Vísir - 18.09.1968, Qupperneq 9
V í SIR . Miðvikudagur 18. september 1968.
visiftsm:
Hvernig haldið þér að
leikurmn milii Vals og
Benfica fari?
Þóröur Stefánsson, fram-
reiðslumaöur: — Ætli við töpum
þessu ekki eins og öllu öðru.
Annars veit ég ekki hvemig fer.
Óánægður frá morgni til kvölds
# í Bændahöllinni er
nokkra bændur að finna,
— enda stæði þessi reisu
lega bygging varla undir
nafni öðruvísi. Sá þeirrá,
sem kannski er stærstur
í sniðum, er aðeins 38
ára gamall. Á hans „bæ“
er oft gestkvæmt, þar
eru stundum 1100 manns
í veizlusölum og undir
þaki hans eru nótt eftir
nótt 150 næturgestir.
Það er Konráð hótel-
stjóri Guðmundsson,
sem hér ræður ríkjum.
VT'ið hittum þennan hótelstjóra
stærsta hótels landsins fyr-
ir nokkrum dögum. Hann var
á fleygiferð til og frá eins og
gengur. Hótelstjóri veröur sjald-
an mjög gróinn við skrifborð
sitt. Engu að síður tókst mér að
fá Konráð til aö tala við mig
í klukkutíma um ýmislegt varð-
andi f hótel hans! ferðamál og
sitthvað fleira. Auðvitaö hringdi
sfminn í sífellu, viðskiptin héldu
áfram sinn vanagang á meðan.
Á veggjum mátti sjá innramm-
aða vitnisburöi um Hótel Sögu.
Lyndon B. skrifaði frá Washing-
ton: — Ég er mjög þakklátur og
hrifinn af hinni sérstöku þjón-
ustu á hóteli yðar o. s. frv.
Myndir af Konráði að fagna
stórmennum í móttökusal Sögu,
en bar hafa margir heimsfrægir
menn gist, þó ekki séu liðin
nema 6 ár frá því að hóteliö tók
til starfa.
Konráð hefur 160 manna
starfslið og gefur því góðan
vitnisburð. „Ég þarf ekki að
vera hér öllum stundum vegna
þess að starfsfólkið mitt er
vandanum vaxið og vinnur vel
sín störf“ Launagreiðslur
hótelsins til alls þessa fólks á
sfðasta ári voru tæpar 28
milljónir króna. Fyrirtækið sem
slíkt er þvf í hópi þeirra stærstu
hér á landi.
— Og hver eru nú stærstu
vandamálin á stóru hóteli?
„Líklegast skortur á sérþjálf-
uöu starfsfólki, og okkar brýn-
asta verkefni í dag er að ég
held efling Matsveina- og veit-
infeaþjónaskólans í fullkominn
hótelskóla, en hann er rekinn í
dag við mjög frumstæð skilyrði.
Hinar stóru ráðstefnur eru orö-
inn stærsti höfuðverkur hótel-
manna og þeirra er aö feröamál-
um starfa, aö sögn Konráðs.
„Við veröum að gera eitthvað til*
að efla þessa atvinnugrein, túr-
ismann, en ráðstefnuhaldið er
ar ráðstefnur eru meira og
minna styrktar að einhverju
leyti.“
— Nú eru líklega einhverjar
ráðstefnur þegar í undirbúningi?
,rJá, það er mikið af ráöstefn-.
um í undirbúningi,“ segir Kon-
ráð og flettir í þéttskrifuðum
dagbókum sínum. Þar er að
finna bókanir á alþjóðlegum
ráðstefnum lækna, a. m. k. 3
ráðstefnur, bæði næsta sumar
og sumarið 1970, alþjóðleg ráð-
stefna málvísindamanna næsta
sumar. Kiwanis-ráðstefna, svo
eitthvað sé nefnt.“
— Hvað geturðu sagt mér
um veitingamennskuna hér á
landi?
R'iki og borg ættu crð stuÖla oð jbv/ oð
beina ráÖstefnubaldinu frá aöal ferÖa-
mannatimabilinu — Þar er um eitt mesta
nauösynjamál feröamálanna aö ræÖa
— Rætt viö Konráö Guömundsson,
hótelstjóra á Sögu
okkur óþægur ljár í þúfu. Ráð-
stefnuhaldið verður að flytjast
af mesta ferðatímanum yfir á
„dauöari" tíma ársins. Allar ráð-
stefnur yfir 100 manna eru stór-
vandamál og höggva stórt skarð
í möguleika okkar. Ég skil ve)
,-þá, sem vilja halda ráðstefnur,
að þeir velji hásumarið til slíks.
Þeir vilja sýna gestum sínum
landið eins og það er fallegast.
