Vísir - 05.10.1968, Side 2

Vísir - 05.10.1968, Side 2
2 V1S IR . Laugardagur 5. október 1968. Ritstjóri: Stefán GuÓjohnsen Staöan l tvimenningskeppni ' Bridgedeildar Breiðfirðingafélags- ; ins er þannig eftir tvær umferðir: 1. Jón — Stefán, 2. Guðlaugur — ' Tryggvi, 3. Magnús — Ásmundur, , e, mgíbjörg — Sigvaldi, S. Magn- ús — Kristján, tí. Guðlaugur — Magnús. Þriðja og jafnfram síðasta umferðin verður spiluð í Ingólfs- kaffi, þriðjudaginn 8. október kl. 20. ♦ Úrslit í einmenningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur urðu þau, að sigurvegari varð Ríkarður Steinbergsson. Röð og stig efstu manna varð annars þessi: 1. Ríkarður Steinbergs. 1128 stig 2. Páll Bergsson _ 1126 - 3. Hörður Þórðarson 1094 — 4. Karl Ágústsson 1090 —- ■5. Öm Guðmundsson 1079 — 6. Eiríkur Baldvinsson 1063 - ■7. Hjalti Elíasson 1055 - 8. Þorgeir Sigurösson 1055 — Þrír efstu menn fá verðlaun fyr -ir frammistöðuna. Næsta keppni félagsins er tvímenningskeppni og hefst hún n.k. miðvikudagskvöld. Er hún opin öllum og þar meö til valið tækifæri fyrir nýliða að fá að þreyta keppni við marga beztu bridgespilara landsins. I síöustu umferð einmennings- keppninnar kom fyrir lærdómsríkt spil. Er hart að vita til þess að nokkur skuli tapa svona spili, þar eð um tiltölulega einfalda öryggis spilamennsku er að ræða. Staðan var allír á hættu og suður gat. ♦ 8-7-4-2 ¥ A-6 ♦ K-G-6-3 ♦ K-8-3 ♦ A-K-3 ♦ 5 ♦ G-8-3-2 ¥ D-10-9-7-4 ♦ 8 ♦ D-10-9-5 4, 9-7-5-4-2 4> D-G-6 ♦ D-G-10-9-6 ♦ K-5 ♦ A-7-4-2 4> A-10 Á öllum tólf borðunum var lokasamningurinn sá sami, fjórir spaöar og doblaðir á einu. Aðeins sjö sagnhöfum tókst að vinna spil- ið og er það mjög lélegt hlutfall. Ef við lítum nánar á spilin, þá sjáum við að sagnhafi gefur alltaf tvo slagi á tromp og vandinn er því að gefa aðeins einn slag á tígul. Þetta er mjög auðvelt eins og spilið liggur, því maður þarf aðeins að hreinsa upp hjartað og laufið og fara síðan I tígulinn. Þegar tígul áttan kemur frá vestri er spilið öruggt. ’C’inn vinsælasti skákmeistari síð- ari tíma er Eistlendingurinn Paul Keres. Hann hefur verið á toppnum f skákheiminum í rúmlega 30 ár, eða allt frá því er hann vann AVRO-mótið í Hollandi 1937. Sá sigur veitti honum rétt til að skora á þáverandi heimsmeistara, Alekhine. En heimsstyrjöldin með öllum sínum hörmungum kom í veg fyrir þetta einvígi. Keres var aðeins 21 árs að aldri er hann sigraði á AVRO-mótinu og hann virtist sannarlega hafa tímann og framtíðina fyrir sér. En þetta tækifæri sem heimsstyrjöldin svipti Keres kom aldrei aftur. Alekhine lézt skömmu síðar og Botvinnik tók völdin í skákheiminum með sigri sínum í 5 manna móti sem haldið var um heimsmeistaratitil- inn 1948. Bronstein varð síöan á- skorandi Bótvinniks 1950 og síðar Smyslov 1953 og 1956, en Keres ’héit sig f 2. sæti. Á