Vísir


Vísir - 18.09.1968, Qupperneq 7

Vísir - 18.09.1968, Qupperneq 7
V í SIR . Miðvikudagur 18. september 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun Verðar rætt um Biafra á vettvangi Sameiauðu þjéðanaa? Ummæli utanrikisráðherra Kanada hafa vakið mikla athygli og undrun Mitchell Sharp, utanrík- isráðherra Kanada, kveðst munu leggja til, að Biafra- málið verði rætt á Alísherj- arþingi Sameinuðu þjóð- anna, ef Afríkuríkin geri það ekki, en hann kvaðst þess hvetjandi, að þau gerðu það. — Síðar var sagt, að það væri einvörð- ungu frá mannúðarlegu sjónanniði, sem Mitchell ætlaði að hreyfa málinu. NEW YORK: Það hefur vakiö mikla athygli og ósmáa undrun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að Mitchell Sharp utanríkisráðherra Kanada sagði á þingi í gær, að hann myndi taka málið upp á vett vangi Sameinuðu þjóðanna, ef ná- grannalönd Nígeríu gerðu það ekki. Mitchell sagði þetta, er hann svar aði fyrirspurn frá leiðtoga stjórn- arandstöðunnar John Diefenbaker, ,hvað stjórnin ætlaöi sér aö gera út af þjóöarmorðinu í Biafra. Mitch- ell kvaðst helzt kjósa Einingarsam- tök Afríku legðu málið fram, en ef þau gera það ekki munum við ekki hika, sagöi Mitchell. Kanada á sæti i Öryggisráði og ekkert er til fyrirstöðu að málið veröi tekið fyrir í Öryggisráði, eða á Allherjarþinginu, sem kemur sam an í næstu viku, ef tillaga um að setja það á dagskrá þess verður samþykkt með nauösynlegum meiri hluta atkvæöa. Stjórnmálamenn á vettvangi Sam einuðu þjóðanna ræöa þetta mjög varlega og fregnirnar um þetta frá Kanada. — Sendinefnd Kanada þar, hefur ekkert sagt um þetta, og að sumra ætlan kann Mitchell aö hafa Gromykó vill umræðu um stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins á Alls- herjarþinginu, er hefst í næstu viku ,Diplómatiskt útspil" til að girða fyrir umræður um innrásina ® New York í gæn Sovétríkin hvöttu í gær Sameinuðu þjóðimar til þess að taka til íhugunar hvort ekki beri þegar í stað að grípa til aðgerða til þess að stöðva vígbún- aðarkapphlaupið og hefja afvopnun. Þetta kemur fram í greinargerö, sem Andrej Gromykó utanrikisráð- herra hefur lagt fram, en I henni leggur hann til, að málið verði tek- ið á dagskrá Allsherjarþingsins, sem kemur saman haustfundana í næstu viku. Brezki fréttaritarinn Michael Littlejohn, starfsmaður Reuter- I fréttast. telur hér vera um að ræða hina „árlegu tijraun Sovétríkjanna til þess að fá Sameinuðu þjóöimar til þess að hvetja til algers banns við notkun kjarnorkunvopna og til þess að eyðileggja allar kjarnorku- vopnabirgðir og stöðva afhendingu á efni til slíkra vopna svo sem langdrægra eldflauga". Gromykó heldur því fram í grein- argerð sinni, að hafa verði hraðan á til aðgerða til þess að stöðva víg- búnaðarkapphlaupið vegna þess, hversu nú er ástatt og horfir á alþjóðavettvangi. Sumir stjórnmálamenn á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna eru þeirrar skoðunar, að megintilgang- ur Gromykós nú, sé að verða á undan þeim, sem kynnu að krefj- ast umræðu um innrásiría, og þá sennilega beitt þeim rökum, að slík umræða myndi auka á viðsjár og torvelda að draga úr vígbún- aöarkapphlaupinu. Menn velta fyrir sér, hvort söv- étstjómin muni ná þeim árangVi, sem hún leitast við að ná meö þessu diplomatiska útspili, en þaö er augljóst mál, segja hinir sömu, að þenslan í Austur-Evrópu mun setja sinn svip' á stjórnmálalegar umræður á Allsherjarþinginu. \< f\ . ýýS'\< ' & sagt það, sem eftir honum var haft, er hann átti í vök að verjast í heitri orðasennu. Mitchell hafnaði kröfu stjórnarandstöðunnar um aðgerðir þegar, ef Afríkuríkin tækju sér ekki fyrir hendur aö leggja málið fyrir. „Ég er viss um“, sagði Sharp, „að viö mundum allir hika við að ákæra Nígeríu fyrir þjóðarmorð í Biafra“. Þessar otðahnippingar áttu sér stað áður en fundi Einingarsamtaka Afríku lauk í Algeirsborg, en þar var skoraö á Ieiðtoga Bíafra að hafa samstarf við sambandsstjórn ina um að finna leiðir til lausnar deilunni, og ekkert var sagt aö leggja málið fvrir sameinuðu þjóð irnar. — í stöðvum Sameinuðu þjóðanna er beðið átekta og farið meö gætni og bent er á, að aöeins fjögur lönd