Vísir - 09.10.1968, Side 9

Vísir - 09.10.1968, Side 9
; VlSIR . Miðvikudagur 9. október 1968. so Þeir sögðu að ég hefði orðið fyrir áhrifum frá Jóni Trausta. Það þótti mér skemmtilegt, þVi að þá hafði ég ekki lesið neitt eftir hann. (l I 6 Skáldsagan er ekki dauð — segir Arthur Knut Farestveit, nýr, ungur maður á ritvellinum □ Nei, ég er ekki hræddur við gagnrýnendurna. Þvert á móti er ég fullur eftirvæntingar að heyra álit þeirra á bókinni. Ég veit að það eru ýmsir gallar á verkinu og m. a. þess vegna vona ég, að gagnrýn- endurnir hlífi mér hvergi. Ég er alveg tilbúinn til að taka ofanígjöf, — held mig vera móttækilegan til þess . að læra af skynsamlegri og yfirvegaðri gagnrýni., O Þannig mæltist Arthuri Knut Farestveit í við- tali við Vísi, en Arthur er nýr, ungur maður á rit- vellinum. Fyrsta skáídsaga hans, Fólkið á strönd- inni, er nýkomin út hiá Almenna bókafélaginu. Ég vona aö gagnrýnendur hafi betri tíma til þess að lesa bókina en þeir virðast yfirleitt. Sú staðreynd að hún kemur út á undan jólabókaflóðinu hlýtur að hjálpa þar til. Það hlýtur að vera óskaplegt að vera gagn- rýnandi þegar það hvolfist yfir. — Það hafa birzt eftir þig allmargar smásögur hér og þar. Hefur þú fengið gagnrýni fyrir eitthvað, sem þú hefur skrifað? Fyrsta gagnrýni sem ég fékk var í menntaskóla. Ég fékk fyrstu verðlaun í smásagnasam- keppni Framtfðarinnar í MR, þegar ég var f 3. bekk. Gagn- rýnin var afskaplega gáfuleg eins og þær eru oft á tíðum. 1 henni var sagt, að ég hefði mjög greinilega orðið fyrir áhrif um frá Jóni Trausta. Það þótti mér skemmtilegt. því að ég hafði aldrei lesið neitt eftir hann svo að ég vissi til. Gagnrýnin varð aftur á móti til þess að ég fékk áhuga á að lesa verk hans. Hann hlaut að vera gott skáld! Seinna. þegar ég var í fimmta bekk í sama skóla var ég beðinn um að senda smásögu til sam- keppni. þátttakan var víst eitt- hvað dræm. Smásagan. sem ég sendi var dæmd úr leik frétti ég, að ástæðan hefði- verið. að dómnefndin taldi hana stolna frá Selmu Laaerlöf Það er bezta gagnrýnin. sem ée hef fengið. hvor*- sem éa átti hana skilið eoa ekki. — Hvað kemur ungum mönn- um til að skrifa skáldsögu? Ætli það sé ekki til að full- nægja einhverri innri þörf, held- ur en að maður geti aflað sér lífsviðurværis af því. Ég held að menn 'krifi fyrst og fremst vegna áhuga á fólki og lífinu umhverfis mann. Það er svo margt sem mann langar til að taka þátt í, en getur ekki nema í eigin hugarheimi. gvo held ég að skáldsagan sé alls ekki dauft tjáningar- form eins og sumir hafa verið að halda fram að undanförnu. Ská' ^sagan hefur fleiri keppi- nauta um hug almennings, en hún hafð! áður begar hún var nær domínerandi. Skáldsagan hefur bann ótvlræða kost fram vfir t.d. sjónvarp, kvikmyndir og leikhús, að hægt er að ganga að henni f bókahillu hvenær sem er. Niótendur kvikmynda. leikrita verða að meðtaka grínið begar leikritiö er fært upp eða kvikmyndin sýnd. Hins vegar er hægt að hverfa inn í heim bókarinnar. begar lesandinn er stemmdur fyrir það. — Hvernig varð þessi bók bín til? Hún hefur verið að mótast á löngum tíma. Annars fékk ég hugmvndina á einu auanabliki. begar ég leit siógarðinn fyrir neðan Stokksevri oa F'’rarbakka auenm í fvrstp sinni fyrir um 10 árum. Þá lásu mepínbaettir bókarinnar beaar liósir fyrir ' öllum meg'natriðum Ht’vmvnd in er bó ekk! nema sára- lítið brot af bókinni. Þá á eftir að móta persónur, skrifa tengi kafla og allt annað í kringum sjálfa hugmyndina. — Þetta er langur með- göngutími? Ja, ég hef nú gert ýmislegt annað þessi 10 ár, en sl. 2 — 3 ár hef ég unnið mikið að henni. Þó hef ég veriö með leikrit og aðra skáldsögu í smíðum á þess um tíma og er kominn töluvert áleiðis með hvort tveggja. — Það mun vmsum finnast þú sækja efnið nokkuð langt aft ur af svo ungum manni. Hvað veldur því að bú skrifar ekki frekar um samtímann? Þó að