Vísir - 29.10.1968, Qupperneq 9
V1 SIR • Þriðjudagur 29. október 1968.
y
koma mér í
Hógvær og hlé-
drægur „trésmiður“ eins og
hann enn nefnir sig í síma-
skránni verður formaður Félags
íslenzkra iðnrekenda áður lítt
þekkts félagsskapar. Það var
Kristján Jóhann Kristjánsson,
annar aðaleigandi Kassagerðar
Reykjavíkur.
Hann sagði þá: „Alþingis-
menn okkar þurfa að þekkja
nýja atvinnuveginn íslenzkan
iðnað. Kynnast verksmiðjum og
vélum af eigin raun.“ Dag
nokkurn var kynningarferðin
farin. Að henni lokinni var
haldið til hádegisveröar að
Hótel Borg, þar flutti Kristján
Jóhann eftirminnilega ræðu um
íslenzkan iðnað og hlutverk
hans. Létu þingmenn þess getið
að margir hlutir hefðu komið
þeim á óvart, sem þeir sáu og
heyrðu í þessari för. Þama urðu
þáttaskil. Iðnaðurinn hóf sókn
til viðurkenningar og frama.
ÁHö 1949: Kristján Jóhann
hafði nokkrum árum áður ver-
ið aöalhvatamaður að stofnun
lítils flugfélags sem nefndi sig
Loftleiðir h.f. Þegar hér var
komið átti félagið m. a. milli-
landaflugvélina Geysi, og þurfti
*
Cvipmyndir
3 hug.
Árið 1946:
banka íslands h.f. Málið var til
síðustu umræðu i efri deild.
Það var komiö fram á kvöld.
Umræður gengu fjörugt um
málið í deildinni og það var
vitað að andstaðan var hörð og
úrslitin' gátu oltið á einu at-
kvæði.
Ekki voru aðrir á áhorfenda-
pöllum en Kristján Jóhann og
undirritaöur. En hann sat þar
sjaldan kyrr. Öðru hverju skauzt
hann til viðtals við einstaka
þingmenn í bakherbergjum til
þess að reyna að sannfæra þá
um réttmæti laganna. Þegar hin
örlagaríka afgreiðsla fór fram,
og lögin voru samþykkt með
eins atkvæðis mun, var Krist-
ján Jóhann glaðari en frá megi
segja. Hann hafði unnið sigur
sem svo oft áður á sinn yfir-
lætislausa hátt.
Kristján Jóhann er ljóöelskur
og prýðilega hagoröur sjálfur.
Hann orti svo fyrir skömmu:
Þótt bráðum ég hverfi sem upp-
höggvin eik
og einskis nýt reynist mín
vinna,
er ég þó stöðugt í eltingaleik
við uppfylling hugsjóna minna.
Kristján Jóhann kann þá list
að eiga hugsjónir og láta þær
komast til framkvæmda. Það
gerir hann ekki einn, heldur
með annarra aðstoð. Þetta er
honum ljóst. En það er ekki öll-
um gefinn sá hæfileiki að kalla
fram áhuga annarra og að fá
þá tii að starfa, ef til vill að
fjarlægu markmiði.
Kristján Jóhann er atorku- |
og framfaramaður og hefur trú k
á landi sínu og þjóö. Hann |
hefur byggt upp fyrirtæki sitt |
af þrautseigju, kjarki og dugn-
aði. En þessir hæfileikar hans |
hafa einnig notið sín við að H
koma á fót og byggja upp önn- |
ur þjóðþrifa fyrirtæki. Bsr þar I
hæst flugfélagið Loftleiðir h.f., f
en eins og kunnugt er var hann |
einn af aðaistofnendum þess og |
stjórnarformaður fyrstu 10 ár- S
in.
Kristján Jóhann er gæddur |
ríku hugmyndaflugí og hefur sá p
eiginíeiki átt drjúgan þátt í ®
velgengni hans. Hann hefur ver- ;■
ið fljótur að átta sig á nýjung- «
um og hagnýta sér þær í fyrir- |
tækium sínum og ber Kassa-
gerðin þess glöggt merki. Öll- |
um er kunnugt um baráttu hans íj
fyrir því að teknar verði upp I
nýjungar i mjólkurumbúðum 2
hér á landi.
Þó að Kristján Jóhann sé nú |
75 ára hefur þessi hæfileiki S
ekkert sljóvgazt, og þekki ég jj|
ekki annan athafnamann, sem íi
er svo ungur í anda sem Krist-
ián Jóhann. Hann er sífellt að
leita aö og fást við ný viðfangs-
efni, án þess þó að hlaupa frá
því, sem fyrir er.
En það sem örugglega á
drjúgan þátt í þeim eldmóði,
sem auðkennir störf Kristjáns
Jóhanns er, aö iðnaðurinn er
honum ekki einungis brauð-
strit, helduv hugsjón. Þess
vegna hefur hann helgað fé-
lagsmálum iönaðarins drjúgan
skerf af starfskröftum sínum.
