Vísir - 05.10.1968, Síða 9

Vísir - 05.10.1968, Síða 9
VTSIR . Laugardagur 5. október 1968. Rætt v/ð Alfreð Gislason, lækni, um: Hve miklu fé tapar in vegna áfengisneyzlu? Vinnutap, heilsutjón, Allir viðurkenna tii- veru ýmissa félagslegra vandamála, sem eiga ræt ur sínar að rekja til drykkjuskapar, en vegna þess að ekki hef- ur tekizt að leggja fram nægilega skýrar stað- reyndir um það tjón, sem þjóðfélagið bíður ár hvert vegna þessa, verða það ekki nema fáir, sem af áhuga og einbeitni leita lausna á vandan- um. „Árlega geldur þjóðin mikið afhroð fyrir á- fengisneyzlu sakir“, seg- ir Alfreð Gíslason, lækn- ir, í ársriti Verndar, sem kom út á þessu ári, og flestir þeir, sem einhver kynni hafa af áfengis- vandamálum, munu sam mála um það, að þar sé sízt of djúpt tekið í ár- i inni. „Maður getur að nokkru reikn að út það tjón, sem þjóðfélagið bíður fyrir þessar sakir, en þeir reikningar yrðu þó ekki tæm- andi.“ sagði Alfreð, þegar blaða- maður Vísis spurði, hvernig hann myndi vilja færa þessum orðum stað. Læknirinn var svo vingjarnlegur að sjá af kvöld- stund til skrafs um þessi mál, sem hann sjálfur hefur svo lengi fjallað um. „Reyndar er nauðsyn að setja á laggirnar sérstaka stofnun með starfsliði, sem fengist ein- göngu við rannsóknir um þessi 'mál. Frá hagfræðilegu sjón- armiði séð ætti að vera kapps- mál að hafa sem gleggsta vitn- eskju og upplýsingar um flest eða öll svið þjóðfélagsins og þá eins þetta — áfengisvandamál- in. Enda hefur milliþinganefnd sem skipuð var gagngert til þess að gera tillögur um þessi mál, einmitt lagt þetta til í áliti, sem hún skilaði að loknu starfi sínu. Persónulega er ég þeirrar skoð unar, að baráttan gegn drykkju skapnum yrði áhrifameiri, ef fyrir hendi væru staðreyndir, tölur öruggar og óhrekjanlegar, um það, hve mikilli upphæð það nemur, sem fer forgörðum vegna drykkjuskapar." Það er ákaflega sennilegt, að mörgum mundi blöskra, ef sæju þeir þær fjárhæðir, sem annars væri hægt að verja til nyt- samra aðgerða, en nú fara í súginn fyrir drykkjuskap. „En þvi miður eru bara eng- ar tæmandi tölur handbærar,“ sagði Alfreð. „En hvernig mundir þú leiða hælishald, skyssur... rök að þvi, að þarna sé um mikið tjón að ræða?“ ,,Það yröi löng upptalning, því margt kemur til greina, en ef eitthvað ætti að nefna, mætti byrja t. d. á einstaklingnum. O—*jr ^fengisneyzlan verður fljót- lega fjötur um fót manni, sem fer aö neyta áfengis í veru- legum mæli. Ég veit t. d. mörg dæmi þess, að ungir menn hafi eyðilagt framtíð sína, vegna áfengisneyzlu á sínum ungu dög um. Þeir hafa t. d. hætt í skól- Þá er að nefna börnin hans. Börn drykkfelldra foreldra, Lvort sem þau eru það bæði eöa annað, fara eðlilega margs á iis, vegna þess aö afkoma heimilisins er ekki, eins og hún annars væri. Auk þess hefur drykkjuskapur föður eða móður mjög slæm sálarleg áhrif á barnið og mótun þess. Barnið getur orðið veiklað meira eða minna fyrir ófyrirsjáanlega fram tíð. — Undir eins og börnin fara að hafa vit á ástandi föðurins eða móðurinnar, fær það á þau og þau taka það nærri sér. Þetta tel ég mjög alvarlegt atriði, hvernig börn drykkjumanna eru /Jfreð GL lason, læknir um og ekki lokið iðnnámi sínu eða æðra námi, vegna óreglu. Sumir þeirra hafa . kannski komizt yfir óregluna síðar, en U'ða þá fyrir þetta meir éða minna allt sitt líf. Þeim svíður það, aö þeir skyldu ekki ná því marki í sínum námsferli, sem þeir eitt sinn settu sér. Einstaklingur, sem neytir mik- ið áfengis, ber minna úr býtum sjálfur. Hann vinnur minna og vinnur lakar. Hann hlýtur þar af leiðandi ekki eins góöa aðstöðu til þess að koma sér áfram í lífinu og bíður tjón viö það fjárhagslega. Stundum einnig sálarlega. Hann fær kannski minnimáttarkennd og þetta veld ur honum ógæfu. v Þetta er sú hliðin, sem snýr að áfengisneytandanum sjálfum en drykkjuskapurinn snertir fleiri en bara hann. ITann á kannski foreldra, sem hann veldur óhamingju með sinni óreglu. Þau hafa af honum áhyggjur og leiðindi og oft og tíðum fjárhagslegt tjón. Kona hans veröur meira og minna taugaveikluð. — Hún er sífellt óttaslegin og kvíðin vegna þess, að hann