Vísir - 18.09.1968, Side 2
2
V Í SI-R . Miðvikudagur 18. september 1968.
„MARTRÖÐ" BENFICA ENDURTEKIN í GÆR
- VERÐUR ÞAÐ VALSMARTRÖÐ í KVÖLD?
• EUSEBIO, stjarna Benfica-
liðsins flýtti sér út úr Leifs-
búð í gærkvöldi, þegar Siguröur
Sigurösson fór að sýna sjón-
varpsáhorfendum framlenging-
una í úrslitaleiknum viö Man-
chester United í síðustu Evrópu-
bikarkeppni. Þá skoruðu Man-
chester-menn 3 ,mörk á stuttum
tíma og unnu leikinn 4—1.
Eusebio og félagar höfðu fengið
Leifsbúð fyrir sig og horfðu á
sjónvarp, liggjandi á gólfinu.
Stjörnunni fylgdu hlátrasköll
félaganna, sem sátu eftir og
fóru aftur í gegnum „martröö-
ina“ frá Wembley.
• ... og í kvöld? Hvaö
gerist í kvöld? Verður það
martröö fyrir Valsliðið, sem í
gær horfði á agndofa, meðan
Benfica-menn léku sér á æfing-
unni á Valsvellinum í gær.
Ekki þarf það að vera og látum
við ósagt um hvemig leikurinn
muni fara. Hitt er víst, að Vals-
menn hafa allt að vinna, —
engu að tapa, — nema fyrsta
Evrópubikarleiknum á heima-
velli.
Eusebio kom til Reykjavíkur
um miðjan dag i gær. Hópur
ungra pilta var mættur að venju
við Loftleiðahótelið og líklega
hefur aldrei verið eins líflegt
v<ð hótelið frá því það opnaði.
Lögreglan varð að veita vernd
sína, og móttökustjórinn og
menn hans höföu nóg aö gera
að „hreinsa til“ í forsalnum
öðru hverju. Eusebio talaði við
blaðamenn skömmu eftir komu
slna og verður þaö ekki rakiö
nánar hér, enda kom flest af
því og meira til fram í viðtali
við hann s.l. mánudag hér í
blaðinu.
Klukkan um 5 fóru Benfica-
menn til æfingarinnar á Vals-
velli. Geysilegt fjölmenni hafði
safnazt saman á vellinum til að
fylgjast með æfingunni. Aldrei
hafa svo margir komið til aö
horfa á æfingu liðs, — og menn
urðu ekki fyrir vonbrigðum.
„Þaö hefði alveg eins mátt
borga sig inn á þetta eins og
einhvern 1. deildarleikinn",
heyrði ég gamlan* vallargest
segja.
Líkari jazzballettflokki en
knattspyrnuliði voru leikmenn-
imir, þegar þeir dönsuðu I full-
komnum takti eftir fyrirsögn
þjálfarans í uppmýkingaræfing-
unum. Þetta voru aö vísu sömu
æfingarnar og íslenzkir knatt-
spyrnumenn nota, en i meðför-
um Portúgalanna urðu þær allar
aðrar, hreyfingin meiri og hraö-
ari.
í hópi áhorfendanna, sem
vart hafa verið færri en 1500
voru leikmenn Vals, sem keppa
við þetta fræga lið í kvöld.
Valsmenn héldu uppi góöa
skapinu og þjálfarinn þeirra,
Óli B. Jónsson gerði að gamni
sínu: „Við erum ekki búnir að
tapa enn, auðvitað vinnum
fffÍIMji
Það var skemmtilegur leikur,
sem fylgdi æfingunum. Þar var
í rauninni barizt, þótt návígi
væru ekki leyfð. Og leikmenn
áttu það til að þrátta um rang-
stöður og fleira, en þjálfarinn,
lágur maður og þykkvaxinn
geröi grin að öllu saman. Að
vísu var lítið mark á öllu þessu
takandi, en þarna fengu menn
þó aö sjá nokkuö sem heitir
knattmeðferð og er ákaflega lítt
þekkt fyrirbæri í knattspym-
unni okkar, því er nú verr og
miður.
Þotukeppni Flugfélags íslands
i golfi fór fram um síðustu helgi.
