Vísir - 05.10.1968, Síða 4

Vísir - 05.10.1968, Síða 4
Um Margréti prinsessu: Orðhvöt osr stundum • m sno Þannig er prinsessan á blaðamannafundum: — vingjarnleg, kvenleg og sífellt brosandi. upp a Það fer ekki leynt, að Margrét Danaprinsessa er augasteinn landa sinna. Þeir eru hreyknir af henni og dönsk blöð hampa henni meir en nokkurri annarri danskri manneskju. „Betri auglýsingu get- ur Danmörk ekki feng- ið!“ segja þau um opin- berar heimsóknir henn- ar til annarra landa og eins og fram hefur kom- ið, sýna dönsku blöðin viðkvæmni fyrir því, að henni sé sýnt tilhlýði- legt atlæti á ferðum sín- um. Meira aö segja maðurinn henn- ar verður að vera vel á verði ef hann vill ekki eiga það á hættu að fá ákurur i blöðunum, vegna þess að hann sé henni ekki nógu góður. En það er mikið til i þvi, aó Margrét sé góð auglýsing heima landi sínu. Alls staöar, sem hún hefur verið á ferð, hefur hún haldið af og til fundi með blaða- mönnum. Aldrei hefur hún valdiö vonbrigðum á þessum fundum, því hún þykir vera hnyttin og get- ur vel komið fyrir sig orði. Aldrei hefur henni orðið svara- fátt við spurningum blaðamanna og hún hefur margsinnis sýnt það að hún hefur gott Iag á því að forðast þær gildrur, sem þeir stundum leggja fyrir hana með spurningum. sínum. 1 Suður-Ameriku skrifuðu blaða menn, sem setið höfðu blaða- mannafundi með henni, mjög vin- gjarnlega um hana. Þeir komust svo að orði, „að prinsessan væri ekki aðeins vingjarnleg, kvenleg og á þann hátt aðlaðandi, heldur einnig vel menntuð og bráð- greind.“ í upplýsingum, sem dreift var til blaðamannanna þar, áður en þeir hittu prinsessuna, var að visu “tek'fð^írám,- að hennar -hátign væri*,* gáfuð í meira lagi, en þeir höfðu • tekið þvf mé'ð ' allri varúð og« vildu ganga úr skugga um þaðj sjálfir. Einhverjir spurðu á fund-* inum: J „Hver- er munurinn á því að» vera prinsessa og bara venjulega* borgaraleg manneskja?" • Svarið var: • „Það veit ég ekki. Því sjáið þérj til! Ég hef alfa aévi verið prins-J essa!“ • „Megið þér giftast venjulegumj borgara?“ " • „Já!“ : „Ef þér finniö hann!“ • „Væri það ekki ögn viðkunnan-* legra og eðlilegra, að hann fyndi mig?“ „Hvers vegna eru allir karl- menn, sem s.iást í för með yður, kvæntir?" (Þess var spurt, áður en prinsessan var orðuð við Herry greifa.) „Hvers vegna þeir góðu herrar eru kvæntir? Það getur varla ver- ið ætlazt til þess, að ég svari því! — Ef þér hafið í huga, hvers- vegna það eru eingöngu kvæntir menn, sem eru með i förinni, getur vel verið, að það sé meðal annars til þess að draga úr möguleikun- um á því, að hneykslissögur kom ist á kreik. eða ættum við held- ur að nefna það gróusögur?" Og þannig mætti lengi telja upp í svipuðum dúr. Einhvern tlma var hún spurð að því, hvernig henni þættu blaða mannafundimir. „Ég hafði nú aldrei gert mér neinar vonir um, að þeir yrðu neitt Iaugardagsgaman!“ Við annað tækifæri svaraði hún: „Einstaka sinnum er nú ósköp gott að hafa lokið þeim af!“ „Brazilía var eina landið, þar sem þeim var nákvæmlega sama, hvað mér fyndist um Bítlana." Svo var það svarið við spurn- ingunni sígildu, sem blaðamenn- irnir klifuðu sí og æ á. Hvaða hugmyndir hún gerði sér um þann dag, sem hún yrði drottning? „Til þess dags hugsa ég helzt ekki! Þvl hann táknar mér það, að fáðir minn verði þá ekki lengur hiá mér.“ ••••••••••••••••••••••• * Lögreglan I Chicago tók í sína vörzlu um daginn ungt eikartré og manninn, sem hafði gert til- raun til þess að planta trénu I garðinn, sem kenndur er við Joyce Kilmer — þessa, sem orti Ijóðið „Tré.