sé nú kannski kominn á fyllirí. leikin á þennan hátt. Síðar meir á ævi þessara upprennandi þjóö- félagsþegna geta þessi áhrif brot izt út með ýmsum hætti, sem fer þá eftir skapgerð barnsins. Einstaka sinnum fæla Þau bam ið frá neyzlu áfengis, því þau hafa fengið andstyggð á því, , en oft valda þau losi á sálar- lífi þeirra og gera þau veikari fyrir freistingunum. Annað varðandi börn drykkju manna þekkja skólamenn mjög vel. Nefnilega að börn frá drykkjumannaheimilum mæta oft óreglulegar, eru óstöðugri við námið og skila lakari afköst um í því. Miklu lakari en hæfi- leikar þeirra standa til. Þetta á rætur sínar að rekja til ó- hollra áhrifa á drykkjumanna heimilum. Þessi áhrif geta svo náð til af- komenda þessara bama drykkju manna og þannig getur tjónið orðið ömælanlegt, sem þjóð- félagið bíður, vegna þess að þegnum þess er spillt á þennan veg. yfirsjónir, afglöp og afbrot, sem framin eru f ölæði. Skyssur og afglöp í vinnunni, sem atvinnurekandi hans ber skaðann af. Slys og skemmdir, sem hann veldur í umferðjnni. Heilsutjón á sjálfum sér og öðr- um. íkveikjur og eldsYoðar. Þetta eru ekki óalgeng dæmi. Það er vitað mál, að þjóðfélag- ið tapar óhemju mörgum vinnu- dögum vegna áfengisnevzlu drykkjumanna. Það geta verið fáir vinnudagar á ári hjá til- tölulega litlum áfengisneytanda, eins og hvert einasta fyrirtæki þekkir orðið af ejgin reynslu. Það geta líka verið allir dagar ársins hjá þeim, sem verst eru staddir. Hvað skyldi það vaida þjóð- inni miklum kostnaði, heilsu- tjónið, sem drykkjuskapurinn leiðir af sér? Það er aþtaf hægt aö ganga út frá því sem vísu, að sá spítali er ekki til, sem ekki tekur á móti og hýsir um ein- hvern tíma sjúklinga, sem þang- að koma beint eða óbeint vegna drykkjuskaparins. Þeir, sem drykkjumaðurinn veldur slysum á, ýmist í vinnunni eða umferð- inni eða á einhverju öðru sviði Þeir, sem verða taugaveiklaðir af áhyggjum eða kvíða fyrir hans hönd, eða bara af um- gengni viö hann. Áfengispeytend umir sjálfir, sem bíða héilsutjón af drykkjuskapnum. T. d. lifrar- skemmdir, magaskemmdir o, fl. getur neytt þá til þess að ganga um lengri tíma undir læknis- hendi. Það er enginn smáræðis kostn aður af öllu því mannahaldí, sem er í kringum þessar stofn- anir. Hvort sem það eru stofn- anir, reknar eingöngu vegna heilsuspillingar af völdum drykkjuskapar, eins og Gunnars- holt, Víðines og Flókadeild o. fl. Eða spítalar, sem mundu hafa minni mannafla, ef ekki væri vegna slvsa og sjúkdóma af völdum ölæðis. ffTitt tjónið er vel mælanlegt, sem þjóðfélagið í heild bíö- ur vegna drykkiuskapar ein- staklingsins. Það tjón, sem hlýzt fyrir þær skyssur, þær Tþða kostnaður vegna dóins- og lögreglumála, sem flest rísa upp vegna drykkjuskapar. Það leikur enginn vafi á því, að hæli eins og Litla Hraun, stæði nærri autt allt árið um kring, ef ekki væri áfengisneyzlan." „Hvað teljið þér, að það sé mikill hluti afbrota, sem fram- inn er undir áhrifum áfengis?" „Á það yrði ég aö gizka, þvi ég hef engar tölur um það, en ekki mundi mér koma á óvart, ef við könnun á því kæmi í ljós, að 80% afbrotamanna - að minnsta kosti — hefðu framið afbrot sín í ölæði, eða sem af- leiðing af áfengi eða áfengis- neyzlu. Þaö er staðreynd, að mikill hluti kostnaðar af löggæzlu er vegna drykkjuskaparins, og þess eðlis er mikill fjöldi þeirra mála, sem koma fyrir Sakadóm Reykjavíkur árlega. 0-«r Tjaö væri fróðlegt að hafa " handbærar tölur um þetta, en á þessu sviði vantar grund- 10 slð* Ivimsm: Hvernig leggst vetrar- koman í yður? ísak E. Jónsson, kennari: „Þeg- ar veturinn ber svona snemma að, þá leggst hann auðvitað ekki vel í mann!“ Róbert Bender, rafvirki: „Hún leggst vel í mig. Það þýðir ekk- ert annað, en að vera bjartsýnn á framtíðina." Friðrik Þórliallsson, bifvéla- virki: „Alveg ljómandi! Mér sýnast síðustu ráöstafanir benda til þess, að allur innflutningur á nýjum bílum muni stöðvast, og þá fáum viö bifvélavirkjar nóg aö starfa.“ Jónína Ingvarsdóttir, skrif- stofustúlka: „Illa!“ wmrnm Bjarkey Magnúsdóttir, skrif- stofustúlka: „Mjög vel!“ BZ&2mZí.'-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.