Vísir - 10.09.1968, Síða 5
5
V í SIR . Þriðjudagur 10. september 1968.
gsg»gs«æs’iiiwr' mmammmmmammmmmmmmm
SÝRÐAR ASÍUR.
Asíurnar eru flysjaðar, skorn-
ar eftir endilöngu og kjaminn
tekinn úr. Skomar í stórar
sneiðar. Ef sneiðarnar eru mjög
harðar er heitu vatni hellt yfir
þær. Nuddaðar með' salti og
geymdar til næsta dags. Settar í
gatasigti svo að lögurinn renni
vel af þeim. Sneiðunum raðað
í hreina glerkrukku.
EDIKSLÖGUR.
Edikið er soðið, hellt á asíurn
ar, þurrka lögð yfir krukkuna
og geymt á köldum stað í 2 sól-
arhringa. Þá er edikinu hellt af,
soðið aftur og hellt heitu yfir
asíurnar, og geymt aftur í 2 sól-
arhringa. Þá er edikið mælt og
því fleygt. Jafnmikið nýtt edik
er nú tekið. og í hvern lítra af
ediki er nú sett sykur, laukur,
sólselja og kryddpokinn, sem
þannig er útbúinn:
Allt kryddið er látið í stóran,
tvöfaldan, ferkantaðan gasklút
eða fleiri klúta séu krukkurnar.
margar. Klúturinn er áður soð-
inn, ásamt spottanum, sem hann
er hnýttur saman meö. Bezt er
að klúturinn sé svo stór að hann
hylji yfirborð krukkunnar, sem
asíurnar eru geymdar í. Þaö er
ágæt vörn gegn bakteríum.
Edikslögurinn er nú soðinn
. með kryddpokanum, laukur og
sólselja tekin upp úr og sett nið-
ur f krukkuna á milli asíusneið-
anna. Séu asíusneiöarnar harðar
og ekki glærar er ediksleginum
hellt sjóðandi yfir. Annars er
hann kældur, séu sneiðarnar
orðnar mjúkar og glærar. Krydd
pokinn er svo lagður ofan á
krukkuna. Gæta verður þess
að lögurinn fljóti yfir asíumar.
Línþurrka er lögð yfir krukk-
una, þangaö til kalt er orðið
í henni. Bundið yfir. Það er
ekki nauðsynlegt að nota allar
þær tegundir af kryddi, sem
hér eru nefndar en einnig má
nota meira krydd ef asíumar
eiga að vera sterkar.
SÝRÐAR GÚRKUR.
Aðeins óskemmdar og góðar
gúrkur eru nothæfar til
geymslu, Gúrkurnar þvegnar og
þerraðar. Séu þær smáar, erþeim
sem snöggvast drepið niöur i
heitt vatn síðan lagöar á lín-
þurrku. Séu þær stórar og harð
ar eru þær soðnar i 2-3 mínútur.
Gúrkurnar eru að öðru leyti
sýrðar eins og asíur, nema þær
eru lagðar í saltpækil, sem bú-
inn er til úr 1 lítra vatns og
150 gr. af salti. Þaö er soðið
saman og kælt og hellt yfir gúrk
urnar, geymdar í pæklinum 12-
14 klst. Pækillinn látinn síga af
þeim, áður en þær eru sýrðar.
BLÁBERJATERTA.
150 gr. smjör
200 gr. hveiti
100 gr. sykur
og einn rjómaostur er hrærður
með einni eggjarauðu, geymiö
í 1 klst. Stráið sykri yfir blá-
berin, sem hafa verið hreinsuð
og þurrkuð vel. Smyrjið mót og
setjið 1 það % hluta deigsins.
Bláberin lögð ofan á. Afgang-
inn af deiginu rúllið þið upp í
stengur sem em lagðar eins og
rimlar í hjóli yfir bláberin. Tert
an er pensluð með eggjarauðu.
Bökuð við 200 gráður í ca. 25
mín.
RABARBARAÁBÆTIR.
