Vísir


Vísir - 18.09.1968, Qupperneq 12

Vísir - 18.09.1968, Qupperneq 12
12 VISIR . Miðvikudagur 18. september : FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDI Nokkurt anSartak stóð Merriday þama og brosti, rétt eins og hann hefði einungis í hyggju að sýna grá ar tennurnar, svo mælti hann lágt og hart: „Irenu Chase.... það er erindi mitt.“ Christian fölnaði og það leið nokkurt andartak, áður en roði færðist aftur í vanga hans og hann náði valdi á sér. „Hvemig snertir það yður?“ spurði hann. „Ég er bróðir hennar“, sagði Merriday. Christian virti hann fyrir sér. Hristi höfuðið. Ætlaði svo aö halda áfram eins og ekkert hefði í skor- izt. „Það er ekkert um það að segja“, mælti hann. „Jú, það er“, svaraði Merriday. „Ég ætla mér að komast til botns :í því máli.“ Christian hikaði, leit svo á Lauru. ( „Viljið þér hafa mig afsakaðan? Við getum hitzt á morgun“, sagöi.hann. Hún kinkaöi kolli. Gail Kerr og Kahler voru komin fram úr borð salnum: Dyrnar höfðu lokazt að baki þeim, Christian og Merriday, en voru nú opnaðar aftur — það voru skákgarpamir, sem fóru út í gönguferð. Kahler stóð nokkra hrið úti við gluggann. Síðan fór hann líka út, og seltublandið kvöldloftið streymdi enn inn i anddyriö, þegar útidyrnar voru opnaðar. Laura hraðaöi sér upp stigann, stillti sig um að taka ekki til fót- anna eins og hún væri að flýja, því að hún haföi séð hertogaynj- una og Winifred stefna I áttina til sín ... eins og þar kæmi haf- skip siglandi með smábát í togi. ELLEFTI KAFLI. Það var nú fastráöið, að vorhá- tíðin yrði haldin næstkomandi þriðjudag, tilkynnti hertogaynjan 'af Dubois henni — aprílmánuður byrjaði daginn eftir. sagði hún. „Ó, ungfrú Robbins", sagði hún því Laura hafði ekki átt annars kost en nema staöar i miðjum stiganum og gánga síðan við hlið hertogaynj unni upp þrepin, hægt og virðu- lega. Hertogavnjan var að skipa í hlut verk fyrir hátíðina, að því er Lauru skildist, þótt ekki orðaði hún það þannig. Hún lét móðan mása, sagöi frá því, að þarna yröi geit steikt á teini, grískt vín borið fram, þátt- takendur yrðu í gervi og allt ætti að fara fram undir kýprustrénu gamla undir vesturhlið byggingar innar. Ramona, matreiðslukonan, ætti að syngja, en hún kæmi fram i gervi Ceres. Hr. Bean kæmi fram í gervi Pans og léki að sjálfsögðu á flautu, en hann væri einmitt mjög snjall flautuleikari. Trölli yrði Her- kúles, og hertogaynjan kvaðst hafa farið þess á leit við dr. St. Laurent, að þann kæmi fram í gervi Seifs. Ungfrú Kerr vildi gjarna vera Cassandra, Vir. Kahler kæmi fram í gervi sjávarguðsins, Poseidons. Skákmennirnir, hr. Zamkbreski og hr. Mayerhof, heföu látið til leið- ast að leika Castor og; Pollux. Yrði ungfrú Robbins fáanleg til þess að koma fram sem Venus? spurði hertogaynjan af Dubois, og minnug orða Beans svaraði Laura að hún heföi ekkert við það að athuga. svo framarlega sem hún yrði ekki farin þá. Þetta virtist allt óhugsanleg fjarstæöa. Gamla kon- an var áreiðanlega mun ruglaðri í kollinum en hr. Bean hafði gefiö í skyn, hugsaöi Laura. Þegar Laura fór á fætur morgun inn eftir, varð henni að hugleiða hvað það var í rauninni undarlegt hve henni var þegar farið að finn- ast að hún ætti heima í þessu her- bergi sínu eftir aö ' afa dvalizt þar ekki lengri tíma, eða frá því á föstu dag, og nú var ekki nema sunnu- dagur. Hún var farin að kynnast málverkunum náið húsgögnin komu henni kunnuglega fyrir sjón ir og útsýnin hafði ekki lengur yf- irþyrmandi áhrif á hana. Jafnvel fjöllin virtust henni ekki lengur jafnmyrk og ógnþrungin, svo levndardómsfull og undarlega fjar læg þótt þau væru skammt undán. Og um leið var eins og setzt hefði að sári hennar, þaö var ekki lengur eins og opin, blæðandi kvika og hún haföi veitt því athygli, að þetta var fyrsti morguninn, sem hún hafði ekki vaknað með nafn Aidos á vörum sér. Veður var bjart og hlýtt, hæg- norðvestan gola og bárugjálfur við björgin. Henni varð hugsað til Christians, þegar hún gekk niður stigann, henni varð hugsað um þennan hræðilega, síbrosandi ná- unga, Chet Merriday, og hver hún hefði verið þessi kona, Irena Chase. Hún minntist þess hvernig Christi an hafði orðið viö um kvöldið, þeg- ar honum barst bréfiö, hve honum hafði virzt brugðið, • þegar hann kom út úr símaklefanum í Skelja vík og löngun hennar til að kom- ast aö raun um hvað þarna var eig inlega á feröinni, varö stöðugt sterk ari. Eins og hún mátti aö sjálfsögðu gera ráö fyrir, ,beið Firmin henn- ar niðrl .