Vísir - 29.10.1968, Síða 4

Vísir - 29.10.1968, Síða 4
Rauða skikkjan i Englandi Margir muna eflaust eftir kvik- mynd, sem heitir Rauða skikkjan og var sýnd hér í fyrra. Dómarnir, sem hún hlaut hér, voru væg- ast sagt ekki uppörvandi, en þrátt fyrir allt hefur myndin hlotið tölu verða aðsókn og allgóða dóma í öðrum löndum, þar sem hún hefur verið sýnd. Til dæmis standa nú yfir sýning ar á henni í Engiandi, þar sem menn eru yfir sig hrifnir af þess- um „nýstárlegú" víkingum og ástafari þeirra. leikstjóra myndarinnar, Gabriel Axel, hefur meira að segja veriö boðið að opna nýtt stórt kvik- myndahús í York, en Rauða skikkjan er fyrsta myndin, sem verður sýnd þar. Konur eru mín listgrein — segir hinn nýi James Bond Hinn nýi James Bond, hinn 29 ára gamli George Lazenby, Ástral íumaður, sem er fyrrverandi leik ari í súkkulaði-auglýsingamynd- um, virðist ekki ætla að verða neinn eftirbátur fyrirrennara síns. Nú vinnur hann við gerð mynd- arinnar „I leyniþjónustu hennar hátignar", sem nú er verið að taka við rætur svissnesku Alp- anna. 1 myndinni eru ekki færri en 13 fegurðardísir, sem Bond verður að annast. Héma á myndinni sést hann í góðum hópi með sjö af þessum stúlkum. Ef til vill eigum við eftir að heyra meira síðar um einhverja þeirra, svo að nöfnin eru látin fljóta með: Helena Ronee, Zara, Catherine von Schell, Anouskha Hempel, Julie Edg, Joanna Lumley og Mona Chong. Hinn nýi James Bond hefur meira að segja komið sér upp vís dómsorðum um konur: „Að með höndla konur er eins og leggja stund á listnám — og listnám hef ég stundað." Oleg Vidov og Gitte Hænning í hlutverkum sínum í Rauðu skikkjunni. •••■•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■•••• Epla-velgengni Bítlanna Pl'ótufyrirtæki þeirra slær i gegn Frá upphafi hefur hljómplötu- fyrirtækj Bítlanna gengið ljóm- andi vel. Lag þeirra „Hey Jude“ er i efsta sæti vinsældalistans, og virðist ætla að verða vinsæl- asta lag þeirra félaganna, sem gefið hefur verið út á tveggja laga plötu. Önnur plata frá Appie, sem ekki gengur síður ve! er „Those Were the Days“ með Mary Hop kin, sem klifrar' nú óðum upp vinsældalista flestra landa. Sagt er að Paul McCartney sé langduglegastur Bftlanna við að starfa í. fyrirtækinu. Á hverjum degi stjómar hann fundi með helztu starfsmönnum fyrirtækis- ins. Fjölda margir skemmtikraft ar, hljómsveitir og söngvarar, sem eru á samning hjá öðrum hljóm- plötufyrirtækjum hafa látið í Ijós áhuga á því að gera samning við Bítlana við fyrsta tækifæri. Myndin utan á Apple-plötunum er auðvitað af epli. Fyrri s-ðan sýnir grænt epli og síða númer 2 sýnir sama epli skorið í miðju. „Hollt er heima hvat“ Við fögnum ýmsum stórvirkj- um sem unnin hafa verið 1 ís- lenzkum iðnaði á undanfömum árum. Mætti þar margt til nefna. Við eygjum stórvirkan verksmiðjurekstur í mörgum greinum. Skipasmíðar úr stáli voru nær engar fyrir örfáum árum, en em nú, þrátt fyrir mikla örðugleika, orðin talsverð iðngrein og ört vaxandi. íslenzk ir iðnaðarmenn hafa sýnt, að tæknilega geta þeir skilað verk- efnum sínum ekki siður en koll egar þeirra erlendir, en hins vegar hefur vandinn legið í því fjrir skipasmiðastöðvamar að skila skipum á samkeppnisfæru verði. Iðnþróaðar þjóðir hafa einnig úr 'meira fjármagni að spiia til að gera með hhrtina á hagkvæmasta hátt. Auðvitað eiga málin eftir að skipast í sama farveg hér, en eðlilega tekur öll þróun sinn tíma. Islendingar hafa á undan- fömum árum keypt allan glæsi- legasta hluta skipastólsins er- þegar verkefnaskortur gerir' víða vart við sig. íslendingar kunna allt til skipasmíða og hafa næga reynslu til að annast þenn an iðnað sjálfir.,Ef einhver þekk ingaratriði vantar, má hæglega opinbera aðila. Það er svo mikil vinna fólgin í því að smíða skip, að við höfum ekki efni á því að láta aðra annast þá vinnu, eins og sakir standa. Þrjú hundruð lesta fiski lendis frá, og hefur sú samvinna við hina erlendu aðila oftast ver ið með mestu ágætum. Nú hef- ur orðið sú breyting á, að Is- lendingar sjálfir þurfa á þeim verkefnum að halda, sem áður voru boðin út erlendis, og það nær raunar ekki nokkurri átt, að skip séu keypt erlendis frá, kaupa svörin við þeim frá næst- um hvaöa iðnaðarþjóð sem er, sem hefur yfir margháttaðri reynslu að ráða. Vegna þessa kemur ekki til mála að íslenzkum skipasmíða- stöðvum sé ekki gefinn kostur á þeim verkefnum sem til falla, svo sem að smiða skip fyrir skip er talið að verði ekki byggt á minna en á fjörutíu og fimm þúsund vinnustundum, svo allir sjá að um mikl'a hagsmuni er að ræða fyrir viðkomandi iðn- að. Innflutningur skipa hefur ver ið mikið hagsmunamál innflytj enda á undanförnum árum, enda hafa erlendar skipasmíðastöðvar greitt íslenzkum umboðsmönn- um stórar fúlgur fyrir að koma samningum á. Tvö prósent af samningsverði er algeng þóknun og dæmi munu vera um hærri þóknun. íslenzkir aðilar hafa einnig notið þeirra hlunninda, að erlendis er einnig þóknað fyrir ábendingar, þó viðkomandi hafi hvergi komið nærri samnings- gerð. Þessi viðskipti ganga eftir rótgrónum venjum og reglum, þar sem réttur skipamiðlarans er stór, því þeir, sem smíða skip eiga einnig mikið í húfi, að verlf efnin séu nóg. Þess þarf því vel að gæta hér hjá okkur, þegar við þurfum á því að halda að annast hin ýmsu verkefni sjálfir, að þeir hagsmunir verði ekki ofan á, að verkefni séu flutt úr landi. Þrándur í Götu. )

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.