Vísir - 06.09.1968, Blaðsíða 10
I
VISIR . Föstudagui 6. september I96S.
Innbrota-
faraUur / nótt
B Rannsóknarlögreglumaður tjáði
blaðinu í morgun að svo liti út sem
að í nótt hefði verið brotizt inn á
einum 6 stöðum a. m. k. í verzlun-
arhverfinu við Laugaveg innanverð-
an.
B Þannig var umhorfs, þegar
fyrsta starfsfólkið mætti til
vinnu sinnar í morgun hjá Trygg-
ingu h.f. á Laugavegi 178. Þjófur
hafði sniglazt inn í skrifstofuhús-
ið og brotið sér leiö gegnum tvær
glerhurðir i leit að einhverju fé-
mætu, en ekkert mun hann þó hafa
fundið sem hann hafði áhuga á, en
vann taisverð spjöll.
FELAGSLIF
Ferðafélag Islands ráögerir tvær
1 y2 dags ferðir um næstu helgi, nú
eru haustlitimir komnir.
Þórsmörk
Hlöðuvellir.
Lagt af stað kl. 2 á laugardag
frá Umferðarmiðstöðinni við Hring-
braut. — Upplýsingar í skrifstofu
félagsins, sfmar 11798 og 19533.
B Nú virðist það í tízku hjá þjóf-
unum að leita að ávísnaheft-
um, sé engra peninga von, enda
eru flest fyrirtæki það forsjál að
þau leggja alla peninga á banka eft
ir hvern starfsdag. Meö ávísanaheft
unum tekst þjófunum hins vegar
að svikja út fé, — en auövitað end
ar þetta í langflestum tilfellum með
því að allt kemst upp.
Klaufaskapur —
m-> i sföu
ann, virðist hafa láðst að kynna
sér hvað var undir greftrinum.
Þegar viðgerðarmennirnir
komu niður á steinhellu f jarð-
veginum án þess að hafa grafið
nógu djúpt til þess aðnánægum
halla á skolpleiðsluna, gripu
þeir til loftpressu og brutu hell-
una, sem þá reyndist vera varn-
arstokkur utan um 5 símlagn-
ingarstrengi, sem samanstóðu af
3600 línum. Rufu þeir einangrun
á tveim 1000-línu strengjum, svo
að vatn komst að þeim.
Varla veröur svo hróflað við
jörðu á borgarsvæðinu að ekki
verði komið niður á einhverjar
lagnir, eða strengi í jörðinni, og
því hefur sá háttur verið hafður
á, áður en menn grafa í götum
eða gangstéttum, að þeir Ieiti
eftir leyfi borgarverkfræðings
fyrir framkvæmdunum — svo
nefndu götuleyfi. Þessi leyfi eru
áður send til Rafveitunnar, Land
sfmans og lögreglustjóra til um-
sagnar og undirritunar, en þess-
ir aöilar láta fylgja með leið-
beiningar um það, hvar fara beri
varlega vegna lagna, sem fyrir
kunna aö verða..
í þessu tilfelli virðist ekkert
slíkt götuleyfi hafa verið gefið
út, Enginn minnist þess hjá þess
um stofnunum, að slíkt hafi far-
ið um þeirra hendur, en það er
nú til rannsóknar.
Þjófar —
—> I -0011
við Einar Helgason, fulltrúa.
Hann tjáði okkur, að hann hefði
ekki trú á, að símleysið heföi
dregið úr viðskiptum Flugfélags
ins. Að vísu hefði það eitthvaö
raskað þjónustunni í sambandi
við innanlandsfiugið, en ekki al-
varlega. Sfminn væri nú kom-
inn í eðlilegt ástand og ekki
yfir neinu aö kvarta lengur.
Línurnar sem liggja að
j Hlemmtorgi, en þar hefur Hreyf
ill bækistöð, slitnuðu allar. Ef
fólk ætlaði að aka um bæinn f
Ieigubifreiðum varð það fyrst að
fá sér gönguferð að næsta bif-
I reiðastaur eða hreinlega sleppa
AUGLÝSING
Athygli innflytjenda, er höföu afhent toll-
skjöl til tollmeðferðar fyrir 3. september 1968,
er vakin á þyí, að hinn 9. september 1968 er
síðasti dagur, sem unnt er að afgreiða vörur
án greiðslu innflutningsgjalds samkvæmt lög-
um nr. 68/1968.
Fjármálaráðuneytið 5. sept. 1968.