áskorendamótinu 1959 virtist langþráðu marki náð á skákbraut Keresar. Bronstein var ekki lengur meðal keppenda og Smyslov tefldi ekki af því öryggi sem hafði veitt honum sigur á áskorendamótunum ’53 og ’56. Keres hefur líklega aldrei teflt jafnvel og á móti þessu og var í efsta sæti langt fram eftir mótinu. En ný stjarna var risin á skákhimninum. M. Ta! var ó- stöðvandi um þessar mundir og þótt Keres sigraði Tal í skákum þeirra innbyrðis 3:1 vann Tal mót- ið með því að gjörsigra neðstu mennina, Benkö, Friðrik, Gligoric og Fischer. Keres gekk hins vegar ekki eins vel með botninn og hlaut 2. sætið. Keres hefur nú dregið sig í hlé frá kapphlaupinu um heimsmeist- aratignina. En hann heldur enn ó- skertum skákstyrk'eika, svo sem sigur hans í Bamberg 1968 sýndi, en þar varð Keres 2 vinningum fyrir ofan næstu menn, Petroshan og Schmid. Hér kemur vinr.ings- skáfc Keresar gegn Schmid, en það var eina skákin sem Schmid tapaði f mótinu. Hvftt: P. Keres. Svart: Schmid. Sikileyjarvörn. 1. d4 c5 2. e4 cxd 3. Rf3 Rf6 Svartur leggur ekki í að halda peðinu. Eftir 3. ... e5 4. c3 fær hvítur hættuleg sóknarfæri fyrir peðið Sú leið sem svartur velur er ekki algeng. 3. ... d6 4. Rxd Rf6 beinir byrjuninni inn á þekktari brautir. 4. e5 Re4 5. Dxd d5 6. Rbd2 Rc6 7. Bb5 Bf5 Hér var betra 7. ... RxR 8. BxR e6, með traustri stöðu. 8. 0-0 a6 9. BxRt bxB 10. Da4 Dd7 11. RxR BxR 12. e6! Sterkur leikur, sem riðlar svörtu stöðunni. 12. .. Dxe Ef 12. . . fxe 13. Re5 með yfir- burðastöðu. 13. Rg5 Dg6 14. RxB dxR 15. Bf4 f5 16. Dc4 c5 Svartur er í vanda staddur og afræður að láta peðiö af hendi og reyna að létta á stöðunni. En Keres herðir aðeins tökin. 17. Hadl Dc6 18. f3 h6. 18. ... exf 19. Hxf myndi aðeins opna fleiri sóknarlínur fyrir hvitan. 19. fxe Dxe. 20. Dxc e6. 21. Dc7 Be7. 22. Hd7 Bd8. 23. HxBf! HxH. 24. Dxg Hf8 Ef 24. ...Dd4t 25. DxD HxD 26. Be5. 25. Bxh Dd4f Þvingað. Ef 25. . . Hf7 26. Dg8t Ke7. 27. Bg5t 26. D?cD HxD. 27. c3! Hd6. 28. BxH KxB. Svartur hefur tveim peðum minna og frekari barátta svarts er raunverulega óþörf. 29. Hel Kf7. 30. Kf2 Kf6. 31. Ke2 e5. 32. Hd! Hb6. 33. b3 Kg5, 34. c4 Kf4. 35. Hd3 Hh6. 36. Hh3 Hg6. 37. Hh4t Kg5. 38. g3 a5. 39. c5 e4. 40. Ke3 Hg8. 41. Hf4 Hd8. 42. h4t Kf6. Eða 42. .. Kg6. 43. g4 fxg 44. Hxgt 43. g4 Hd3t 44. Ke2 Ke4. 45. Hxft Kd4. 46. g5 He3t 47. Kfl Hh3. 48. c6 Hxh. 49. g6 e3. 50. g7 Hhlt 51. Ke2 Hh2t 52. Kel Gefiö. Jóhann Sigurjónsson. —Listir -Bækur "Menningarmál „Skömmin44 — ný mynd eftir Bergman hlýtur frábærar viðtökur Að undanförnu hefur verið töluvert af góðum myndum í kvfkmyndahúsunum og betur vaeri, að þannig héldi áfram í vetur þvf að örugglega er af nógu að taka. Sænski kvikmyndameistar- inn Ingmar Bergman hefur nú sent frá sér tvær myndir, sem eflaust verður hægt að fá hingað innan skamms. Þær heita „Stund