Vísir - 18.09.1968, Síða 1
— Hébinn fann þar átta vaBandi torfur i morgun
— M'órg skip á /e/'ð jbangaá
Síldveiðiskipið Héðinn fann klukkan sex í morgun
átta vaðandi síldartorfur 260—270 mílur NA af Langa-
nesi, eða helmingi nær landi en veiðisvæðið hefur verið
síðustu daga. — Það þykja orðið stórmerki að sjá vað-
andi síld. — Margur hefur farið á síld síðustu sumur
án þess að sjá svo mikið sem eina torfu vaða.
Héðinn var á leið í land af | fermi og rakst þá á vaðandi torf-
síldarmiðunum með nær full-1 ur á stað um 68° 52’ N. br. og
um 5° vesturlengdar, eða á
þriðja hundrað mflum sunnar og
vestar en síldarveiðisvæðið. —
Kastaði hann þar á eina torfuna,
en missti mestan hluta hennar.
Náði skipið samt 40 tunnum úr
torfunni. Skipstjórinn sagði, að
þarna hefði verið um stóra torfu
að ræða — og hefðu líklega ver-
ið í henni um 150 tonn. — Sfldin
var stór og falleg.
Mörg skip eru nú á leið á þetta
svæði og verða komin þangað í
kvöld.
Þessar fréttir hafa vakið mikiö
umtal og fögnuð á Austfjöirðum og
Brutust inn í 5 fyrirtæki í sama
húsi sömu nóttina
Höfðu litið sem ekkert upp úr krafsinu
■ 1 nótt var brotizt inn í rit-
stjómarskrifstofur Vísis og fjög-
ur önnur fyrirtæki í sama hús-
inu, Laugavegi 178, en nokkur
herðatré, eitt útvarpstæki, ein
þjöl og járnklippur virðist vera
það eina, sem þjófarnir báru úr
býtum.
Mikla fyrirhöfn hafa þjófamir
lagt á sig í leit að peningum og
lausafé. Stungið eða brotið upp
nokkrar hurðir og tekið glerrúð-
ur úr öðrum — enda skal mikið
til mikils vinna — en árangurinn
hefur verið þeim fátæklegur.
Þegar ■ eigendur og starfsfólk
mætti til vinnu sinnar í morgun, gaf
að líta lögreglumenn að störfum í
leit að einhverju því, sern leitt gæti
þá á slóð þjófanna. Varð mönnum
bilt við, sem vissu af dýrmætum
tækjum og öðrum munum í húsinu,
sem gráöugar hendur þjófa gætu
spillt, ef hrófluðu þær við þeim.
Þegar betur var að gáð létti mönn
um aftur, þvf þjófarnir höfðu ver-
ið tiltölulega tillitssamir f um-
gengni og skemmt lítið. — Rúður
höfðu þeir tekiö heilar úr hurðum,
en ekki brotið, og dregið skúffur
úr skrifborðum á venjulegan hátt,
en ekki með rofjámi.
Þjóifarnir höfðu lagt leið sina inn ,
á skrifstofur Landmælinga og stoliö
þaðan einu útvarpstæki, en látið
óhreyfð Ijósmyndatæki, filmur og
kort, sem þar eru geymd og eru
tuga milljóna virði. Rótað haföi
verið í hillum og skúffum í skrif-
| stofum Rolfs Jóhansens, stórkaup-
manns, en í fljótu bragði virtist
i engu verðmæti hafa verið stoliö.
Stór peningaskápur hafði verið
færður til, en þjófarnir hafa misst
1 áhugann fyrir honum aftur.
Þá hafði verið farið inn í við-
tækjaverkstæði Eggerts Benónýs-
j sonar, en engu stolið nema þjöl og
jámklippum, og engu höfðu þjóf-
! amir stolið í heildverzluninni
Kötlu.
