Vísir - 29.10.1968, Blaðsíða 2
Efnilegt
sundfólk
Myndin er af unglingum
þeim úr sundfélaginu Ægi, sem
sigruðu á síðasta unglinga-
meistaramóti íslands í sundi.
Hlaut Ægir 132,5 stig og vann
til eignar bikar gefinn af Albert
Guðmundssyni stórkaupmanni.
Nr. 2 var K.R. með 95 stig og
nr. 3 H.S.K. meö 80,5 stig.
Mörg góö afrek. voru unnin
á mótinu og má þar nefna ís-
landsmet Ellenar Ingvadóttur
1:20,9 i 100 m. bringusundi,
metjöfnun Sigrúnar Siggeirs-
dóttur í 100 m. baksundi
1:16,0 og telpnamet Helgu
Gunnarsdóttur í 50 m. bringu-
sundi 38,3 en það er bezti
kvennatími á þessari vega-
lengd s.l. 3 ár.
Á myndinni með unglingun-
um eru þjálfarar Ægis þeir
Guðmundur Þ. Harðarson og
Hreggviður Þorsteinsson.
TOPPLIÐIN ERU
KNATTSPYRNU
□ Það er mikið um að
vera hjá íþróttadeild sjón-
varpsins þessa dagana. Þar
er Sigurður Sigurðsson á-
samt tæknimönnum að
undirbúa útsendingar á
efni frá Ólympíuleikunum,
en efni þetta var sent til
Evrópu gegnum gervi-
hnött til Danmerkur, en
danska sjónvarpið tók jafn
óðum upp a segulband fyr-
ir íslenzku „kollegana“.
„Við eigum eftir um 10 tíma
af ýmis konar efni“ sagði Sig-
urður Sigurðsson við blaðamann
Vísis í gær. „Engin sending verður
frá leikunum á miðvikudagskvöld-
ið, eins og ráðgert var, því þá eru
úrslit í handboltamótinu, en þetta
tvennt má ekki rekast á“, sagði
Sigurður. Hins vegar verða send-
ingar á laugardaginn, þá má bú-
ast við að sjá m. a. knattspymu
og ýmsar sýningaríþróttir, en búið
er að sýna mest af hinum spenn-
andi keppnisgreinum.
— Og hvað með knattspyrnuna
frá Englándi, Sigurður. Menn hafa
undrazt það hversu mikið dálæti
þið virðist hafa á Leicester City.
„Það er raunar ekki okkur að
kenna hversu mikið Leicester hef-
ur veriö í sviðsljósinu hjá okkur
undanfarið. Brezka firmanu ITC,
sem tekur upp þennan þátt, eru
VÆNTANLEG I
SJÓNVARPSINS
raunar skammtaðir leikir af enska
knattspyrnusambandinu og fær
ekki að hlutast til um hvaða leik-
ir verða fyrir valinu hverju sinni.
Þess vegna er ekkert val í þessu
efni.“ Hins vegar munu vera
á döfinni leikir toppliðanna og
væntanlega hressist yfir knatt-
spyrnuþáttunum í sjónvarpinu á
laugardögum, en þáttur þessi hef-
ur aflað sér geysilegra vinsælda.
Fyrsti stórleikurinn á
Seltjarnarnesinu
Fram og FH keppa þar á fimmtudagskvbld
Firmakeppni G.S.
Hinn 29. sept. lauk firmakeppni
Golfklúbbs Suðumesja á Hólms-
^ íþróttahúsið á Sel-
tjarnarnesi, sem fyrir
nokkru opnaði dyr sín-
ar fyrir íþróttaæsku Sel-
tjarnarness, og Reykja-
víkur að nokkru leyti,
hefur fengið sinn fyrsta,
og líkíega ekki síðasta,
stórleik ? handknattleik.
Á fimmtudagskvöldið leika
lið Fram og FH í húsinu, en
það eru iþróttafréttamenn, sem
standa fyrir leiknum. Það er ó-
þarft að kynna lið Fram og FH.
Með algjörlega ólíkan leikstíl
hafa þessi tvö lið heillað á-
horfendur í fjölmörgum leikj-
um, undanfarin ár, hvort á sinn
hátt.
Það hefur yfirleitt verið gef-
ið mál að leikur milli þessara
.tveggja stórvelda í handknatt-
leiknum okkar, hefur reynzt hin
bezta skemmtun, enda er það
.íetnaðarmál liðanna að fara
með sigurinn af hólmi.
Framarar hafa reynt undan-
farið að „taka úr umferð" beztu
menn FH, aðallega Geir Hall-
steinsson, — en það hefur mis-
tekizt, og síðast varð jafntefli
hjá liðunum. ekki er að efa að
leikurinn á Seltjarnarnesi verð-
ur í sama dúr og fyrr.
Áhorfendastæði eru í íþrótta-
húsi Seltjarnarness, og verða
aðeins þúsund miðar seldir,
enda er það hámarksfjöldi
þeirra, sem inn komast.
Til að ekki myndist nein eyöa
í leikkvöldið munu íþróttafrétta
menn „togast á“ við föngulegt
lið kvcnna úr hancjknr.t. 'ks-‘
liðum Reykjavíkur, úrvalsliði
meyja úr þessum liðum. Það
verður ekki tekið út með sæld-
inni hjá fréttamönnum að sigra
hmar frísku handknattleiks-
meyjar.
-jbp-
velli í Leiru. Alls tóku 64 fyrirtæki
þátt i keppninni. Keppnin var
holukeppni með forgjöf. Til úrslita
léku Fitjanesti og Jámsmíðaverk-
stæði Sverre Stengrimsen og sigr-
aði Fitjanesti en fyrir það lék Jó-
hann Benediktsson, en fyrir Sverre
Steingrimsen lék Sigurður Jónsson.
Fundin mynd af glímu-
mönnum á ÓL 1912
• Innan GLI’, Giimusambands fs- una, en íslenzka sjónvarpið átti
lands er starfandi minjasafnsnefnd, hægari heimatökin hjá hinum
skipuð þeim Þorgils Guðmunds- sænsku starfsbræðrum sínum, en
syni, Sigtryggj Sigurðssyni og Ól- þar var filman niðurkomiri, og
afi H. Óskarssyni. keyptj eintak af filmunni, að auki
OÁ síðasta ári tókst nefndinni fyrir lægra verð en GLÍ bauðst.
að hafa uppi á kvikmynd af ísl. • Nú mun GLI fá eintak af filmu
glímumönnum á Ólympíuleikun- sjónvarpsins af glímumönnum fs-
um 1912, sem haldnir voru í Stokk- lendinga á ÓL 1912 í Stokkhólmi.
hólmi. Minjasafninu var ofviða Aðeins 2000 krónum var veitt til
sökum fjárskorts að kaupa film- minjasöfnunar á fjárhagsáætlun
GLÍ.