úlfsins” og „Skömmin”. Ég hef heyrt það á skotspónum, að til greina komi, að Hafnarbíó hefji sýningar á hinni fyrmefndu inn an tiðar, og væri það verðugt merki þess, að nú er verið að brjóta blað í sögu þess. „Skömmin” var frumsýnd i Stokkhólmi fyrir fáeinum dög- um 29. september nánar tiltekið. Þetta er 36. mynd Bergmans, og gagnrýnendur og aðrir, sem við staddir voru frumsýninguna áttu varla orð til að lýsa hrifningu sinni. Með aöalhlutverkin í þessari nýju mynd fara Liv Ullmann, Max von Sydow og Gunnar Bjömstrand. Öll hljóta þau mik ið lof fyrir frammistöðu sína, en Liv Ullmann þó miklu mest. Gagnrýnendur segja, að hún hafi unnið ótrúlegan leiksigur, og það sé öruggt, að Bergman hafi tekizt að gera stórkostlega leikkonu úr þessari norsku stúlku. Myndin fjallar um styrjöld í Sviþjóð, og þau áhrif, sem sá ómennski atburður hefur á mannlífiö. Margir biðu spenntir eftir að sjá eitt atriði myndarinnar, sem Bergman ætlaði að leika í — en það kom fyrir ekki, því að á frumsýningunni kom á daginn, það atriði hafði verið klippt úr. Nú er spurningin aðeins: Hve nær fáum við að sjá þessar tvser nýjustu myndir Bergmans? EINKUNNAGJÖF: Til þess að í framtíðinni verði auðveldara að átta slg á kvik- myndagagnrýni blaðsins. verður tekin upp einkunna- gjöf, sem franska ritið .,Cahi- ers du Cinéma“ tók fyrst upp. en er nú almennt viðurkennd. Þessa einkunnagjöf ber að túlka þannig: •kir-k-k Stórkostleg ★★★ Mjög góð ★★ Sæmileg ★ Á takmörkunum. • Misheppnuð Einkunn hverrar myndar mun sfðan birtast með nafni henn- ar. eins og sjá má hér á síð- unni. Yfirgefið hús ★★★ Stjómandi: Sidney Poli- ack. Kvikmyndun: James Wong Howe. Aðalhlut- verk: Robert Redford, Natalie Wood, Charles Bronson Mary Badham o.fl. Amerisk, íslenzkur texti. Háskólabíó. þessi mynd gerist i kreppunni £ Mississippi-fylki i Banda- ríkjunum. Sögusviðið er smábær sem byggir tilveru sína á járn- brautarstöðinni og þeirri at- vinnu, sem skapast kringum hana, en söguþráðurinn er byggð ur á leikriti eftir Tennessee Williams. Með eldri dótturinni og komu- manni takast ástir, en þegar starfi hans er lokið heldur ungi maðurinn brott. Atvinnuleysi ríkir í bænum, hann er dauða- dæmdur. Ekki er ástæða til að skýra frá endi myndarinnar, enda er þetta aðeins hin ytri at- burðarás. Það er sannarlega athyglis- vert, að myndir á borð við jjessa skuli koma frá Hollywoodáþess um siðustu timum. Stjórnandinn, Sidney Pollaek virðir persónur sínar fyrir sér eins og úr fjarlægð. Fylgist með tómlegu lífi þeirra og óhamingju — án þess að reyna að hafa nokkur brögö i frammi til að hræra áhorfandann til samúð- ar með þeim. Pollack stjómaði einnig myndinni „The Slender Thread“, sem sýnd var íHáskóla bíói, en það var fyrsta kvikmynd hans, þar sem hann starfaði áð- ur við sjónvarp. Kvikmyndatakan í þessari