Vísir - 06.09.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . Föstudagur 6. september 1968.
*
Á síðustu öld meðan hug-
myndir miðaldaeinræðis
voru enn ríkjandi í menningar-
heiminum, kviknaði í hugum
þúsunda manna ný hugsjón, sem
hefur verið kölluð sósíalismi.
í upphafi var sósíalisminn
hugsjón frelsis og jafnréttis
allra manna á tímum þegar að-
alshroki og konungaprjál gekk
fram úr öllu hófi, á tímum þeg-
aö alþýöan var réttlaus og fyrir-
litin. Þá kyiknaöi svolítið ljós
á perunni:
því ef að úr buxunum
fógetinn fer
og frakkanum svolitla stund,
þá má ekki greina,
hver maðurinn er.
Ó, mikið er skraddarans pund.
Sósíalisminn var líka hugsjón
um brauö handa fátækum, svelt-
andi börnum, um réttiáta arð-
skiptingu á tímum hins svívirði-
legasta ranglætis þegar gildir
stóriðjuhöldar og milljóna-
brákúnar, eins og þeir voru
kallaðir, ösluðu í gulli og eyöslu
lífemi á sama tíma og alþýðan
veslaðist upp i næringarskorti,
sjúkdómum, kolareyk og sóti
hinna sóðalegu stóriðjuborga.
'C’n umfram allt var sósíalism-
inn hugsjón sannleikans á
öld hins hræsnisfulla strang-
trúnaðar. Hann varö fyrst og
fremst uppreisn gegn spilltu
hugarfari og andlegu kúgunar-
kerfi valdastéttanna. í áratugi
háði hann baráttu gegn ritskoð-
un, útgáfubanni og andlegu
kúgunarvaldi þeirra sem þóttust
mega ráöa þvi, hvað alþýðan
hugsaöi. Þessi leit sósíalismans
að sannleikanum var eitt dásam-
legasta tignarmark hans á lið-
Hvers vegna
byltingu fegurri heim réttlætis
og sannleika.
Þetta voru fullkomlega eðlileg
viöhorf meðal ýmissa þjóða, þar
sem afturhaldiö var magnaðast
og umbótavonin veikust. Og enn
í dag er það ekkert undarlegt. þó
þylting geti vofað yfir í lönd-
um. þar sem rangfætið og kúg-
unin gengur svo út í öfgar, að
það má virðast, sem menn geti
aldrei litið þar gleðibjartan dag.
Þetta gildir enn mikinn hluta
hins vanþróaða heims, lönd eins
og Indland, Suður-Ameríku, —
en verst af öllu er ^ð það gildir
ekki sízt. þann hluta heimsins,
sem nú í dag gengur almennt
undir heitinu „sósfalísku rfkin".
I
JXvílíkt öfugmæli er það, aö
nú á 20. öldinni skuli vakna
hætta á almennri alþýöubylt-
ingu gegn kúgun yfirvaldanna í
þeim ríkjum sem berlegast
kenna sig og þjóðskipulag sitt
við sósíalisma.
Því sú staðreynd stendur föst
og óhögguð, að eina ástæðari,
sem hægt er að finna fyrir of-
beldisað<!erðum Sovétmanna
gegn Tékkum síðasta hálfa
mánuðinn, var ótti þeirra við að
alþýðuhreyfingin f Tékkósló-
vakfu breiddist út um gervöll
„sósíalísku" ríkin og hleypti af
stað eins og óstöðvandi skriðu
allsherjar byltingu gegn hinu
spillta og svívirðilega valdakerfi
kommúnismans.
Og hvernig verður þaö líka
skiliö og útskýrt að sú hugsjón,
sem trúði því einu sinni, „sanrt*
leiki, að sigurinn þinn að síð-
ustu vegina jafni“, gerir þaö nú
að höfuðmarkmiði sínu, að koma
á ritskoðun og hinni ströngustu
skoðanakúgun. Nú er hún fyrst
og fremst orðin hugsjón and-
legrar kúgunar og þaö er orðið
þvílikt hjartans mál, að það
verður stríðstilefni, ef einhver
þjóð afnemur ritskoðun hjá
sér. og vogar sér að leyfa frjáls-
Aumingja sósíalisminn
inni öld og þvi gat hið kröft-
uga þjóðskáld íslendinga og
brautryðjandi sósíalismans með
þjóð sinni ort svo:
Ég trúi því, sannleiki,
aö sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni,
og þér vinn ég, konungur,
þaö sem ég vinn,
og því stíg ég hiklaust
og vonglaöur inn
f frelsandi framtíðar nafni.
Já, þá ríkti eldheit og von-
glöð hugsjónaglóð meö ungum
mönnum, sem gerðust baráttu-
menn fyrir sósíalismanum, þá
var dásamlegt að lifa, þrátt fyr-
ir það, að erfiðleikarnir væru
margir í viðureigninni ‘við kúg-
un og kröpp kjör.