því. Hreyfill hefur beðið mik-
ið tjón af völdum símleysisins,
að því er okkur var tjáð í morg
un. Tíu línur eru á Hlemmtorgi,
en aðeins þrjár voru virkar í
nótt. í morgun bættust svo tvær
línur við, þannig að starfsemi
Hreyfils var aöeins í hálfum
gangi í morgun.
' Símleysið hefur háð okkur
mjög mikið, hann er okkar aðal
tæki, sagði Ágúst Karlsson, skrif
stofustjóri, hjá Tryggingu h.f.
Þjónustufyrirtæki eins og trygg
ingafélögin geta ekki án síma
verið. Það var brotizt inn hjá
okkur í nótt og við álítum að
það sé bein afleiðing af símleys-
inu.
Þannig má sjá, að ekki eru all
ir ánægðir yfir því að missa sím
ann. En eitt má teljast öruggt,
að það verður tvístigið á ein-
hverjum heimilunum í dag, eft
ir að húsbændurnir hafa farið
til vinnu sinnar!
Kiljan —
í. síðu 1
við prímusa fyrir fátækt fólk í
sókninni, og aðstoðar bændur
viö aö járna baldna fola. En
biskupi þykir ekki allt eins og
vera skyldi meö kristnihaldið
og sendir því fulltrúa sinn á j
staðinn.
Fleira um þessa bók og aðr-
ar útgá'fubækur Helgafells kem-
ur fram í viötali við Ragnar
Jónsson á bls. 6 í Vísi I dag,
en þar er einnig rætt viö Gils
Guðmundsson um útgáfubækur
Menningarsjóðs.
• Vestur-þýzka stjórnin býst við
batnandi efnahag á árunum fram
til ársins 1972, en nær hefði tekizt
að vinna bug á efnahagskreppunni
1967. Árleg efnahagsaukning til
1972 er áætluð 6 af hundraði. Franz
Josef Strauss fjármálaráðherra,
og Karl Schiller efnahagsmálaráð-
herra ræddu þessi mál í gær við
fréttamenn.
• Dubcek, Svoboda og Cernik
heimsóttu í gær verksmiðjur í Prag
og hvöittu þá til stuðnings við stjóm
ina.
• Swasiland fær fullt sjálfstæði
í dag. Við hátíöahöldin kemur fram
fyrir Bretlands hönd Thomson sam
veldismálaráðherra.
6-700 hestar —
i6 siðu
utuiar til þess að komast að eld-
' inum og er húsið stórskemmt.
Vísir ræddi við Berg Magn-
ússon, skrlfstofustjóra Fáks i
morgun og sagðist hann geta
fullyrt að ekki hefði kviknað í
út frá hita í heyinu. Öllum heföi
borið saman um að hey þetta
hefði verið vel þurrt, þegar það
kom i hlöðu. — Hann sagði að
hey þetta væri austan af Rang-
árvöllum, ofan úr Borgarfiröi og
víðar að. Það væri mlkiö skemmt
og óvíst hvort hægt væri aö
þurrka nokkuð af því.
Ekki sagði Bergur að heymiss
ir þessi myndi orsaka heyskort
hjá félaginu, nóg framboð hefði
verið á heyi í sumar og hefði
félagiö jafnvel oröið að neita
heyi, sem boöizt hefði til sölu.
„ Félagið á eftirstandandi þrjár
hlöður fullar af heyi og er svip-
að magn í þeim og var í þeirri
sem brann.
Fjögur hundruð og fimmtíu
vhestar ve'rða í húsum félagsins
í vetur, sami fjöldi og í fyrra.
Þá kostaöi sextán hundruö krón
ur á mánuöi að geyma hest hjá
félaginu og var fóður og hiröing
innifalið í verði. Ekki kvaðst
Bergur geta sagt um hvað þetta
kostaöi i vetur, en vísast myndi
það hækka nokkuö.
Raf magnsveitan -
¥• -> 16 -.10..
aðstaða til að birta í blaðinu upp-
drátt, sem greinargerðinni fylgir)
er rétt staðsetning kassans tæp-
lega 6,0 m frá húshlið , þ.e. fast
við 2,0 m breiöan gangstíg. Þetta
sama fyrirkomulag gildir annars
staðar í Fossvogshverfi, þar sem
strengir liggja i gangstígum á lóð-
um. Er miöað við, að hinn mjói
stígur rýrist ekki — og kassinn
sé sem minnst inni á lóöum.
I skilmálum borgarverkfræðings,
dags. 15.2.1966, sem húsbyggjendur
hafa fengið afhenta við lóðarút-
hlutun, segir (14. gr.): „Kvöð er
um jarðstrengi, tengiskápa og götu-
ljósastólpa í öllum stígum og á
1,0 m breiðu belti til hvorrar hand-
ar“.
