Vísir - 18.09.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 18.09.1968, Blaðsíða 4
Msas mæsmmmmi | y ! k y | 5*:í'4 r I mm K.‘s’ -f-ir'l, -vV i&taÆSiBi Söngkonan Lili-Babs Lili-Babs, sænska söngkonan er ástfangin. Hún skýrði frá þessu nýlega og sagði, að drautnaprins hennar væri nákvæmlega eins og norski landsliðsmarkvörðurinn Kjell Kaspersen. Það var norskur blaðamaður, sem fyrst veitti at- hygli aö eitthvað hlaut að vera á milli þeirra, því þegar Svíar og Norðmenn léku landsleik í knatt- spyrnu sl. laugardag, leit Lili- Babs ekki á annað en Kaspersen. Einhver orðrómur hafði þó geng ið um það, að þau væru að slá sér saman, en höfðu til þessa kom izt fram hjá öllum helztu slúður- sagnahöfundum og ljósmyndur- unum. Blaöamaðurinn fylgdi Markvörðurinn Kaspersen. henni eftir og þegar hún beiö hans fyrir utan búningsherbergið greip hann tækifærið. Hann spurði hana um hver væri hennar draumaprins og hún svaraði því til að hann væri eins og Kasper- sen og einnig sagði hún að þau ætluðu að trúlofa sig. En hvernig vill þessi fræga söngkona hafa eiginmann sinn? Ég vil ekki hafa hann ljóshærð an og ekki heldur of dökkhærð- an. Hann á að hafa gaman af í- þróttum, tala ensku og hjálpa til við uppþvottinn. Og þannig er Kjell Kaspersen. Fréttin um trúlofunina fiaug eins og eldur í sinu, og nú hef ur komið fram, að Kaspersen hef ur skemmt sér mjög mikið upp á síðkastið og fær þess vegna frí frá næstu landsleikjum Norð- manna. Ástin getur stundum ver- ið dýrkeypt. Hún er svartasta fegurðardrottning Ameríku Nýlega lauk í Bandaríkjunum tveimur fegurðarsamkeppnum sem að venju hafa vakið mikla athygli. Önnur er opin öllum stúlkum innan ríkja Bandaríkj- anna, hvort heldur þær eru svart I ar eða hvítar. Hin er aðeins fyrir- svartar stúlkur og sú sem sigr- aði að þessu sinni í þeirri keppni heitir Sandra Williams og er frá Fíladeilfíu. Hún er aðeins 19 ára gömul og fannst öllum sigur henn ar vera veröskuldaður. Hún legg ur stund á læknisfræði og ætlar að halda áfram námi, þrátt fyrir girnileg tilboð. Hún hefur þó hugs að sér að taka þátt í alheimsfeg- urðarsamkeppninni að ári. Hin svarta, fegurðardrottning Ameríku, Sandra Williams, er í miðið, en við hennar hlið eru t. v. Linda Johnson, sem varð númer 2, og t. h. Therese Clayton, se*n hafnaði í þriðja sæti. Þar er ekki fegurðinni fyrir að fara! Fyrir nokkrum dögum fór fram í Stokkhólmi hnefaleikakeppni á milli Jimmy Ellis, blökkumanns frá Bandaríkjunum og gömlu kempunnar Floyd Pattersons. — Leikurinn var liður í heimsmeist arakeppninni í hnefaleikum. Þús undir manna fylgdust með þess ari viðureign, sem var mjög spenn andi. Var nú i fyrsta skipti að- eins notaður einn dómari, en áð- ur hafa þeir alltaf verið tveir. Leiknum lyktaöi með sigri Ellis, og kom sigur hans mjög á óvart. Þrátt fyrir að Patterson sigraði i átta lotum af fimmtán, var úr skurði dómarans ekki breytt. Mikl ar deilur hafa risið út af úrslit- unum og telja menn jafnvel, að dómarinn hafi þegið mútur. Hnefi Pattersons lenti oft í höfði Jimmy Ellis og var myndin tekin við gitt tækifærið. Þetta ur vart flokkazt undir fegurðarsamkeppni, eða hvað? Fimmtán óbrigðul ráð til að fá skilnað frá eiginmanni Langi einhverja konu til að fá skilnað frá eiginmanni sínum, ætti hún að fara eftir eftirfarandi heilræðum, sem nýlega birtust í sænsku blaði. Raunar eru til fleiri leiðir, en hér verða aðeins nefndar fimmtán: 1. Farið aldrei eftir ráölegging- um tengdamóður yðar. 2. Lifið á dósamat, einkum ef þér hafiö, meðan á trúlofuh- inni stóð, státað af fæmi yð- ar í matartilbúningi. 