“ Það eru aðeins borg aryfirvöldin, sem hafa leyfi til þess að planta trjám I garðinn. Úr einu í annað Það er mikið um að vera á íþröttarviðinu um þessar mund- ir. Hæ't ber heimsókn Benfica til íslaads. En leikur Vals og Benfica úti I Portúgal fór eins og marga grunaði, því yfirburö- ir portúgalska liðsins urðu nokkrir. Annars var um lær- dómsrika og skemmtilega heim- sðkn að ræða, því Portúgalarnir reyndust sannir íþróttamenn inn an vallar sem utan. Er ekki að efa, aö þessi íþróttaheimsókn og keppni reynlst knattspym- unni lyftistöng. Handknattleiksliðið Saab frá Svíþjóð reyndist okkar hand- knattleiksmönnum harðir keppi- nautar svo um munaði. Ekki er að efa að dönsku meistararnir HG niunu einnig verða íslenzk- um keppinautum þungir I skauti. Vonandi fer keppnin við Dani fram I sönnum íbróttaanda, en samfara keppnum við Dani í nálega Tlestum íþróttagreinum, er einhver sérstök tilfinninga- semi Kannsk' er bað bara minni máttarlfennd? Hið undarleg- •>.-,1/1 er. að dönsk bioð bera með wbi'j tilfinningasemina i “ o" er hettr sér- staklega áberandi í þau fáu skipti sem Danir hafa tapað keppni I einhverjum greinum fyrir Islendingum. Vonandi fer keppni bræðra- þjóðanna fram I hinum sanna sam-norræna iþróttaanda, á hvorn veginn sem úrslitin kunna að verða. Verst er, að slíkt skuli ekki kom ast upp áður en atburðirnir end- urtaka sig. ískyggilegur þótti þjófnaður- inn I Kópavogi, þegar stolið var miklu magni af sprengiefni úr ólæstum skúr. Það er næsta ó- trúlegt að slíku magni skuli vera stolið til þess að ætla að gamna sér með á gamlárskvöld, tilfellum hefur verið um að ræða ibúðarhús með fjölda ibúa, svo að mikil mildi er, að ekki skuli hafa orðið stórslys af þessum völdum. Ef svo er, að um sama aðila sé að ræða sem kveikir í, hvar sem hægt er að draga saman eldfim efni í bálköst, þá er hér um að ræða mjög alvar- lega haldinn geðsjúkling, sem J&fatft&iGöúi Innbrotsþjófnaðir eru óhugn- anlega tíðir um þessar mundir, svo að fólk er agndofa yfir ó- fögnuðinum. Hópar manna virð- ast ráðast í stórinnbrot, þó alltaf hafi þeir ekki mikið upp úr krafsinu. Hitt er viðsjárverðara, hvað þessir menn ráðast í að gera, eins og til dæmis að sækja oenlngaskápa inn i margra hæða bús, með því að klifra inn að utan>'erðu upp á efstu hæðir. Slíkum hópum er trúapdi til alls. en sú mun vera skýring þess sem tók sprengiefnið. Einnig er það stórfurðulegt, að slikur varn ingur skuli ekki vera geymdur á tryggari stað en vinnuskúr og það ólæstum. Eldsvoöar eru tíöir sem vand- kvæði eru á að upplýsa um hvernig hafi kviknað. Helzt er hallazt að því, að um íkveikjur sé að ræða, að minnsta kosti í sumum- tilfellanna. I mörgum þarf að komast undir manna hendur sem fyrst, áður en skað- arnir verða óbætanlegir. Og enn nálgast blessuð stldin og hvenær sem veður leyfir, þá fæst talsverður afli til söltunar fyrir norðan og austan. í hvert sinn eru margar hendur á lofti til að nýta aflann sem bezt, því biðtíminn var orðinn býsna lang ur. Vonandi verður tíðarfarið þannig að veiðarnar geti haldið áfram, þvi saltsíldin er þó það af afurðum okkar, sem er seljan- legt og bað meira að segja fyrir- fram selt á hæsta veröi. Það er orðið langt siðan minnzt hefur veriö á sildveiðar hér sunnanlands, en það mun víst orðið langt siðan nokk- uð hefur verið leitað að síld hérna megin landsins. Útlitið var ekki talið sem bezt síðast þegar á þau mál var minnzt, síldar- stofnarnir rýrir og ekki líklegir til að gefa verulega veiði í ná- inni framtíð. En síldin hefur alltaf verið brellin og óútreikn- anleg svo ekki skaðar að vona, að einhvers staðar við suður- ströndina leynist eitthvert magn af sild, sem hægt væri að frysta til útflutnings. . En kunnugir telja, að fryst sild muni auð- seljanleg á viðunandi verði. Það mundi hressa upp á athafnalíf- ið og „ástandið“ sem allir nefna svo, ef sildin gæfi færl á sér hér við suð-vestur-ströncrína svo um munaði. Það sakar ekki að vona það bezta. 4 Þrándur i Gotu. 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.