Cíöan hafa áratugir, jafnvel
allt upp í öld liðið, og um
þaö verður ekki efazt, að þessi
volduga hugsjónastefna hefur
gerbreytt heiminum i aukinni
mannúð, réttlæti og bættum
kjörum fólksins. Það er margt
ennþá ógert, ekki aðeins hjá
hinum fátæku, vanþróuðu þjóö-
um, heldur engu sfður, hjá auð-
ugustu þjóðum heims og þeim
sem státa af mestri menningu og
manndómi. Enn er ranglætið og
spillingin útbreidd og breytir
það þó ekki því, að sósíalism-
inn hefur umskapað heiminn.
Það hljóta allir að viðurkenna,
hvort sem þeir aðhyllast fremur
sósfalískar eða borgaralegar
hagkenningar. Þó hörmulegur
atburður hafi gerzt, sem menn
telja aö flekki merki sósíal-
ismans með smám og blóði sak-
lausra, er auðvitað fjarstæöu-
kennt, aö tala um það að sósíal-
isminn sé dauður. Það væri
sama og að staðhæfa, að mann-
kynið eins og það er í dag á
jöröinni væri útdautt og engin
hugsun mannúðar og réttlætis
væri til í fimm heimsálfum.
Slíkur er nú máttur þessarar
hugsjónastefnu f hjörtum okkar
allra, hvort sem menn vilja
viðurkenna það eða ekki. Og
sósíalisminn hefur enn nóg
verkefni aö vinna til að bæta
ranglátan heim.
Cumum hinna sósíalísku hug-
sjónamanna fannst barátt-
an um hugi og hjörtu mann-
anna ganga grátlega seint. Ára-
tugir liðu án þess að nokkuð
miðaði. Þjóðfélögunum var
i haldið í óbifanlegum kúgunar-
klóm valdastéttanna og alþýðan
megnaði ekki að losa sig úr
viðjum vanans vildi ekki láta
vekja sig af doðanum. Þetta
leiddi til þess, að margir sósíal-
istar komust á þá skoðun, að
hugsjónir og fögur orð nægðu
ekki. Það varð að grípa til rót-
tækari ráða til að uppræta spill-
inguna, velta kúgurunum frá
völdum og stofna með blóöugri
um umræðum og skoðanamynd-
un að blómgast.
Tjaö er auðvitað eftir sem áð-
ur fjarstæða að fmynda
sér, að sósfalisminn sé dauður
og það er ekki réttlætanlegt,
þrátt fyrir skelfingaratburðina
síðustu daga í Tékkóslóvakfu,
að halda því fram, að sósíal-
ismi og frelsi séu ósamrýman-
leg. Slíkt tal er eins og óvita-
hjal sennilegast mælt f bráð-
ræði undrunar eöa skelfingar
yfir þeim ótrúlegu atburðum,
sem hafa verið að gerast síð-
ustu daga austur í Tékkósló-
vakíu, eða þau eru leifar hinnar
visnuðu afturhaldsstefnu, sem
vill notfæra sér þessi atvik til
áróðurs og afturhvarfs.
En hitt er hins vegar víst,
að meðan innrásin i Tékkó-
slóvakíu er á nokkurn hátt
tengd eða gerð f nafni sósfal-
ismans, þá er hún gífurlegt á-
fall fyrir hugsjónina. Það er
mjög alvarlegt mál. sem hver sá
maður sem telur sig sannan sós
íalista i skoöunum verður að
hugleiða, ef hann vill heiðarleg-
ur drengur kallast.
Tjaö hefur ekki skort á baö síð
ustu vikurnar, að fjöldi rót-
13. síða.
íisfflsm:
Oft eru miklar deilur um lok
unartfma áfengisverzlana hér i
borg. Ýmsir halda þvf fram að
verzlanirnar eigi alls ekki að
vera opnar, en aðrir telja tímann
allt of nauman til aö komast
í „ríkið“ eftir vinnutíma. Við
lögöum því eftirfarandi spurn-
ingu fyrir nokkra borgara:
Teljið þér að breyta
þurfi lokunartíma áfeng-
isverzlananna?
Sigurður Kristjánsson, tæknifr.
— Nei, ég er ekki þeirrar
skoöunar. Menn geta hæglega
náð sér í vínföng á þeim tfma,
sem verzlanirnar eru nú opnar
á.
Markús Jðnsson, bóndi.
— Já, ég er alveg með því
að breyta honum. Þaö þyrfti aö
hafa opið til klukkan tfu og
þannig yrði komið í veg fyrir
alla leynivínsölu. -
Jón Sigurþórsson, bifvélavirki.
— Það er nú þaö. Ég álít að
öllu forfallalausu að þaö eigi
að hafa opið ,til klukkan ellefu
á kvöldin, þá eiga menn hægara
um vik.
Brynfríöur Halldórsdóttir, húsm.
— Mér er svo sem nákvæm-
lega sama hvenær þeim búðum
er lokað. Mín vegna mættu þær
alltaf vera lokaðar.
Sigrún Indriöad., innheimtukona
— Ég er alveg hlutlaus i þeim
málum Ef almennar kosning-
ar yrðu um það, i yndi ég ef-
laust verða með meirihlutanum.