Hann var kosinn í stjóm
Kristján Jóh. Kristjánsson 75 ára
hún að fara í yfirlitsskoðun og
aðgerð til borgarinnar Oakland
í Califomiu. Engir peningar
vom til. Formaður félagsins
Kristján Jóhann bauð undirrit-
uðum með í tóma flugvélina og
ömggustu loftsiglingamenn
Loftleiða lentu heilu og höldnu
í Oakland. Viðgeröin tók 6 vik-
ur.
Það var ekki laust við er líða
tók á aðgerðina að menn þar
vestra yrðu ókyrrir, vegna þess
að ekki komu inngreiðslur á
viðgerðarkostnaö.
En Kristján Jóhann reiknaði
dæmið rétt. Hann sagði við mig:
„Ameríkanamir eru komnir
svo langt aö þeir verða að
ljúka viðgerðinni. Bankinn
heima getur varla annað en
lofað okkur fyrirgreiðslu úr
því að viö erum komnir vestur
og viðgerð er komin þetta
langt.“
Morgun hvern, þegar viögerð
var að ljúka, stóð Kristján Jó-
hann í stöðugu símasambandi
við Reykjavík.
Á tólftu stundu kom banka-
ábyrgð fyrir nokkrum hluta
kostnaðar, og forstióri hins
bandaríska fyrirtækis sagði, er
hann kvaddi okkur Kristján
Jóhann: „Þetta hefi ég aldrei
gert fyrir nokkurt flugfélag
fyrr,“ og viö mig sagði hann
að lokum: „Segðu Kristjáni Jó-
hanni að hingað komi menn
af öllum heimshornum með
flugvélar sínar til viðgerðar, en
ég hafi aldrei upplifað það að
þeir kæmu hér án þess að hafa
dollar í vasanum til að greiða
með. En ég gerði þetta vegna
þess hvað mér fellur framúr-
skarandi vel við þennan mann.“
Árið 1951: Átök mikil höfðu
orðið á alþingi um það, hvort
leyfa skyldi stofnun Iðnaðar-
Þessi þáttur í skaphöfn og
fari Kristjáns Jóhanns minnir
nokkuð á lýsingu Snorra á
Erlingi Skjálgssyni frá Sóla:
„Öllum kom hann til nokkurs
þroska".
Við Kristján Jóhann Krist-
jánsson höfum þekkzt i 23 ár.
Hann er svipmikill samtíðar-
maður. Þaö þarf ekki að kynna
hann eða æviatriði hans fyrir
þeim sem nú eru komnir yfir
miðjan aldur. Fyrir hina og þá
sem á eftir koma vil ég minna á
það, að um hann og fyrirtæki
hans hefur margt verið ritaö
og vil ég þar nefna m. a. bæk-
umar „ísland i dag“ .og „Is-
lenzkir samtíðarmenn“, auk
tímaritsins „íslenzkur iðnaður",
en hitt er sönnu nær, að per-
sónuleg kynni ein gefa hið
rétta og sanna mat.
Lífsfjör, dugnaður og fram-
sýni Kristjáns Jóhanns geta
alltaf komið manni að óvörum.
Hann hefur tekið þátt í marg-
víslegum félagsmálum, verið
formaður F.Í.I., formaður Iðn-
aðarbanka íslands h.f. um skeið
og átt sæti f Verzlunarráði ís-
lands, svo að eitthvað sé nefnt.
Stofnun Loftleiða h.f., for-
mennska þar og bjargráð frá
mörgum blindskerjum er einn
af bautasteinum Kristjáns á at-
hafnasviðinu. að ógleymdri
Kassagerð Reykjavíkur, sem
hann rak í mörg ár með Vil-
hjálmi Bjarnasyni. en nú með
syni sínum Agnari, mikið þjóð-
þrifafyrirtæki, vel búið að vél-
um og vinnukrafti. Eigi hirði
ég hér upp að telja öll þau fyrir-
tæki sem Kristján Jóhann hefur
tekið þátt i að setja á stofn,
styrkja, styðja og stjórna, en
ég get þó ekki látið hjá líða að
minna á skerf hans til þess aö
Dagblaðið Vísir komst yfir
mikla fjárhagsörðugleika en
fagnar nú nýjum og bjartari
degi sem annað útbreiddasta
dagblað á íslandi.
Helga dóttir Kristjáns er
gift bandarískum lögfræöingi
og eiga þau efnileg börn. Börn
Agnars Kristjánssonar eru Krist-
ján Jóhann yngri, er nýlega hef-
ur lokið stúdentsprófi, og Leif-
ur, sem les til stúdentsprófs í
Verzlunarskóla íslands, en yngst
er Agatha, 11 ára að aldri.
