Vísir - 05.10.1968, Page 1
<y :'~r
' ■ í. / jL
VISI
58. árg. - Laugardagur 5. oktöber 1968. - 224. -tbl.
Hvað kostar
áfengið okkur?
■ Ár frá ári eykst áfengisneyzl
an og að sama skapi sá kostnað-
ur sem þjóöfélagið biður af
henni. Ca. 6800 kærur vegna ölv-
unar á almannafæri voru gefnar
út f Reykjavík 1967. En 2005 ein-
staklingar voru kærðir árið 1964
á sama stað.
í fyrra voru 600 teknir fyrir ölv-
un við akstur, en 1964 voru það
338 ökumenn.
Árin 1964 og 1965 hafði Barna-
vemdarnefnd Reykjavíkur eftirlit
með 71 heimili vegna ofnotkunar
áfengis, en á árinu 1967 hafði hún
afskipti af 52 heimilum.
10 sfða
Rafmagnsbilun á Patreksfirði meðan
fæðing stóð yfir
Errn magnast sundurlyndið milli Rafveitnanna
■ ístruflun í MjóJkár-
virkjun varð þess
valdandi, að rafmagns-
laust varð á Patreksfirði
og víðar á Vestfjörðum
á fimmtudagsmorgun í
um það bil klukkustund.
Slíkt getur oft komið sér illa
og svo varð einnig í þetta sinnið,
þvi í sjúkrahúsinu á Patreksfiröi
stóð vfir fæðing, þegar afit’yárð
rafmagnslaust.
Fæðingin gekk þó fyrir sig
slysalaust, en þetta atvik hefur
ekki orðið til þess að kæla blóð-
ið í Patreksfirðingum, sem aö
undanförnu hafa átt í útistöðum
við Rafmagnsveitur ríkisins, eins
og fram hefur komið í fréttum.
Þennan sama dag barst Raf-
yeitu Patrekshrepps nefnilega
bréf frá Rafveitu ríkisins, þar
sem tilkynnt er, að Rafveitur
ríkisins óski ekki framar eftir
orkuflutningi frá dísilstööinni á
Patreksfirði inn á kerfi sitt.
Áóur en Mjólkurárvirkjtin tók
til starfa 1958, voru í sumum
byggðarlögum Vestfjarða dísil-
stöðvar, sem sáu þessum lands-
hluta fyrir raforku. Hafa þær
komið í góðar þarfir síðan, þeg-
ar bilanir hafa orðið, og gegnt
hlutverki varaaflstöðva.
Síðan hafa Rafveitur rikisins
sett upp tvær dísilaflstöðvar á
Vestfjörðum til viöbótar hinum
eldri, og telja sig ekki lengur
þurfa raforku frá dísilstöðinni
á Patreksfirði.
Rafveitustjórinn á Patreks-
firði telur þessa ráðstöfun brjóta
í bága við orkulög frá 1967.
Hafa þessir atburöir því sízt orð
ið til þess að draga úr þykkj-
unni milli þessara tveggja stofn
ana.
„Astandið'
hvíta tjaldinu
■ Frumsýning seinni hluta
kvikmyndarinnar Her-
námsárin, sem Reynir Odds-
son hefur gert, veröur væntan
lega um miðjan mánuðinn.
Hefjast sýningar á myndinni
samtímis f Reykjavík og á
Akureyri.
Þessi hluti er beint framhald
af mynd þeirri, sem sýnd var
í fyrra. Hún fiallaði um gang
stríðsins, bæði um gang mála
í Evrópu og hernám íslands.
Þessi hluti myndarinnar sr aft-
ur á móti allur tekinn á Is-
landi. Sumt var tekið af kvik-
myndafélögum í Hollywood,
10. síða.
Þýfinu stolið
Pilluþjófurinn játar — Pillurnar od verðmæti
1,3 milljón á sv'órtum
sókn málsins og þjófurinn situr i
gæzluvarðhaldi.
Upplýst er nú, að maðurinn,
sem stal sprengiefninu frá Hlaöbæ
hf. hefur einnig brotizt inn í Ing
ólfsapótek og stolið lyfjatöflunum
þaðan.
Eftir yfirheyrslur á pillu-ætun-
um, sem handteknar voru í fyrri
nótt, bárust öll bönd að pilti þess-
um, sem var í varðhaldi.
Hins vegar hefur afgangurinn af
Valíum-töflunum — 13 þúsund
töflur — ekki komið í leitirnar.
Þjófurinn segist hafa falið þýfið í
sandbing fyrir utan heimili sitt, en
því hafi verið stolið þaðan.
Þarna er um allmikil verðmæti
að ræða, ef satt er það, sem blaðið
hefur hermt um svartamarkaðs-
verð á pillum þessum. Þær ku
ganga á 100 krónur stykkið á milli
neytenda í lausasölu. Þarna er því
um meir en milljón króna verð-
mæti aö ræða.
Lögreglan vinnur áfram að rann
Vísir í
vikulokin
fylgir blaðiiiu í dag
til áskrífenda
Er saltfiskurinn seldur?
— Fulltrúar Sölusambands fiskframleióenda koma heim um helgina
eftir s'óluferðalag um Braziliu og Portúgal —- Bjartsýni um árangurinn
„ILLA“, svaraði þessi unga og fallega stúlka, þegar blaðamaður
Vísis lagði fyrir hana spurninguna: „Hvernig leggst vetrarkoman
í yður?“ Ungu stúlkunni var kalt eins og sjá má, enda hefur vetur-
inn heilsað með miklum kulda og allt of snemma. Nánar sjá bls. 9.
Talsverð bartsýni er nú ríkj-
andi meðal saltfiskframleiðenda
um sölu á þeim fiski, sem saltað-
ur hefur verið í Iandinu. Fulltrú-
ar Sölusambandsins, sem verið
hafa á söluferðalagi í Portúgal
og Brazilíu, þeir Tómas Þorleifs
son og Helgi Þórarinsson,
framkvæmdastjóri sambandsins
eru væntanlegir til landsins um
helgina.
Vísir hafði í gær samband við
Stefán Jónsson, skrifstofustjóra
SÍF og kvaðst. hann ekki að
svo komnu tnáli gpta gefið neitt
upp um árangur þessarar sölu-
ferðar, en lét hins vegar að því
liggja að fremur væri ástæða til
bjartsýni. — SÍF hefði hins veg-
ar ekki fengiö tæmandi upplýs-
ingar um árangur þessara sölu-
umleitana og stjórn sambandsins
mun væntanlega halda fund um
málið eftir helgina.
Samkvæmt upplýsingum frá
SÍF, sem fram komu á fundi
saltfiskframleiðenda að Hótel
Loftleiöum i vikunni sem leiö
eru óseld í landinu 6—7000
tonn af saltfiski. — Einstakir
framleiðendur vilja halda því
fram að nokkuð meira magn
liggi óselt.
Mikið var um þessi mál fjall
að, eins og menn muna, í síð-
ustu viku, þegar italskur sölu-
maður frá ítalska söluhringnum
Paonessa var hér á ferð og
bauðst til þess að kaupa 2000
lestir af saltfiski fyrir mun
hærra verð en fékkst í vor fyrir
þann fisk sem seldur var til
Ítalíu. Þá seldi SÍF 6000 tonn
til CAP — hringsins ítalska meö
»=: ->- 10. síða.
1 I