BELLA
Hvað heldur þú aö hafi komið
fyrir. Siminn er ekki í sambandi
og ég hef ekkert getað hringt. —
Forstjórinn varð svo undrandi,
þegar ég hringdi ekkert, að hann
gaf mér bara fri.
Afstööumyndin er gerð eftir
mæliblaöi frá borgarverkfræöingi,
sem innig var afhent við lóðaút-
hlutun. Samkvæmt því á umrædd-
ur stígur aðeins að vera 2,0 m
breiður gangstígur. Akstur bifreiða
er, samkvæmt skipulagi hverfisins,
aðeins Ieyfður við götuna Gilja-
land ....
Við húsin Giljaland 27—35 er
stígurinn ráðgerður nokkru nær
húsinu. Gefst húseigendum þar því
svigrúm til aö aka utan við var-
kassa Rafveitunnar, þó aðeins nú
meðan lóðin norðan stígsins er ó-
ræktuö. Þetta er auðvitað ekki til
frambúðar. Stígurinn er þar aöeins
2,0 m breiður og ekki ætlaður til
aksturs.
Því miöur virðast húsbyggjendur
ekki kynna sér mæliblöð né lóða-
skilmála nægilega vel í upphafi, og
veldur þetta iðulega misskilningi,
eins og þetta tilvik sannar. Mjög
oft kemur í ljós, viö lagningu
heimtauga í nýbyggingahverfum,
að húseigendur gera sér ekki grein
fyrir lóöamörkum, né heldur kvöð-
um um stíga, jarðstrengi o.þ.h.
Útivarkassar, eins og hér um
ræðir, eru nokkur nýlunda hér á
landi. Hagræði við að staösetja þá
úti, en ekki inni eins og verið hef-
ur, er ótvírætt fyrir báða aöila,
húseiganda og rafveituna. Ekki
þarf að ónáöa húseigendur vegna
aðgeröa i þessum kössum, eins og
óhjákvæmilegt er við innivarkassa.
Auk þess er um fullkomnari vörn
á heimtauginni að raéða, og straum-
leysi, viö bilun á heimtaug, tak-
markast við eitt hús í stað heils
hverfis áöur. Væntir Rafmagnsveit-
an góðrar samvinnu viö húsbyggj-
endur um notkun kassa þessara í
framtíöinni.“
Þannig hljóðar þessi greinargerð
Rafmagnsveitunnar. Skrif Vísis
höfðu það markmið að benda á,
að vegna staðsetningar varkassa
við húsin Giljaland 26 — 32 er úti-
Iokað að koma bifreið að þeim og
sjúkralið eða slökkvilið á ekki aö-
gang að húsinu, þótt í nauðir reki.
í greinargerðinni er viöurkennt, að
varkassinn hafi veriö settur niður
á rangan stað, og það verði þegar
lagfært. Þegar þeirri lagfæringu er
lokið, er tilgangi skrifanna náð;
orðiö hefur verið við réttmætum
kröfum húseigendanna.
VEÐRIÐ
í DAG
Austan og suö-
austan kaldi, skúr
ir, en bjart meö
köflum. Hiti 10-14
stig.
VISIR
50
fijrir
áruTrt
Prentarafélagiö fer í skemmti-
1 för á morgun suður i Leynimýri.
Skemmt verður meö ræðum.
Vísir 6. sept. 1918.
Bílasola - Bílaskipti
Scania Vabis vörubill árg. ’63
typa 56, má greiöa að mestu
með fasteignatryggðum skulda-
bréfum.
Austin-Mini árg. ’64. Vil skipta á
Volkswagen árg. ’63—’65. Fleira
kemur til greina.
Volvo Amazon árg. ’58, verð og
greið^la samkomulag.
Saab ’63 verð og greiðsla samkomu
lag.
Saab ’67, keyröur 15 þús. km. verð
krónur 185 þúsund.
Vauxháll — Velux árg. 64, ýmis
skipti koma til greina.
Landrover — diesel árg. ’64. Kr.
145 þús. útb.
Rússajeppi árg. ’56, bensin. Kr. 55
þús. útb.
Rússajeppi diesel árg. ’59. Kr. 100
þús. samkomulag.
Flestar gerðir af jeppabifreiðum.
Ýmsar gerðir af sendibilum með
stöövarplássi. Gjörið svo vel og
kynnið yður verö og ástand.
Bifreibasalan,
Borgartúni 1
Símar 18085 og 19615.
Br-liBHaiag—«
ÍSBBMBBMBBÍBBBBBBé