■ Allar líkur benda til þess, að
þjófarnir hafi klifrað upp vinnu-
pall á bakhlið byggingarinnar og
. farið inn um dyr á þaki hússins.
i Á ýmsan hátt hafa þeir borið sig
svipað aö og þjófarnir, sem brutust
! inn í Híbýlaprýði í Hallamúla um
1 síðustu helgi.
ríkir mikil bjartsýni í síldarbæjun-
um. Ef eitthvað veröur af veiði
þarna má búast við að síldarsölt-
unarstöðvarnar fyllist af lífi næstu
dagana því að skipin geta siglt meö
síldina óvarða af þessum slóðum
til söltunar I landi. Þetta er aðeins
sólarhrings stím frá Austfjarðáhöfn
um. Saltendur eru nú margir í
fólksleit og má búast viö að fólk
streymi austur á firði næstu daga
í sfldarvinnsluna.
Allmargir bátar eru nú á landleið
með ísvarða síld. Óskar Halldórs-
son átti að koma til Seyðisfjarðar
í dag. Magnús og Helgi Flóventsson
voru væntanlegir með ísaöa sfld til
Neskaupstaöar og fleiri skip voru á
landleið með góðan afla.
Veiöi var ekki sérlega góð síð-
asta sólarhring á miðunum vestur
af Jan Mayen, aðeins á 8. hundrað
tonn. Síldargangan þar norður frá
hefur þá þokazt vestur undir þriðja
lengdarbaug, A. I. — En nú vona
'menn aö allmikið af síldargöngunni
sé komið sunnar og vestar, eins og
þessi óvænti síldarfundur í morgun
bendir til.
Þarr.a virðast þjófamir hafa
klifraö pnn á hak.
58. árg. - MiSvikudagur 18.
- 209. tbl.
Fjöliðjan á ísafirði
kærð til saksóknara
Fjöliöjan h.f. á ísafirði framleiðir ( aðilum, sem segjast hafa borið
svonefnt Secure-einangrunargler. skarðan hlut frú borði í viöskiptum
Hefur hún selt það víöa um land. við glerverksmiðju þessa. Bæjar-
Blaðið hefur haft spumir af ýmsum i >>-> 10. síöa.
Verzlanirnar á Seyðisfirði
á hausnum til skiptis
— Gjaldþrot hjá Dvergasteini
■ Verzlunarvandræði Seyð-
firðinga ætja ekki að verða
endaslepp. Önnur aðalverzlun
staðarins, Dvergasteinn, er
nú gjaldþrota og var henni
lokað fyrir helgina með fó-
getavaldi.
Skemmst er að minnast
þess, að Kaupfélagið þar á
staðnum „fór á hausinn“ í
fyrra, en það hefur verið opn-
að aftur fyrir allnokkru -
sem útibú frá Kaupfélagi Hér
aðsbúa. — Er það nú eina
matvöruverzlunin á Seyðis-
firði.
Dvergasteinn er nýleg verzlun
og var í splunkunýju húsnæði.
Hún hefur starfað öll þessi góð-
æri og búiö við síldargróða, en
samt hafa skuldirnar vaxið um-
fram eignir. Verzlunin mun eiga
talsvert útistandandi í vöruút-
tekt, einkum til báta og útgerða
og hafa slík vörulán gert nokk-
urt strik f reikninginn.
Seyðfirðingar mega nú kaupa
alla matvöru í Kaupfélaginu sem
þeir urðu að kaupa í Dverga-
steini á meöan Kaupfélagið var
gert upp í fyrra.
Skiptafundur í máli Dverga-
steins mun fara fram á mánu-
dag.
Vaðandi síU260 mílur útdf Austfjörðum
íslenzk fegurð slær í
gegn í New York
■ Islenzk ættuð stúlka að
nafni Nína Sigga tók fyrir
skömmu þátt f fegurðarsam-
keppni táninga í New York.
Það er ekki að sökum að
spyrja, þegar íslenzk stúlka
tekur þátt f fegurðarsam-
keppni. Nína Sigga lenti í
öðru sæti af 80 þátttakend-
um. Móðir hennar er Ásta Jó-
hannesdóttir og er úr Reykja-
vík. Nína er 15 ára og starf-
ar í New York við tízkusýn-
ingar og vekur alls staðar
mikla athygli. Hún býr þar á-
samt foreldrum sínum og er
heimili þeirra mjög íslenzkt
og er þar einnig mjög gest-
kvæmt af íslendingum, sem
dvelja í New York.
Rannsóknarlögreglumennirnir Sævar Jóhannesson t.v. og Gfsli
Guðmundsson t. h., rannsaka verksummerkin eftir þjófana í nótt