglu“.“ Og New York
Times vék aö „McCarthy-hem-
um“, er það svo kallaði, sem
hefði dreift sér til þess að sækja
fram sem vfðast í landinu. Og
blaðið vék að lögreglunni í
Chicago og Daly lögreglustjóra,
sem ásamt lögreglu sinni heföi
komið í veg fyrir jafnvel þaö,
að hrópað væri hressilegt húrra
í lok flokksþingsins, þar sem
Humphrey svo oft áður hafði
átt sinn mikilvæga þátt i að
tryggja flokki sínum sigur, en
um Johnson sagði blaðið, að
ALLT Á BRATTANN FYRIR
HUMPHREY 0G MUSKIE
einnig það, að forustu vantaöi,
að bragur leiða og óvissu
var á þessu flokksþingi, sem
hélt fundi sína f Hitton-gistihúsi,
er var sem virki umkringt lög-
reglusveitum, sérþjálfuðum f að
bæla niður óeirðir, og þjóðvarn-
arliðsmönnum.
í mörgum erlendum blöðum
víkja þeir menn að þvf, sem um
stjómmál og þá heimsviðburði
skrifa, sem áhrif hafa á gang
heimsmálanna, mjög títt að þvi.
að á þeim tfma er Humphrey
var öldungadeildarþingmaöur
hafi hann fengið á sig orð fyrir
gáfur og góða framkomu — og
umfram allt fyrir frjálslyndi.
En nú hafi það orðið hans hlut-
skipti að bíða álitshnekjri fyrir,
að vera „skuggi Johnsons for-
seta“.
Nú er það raunar vitað, að
varaforsetastöðu sinnar vegna
var Humphrey ekki stætt á öðru
en þvf, að standa með Johnson
forseta. Og hann gat ekki bar-
izt fyrir sfnum eigin skoðunum,
sem vofu frjálslyndari en John-
sons, nema sníða þær eftir
hans, þegar hann fór að gera
grein fyrir þeim fyrir flokks-
þingið.
Þótt hann gæti ekki gengiö
í berhögg við skoðanir forset-
ans, varð hann að gera þjóð-
inni grein fyrir f hverju skoð-
anir hans voru fólgnar án þess
að styggja forsetann, en eins
og komið er, getur það ef til
vill verið undir stuðningi John-
sons við Humphrey komið hvort
hann getur sigrað Nixon.
En það leikur nú orðið að
margra áliti mikill vafi á því,
McCarthy.
að Humphrey sigri Nixon, þótt
hann sé þrautþjálfaöur f að bíða
ósigur og áreiðanlega ekki sér-
lega vinsæll nema síöur sé.
Blaðið New York Times
minnist á þetta allt fyrir
nokkru eitthvað á þá leið, að
..stuðningsmenn Kennedys ósk-
uðu þess nána-t að flokkurinn
það virtist lítið eftir af sam-
kundu sém átti að vera meö
glæsi- og sigurbrag, þegar
sjálfur forsetinn „faldi sig“ á
búgarði sínum f Texas meðan
hún var að störfum.
Já, það er ekki efnilegt að
tama, og New York Times
segir líka, að „Iftið virðist eftir“
til að byggja á sigurvonimar.
Meö öðrum oröum: Deilan
um Vfetnam, blóðugir bardagar
hringinn f kringum Hilton-vfgi,
klofningurinn milli forsprakk-
anna, afstaöa þeirra, sem jafnvel
vildu stofna „fjórða flokkinn" —
þetta allt hlaut óhjákvæmilega
að hafa áhrif á ráöstefnuna.
Ljós punktur var það þó, að
val Humphreys á varaforseta-
efni vakti ekki nýjar deilur,
eins og val Nixons á Agnew
á flokksþingi republikana.
Það hefði sett glæsibrag og
vonarbjarma á alit í augum
mikils fjölda manna í Bandaríkj-
unum, ef Humphrey hefði getað
fengiö mann af eða venzlaðan
Kennedyættinni. til þess aö
ganga út f baráttuna með sér,-
Það átti ekki að verða. Robert
Kennedy var myrtur. Shriver,
mágur hans, var ekki fáanlegur
til að gefa kost á sér, né heldur
Edward Kennedy.
Hvort Humphrey verður sá
styrkur aö Muskie sem vara-
forsetaefni, að dugi skal ósagt, >
en um hitt efast enginn, að _
Muskie mun geta sér gott orð,
og treysta fylgi Humphreys.
En f sókninni allt til kjör-’
dags í nóvember verður allt á'
brattann fyrir þá Humphrey og
Muskie.
Nýtt krabbameinsfélag
Krabbameinsfélag Suður-
Þingeyjarsýslu var stofnað að
Breiðumýri þ. 28. ágúst síöastl.
Á stofnfundi maéttu um 100
manns. Bjami Bjarnason læknir,
formaður Krabbameinsfélags ís-
lands, flutti erindi á fundinum
og sýndar voru kvikmyndir.
Fundarstjóri var Sigurður Guð-
mundsson prófastur að Grenj-
aðarstað.
Stjóm hins nýja félags skipa:
frú Kolbrún Bjamadóttir, Yzta-
felli, formaður, frú Sigurbjörg
Magnúsdóttir, Fosshóli, frú Þóra
Hallgrimsdóttir Húsavfk og hér-
aðslæknamir Þóroddur Jónas-
son, Breiðumýri og Gísli G.
Auðunsson, Húsavík.
Á vegum hins nýstofnaða fé-
lags voru haldnir fræðslufundir
á Húsavík. Grenivík og að Mý-
vatni og Köldukinn, sem Jón
Oddgeir . ónsson erindreki sá
um.