Opinberir aöilar ættu ásamt
ferðaskrifstofum og flugfélögum
að stuðla að því að þessu verði
breytt ferðamálunum f stórhag.
Ég er líka viss um að meö þessú
móti væri hægt að lækka kostn-
að við ráðstefnuhaldið, flugfélög
og hótel til dæmis ættu auð-
veldara með að gefa af?látt en
yfir hásumarið, en þó yrði það
opinbera, bær og ríki, Ifklegast
áhrifamest, þar sem flestar þess-
„Allt fram á síðustu ár var öll
véitingamennska talin hálfgert
prjál og vitleysa. Nú er öldin
önnur og fólk hefur gjörbreytzt
til batnaðar, fólk fer út til að
boröa saman og eiga góöa
stund saman. Ástandið á veit-
ingahúsunum er allt annað en
var hér áður fyrr.“
— En hvað finnst útlending-
um, er ekki maturinn fulldýr
hér?“
„Jú, hann er tiltölulega mun
dýrari en t. d. herbergin, ef við
miðum við verðlag á hótelum
erlendis. Hráefni til matargerðar
eru allt að þrisvar sinnum dýrari
en erlendis og maturinn fullunn-
in verður því dýrari en þar.
Hins vegar er álagningin frá
okkar hálfu lág.“
— Og hráefnið, er það lakara
hér en erlendis?
„Hráefnið er almennt verra.
Hér vantar alla fræðslu um það
hvemig meðhöndla á matvæli.
Slátrararnir t. d. kunna vart mik
ið meira en að handleika byss-
uná.-“ go r-.ní') Tfi>Íir.' (ni i
— Gerum við nægilega mikið
að því að bjóöa útlendingum
upp á íslenzka fiskrétti og
lambakjöt?
„Jú, við gerum það. Þessa
rétti er aö finna á hverjum mat-
seöli hjá okkur. Oftast er þaö
svo, að útlendingar vilja smakka
íslenzku réttina fyrstu dagana.
En eftir það vilja þeir helzt fá
alþjóðlega rétti, eða mat líkan
þeim, sem þeir eiga að venjast."
— En hvemig er með að-
drætti til eldhússins?
„Þaö er einmitt oft erfiöleik-
um bundið að afla góðs hráefn-
is, jafnvel er það svo, að enfitt
getur verið að fá fisk eins og
flestir vita frá sínum heimilis-
innkaupum.“
— Eru útlendingar ánægðir
með dvöl hér?
„Já, þeir eru yfirleitt mjög
ánægðir. Satt að segja held ég
nú að það sé af því að þeir hafa
búizt við svo sáralitlu hjá okk-
ur. En þeir fara ánægðir, það
er fyrir mestu.“
— Spyrja útlendingarnir strax
eftir næturklúbbunum og sterk-
um bjór, þegar þeir koma á hót-
elið?
„Nei, það er ekki okkar
reynsla hér. Bjórinn spyrja þeir
næstum aldrei um og nætur-
klúbbar eða öllu heldur nætur-
kiúbbaleysið virðist ekki renna
þeim til rifja. Ég held satt að
segja, að næturklúbbamir yrðu
mest sóttir af íslendingum —
ekki ferðafólki."
-i Hvað um verölag á víni?
„Það er mjög lágt miðað’ við
víöa erlendis. Álagningin á
veiku víni er 28% en 56% á
sterku,'— álagningin á súkku-
laðinu frammi í sælgætissölunni
er miklu arðvænlegri finnst mér.
Ég tel það nauðsyn að verðlagn-
ingin á vini sé gefin frjáls, en
frekar að matarverðið verði
bundið.“
10. sfða.
Skjöldur Þorgrímsson, fisk-
sali: — Ég býst við að Benfica
vinni, en sjálfsagt þó ekki með
miklum mun. 3 — 1 finnst mér
líklegt. Þeir gera sjálfsagt svona
2—3 mörk yfir í byrjun til ör-
yggis og halda því forskoti.
Stefán Traustason, prentari:
— Það verður enginn sigur.
Ég býst við, að þetta veröi leik-
ur kattarins að músinni, ef
Benfica beitir sér.
Guöríður Ragnarsdóttir,
ungfrú: — Maður spáir engu, en
ég vona að strákamir i Val
standi sig. Það vona allir.
e '
Óli Kristinn Hrafnsson, Vísis-
söludrengur: Eusébio vinnur
þetta. Hinir í Benfica hjálpa
svolítið til.
Kristján Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri: Ég held að Valur
vinni. Portúgalamir munu halda
að þetta verðl svo létt að þeir
slappa af og átta sig ekki fyrr
en Valur er búinn að tryggja sér
sigurinn.