3. Biðjið tengdamóður yðar um mataruppskrift, en gleymið svo að taka hana heim með yður. 4. Fáið peninga lánaða hjá tengdamömmu og bendið á, hversu nízkur eiginmaöurinn er. 5. Eyöið peningum, sem þér haf- ið tekið að láni fyrir fötum. 6. Akið út um helgina með vin- konu. Segið eiginmanninum að fara heim tfl mömmu sinnar á meðan. 7. Þegar þér komið heim aftur, krefjizt þá peninga fyrir eins miklum fatnaði og vinkonan eigi. 8. Festið kaup á fötunum, hvort sem þér fáið peninga eða ekki. Sendið honum reikninginn. 9. Segið honum, að mamma haldi því fram, aö sérhver kona þarfnist eigin fjár, til þess að henni finnist hún yera sjálfstæð og örugg. 10. Sýnið honum fram á, að hann þurfi að fá meiri virðingu í starfi. 11. Minnið hann sífellt á veik- leika hans. 12. Ef þið hafið rifizt fyrir mi^S- degisverð, hringið þá f han'n á vinnustaö og haldið áfram að rífast. 13. Þegar hann kemur heim, hald- ið þá áfram að skammast, áð- ur en hann hefur iagt frá sér töskuna. 14. Spyrjið nágranna yðar, hvort hann telji, að nokkor kona geti þrifizt við þær aðsíæður, sem þér hafið. 15. Segið honum, að það sé hörmulegt, hve barnið lfkist föðurafa sínum. Ef trl vill mætti snúa þessu við og segja, að varast beri ofam- greind atriði, ef hjónabandið eigi að vera farsælt. En hafi hver, sem vill. Dýr þjónusta Oft er kvartað yfir alls konar þjónustu, og allt of oft með réttu. Það er eins og þjónustu andann og alúðina vanti. Það eina sem gert er með alúö er að búa til reikninginn. Þetta er reynzla allt of margra, sem leita á náðir vmiss konar þjónustuað ila. Meðai þess sem mikið er aug lýst f blbðunum er hreingerning arvinna, en þeir eru nokkuð margir aöilamir, sem taka slíka þjónustu að sér. Vinnutaxtar eru þó ekki auglýstir. Fyrir nokkra fór fjölskylda ein eftir einni slíkri auglýsingu og réði sér bræöur tvo til að hafa með sér eru vatnsfötur, að seldir vinnutaxtar séu aug- hreingera hjá sér. Verkiö tók þá klútar og kústar. lýstir, þannig að fólk geti betur þrjár vinnustundir. Húsmóðirin Hvaö hafa þessir menn eig- áttað sig á þvf, hvað er verið ætlaði þegar að verkinu loknu inlega i vinnulaun? Reiknast að kaupa. Slfkt mundi losa hrein Jifaid&iGoúi að gera upp reikninginn, en hennl brá ekki lítið í brún, þeg- ar hún fær reikning upp á 1.900 krónur, og henn veröur spurn: Hvernig má slíkt vera? Einu áhöidin sem þessir menn kaup á stundir, sem ekki eru unnar eða hvernig getur Iegið í slíkri reikningasmíði? Þaö er miög áriöandi, þegar um svo mikið notaða þjónustu er að ræða sem hreingerningar, gerningarmenn sjálfa við mikið þras, ef þeir kunngerðu fyrir- fram, hvemig þeir muni búa til reikninga sína. Sama máli gegnir um alls kon ar þjónustu, sem fólk þarf að kaupa frá hinum ýmsu aðilum. Það þarf að vera á hreinu, hvem ig reikna á vinnustundir, hvort flutningskostnaður er reiknaður á kostnað verkkaupanda eða hvort verktakinn kernur sér sjálfur á vinnustaö eða ekkl. Þessu eru oft ekki gerð nægilejf skil frá hendi verktaka, og þann ig á sér stað alls konar misskfln ingur. Hreingemingarmenn sem og aðr ir þeir aðilar sem táka að sér algenga þiónustu eiga að gera meira að þvi að auglýsa setda vinnutaxtá og hvemig þeir reikn ast. Þrándur í Göte.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.