Vt 1. súrmjólk
1 dl. þeyttur rjómi
1 glas koníak
25 g sykur
250 gr. rabarbarasulta
(án safa)
Blandið koníakinu saman við
KRYDDLÖGUR.
1 1 edik
V2 kg. sykur
80—110 gr. hveiti
1 msk. karrý
1 msk. sinnep
Vi tsk. steyttur pipar
1 msk. rotvarnarefni
Skiptið blómkálinu í hríslur
og skerið grænmetið f fallega
bita og leggiö það f saltpækil
(150 gr. af salti fyrir hvern lítra
vatn) í sólarhring. Takið þaö
upp úr pæklinum og snöggsjóð-
iö í vatni. Blandið því síðan sam
an við krvddlög, sem búinn er
til á eftirfarandi hátt:
Sjóðið saman edik og sykur.
10. síðu.
— nokkrar uppskriftir
Bláberjaterta og
grænmeti í súr
W"ú er einmitt timinn til þess
fyrir húsmæður að sjóða nið
ur, frysta og koma í súr eða
þurrka ýmis ber og grænmeti,
sem nú er á boðstólum. Viö
bendum á sólseljuna, sem hefur
fengizt f búðum, sem afbragðs-
viðbót í pottinn, þegar kjöt og
fiskur er soöinn því að sólselj-
an gefur mjög góðan keim með
þessum mat. Einnig er ekki úr
vegi meðan þessi kryddjurt fæst
að fá knippi af henni og geymá.
Þá eru það asíumar, sem fást
hér í verzlunum og gúrkur, sem
eru sumum nær ómissandi með
steikinni, sýrðar. Einnig er
pickles vinsæll og gafum við
uppskriftir aö því hvemig á að
sýra þetta grænmeti hér á eftir.
Einnig uppskrift að bláberja-
köku í tilefni berjatímans, og
uppskrift að rabarbaraábæti.
Við byrjum á bláberjatert-
unni, því langt er síðan við höf-
um komið með kökuuppskrift
á siðunni:
sultuna og setjið í súrmjölk-
ina. Þeytið sykurinn saman
við rjómann og sétjið saman við
sultuna og súrmjólkina. Látiö
ábætinn í skálar, sem geýmdar
eru á vel köldum stað þar til
borða á ábætinn. Skreyta má
með jaröarberjum, sem eru skor
in í helminga og berið ískex
með.
PICKLES.
gúrkur
laukar
grænir tómatar
gulrætur
blómkál
samtals 1 kíló
DÖMUR
LAGNINGAR — PERMANENT —
KLIPPINGAR — HÁRLITUN —
LOKKAGREIÐSLUR
VALHÖLL
Laugavegi 25 . Sími 14662
VALHÖLL
Kjörgarði . Sími 19216
LAUST STARF
Bæjarskrifstofurnar í Kópavogi óska að ráða
símastúlku strax. Vélritunarkunnátta nauð-
synleg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf berist undirrituðum fyrir 15. þ.m.
9. september 1968.
BÆJARSTJÓRINN f KÓPAVOGI
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS
Orbsending til áskrifenda
Sala áskriftarskírteina er þegar hafin. Áskrifendur
eiga forkaupsrétt að aðgöngumiðum til 16. september.
Endurnýjun óskast tilkynnt nú þegar. Sala fer fram í
Ríkisútvarpinu, Skúlagötu 4, 4. hæð - sími 22260.
Fyrstu áskriftartónleikar verða 26. september.
Kranastjóri
Reglusamur og stundvís maður óskar eftir kranastjóra-
starfi í lengri eða skemmri tíma. - Til. sendist augl.d.
Vísis fyrir 15. þ. m. merkt „Reglusamur - 977“.
NORR€NA HÖSIÐ
POHJOLAN TAIO
NORDENS HUS
Hand- og listiðn-
aðarsýningin
er opin alla virka daga frá kl. 17 til 22.
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 22.
Athugið! Aðeins stuittur tími eftir!
Ný norræn dagblöð liggja frammi
í kafíistofunni.