Vísir - 09.10.1968, Síða 3
I
VlsIR . '"'.gur 9. oRíOaei itryJi
3
JJagfarslega eru læknar allra
manna alvarlegastir og á-
byrgðarmestir. Þeir ávarpa sjúkl
inga sína með hinni viðteknu
læknisrödd og hafa ekki tilfinn-
ingamál í flimtingum. Þeir
hlusta á kvartanir fólks meö yfir
mannlegri ró, humma, ræskja sig
og segja með sinni alkunnu:
þetta-er-nú-ekki-svo-alvarlegt
við-skulum-sjá-hvað-við-getum
gert-góði — rödd.
En þeir skvetta sér upp eins
og annað fólk og þá kveður held
ur betur við annar tónn. Þá
syngja þeir sorgarlag lækna-
nema um hann Þórð gamla, sem
Heiðursgesfirnir sátu við háborðið. Á myndinni sjást: Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn og kona hans frú Halldóra Eldjám,
Jóhann Hafstein, heilbrigðismálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og
Arinbjörn Kolbeinsson form. Læknafélags Islands.
Loff Malakoff á
50 ára afmælinu
eins og alltaf
hjarir enn, þótt devi aðrir dánu
menn.
Læknafélag Islands er orðið
hálfrar aldar gamalt og í tilefni
þess var efnt til hátíðarhalda.
Einn liðurinn var læknahóf og
þar sungu læknar um hann Þórö
gamla með tilheyrandi Loff
Malakoffi, en það er fastur liður
hjá læknum að syngja þennan
mikla brag þegar þeir safnast
saman og skemmta sér. Og það
fer hrollur um gesti þeirra, þeg
ar þeir syngja af mikilli tilfinn-
ingu: nú kryfjum við þann húðar
sel. En enginn var krufinn nú
frekar en endranær á Hótel
Sögu og raunar hvergi í bæn-
um. Það er einmitt eitt höfuð-
vandamálið við læknakennslu,
að ekki hefur verið hægt að fá
lík til að kryfja við læknadeild
ina í fleiri áratugi,
Margt var til skemmtunar haft
í læknahófinu og skemmtu menn
sér hið bezta; leikir jafnt sem
lærðir. Myndsjájn bregður upp
nokkrum svipmyndum frá hóf-
inu.
Tveir Pálar í söngskapi, Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir og Páll Gíslason, yfirlæknir
á Akranesi.
Andrés Ásmundsson, kvensjúkdómalæknir og Karl Strand, geðlæknir skiptast á skoðunum.
Á milli heirra situr Eggert Steinþórsson.
Ás.nundur Brekkan, yfirlæknir og Ólafur Jensson, eitthvað
með hugann við vandamál hversdagslífsins.
Yfir borðum. Á myndinni sjást m.a. Jón Steffensen prófessor, Torfi Bjarnason, héraðslækn-
ir og Stefán Guðnason tryggingalæknir.