Vísir - 18.09.1968, Blaðsíða 16
J
ÞJOÐBUNINGURINN I HÆTTU
■ Mlðvikudagur 18. sept. 1968.
Kveðjuhóf fyrir
Benficu á loftleið-
unt í kvöld
1 kveðjuskyni vlð portúgölsku
knattspymusnillingana verður í
kvöld haldinn dansleikur á Hótel
Loftleiðum. Stiginn verður dans frá
9 til 1 og er öllum heimill aðgang-
ur að dansleik þessum. Verða þar
bæði knattspymuliðin, en Portú-
galarnir halda utan í fyrramálið.
Hljómsveit hússins leikur fyrir
dansi, auk skemmtiatriöa, sem
þar verða. Verða því haldnir tveir
leikir í dag, en það er knattspyrnu-
leikurinn kl. 18.15 og siðan dans-
leikurinn klukkan 9.
Umferðarskólinn „Ungir vegfarendur":
Deilur um kynningu á honum og
sýning felld niður
■ Blaðinu hefur borizt fram-
haidsgreinargerð ÆSÍ um við
skipti þess og Þjóðminjasafns
íslands, er þar rakið hvernig
viðskiptum ÆSÍ og Þjóð-
minjasafnsins var hagað áður
en endanleg ákvörðun var tek
in um, að ekkert yrði af fyr-
irhugaðri þjóðbúningasýn-
ingu í Þjóðminjasafni.
Segir í greinargerðinni frá
málamiðlunartexta Bjöms Th.
Björnssonar listfræðings, for-
manni þjóðbúninganefndar sem
átti að birtast í kynningarriti í
sambandi við sýninguna.
Segir m. a. f textanum, að
vaknandi áhugi sé á íslenzkum
þjóöbúningum hjá ýmsum sam-
tökum æskufólks og vilji það
ekki láta þjóðbúningana leggjast
af. Hafi ÆSl komið til móts við
áhuga þennan á 5. landsþingi
sínu meö því að samþykkja vilja-
yfirlýsingu þess efnis, að stjórn-
in leitaöi samvinnu viö önnur
samtök í þvi skyni að vinna
að endurvakningu eða endurnýj-
un íslenzkra þjóðbúninga, svo að
notkun þeirra megi aukast og
þeir beri þjóðbúningsnafniö með
fullum rétti. Var f samþykktinni
vakin á þvf athygli, að til þess
að svo gæti orðið, þyrfti að hæfa
búningana að einhverju leyti
þæginda- og klæðnaðarkröfum
nýrra tíma.
Var sett saman viðræðunefnd.
Á fundum hennar voru menn
legra aögerða vœri hætta á
því, að þjóðbúningurinn legðíst
af innan tíðar. Ýmis sjónarmiö
komu fram um notkun bóning-
anna en samþykkt að staðgéðrar
Stærsti skóli landsins með
á 6. þúsund nemendur
Annað starfsár umferðarskólans
„Ungir vegfarendur“ er að hefjast.
Á sl. vetri voru í skólanum 5320
böm og var það meiri þátttaka en
nokkru sinnl var búizt við. Hverj-
um nemanda voru send 3-4 verk-
efnaspjðld, auk skólaskírteinis og
afmælissendingar. Þeir sem höfðu
forgöngu um stofnun skólans voru
Umferðarnefnd Reykjavfkur og lög-
reglan í samvinnu við Barnavina-
félagið Sumargiöf. Er skólinn lík-
lega stærsti skóii landsins.
Aðalástæðan fyrir stofnun skól
Hjólþjófurinn og
lukkulegi ' eigandinn
//
0 Lítill maður með mynd af
átrúnaðargoöinu stóð við
dyr Hótel Loftleiða f gær. Hann
fékk ekki inngöngu fremur en
aðrir unglr menn. Hjólið hans
lá við anddyrið ásamt fjölmörg-
um öðrum reiðhjólum. Allt í
einu komu knattspymumennim-
ir heimsfrægu út um aöaldymar
klæddlr rauðu æfingabúningun-
um sfnum.
0 Einn þeirra dökkur á brún
og brá, kom auga á hjólið,
afgreiddi strákana sem báöu
um eiginhandaráritun með því
að segja á ensku: „Eftir æfing-
una, eftir æfinguna ...“, en
greip hjólið og þeysti af stað.
0 Á eftir honum hljóp ungi
eigandinn. Hann var sann-
arlega ekkert sár yfir hjól-
„þjófnaðinum“. Þetta var nefni-
Ije^a sjálfur Eusebio, „konungur
knattspyrnumannanna“, scm
haföi fengið hjólið hans lánað
augnablik. (Ljósmynd Lennart
Carién).