Leiknar' voru 36 hoiur og voru
þátttakendur alls 78. Veöur var
hið bezta meðan á keppninni stóö
og var hún mjög vel skipulögí-.
Leikið var á laugardag og sunnu-
dag og voru leiknar 18 holur hvorn
dag. Keppt var með og án forgjafar
og vakti það nokkra athygli, að
Suöumesjamelstari Þorbjöm Kjær-
bo varð að sætta sig við annað
sætið. Annars uröu úrslit sem hér
segln
Án forgjafar:
1. Pétur Björnsson 167 högg.
2. Þorbjörn Kjærbo 167 högg.
3. Hólmgeir Guðmundss. 167 högg.
Orslitin fengust eftir aukakeppni
milli þeirra þriggja. . |
Með forgjöf: i
1. Geir Odddsson, 129 högg nettó.
2. -3. Þorsteinn Pétursson 135
1 högg nettó.
■2-—3. Jóhann Nielsson 135
högg nettó.
Þeir Þorsteinn og Jóhann þurfa
I aö leika til úrslita um annaö sætið.
AÐ LOKUM: Benficamenn
láta vel yfir sér á Hótel Loftleið-
um. Að vísu hefur ásóknin
veriö gífurleg. Þeir hafa ekki
gert eins og við sögöum í gær,
borðað neitt sérstakt fæði eða
haft sérstakan matsal. Þeir
hafa einmitt borðað eins og
hestar og notið alls þess góða
matar, sem hótel á borð við
Loftleiðir bjóða. 1 gær skoöuðu
þeir sig um, fóru að Þingvöllum
og til Hverageröis. Grýta vildi
ekki gjósa fyrir þá i gær, —
Valsmenn hafa því tækifæri til
að sýna þeim íslenzkt gos i
kvöld, — gjörið þiö svo veL
— jbp —
Pétur Björnsson
sigraði í Þotu-
keppninni í golfi
— Fjölmennasta golfmót sem fram hefur fariö
EUSEBIO á blaðamannafundi £ gærdag skömmu eftir komuna. Hann er með einhvem
dýrasta knattspymuskó sem til er, gullhúðaðan skó, sem honum var afhentur í fyrrakvöld í
hófi í IParis. Blaðið L’Equipe sæmdi hann skón um í tilefni af því að hann skoraði flest mörk
í deildakeppnum Evrópu, — samtals 44 mörk. (Ljósmynd: Lennart Carlén).
Mvar á ai leggja bílnum?
í dag er útlit fyrir bezta fáan-1
legt haustveður í Reykjavík, —
og í Laugardal verða áhorfendur
líklega fleiri en nokkru sinni fyrr.
Búið er aö selja meira en 10 þús.
miða fyrirfram og liklega má bú-
ast viö mikilli fyrirframsölu miða
í dag. Vandamál númer eitt í sam-
bandi við leikinn, þegar vandamál
þeirra ellefu, sem berjast fyrir
Vals hönd er ekki haft með í reikn-
ingnum: Bílastæðin!
Baldur Jónsson, vallarstjóri,
tjáði Vísi í gær að rétt væri að
benda mönnum á bílastæðin við
nýju sundlaugarnar, einkum ef
menn hafa þegar keypt miöa. Það-
an er hægt að ganga að hliði, sem
opnað verður að norðanverðu,
en engin aðgöngumiðasala er þar.
Þá eru bílastæði við íþróttahöllina,
og ættu menn að notfæra sér þau.
Við bendum svo á það frá eigin
brjósti, að skynsamlegast er lík-
lega að leggja bílum i talsverðri ■
fjarlægð frá leikvellinum þvi að dá- ,
lítil gönguferð skaðar engan, og
öruggt má telja að við leikvanginn
verði talsvert „kaos“, þrátt fyrir
að lögregla geri miklar ráðstafanir,
enda má búast við að vallargestir
komi akandi á nokkrum þúsundum
bíla, vart færri en 2000, og það
kostar alltaf nokkum tima að veita
slíkum umferðarþunga burtu frá
einum litlum bletti.
— jbp — \
TCfmssa
st T^aaa
eeks
I