hafi viðurkennt sjálf stæði Bíafra. - Afríkuþjóöunum er Ijóst segir í NTB-fréttinni, að ef Bíaframálið — sem að flestra áliti er þjóðarréttarlegt innanríkis- mál, verður tekið fyrir í Öryggis- ráði eða á Allsherjarþinginu, verði skapað með því fordæmi, sem geti komið öðrum Afríkuríkjum í koll sfðar. Loks segir í fréttinni, að stór- veldin muni líka viðhafa alla gætni í þessu máli. Sovézkur gervi- lihöttur fór fram hjá tunglinu í morgun \Er á leið aftur til jarðat ! © Manchester: Sovézkur gervi i hnöttur, sem fór fram hjá tungl- | inu í morgun í 1600 km fjarlægð, i er trúlega á leið aftur til jarðar. • Heimildarmaður fréttarinnar er ' Sir Bemard Lovell, forstöðumað i ur geimrannsóknastöðvarinnar á 1 Yodrell Bank.. Tákn hafa borizt | frá gervihnettinum i alla nótt i með 40 mínútna milliblli. Sovétríkin aðvöruð Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent Sovétríkjunum aðvörun þess efnis, að hvers konar hemaðar- legum aðgerðum gegn Vestur-Þýzka landi yrði svarað með gagnaðgerð- um þegar í stað af Noröur-Atlants- ’ hafsbandalaginu. Af hálfu Sovétríkjanna hefur að I undanförnu verið látið skína í það, að Sovétríkin hefðu rétt til slíkrar íhlutunar. Vestur-Þýzkaland hefur vísað þeim skoöunum á bug, svo og ; Bandaríkin og Frakkland. Það hefur ekki enn orðið af hinni miklu sókn gegn Saigon, sem alltaf var verið að tala um í her- stjórnartilkynningum mánuðum saman, en það eru alltaf að finnast vopnabirgðir einhvers staðar, eftir seinustu fréttum að dæma, og alltaf ér verið að berjast, mest við landamæri Kambodíu og sunnan afvopnuðu spildunnar. Á þessum tveimur stöðum fcafa Norður-Víetnamar og Víetcong haft j betur í tveimur orustum — manntjón hinna, 200 Suður-Víetnamar í annarri — 140 Bandaríkjamenn í hinni. Myndin er af bandarískum hermönnum með særðan og bundinn Víetconghermann á milli sín. I Dubcek og Husak til Moskvu • í gær var sagt í Prag, að fiokksleiðtoginn, Alexander Dub cek, kynni að fara til Moskvu um næstu helgi til frekari við- ræðna við sovétstjórnina, og að dr. Husak, leiðtogi Kommúnista- flokks Slóvakíu, myndi fara með honum. Þetta varð kunnugt nær sam-, tímis og frétzt hafði að forustu- nefnd Kommúnistaflokks Tékkó , sl.óvakíu áformaði frekari við- ræður við kommúnistaflokka ein stakra rikja. I Deilan uut Abe Fortas, sent Johnson tignefndi forseta Hæsta- réttur Washington í gær: Dómsmála- nefnd öldungadeildar þjóðþings Bandaríkjanna staðfesti í gær út- nefningu Johnsons fonseta á Abe Fortas í embætti forseta Hæsta- réttar í stað Earls Warrens. En þetta er ekki lokaafgreiösla málsins. Staðfesting veröur að fást við atkvæðagreiöslu í öldungadeild- inni, og þar kemur fyrirsjáanlega til átaka, þótt útnefningin kunni að verða samþykkt. Það var sam- þykkt meö 10 atkvæöum gegn 6 í dómsmálanefndinni, aö afgreiða málið til deildarinnar. Andstæöing- ar Fortas eru sagðir vongóðir um að geta með málþófsaðferðum kom- ið í veg fyrir lokaafgreiðslu á þessu þingtímabili. Þaö eru aðallega þing- menn beggja flokka úr Suöurríkj- unum, sem eru Fortas mótfallnir. Umræða í deildinni hefst að lík- iridum í næstu viku. PRAG: Tékkneskir leiðtogar hafa borið fram fnótmæli út af þvf, að sovézkir skriödrekar skuli enn fara um götur og torg miðhluta bæja í landinu (fyrir nokkru var sagt, aö Rússar væru famir með skriðdreka sína úr miöhverfum boganna). Mót- mælin voru afhent Kusnetzov fyrir helgi, og var það Oldrich Cernik for sætisráöherra, sem afheriti þau. STOKKHÓLMI: Tage Erlander forsætisráöherra staðfesti í fyrra- dag að hann myndi ekki halda á- fram formennsku jafnaöarmanna- flokksins fram yfir kosningamar 1970, jafnvel þótt næsti landsfund- ur veldi hann til þess. OSLÓ: Norska lögreglan fann af tilviljun 3 kg af eiturlyfi (hashishj), er hún var að snúast í allt ööru máli. Tvítug, dönsk kona hefur ver- ið handtekin og maður hennar, Marokkóbúi, 28 ára. Hann hefur neytt eiturlyfja frá 6 ára aldri og oft komizt undir manna hendur. — Hann var ger landrækur f Dan- mörku. Konan neitaði sakargiftum, en maöurinn játaði á sig smygliö, en kvað sér hafa verið ógnað. '3® 2E3

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.