Sesselja Dagfinnsdóttir, hin
fríða og fágaða kona Kristjáns
Jóhanns, tók við uppeldi bam-
anna og bústjórn eftir að systir
hennar, fyrri kona Kristjáns
Jóhanns Agatha, féll frá á bezta
aldri.
Til þeirra er gott að koma
að Hringbraut 32 og hlusta á
kímnisögumar um Snæfellinga
og aðra, sem Kristján Jóhann
hefur ætíð á hraðbergi.
Það er ekki nokkur efj á því
aö það verður fjölmennt hjá
afmælisbarninu í dag i húsa-
kynnum Kassagerðar Reykja-
víkur h.f„ því að maðurinn er
vinsæli með afbrigðum.
Ég sendi honum og fjölskyldu
hans beztu heillaóskir i tilefni
af afmælinu
Páll S. Pálsson.
*
Tðnaður á íslandi á sér ekki
langa sögu, en þeim mun
viðburðaríkari. Þessi yngsti at-
vinnuvegur okkar Islendinga
hefur á skömmum tíma vaxið
upp í það að vera bæði stærsti
og fjölmennasti atvinnuvegur
okkar í dag. Jafnframt bendir
allt til þess að hann muni i
framtíðinni verða sú atvinnu-
grein, sem íslendingar verða að
treysta á, eigi þeir að geta búið
við viðunandi kjör í landi sínu.
En saga einnar atvinnugrein-
ar hlýtur fyrst og fremst að
vera saga þeirra manna, sem
ruddu brautina og mörkuðu
spor með framtaki sínu og
þeim nýjungum, er þeir inn-
leiddu í atvinnulífið.
Þannig er saga iðnaðarins
saga þeirra manna, sem af
framsýni, stórhug, þrautseigju
og ríku hugi íyndaflugi, fóru
inn á nýjar brautir í atvinnu-
háttum.
Einn þeirra manna, sem
drýgstan þátt hefur átt f að
skapa sögu iðnaðarins á íslandi
er 75 ára í dag. Það er Kristján
Jóhann Kristjánsson, oftast
kenndur við Kassagerð sína,
eins og Kassagerð Reykjavíkur
er nefnd f daglegu tali. Hann
er einmitt gæddur þeim kostum,
sem iðnaðarmaður og iðnrek-
andi þarf að hafa til þess að
geta náö árangri I starfi sínu.
Kristján Jóhann lærði tré-
smíði og stundaöi þá iðn um
árabil. en árið 1932 stofnaði
hann ásamt Vilhjálmi Guð-
mundssyni ' ssagerö Reykja-
víkur. Eins og raunin hefur ver-
iö með mörg okkar beztu iðn-
fyrirtæki. var byrjaö smátt.
Smíðaðir voru trékassar, sem
negldir voru saman með
hamri, en undir stjóm þeirra
félaga og síðar Kristjáns Jó-
hanns og sonar hans, hefur fyr-
irtækið þróazt og dafnað og er
f dag eitt glæsilegasta iðnfyrir-
tæki þessa lands.
Félags íslenzkra iðnrekenda ár-
ið 1943, og kjörinn formaður
árið 1945. Gegndi hann því
starfi til ársins 1956. Á þessum
árum lagði hann grundvöll að
því starfi, sem síðan hefur ver-
ið unnið á vegum Félags ís-
lenzkra iðnrekenda. Hann hef-
ur verið óþreytandi við að tala
máli iðnaöarins og á drjúgan
þátt í þeirri viðurkenningu,
sem iönaðurinn hefur hlotið
með þjóðinni.
Kristján Jóhann hefur gegnt
fjölda annarra trúnaðarstarfa
fyrir iðnaðinn. Hann sat í stjórn
Iðnaðarbankans fyrstu 10 árin
og var formaður bankaráðs í
5 ár. Hann hefur m. a. einnig
átt sæti í stjómum Iðnlána-
sjóðs, Vinnuveitendasambands
íslands og Verzlunarráðs ís-
lands.
Sem vott þakklætis og sem
viðurkenningu fyrir störf hans
í þágu fslenzks iðnaöar, var
hann geröur heiðursfélagi Fé-
lags íslenzkra iðnrekenda árið
1957 og er hann eini heiðursfé-
lagi þess.
Ég vil svo á þessum tíma-
mótum flytja honum og fjöl-
skyldu hans árnaðaróskir mín-
ar og allra féíagsmanna í Félagi
íslenzkra iðnrekenda. Ber ég
um leið fram þá ósk, að iðnað-
urinn og þjóöin öll megi enn
lengi njóta starfskrafta hans.
Ef iðnaðurinn ber gæfu til
að hafa alltaf á meðal sín menn
eins og Kristján Jóhann, mun
okkur famast vel í landi okkar.
Gunnar J. Friðriksson.
Kristján Jóhann Kristjánsson
tekur á móti vinum sfnum f
kaffistofu Kassagerðarinnar kl.
5—7 í dag.