í anddyrinu. Hún settist að morgunveröi með honum og þennan morgun var augnatillit hans bæði lymskulegt og vökult í senn, eins og rándýrs, sem komið hefur bráð sinni í sjálfheldu og þarf því ekki að vera neitt að flýta sér að hremma hana. „Þú ert ákaflega falleg og hress að sjá“, sagði hann, „það leynir-sér ekki að þér er farið að líða mun betur.“ „Það er satt“, sagði hún. „Og nú verður þú að heita því að minn- ast ekki neitt á neina samninga í dag...“ „Samninga!" hrópaöi hann upp yfir sig. „Lífiö er ekkert annað en samningar og verzlunarviðskipti. Að tala ekki um slíkt iafngildir því að gefast upp á að lifa og draga andann." „Það er sunnudagur í dag“, sagði L J L"J ÍELDHÚS- | ■ 1 m i EölEaíáláEáEalaEáEáEaEaEaBEálá ífc KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI ífc STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ' ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA JfcHAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HF. U.VtBOÐS- OS HEILDVEíaMW KtRKJUffifQlíl SfMI 217*8 og 42ÍP37 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOH hún. „Og þú veröur að viröa trú mína.“ Merriday kom inn í borðsalinn, hann brosti til hennar og hún fann fara um sig annarlegan hröll, eins og hún fyndi ósjálfrátt hið illa í ná lægð við sig. Þá bar Gail Kerr að, hún leit snöggt og fast á hana, kinkaði síðan kolli, ekki fremur til hennar en Firmins, tðk sér sæti við borö nokkuð frá og sneri baki við þeim. Þá höfðu og hertogaynjan og Winifred setiö í salnum, þegar þau Firmin komu inn„ Hawkins Jækn- ir og .kona hans og einhver önnur hjón, sem hún bar ekki kennsl á. Hún tók eftir því að það voru dökkir baugar undir augum Wini fred, það leit út fyrir að^Jiún væri sárþjáð af þynnku, allt of vesæl til að geta lagt hatur á neinn. „Ég er eiginlega á förum“, sagði Firmin. „Verð að fara á mikilvæg- an fund í kvikmyndaverinu á morg- un. Værir þú kannski fáanleg tfl að aka mér út á flugvöllinn?“ „Auðvitaö svaraöi hún og bætti við í huganum, guði sé lof. Hún bar glasið með appelsínusafanum að vörum sér og um leið sá hún hvar Christian stóð í dyrunum aö borð salnum. Hann var helgidagsklædd- ur, hugsaði hún, í dökkum fötum og hvítri skyrtu, en þótt hann brosti til hennar. sýndist henni hann vera þreytulegur og annars hugar, þegar hann nálgaöist, og þaö var þessi dapurlega dimma í augum hans, sem hún hafði séð þar áður. Hann kom rakleitt að borðinu til þeirra, kinkaði kolli til Firmins og bauð góðan dag. Hún bauð honurn að setjast, hann kvaöst ætla að fá sér baffi og þegar hann var setztur, spuröi hann hvort hún hefði ekki löngiin til að skreppa með sér upp á ijall- ið á eftir. Það var um tveggja stunda .gangur upp þangað, sagði hann, leiðin niður tæki hins vegar mun skemmri tíma. Harm skyldi biðja Ramonu um nesti handa þeim til ferðarinnar. Það var ekki unnt aö hugsa sér ákjósanlegra veö ur til fjallgöngu en emrasfcfc í dag, sagöi hann. z A N Farðu alveg að skepnunni, Bu-Tar. Þá færir þú þig fljótt frá. Við seljunt bifeun Mercedes Benz 220 S ’62. Saab *64, kr. 116 þúsund. Fíat 2300 ’68, má greiðast að mestu með fasteignatryggöum bréfnm. Fíat gerð 125 Bemina ’68, má greið ast með fasteignatryggðum bréf- um. Plymouth Vaiiant 2ja dyra á$g. ’67. Vil skipta á 4-5 manna nýtegwm bfl. Simca 1000 ’64, l:r. 50 þúsund. Opel Rekord ‘62, 65 þúsund. Vauxhall ’64, skipti á minoi hfl. Saab ’67, vfl skipta á Fond Bronco ’66 til ’67, klæddum. Gjörið svo vel og skoðið bíiaoa. Bifreiðasalan, Borgartóni 1 Símar 18085 og 19646. Auglýsið í ¥isl 'OGREIDDIR l REIKNINGAR LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar yður tima og óþægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — III hæð —Vonarstrætismegin — Sími 13ÍI75 (3$wur)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.