Vísir


Vísir - 29.10.1968, Qupperneq 3

Vísir - 29.10.1968, Qupperneq 3
VI S IR . Þriðjudagur 29. október 1968. 3 Jþað hefur margt verið ritað og rætt um verkmenningu þá, sem hélt innreið sína til landsins með tilkomu er- lends hers í heimsstyrjöldinni síðari. >á kynntumst við Islend- ingar fyrst vmsum stórvirkum Séð yfir steypuskálann (stendur næst) og kerskálann, sem enn er í smíðum. Myndin er tekin ofan úr geyminum sem áloxíðinu verður skipað upp í. Svipmyndir frá Straumsvík vinnuvélum, sem síðan hafa hjálpað til þess að skapa það velferðarþjóðfélag, sem við lif- um nú f. Það er umdeilanlegt, hversu fljótt þessi stórvirku vinnutæki hefðu komið til lands ins, ef ekki hefði komið til heims styrjaldar, en án efa hefði þar ^rðið töluverður dráttur á. Það er að mörgu leyti ó- skemmtileg tilhugsun að tækni- byltingin héma, skyldi hafa svo válega orsök, sem heimsstyrjöld, en hún varð ekki að okkar ósk, né flestra annarra, sem tóku þó meiri þátt í henni en viö. Við virðumst því ekki þurfa að hafa sektartilfinningu vegna þess á- góða, sem við óneitanlega höfö- um af heimsstyrjöldinni, þótt endalaust megi deila um, hvar ábyrgö á atburðum eins og heimsstyrjöldinni síðari liggi í raun og veru. Tilkoma álverksmiðjunnar í Straumsvfk gæti verið upphaf að nýrri tæknibyltingu hér á landi og tæknibyltingu með skemmti legri undanfara, en fyrri tækni- byltingu. Með verksmiðjunni kynnumst viö í fyrsta skipti stóriðju í ná- vígi, en ekki verður í fljótu bragði séð, hver áhrif hennar verða á framhald stóriöju á Is- landi. Það er þó óumdeiianlegt að bæði byggingarverkamenn, sem tæknimenntaðir menn ís- lenzkir hafa þegar lært margt við byggingu álverksmiðjunnar. Þeir hafa lært þar verkmenn- ingu, sem þeir munu síðar færa með sér út í aðra þætti íslenzks athafnaiífs. I framhaldi af grein um ál- verksmiðjuna, sem birtist í'blað inu í gær, birtast nú nokkrar svipmyndir af framkvæmdunum þar suðurfrá. Þar er margt, sem gleður auga þess, sem hefur gaman af verklegum fram- kvæmdum. Kerin verða sett í kerhúsið með þessum vagni. Eitt kerjanna hangir í vagninum. Fylgdarmaður Vísis um byggingarsvæðið, ’^ilhjálmur Þorláks son. Hann stendur fyrir framan skrifstofuhúsið. Kerskálinn ei 650 metra langur. I honum verða 120 ker, þar sem rafgreiningin mun fara fram. í lofti skálans hefur verið komið fyrir hreinsunarútbúnaði, sem verður notaður, ef nauðsynlegt reynist vegna eiturefna í lofttegu ndum, sem munu stíga upp úr kerunum, þegar vinnslan er hafin. Neðan frá höfninni. Uppistaða löndunarkranans er þegar risin. Fyrir aftan hana sést geym- irinn, en áloxíðið verður leitt í hann með færiböndum, sem munu liggja úr krananum efst f tankinn. Ur steypuskálanum. Þarna er verið að koma fyrir biðofnum, blöndunarofnum og steypuofn- um. Auk þess verða í skálanum sagir og slípu narvélar og verður gengið alveg frá álstykkj- unum I hina ýmsu framhaldsvinnslu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.