I
ans var, að meirihluti þeirra barna
sem slasast í umferðinni, eru und
ir skólaskyldualdri, og ekki hefur
verið unnt að veita þessum börn-
um neina skipulega fræðslu um
umferðarmál. Árið 1967 slösuðust
59 börn í umferðinni í Reykjavík,
þar af 36 börn 6 ára og yngri og
sannar það bezt nauðsyn skólans.
I vetur er fyrirhugað að fjölga
verkefnum og gera þau fjölbreytt-
ari og verða verkéfnasendingar til
hvers nemanda minnst 4, auk jóla
kveðju, afmælissendingar og skóla
skírteinis. Innritun barnsins er ekki
háð því, að barnið sé þriggja ára
við innritun, heldur tekur skólinn
á móti öllum börnum á aldrinum
3-6 ára. Innritunareyðublöð liggja
frammi á öllum lögreglustöðvum
á höfuðborgarsvæöinu, en allar upp
lýsingar um starfsemina veitir
Fræðslu- og upplýsingaskrifstofa
Umferðarnefndar Reykjavíkur í
síma 83320.
SKAK- OG TROLLBATAR
SENDIR Á SÍLD
Mikil fjölgun á sildarmiðunum næstu daga
Skipum fjölgar óöum á síldar-
miðunum og víða í verstöðvum hér
sunnanlands og vestan er verið
að búa skip á síld. Það eru einkum
hinn smærri stálskip, sem eru svo
síðbúin á síldina. 200—250 tonna
skip, sem voru flaggskip síldar-
flotans fyrir fáeinum árum. Þessi
skip hafa mörg verið á trolli eða
jafnvel á handfæraveiðum í allt
sumar, ýmist hér við Suður- og
Vesturland eða fyrir norðan.
Um það bil 90—100 skip eru nú
þegar komin til síldveiða, þar af
voru um tuttugu skip að veiðum
í Norðursjó síðustu dagana, en þau
munu flest vera á noröurleið á
miðin vestur af Jan Mayen. —
Segir síldarleitin að nú séu þetta
40 — 50 skip á miðunum aö jafnaði,
en mörg eru jafnan í feröum til
lands og út aftur. Fyrir viku voru
sjaldnast fleiri en þrjátíu skip í
einu á miðunum.
Búast má við að síðustu fréttir
fylli marga síldarhug og enn fleiri
skip búist til síldveiða, enda hefur
ekki veriö um auöugan garö að
gresja á öðrum veiðum.
Akurey,
allir eru á
Reykjavíkurbátarnir
Grótta og Drifa, sem
trolli hafa landaö síðustu dagana
17 til 22 tonnum ofe er búizt við
að tveir hinir fyrmefndti fari bráð-
lega á síkL — Einnig má telja víst
að Viðey og Akurey taki upp troll-
ið og innbyrði sfldamótina. Tveir
af bátum lsbjamarins: Ásþór og
Ásbjöm hafa verið á skaki og kom
Ásþór inn í gær með 20 tonn, sem j
hann fékk við Norðurland, en hmn
kom fyrir helgi með smáslatta. —
Munu þeir báðir verða
síld.
Unga fólkið í atvinnulífimi
og stjórnmálunum
V.R. boðar til almenns fundar annað kvadtd
0 Verzlunarfélag Reykjavíkur hef
ur boðað til almenns fundar
að Hótel Sö£u annaö kvöld, þar
sem rætt verður um unga fólkið
í stjórnmálunum og atvinnulífinu,
en fundur bessi er í beinu fram-
haldi þeirrar vakningar, sem vart
hefur' orðið að undanfömu um
stjómmál og bjóðmál. V.R. eru
stærstu launbegasamtök landsins,
en af um 4000 félögum eru um 3000
undir fertugu. Það er þvf ekki
aema eðlilegt að félagið hafi for-
göngu um slíkan fund, segir Guð-
mundur Garöarsson, formaöur V.R.,
þegar hann gerði grein fyrir fund,
inum á fundi meö blaðamönawn i
gær.
Frummælendur á fundinum
verða Éaldur Óskarsson, formaður
Félags ungra Framsóknarmanna,
Kristján Þorgeirsson, formaður
Félags ungra Jafnaðarmanna, Magn
ús Gunnarsson, viðskiptafræðinemi
og Sigurður Magnússon, forseti Iðn
nemasambands íslands. Eftir fram-
sögiiræðumar verða frjálsar um-
ræður.
Aðaltilgangur með þessum fundi
>- 10. síða.
' -V