bókin gerist fyrir 50 árum, þá tel ég efni hennar eiga erindi til fólks nú. Mann- legt eðli breytist í sjálfu sér sáralítið op fjallar bókin öðrum þræði um þá staðreynd.. Sagan nær yfir aldarfjórðungs skeið, er að nokkru leyti saga tveggja kynslóða og af ásettu ráöi læt ég sömu persónurnar endurtaka sig til að sýna hve lítil brevting v^rður á skoðunum og afstöðu manna til sömu vandamálanna á þessu tímabili. Ég hef bá skoö- un að maöurinn fylgist ekki nægilega vel með breyttum tím- um. Maðurinn veldur breyting um. en dregst aftur úr eigin verkum. Hávaðinn af íslending um reynir t.d. alltaf að halda aftur af forystumönnum sfnum. Við erum svo miklir einstakl- ingshyggjumenn að við þolum ekki að nokkur sé öðrum fremri og reynum þvl að draga alla niður til okkar. sem fram úr skara Þetta tel ég vera aðal- galla á fslenzku þjóðinni. Við reynum alltaf að gera minna úr náunganum f stað bess að stvðia við bakið á þeim, sem vilja ryðia brautina og njóta um leið góðs af því að slíkir menn skuli vera til. Tækninni fleygir fram, við stöndum eftir sundraðir og máttvana. — Er þessi saga að einhverju leyti um Eyrarbakka og Stokks eyri? Nei. ekki frekar en um önnur sjávarþorp á íslandi Ég hef ekk ert sérstaklega kvnnt mér sögu bessara tvepvia kauptúna Það hafa mörq siávarborp. bar sem ég hef bekkt misiafnlega miki’ til, verkað bannig á mig, að póli tiskar og persónulegar ’--eddur hafi tröllriðið þar öllu, verkað eins og deyfilyf á allt líf í þeim Fólkið í þessum þorpum hefur verið flekkað og ófrjálst og þorp in hafa dregizt upp í einhverri uppdráttarsýki. stundum vegna innri deyfðar stundum vegna utanaðkomandi áhrifa. Ég vil taka bað sérstaklega fram, aö þótt bændastéttin sé hin afturhaldssömu öfl f þessari sögu er ég engan veginn að fella áfellisdóm á bændastéttina sem slíka. Hún er ekki verri eða betri en aðrar stéttir í landinu. — Þú ert dálítið vondur við prestastéttina í bókinni? Bæði og. Mér þykir afskap- lega vænt um gamla prestinn í Melgerði en ungi presturinn er dæmi um hvað prestkosninga- fvrirkomulagið getur leitt af sér danurlega tegund presta. Það er fáránlegt fvrirkomulag að söfnuðir skuli kjósa presta fyrir lífstíð. Prestamir eiga að vera launaðir af söfnuðunum og aðeins ráðnir til fárra ára f senn. Sú staðreynd, að þeir eru ráðnir fyrir lffstfð gerir bá lata og leið- inlega. Þeir virðast stundum gleyma því að beir eru í vinnu hjá guði, þó að ríkið borgi brús ann. — Frá hvaða höfundum hefur þú orðið fyrir mestum áhrifum? Það get ég ekki fullyrt um. Þeir höfundar. sem ég hef mest dálæti á em: James Baldvin, Nikos Kazansakis, Hamsun, Ib- sen, Jean Paul Sartre, Calderón de la Barca, og Njálssögu les ég alltaf einu sinni á ári. — Þú ert þá hrifinn af fom- bókmenntunum? Já, en ég er lítt hrifinn af þeirri handritadýrkun, sem hér hefur verið Það er ekki nóg að forfeöur okkar skrifuðu miklar bókmenntir til þess að gera okkur sem nú lifum, að merki- legu fólki. Við erum of bundin fortíðinni horfum of mikið til baka. Ég álít að þetta eigi ekki aðeins við handritin. Fólk hér á mjög erfitt með að slíta sig frá unoruna sínum og fjölskyld- um. Ferskar nýjar hugmyndir eiga erfitt unndráttar. Okkur hættir oft við að halda að viö séum hin vuðs útvalda bjóð Viö glevmum okkur f siálfsánægju vfir vertntm fnrfeðronna. bqnnig að handritin verða okkur til trafala fremur en til framdrátt- ar. v. 1. \ ■ ... 5t._j - ■■■ **■- é 9 íiÉœsrai Finnst yður, að gera eigi prófkjör að reglu í kosn- ingaundirbúningi ? Sigurður Ágúst Jensson: „Tvímælalaust! Það eru þau réttu lýðræðislegu vinnubrögð“. Gunnlaugur Loftsson: „Mér finnst það nú ekki!“ Þorvaldur Magnússon sjómaður: „Mér finnst þaö alveg sjálf- sagt“. Pétur Ingólfsson, verzlunarm.: „Tvímælalaust!" Rarrner Lár. teikpafi: „Mér finnst það siálfsagt fyr- irkomulap í lýðræðisrfki."

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.