mynd er kapítuli út af fyrir sig, sjaldan hef ég séð jafnvel tekna litmynd. Það er James Wong Howe, sem sér um kvikmynda- 5. síða I skugga risans Til bæjarins kemur ungur mað ur (Robert Redford) til að sjá út leiðir til að skipuleggja starf stöðvarinnar, þannig að færri menn þurfi að vinna á staðnum. Hann fær gistingu í litlu hóteli sem kona nokkur rekur ásamt tveimur dætrum sínum (Natalie Wood og Mary Badham). Eldri dóttirin og raunar móðirin líka er heldur laus á kostunum. * I skugga ★ Stjórnandi: Gianni Grim- aldi. Leikendur: Stephen Forsyth, Anne Shemtan, Conrado Sanmartin Helga Line, Frank Ressei, o.fl. Spænsk-itölsk, enskt tai, danskur texti. Austurbæj- arbió. J>etta er ein af þessum sigildu kúrekamyndum að öllu leyti — nema því að Bandarikjamenn gera hana ekki, heldur Italir og Spánverjar. Þeim tekst mjög vei til, og nú er það yfirleitt orðið svo, að kúrekamyndir frá ital- íu og Spáni eru betri, en „heima tilbúnar” bandarískar myndir af sama tagi. Enda voru Bandaríkja menn komnir hættulega langt niður í B-myndaframleiðslu sinni. Það tekur því varla að rekja ★★ (Cast á Giant Shadow). Stjómandi: Melville Shavelson. Kvikmyndun: Aldo Tonti. Tónlist: Elm er Bemstein. Leikendur: Kirk Douglas, Senta Berg er, Angie Dickinson, Jam es Donald, Frank Sinatra Yul Brynner, John Wayne dauðans söguþráðinn i þessari mynd, en sem kúrekamynd er hún mjög sæmilega skemmtileg, og gam- an verður að sjá fleiri italskar kúrekamyndir, þar sem nokkrar þeirra hafa jafnvel öðlazt alþjóð lega frægð. Ymsir bandarískir leikarar hafa nú flúið Hollywood til að leika i myndum fyrir ítalina, t.d. Clint Eastwood, Lee Van Clif, Ray Danton og Stephen Forsyth ef ti! vill samkvæmt máltækinu um, að betra sé að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri. o.fl. Amerísk, islenzkur texti. Tónabió. essi mynd fjallar um þá bar- áttu, sem Gyðingar háðu í Palestínu fyrir stofnun ísraels- ríkis. Sem amerísk stríðsmynd er hún i fyrsta flokki — sem listaverk kemst hún ekki á blað. Amerískur lögfræðingur og stríðshetja er fenginn eftir strið ið til að fara til ísrael til að skipuleggja hersveitir Gyðinga. Kirk Douglas Ieikur hetjuna. — Hann á við mörg persónuleg vandamál að stríða, og er fjallað um þau í atriðum, sem eru lysti lega gerð til að kitla tárakirtl- ana. Síðan er fjalíað um áframhald og þröun stríðsins fram að vopnahléi, og eru þar mörg góð atriði. Ýmsir þekktir leikarar koma við sögu. Landslagið fall- egt og kvikmyndatakan afbragð. Um þessa mynd er sem sagt fjölmargt gott að segja, en fyrir minn smekk er hún allt of væm in og barnaleg. Þó er það öruggt að þeir sem aðeins eru á höttum eftir stríðsmynd með góðurr leikurum finna þarna verk við sitt hæfi. Þráinn Bertelsson skriíar kvikmyndagagnrýni: i i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.